Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. júní 2006
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. júní 2006
Reynt hefur verið að brjótast inn í Gjögurvita.
Þegar vitavörður Gjögurvita Jón G Guðjónsson kom út í vita í morgun til setja upp skilti að, Bannað væri að fara upp stigan að ljóshúsi,sá hann að reynt hefur verið að brjóta upp lásin að skúrnum neðri þar sem allur stjórnbúnaður er,enn ekki tekist alveg.Eins og sést á meðfylgjandi mynd er lásin kengbogin þannig að einhvert járn hefur verið notað til verkssins.
Ekki er að sjá að neitt hafi verið átt við búnað inni í skúrnum hné uppi í ljóshúsi.
Ekkert er þarna inni sem nýtist öðrum enn Siglingastofnun eða búnaði vitans,engin verkfæri.
Menn hafa vonað að vera lausir við svona lið og skemmdarvarga hér við nyrsta haf.
Ekki er að sjá að neitt hafi verið átt við búnað inni í skúrnum hné uppi í ljóshúsi.
Ekkert er þarna inni sem nýtist öðrum enn Siglingastofnun eða búnaði vitans,engin verkfæri.
Menn hafa vonað að vera lausir við svona lið og skemmdarvarga hér við nyrsta haf.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. júní 2006
Nýr Oddviti Árneshrepps.
Ný hreppsnefnd Árneshrepps hélt sinn fyrsta fund í kvöld og kusu sín á milli Oddvita Sveitarfélagssins.
Oddný S Þórðardóttir á Krossnesi er nýr Oddviti Árneshrepps.Aðrir í hreppsnefnd eru:
Guðlaugur Ingólfur Benediktsson í Árnesi 2
Guðlaugur A Ágústsson á Steinstúni
Gunnar H D Guðjónsson í Bæ
Eva Sigurbjörnsdóttir á Hótel Djúpavík.
Oddný S Þórðardóttir á Krossnesi er nýr Oddviti Árneshrepps.Aðrir í hreppsnefnd eru:
Guðlaugur Ingólfur Benediktsson í Árnesi 2
Guðlaugur A Ágústsson á Steinstúni
Gunnar H D Guðjónsson í Bæ
Eva Sigurbjörnsdóttir á Hótel Djúpavík.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. júní 2006
Skriðuföll á Kjörvogshlíðinni.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er ófært norður í Árneshrepp,aurskriður hafa fallið á vegin á Kjörvogshlíðinni verið er að hreinsa,hálka er á Veyðileisuhálsi.
Það snjóaði niðrá lálendi í nótt og fjöll víða alhvít.
Sólarhringsúrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 32 mm.Hiti fór niðrí 2 stig í nótt.
Það snjóaði niðrá lálendi í nótt og fjöll víða alhvít.
Sólarhringsúrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 32 mm.Hiti fór niðrí 2 stig í nótt.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. júní 2006
Nýir rafgeymar settir í Gjögurvita.
Í dag komu þeir Guðmundur Bernódusson og Sigurjón Eiríksson rafvirkjar frá Siglingastofnun og settu nýja rafgeyma í Gjögurvita,enn vararafmagnið er 24 volt frá rafgeymum síðan vitin var rafvæddur 1987.
Síðan var farið yfir rafkerfið,aðalljósakerfið sem og varakerfið.
Vitavörður við Gjögurvita er Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík síðan 1995.
Síðan var farið yfir rafkerfið,aðalljósakerfið sem og varakerfið.
Vitavörður við Gjögurvita er Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík síðan 1995.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. júní 2006
Ferming í Árneskirkju laugardaginn 3 júní.
Fermdur verður einn drengur í Árneskirkju kl 1600 á laugardaginn þryðja júní.
Drengurinn sem fermist er Númi Fjalar Ingólfsson Árnesi II í Trékyllisvík.
Séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur fermir.
Einn drengur fermdist í fyrra frá Árneskirkju bróðir þess sem fermist nú Róbert Hlífar Ingólfson í Árnesi II.Þá var fermt 18 júní.
Drengurinn sem fermist er Númi Fjalar Ingólfsson Árnesi II í Trékyllisvík.
Séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur fermir.
Einn drengur fermdist í fyrra frá Árneskirkju bróðir þess sem fermist nú Róbert Hlífar Ingólfson í Árnesi II.Þá var fermt 18 júní.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. maí 2006
Nýja Sædísin komin.
Fyrirtækið Freydís sf sem bíður upp á áætlunarferðir á Hornstrandir á sumrin er komin með nýjan bát Sædísi ÍS 67.
Sædísin ÍS 67 kom til heimahafnar í Bolungarvík á laugardaginn var.
Eigandi fyrirtækisins og skipstjóri á Sædísi er Reimar Vilmundarson og hefjast ferðir frá Norðurfirði þann 28 júní og fram til 9 ágúst.
Silgt er frá Norðurfirði á Hornstrandir svo sem til Hornvíkur,Dröngum,Látravíkur,Bolungarvíkur og Reikjarfjarðar á Ströndum.
Veður getur haft áhrif á ferðir.
Sædísin tekur 30 manns í sæti báturinn er rúmlega 30 metra langur trefjaplastbátur smíðaður hjá Seiglu ehf. í Reykjavík.
Upplýsingar eru í síma 8936926 eða á netfanginu www.freidis.is.
Sædísin ÍS 67 kom til heimahafnar í Bolungarvík á laugardaginn var.
Eigandi fyrirtækisins og skipstjóri á Sædísi er Reimar Vilmundarson og hefjast ferðir frá Norðurfirði þann 28 júní og fram til 9 ágúst.
Silgt er frá Norðurfirði á Hornstrandir svo sem til Hornvíkur,Dröngum,Látravíkur,Bolungarvíkur og Reikjarfjarðar á Ströndum.
Veður getur haft áhrif á ferðir.
Sædísin tekur 30 manns í sæti báturinn er rúmlega 30 metra langur trefjaplastbátur smíðaður hjá Seiglu ehf. í Reykjavík.
Upplýsingar eru í síma 8936926 eða á netfanginu www.freidis.is.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 29. maí 2006
Söfnun á brotajárni.
Samkvæmt auglýsingu frá Sorpsamlagi Strandasýslu til ábúenda í Árneshreppi,mun verða viðamikil söfnun á brotajárni,bílhræ þar með og allt brotajárn ónytt þakjárn og fleyra.
Ábúendur í Árneshreppi eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að losa sig við brotajárn og þessháttar því í framtíðinni verður tekið gjald fyrir þessa þjónustu hjá Sorpsamlagi Strandasýslu.
Söfnunin fer sennilega ekki á stað fyrr enn um mánaðarmót júní júlí.
Þeir sem vilja losa sig við gamallt járnarusl eru hvattir til að hafa samband við Láru Jónsdóttur hjá Sorpsamlaginu í síðasta lagi föstudaginn 2 júní í síma 4513510.
Hér með er mynd af bílhræum og öðru járnarusli,olítönkum ónýtum búvélum og mörgu öðru járnarusli.Mikið væri gott að losna við þetta drasl og fegra umhverfið.
Ábúendur í Árneshreppi eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að losa sig við brotajárn og þessháttar því í framtíðinni verður tekið gjald fyrir þessa þjónustu hjá Sorpsamlagi Strandasýslu.
Söfnunin fer sennilega ekki á stað fyrr enn um mánaðarmót júní júlí.
Þeir sem vilja losa sig við gamallt járnarusl eru hvattir til að hafa samband við Láru Jónsdóttur hjá Sorpsamlaginu í síðasta lagi föstudaginn 2 júní í síma 4513510.
Hér með er mynd af bílhræum og öðru járnarusli,olítönkum ónýtum búvélum og mörgu öðru járnarusli.Mikið væri gott að losna við þetta drasl og fegra umhverfið.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 27. maí 2006
Úrslit kosninga í Árneshreppi.
Í Árneshreppi var óhlutbundin kosning,þessir hlutu kosningu sem aðalmenn í hreppsnefnd:
1.Guðlaugur I Benediktsson Árnesi 2
2.Guðlaugur A Ágústsson Steinstúni
3.Oddný S Þórðardóttir Krossnesi
4.Gunnar Helgi Dalkvist Guðjónsson Bæ
5.Eva Sigurbjörnsdóttir Djúpavík.
Varamenn í hreppsnefnd eru þessir.
1.Úlfar Eyjólfsson Krossnesi
2.Hrefna Þorvaldsdóttir Árnesi 2
3.Bjarnheiður Júlía Fossdal Melum 1
4.Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir Steinstúni
5.Sveindís Guðfinnsdóttir Kjörvogi.
1.Guðlaugur I Benediktsson Árnesi 2
2.Guðlaugur A Ágústsson Steinstúni
3.Oddný S Þórðardóttir Krossnesi
4.Gunnar Helgi Dalkvist Guðjónsson Bæ
5.Eva Sigurbjörnsdóttir Djúpavík.
Varamenn í hreppsnefnd eru þessir.
1.Úlfar Eyjólfsson Krossnesi
2.Hrefna Þorvaldsdóttir Árnesi 2
3.Bjarnheiður Júlía Fossdal Melum 1
4.Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir Steinstúni
5.Sveindís Guðfinnsdóttir Kjörvogi.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 23. maí 2006
Ekki flogið í gær og í dag.
Ekki var hægt að fljúga í gær á Gjögur vegna snjókomu og dimmviðris.
Í dag ekkki heldur hægt að fljúga,snjókoma er og hvassviðri 18 til 20 m/s.
Þetta er ótrúlegt að ekki sé hægt að fljúga áætlunarflug 22 og 23 maí vegna snjókomu enn svona er það samt.
Í dag ekkki heldur hægt að fljúga,snjókoma er og hvassviðri 18 til 20 m/s.
Þetta er ótrúlegt að ekki sé hægt að fljúga áætlunarflug 22 og 23 maí vegna snjókomu enn svona er það samt.