Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. september 2006

Kort um jarðskjáftana S og SW af Djúpavík.

1 af 2
Ekkert hefur borið á jarðskjálftum á Djúpavíkursvæðinu síðan í morgun.
Hér koma kort frá jarðskjálftadeild Veðurstofu Íslands birt með heimild.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. september 2006

Fjórir jarðskjálftar S og SSW af Djúpavík.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Jarðskjálfar hafa mælst 2.9 til 3.6 KM S og SSV af Djúpavík við Reykjarfjörð í morgun samkvæmt mælum Veðurstofu Íslands.
Skjálftarnir hafa mælst frá kl 07:08 til kl 09:42 og var sá skjálfti stærstur eða 3,5 á righter,hinir skjálftarnir vor 2.5 til 3 á righter.
Eingir skjálftar fundust í Djúpavík að sögn Evu Sigurbjörnsdóttur.
Ekki fundust skjálftar á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Að sögn Gunnars B Guðmundssonar jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands er þetta óvenjulegur staður fyrir skjálfta af þessari stærð á þessum slóðum,en 1996 og 1997 mældust skjálftar NA af Reykjarfyrði í sjó sem voru um 2 á rigther.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. september 2006

Margt fé er á túnum.

Gott að kúra hjá mömmu.
Gott að kúra hjá mömmu.
Mikið er af fé á túnum hjá bændum um þessar mundir og er oft gaman að sjá hvernig lömb kúra sig við hlið mömmu sinnar í rigningunni í morgun,aðrar skríða í skjól undir vagna eða við hús.
Mynd af ær með tvö lömb,gimrin er lítil sem liggur hjá móður sinni enn hrúturin er stór og sjálfstæður.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. september 2006

Fjallskil og Réttir í Árneshreppi.

Frá réttum.
Frá réttum.
Leitir í Árneshreppi hefjast um næstu helgi.

Hinar hefðbundnu leitir hefjast hér í Árneshreppi helgina 8 og 9 september,og eru það tveir leitardagar.
Er þá byrjað á norðursvæðinu föstdaginn 8 september,er þá leitað svæðið norðan Ófeigsfjarðar og komið í Ófeigsfjörð um kvöldið,fé er haft í girðingu þar yfir nóttina.
Síðari daginn laugardaginn 9 september er leitað frá Ófeigsfirði og fjalllendið austan Húsár að Reykjarfjarðartagli um Sýrdal og Seljaneshlíð út með Glifsu,um Seljárdal og Eyrardal,að Hvalhamri yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt.

Laugardaginn 16 september er leitað Reykjarfjarðarsvæðið.Er þá
leitað frá Skarðagili fram að Reykjarfjarðartagli.
Og austan meigin er leitað frá Búrfelli út Kjósarfoldir og með Háafelli til sjávar að Kleyfará.
Réttað er í Kjósarrétt í botni Reykjarfjarðar.

Bændur hafa nú undanfarna daga verið að smala heimalönd sín og verða að vera búnir að því fyrir hinar skipulögðu leitir(skylduleitir).
Einnig verða bændur að vera búnir að smala frá Kaldbaksvík til Veiðileysufjarðar fyrir leitirnar 16 september.
Í heimasmölunum vantar alltaf fólk en í hinum skipulögðu leitum kemur yfirleitt mikið af sjálfboðaliðum jafnvel útlendingar.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. ágúst 2006

Snjóaði í fjöll í nótt.

Þegar veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík kom á fætur í morgun rétt fyrir kl 06:00 til að senda fyrsta veðurskeyti dagssins sá hann að snjóað hafði í fjöll talsvert.
Í Árnesfjalli við Trékyllisvíkina allt niðrí 250 metra og víða neðrí 300 metra hæð.
Hitinn fór niðrí 3,4 stig í nótt.
Talsverð rigning hefur verið undanfarna tvo sólarhringa og mjög svalt í veðri.
Ætli haustið sé komið fyrir alvöru.?
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. ágúst 2006

Bíll til sölu BJ 224.

Lada 111 Bj 224.
Lada 111 Bj 224.
Bíllinn sem er Lada 111 árgerð 14-05-2001 ekinn 32500 km,skemd í hægra afturbretti.
Skoðaður 2007.
Aðeins einn eygandi að bílnum frá upphafi.
Nagladekk á felgum.
Ákveðin sala.
Ásett verð 250000.
Staðgreytt 200000.
Upplýsingar hjá Jóni í síma 4514029 og 4514009 og netfangið er jonvedur@simnet.is
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. ágúst 2006

Heyskap loks lokið í Árneshreppi.

Heyjað í þoku.
Heyjað í þoku.
Heyskap loks lokið í Árneshreppi.
Heyskap lauk nú loks hjá bændum í gærkvöld í Árneshreppi eftir slæmt þurkasumar.
Sláttur hófst um miðjan júlí og rættist vel úr sprettu því hvað seint var byrjað að heyja og er því talsvert meiri heyskapur en í fyrra og ættu bændur að vera komnir með góðar heybyrgðir fyrir veturinn.
Veður í sumar um heyskapinn einkendist af hægviðri og þokulofti og eða súld þótt góðir dagar hafi komið inn á milli.
Samkvæmt gögnum veðurathugunarinnar í Litlu-Ávík voru aðeins 7 dagar alveg þurrir á meðan á heyskap stóð frá miðjum júlí til 17 ágúst,eða 5 dagar í júlí og 2 dagar sem af er ágúst.
Bændur heyjuðu allt í rúllur.
Tveir eða þrír bændur munu slá smáveigis af há seint í ágúst.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. ágúst 2006

Djúpavíkurdagar 18 til 20 ágúst.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Tylkinning frá Hótel Djúpavík.
Dagskráin hefst á föstudagskvöldinu 18 Ágúst kl 21:00 á kvöldvöku í borðsal hótelsins.Kaffi verður í boði hússins og er öllum frjálst að koma með hljóðfæri og við gerum þetta að ánægjulegi kvöldi.
Á laugardeginum 19 ágúst hefst svo dagskráin kl 16:00 á því að að farið verður í skoðunarferð um verksmiðjuna og farið í gegnum sögu staðarins í máli og myndum.Að því loknu kl 17:30 verður svo heiðri ;Djúpvíkingsins;haldið uppi og fer keppnin fram nú í öðru sinni en mjög góð þátttaka var í fyrra.Þetta er þrautabraut fyrir yngri kynslóðina.Kl 19:00 verður svo veislumatur á hótelinu,einstakt tækifæri til að fá 4ra tétta matseðil á frábæru verði.
Matseðill.
Forréttur:Fiskipaté m/balsamicsósu
Aðalréttur:Fylltur svínahnakki með sveskjum og eplum og jurtakryddað lambalæri(kryddað með jurtum Víkurinnar).Meðlæti:piparsósa,parísarkartöflur,grænmeti og rauðkál.
Eftirréttur:Djúpavíkurdraumur.
Verð kr 5000 og hálft gjald fyrir börn 6-12 ára en frítt fyrir yngri en 6 ára.
Á sunnudeiginum lýkur svo dagskránni á kaffihlaðborði sem hefst kl 14:00.Þetta er síðasta hlaðborð sumarsins og verða því einskonar ;töðugjöld;.
Þess er vert að geta að það er hægt að tjalda hér í kring með góðu móti og almenningssalerni er hér í þorpinu.
Borðapantanir í síma 451-4037 til 18 ágúst.
Varðeldur verður tendraður á miðnætti laugardags.
Bjarni Ómar spilar á meðan á máltíð stendur.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 12. ágúst 2006

Skákmót Hróksins í dag.

Þátttekendur.
Þátttekendur.
1 af 2
Teflt var á 11 borðum og tefldar voru 8 umferðir og tímamörk voru 10 mínútur fyrir hverja skák.
Margt aðkomufólk tók þátt og sem heimafólk.
Stórmeistarinn Henrik Daníelsen kom og varð efstur með 8 vinninga af átta mögulegum,enn efst af heimafólki varð Ellen Björg Björnsdóttir á Melum og varð því Skákmeistari Árneshrepps 2006 fyrst kvenna með 4,5 vinning.
Yngsti keppandinn var Ásta Ingólfsdóttir í Árnesi 2 aðeins 6 ára.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 10. ágúst 2006

Skákmót í Trékyllisvík framundan.

Frá skákmóti 2004.
Frá skákmóti 2004.
Laugardaginn 12 ágúst verður haldið skákmót í Trékyllisvík,að mótinu standa Hrókurinn og Skákfélag Árneshreps.
Mótið hefst kl 1300 og verður teflt í félagsheimilinu Árnesi.
Tefldar verða 8 umferðir efir svissnesku kerfi og eru tímamörk 10 mínútur fyrir hverja skák.
Mörg verðlaun verða veitt enda keppt um nafnbótina skákmeistari Árneshrepps 2006.
Á síðasta ári sigraði Ingólfur Benediktsson í Árnesi,en áður höfðu Gunnar Guðjónsson í Bæ og Trausti Steinsson skólastjóri hampað titlinum.
Allir eru velkomnir á mótið og er þátttaka ókeypis.
Á mótinu verður myndasýning um skákmótið á Grænlandi á dögunum.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Kaupfélagshúsin og Íbúðir á Norðurfirði-06-07-2004.
  • Afmælisbarnið og gestir.
Vefumsjón