Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. október 2006

Stormviðvörun fyrir Strandir og NV.

Stormviðvörun er nú frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland Vestra.
Nú í fyrstu er suðlæg átt enn um og uppúr hádeigi mun vindur gánga í Suðvestan um 20 til 23 m/s og kviður upp í janvel í 30 m/s eða fárviðri í kviðum,og yfirleitt nær vindur hér sér vel upp í slíkum vindi og eru Árneshreppsbúar beðnir að taka allt lauslegt inn og eða binda og festa niður eða setja í skjól fyrir SV áttinni.
Suðvestanáttin mun gánga mjög fljótt yfir,og vindur verður strax hægari í kvöld.Jón G G.Veðurathugunarstöðin í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. október 2006

Haustball Átthagafélags Strandamanna.

Haustball Átthagafélags Strandamanna er í kvöld í Breiðfirðingabúð,húsið opnar kl 22:00.
Hin sívinsæla hljómsveit Classic,með Hauki Ingibergssyni,leika gömlu og nýju klassísku danslögin.
Nú er bara að skella sér á dansskóna og drífa sig á haustballið og skemmta sér með hressum Strandamönnum.
Þetta verður síðasta haustballið sem félagið mun halda ef ekki næg þátttaka verður.
Upp með fjörið og endurvekjum stemminguna og fjörið sem alltaf var á Strandaböllum.
Miðaverð er aðeins 1000 þúsund krónur.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. október 2006

Flugfélagið Ernir á Gjögur.

Hörður Guðmundsson aðaleigandi Ernis og flugmaður,mynd bb.is
Hörður Guðmundsson aðaleigandi Ernis og flugmaður,mynd bb.is
Samkvæmt frétt Bæjarins Besta í dag kemur fram að samgönguráðuneytið hafi samið við Flugfélagið Ernir um áætlunarflug til Gjögurs og Bíldudals,og einnig á Höfn í Hornafirði og Sauðarkróks.
Samkvæmt frétt www.bb.is tekur samningurinn gildi frá næstu áramótum í þrjú ár eða út árið 2009.
Ernir hafa nú fjórar vélar 5 til 9 manna,enn fram hefur komið að Ernir muni kaupa 19 manna vél af gerðinni Jetstream 31,með jafnþrýstibúnaði.
Ernir stunduðu bæði áætlunarflug og sjúkraflug á árum áður til og frá Ísafirði eða hátt í þrjá áratugi.
Hörður Guðmundsson er aðaleigandi flugfélagssins Ernis,og er hann vel þekktur af Árneshreppsbúum sem góður flugmaður og fyrir stundvísi.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. október 2006

Flutningabíllinn kems ekki norður í dag.

Flutningabíllinn frá Strandafrakt kemst ekki norður í Árneshrepp í dag vegna ófærðar.
"Að sögn Þorvaldar Garðars Helgasonar bílstjóra hjá Strandafrakt frétti hann að bíll sem ætlaði norður hefði snúið við,enn Garðar fer norður á morgun þegar opnað verður,enda spáð roki seinnipartinn í dag og í kvöld".
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er sagt þúngfært norður,enn greiðfært innansveitar.
Vegagerðin mokaði norður í gær.
Það snjóaði dáldið í gærkvöld og fram á nótt,enn nú er súld og farið að taka upp snjó á láglendi.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. október 2006

Fyrsti snjómoksktur haustsins.

Fyrsti snjómokstur haustsins norður í Árneshrepp var í dag,samkvæmt vef Vegagerðarinnar var þæfingur norður.
Þessi snjór verður varla lengi því á morgun á að hlýna aðeins,enn kólnar aftur um næstu helgi samkvæmt framtíðarspá Veðurstofu Íslands.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. október 2006

Flogið á Gjögur í dag.

Þá er búið að fljúga á Gjögur í dag,enn ekki var hægt að fljúga í gær vegna dimmviðris og ísíngar.
Næsti áætlunardagur er næstkomandi fimmtudag.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. október 2006

Alhvítt í Árneshreppi í morgun.

Alhvít jörð.
Alhvít jörð.
Nú var alhvít jörð í morgun alveg neðrí sjó.
Rigning og súld var í gærdag enn komin bullandi slydda í gærkvöld síðan snjókoma.
Hitinn í morgun kl 09:00 var um frostmarkið.
Mikill sjór hefur verið síðustu tvo sólarhringa.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. október 2006

Flugi var aflíst á Gjögur í dag.

Dimmviðri og þokusúld hefur verið í dag hér í Árneshreppi.
Flugi var aflíst vegna dimmviðris og ísíngar í lofti,enn Veðurstofa Íslands gefur út slíka viðvörun vegna innanlandsflugs.
Athugað verður með flug á Gjögur á morgun.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. október 2006

Sjálfsafgreiðslustöð hjá Esso á Norðurfirði.

Margrét vígir nýja kerfið.
Margrét vígir nýja kerfið.
Í gær setti Olíufélagið Esso upp sjálfsafgreiðslu upp á bensínafgreiðslunni á Norðurfirði.
Nú verður allt borgað með greiðslukortum og þá er eins gott að muna eftir svonefndum pin-númerum.
Einnig er hægt að kaupa innkort í afgreiðslunni.
Margrét Jónsdóttir útibússtjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði seigir þetta muni verða miklu þægilegra fyrir viðskiptavinina,að geta tekið bensín og olíu hvenær sem er á sólarhringnum,og fólk ætti að vera fljótt að læra inn á þetta.
Einnig seigist Margrét verða laus við að vera kölluð út í tíma og ótíma til að afgreiða eldsneiti.
Myndin hér að neðan er af Margréti Jónsdóttur útibússtjóra að víga nýja kerfið og setur bensín á bílinn sinn.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. október 2006

Restin af sláturfé farið í sláturhús.

Fjárflutningabíll tekur fé í Litlu-Ávík.
Fjárflutningabíll tekur fé í Litlu-Ávík.
Þá eru bændur búnir að losna við allt fé sem fer í slátrun lömb og rollur.
Einn bíll kom í gær og annar í dag og sótti restina og bætt var á þann bíl í Steingrímsfirði.
Féið fór í slátuhús á Blöndós og á Hvammstanga.
Þetta er dáldið fyrr enn í fyrra sem bændur losna við restina sem fer í slátrun.
Þá fer að koma að heimaslátrun sem er alltaf allnokkur fyrir heimilin,eitthvað er um það að byrjað sé að slátra heima.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
Vefumsjón