Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. ágúst 2006 Prenta

Djúpavíkurdagar 18 til 20 ágúst.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Tylkinning frá Hótel Djúpavík.
Dagskráin hefst á föstudagskvöldinu 18 Ágúst kl 21:00 á kvöldvöku í borðsal hótelsins.Kaffi verður í boði hússins og er öllum frjálst að koma með hljóðfæri og við gerum þetta að ánægjulegi kvöldi.
Á laugardeginum 19 ágúst hefst svo dagskráin kl 16:00 á því að að farið verður í skoðunarferð um verksmiðjuna og farið í gegnum sögu staðarins í máli og myndum.Að því loknu kl 17:30 verður svo heiðri ;Djúpvíkingsins;haldið uppi og fer keppnin fram nú í öðru sinni en mjög góð þátttaka var í fyrra.Þetta er þrautabraut fyrir yngri kynslóðina.Kl 19:00 verður svo veislumatur á hótelinu,einstakt tækifæri til að fá 4ra tétta matseðil á frábæru verði.
Matseðill.
Forréttur:Fiskipaté m/balsamicsósu
Aðalréttur:Fylltur svínahnakki með sveskjum og eplum og jurtakryddað lambalæri(kryddað með jurtum Víkurinnar).Meðlæti:piparsósa,parísarkartöflur,grænmeti og rauðkál.
Eftirréttur:Djúpavíkurdraumur.
Verð kr 5000 og hálft gjald fyrir börn 6-12 ára en frítt fyrir yngri en 6 ára.
Á sunnudeiginum lýkur svo dagskránni á kaffihlaðborði sem hefst kl 14:00.Þetta er síðasta hlaðborð sumarsins og verða því einskonar ;töðugjöld;.
Þess er vert að geta að það er hægt að tjalda hér í kring með góðu móti og almenningssalerni er hér í þorpinu.
Borðapantanir í síma 451-4037 til 18 ágúst.
Varðeldur verður tendraður á miðnætti laugardags.
Bjarni Ómar spilar á meðan á máltíð stendur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Reykjaneshyrna-Örkin,séð af sjó 18-04-2008.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
Vefumsjón