Svar frá Samgönguráðuneytinu vegna GSM.
Svar er komið frá Samgönguráðuneytinu vegna fyrirspurnar sem undirritaður sendi í vedur til stjórnar fjarskiptadeildar vegna GSM símasambands í Árneshreppi.
Samkvæmt Þingsályktun um stefnu í fjarskiptamálum fyrir árin 2005-2010 sem samþykkt var fyrir um ári síðan skal GSM-farsímaþjónusta vera aðgengileg á þjóðvegi 1 og öðrum helstu stofnvegum, á helstu ferðamannastöðum og minni þéttbýlisstöðum. Til þess að vinna að þessu verkefni fékk Fjarskiptasjóður úthlutað fjármagni sbr. lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. Vegurinn norðan Hólmavíkur er tengivegur en ekki stofnvegur og fellur þar með fyrir utan þetta verkefni. Hins vegar er spurning hvort Árneshreppur flokkist sem minni þéttbýlisstaður eða ferðamannastaður en það verður skoðað þegar minni þéttbýlisstaðir og ferðamannastaðir verða skilgreindir.
Samkvæmt Þingsályktun um stefnu í fjarskiptamálum fyrir árin 2005-2010 sem samþykkt var fyrir um ári síðan skal GSM-farsímaþjónusta vera aðgengileg á þjóðvegi 1 og öðrum helstu stofnvegum, á helstu ferðamannastöðum og minni þéttbýlisstöðum. Til þess að vinna að þessu verkefni fékk Fjarskiptasjóður úthlutað fjármagni sbr. lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. Vegurinn norðan Hólmavíkur er tengivegur en ekki stofnvegur og fellur þar með fyrir utan þetta verkefni. Hins vegar er spurning hvort Árneshreppur flokkist sem minni þéttbýlisstaður eða ferðamannastaður en það verður skoðað þegar minni þéttbýlisstaðir og ferðamannastaðir verða skilgreindir.