Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. nóvember 2006

Ofsaveður.

Veðrið kl 21:00 frá Litlu-Ávík.
Norðan 29 m/s mesti vindur 31 m/s eða 11 vindstig,frost -0,3 stig,snjókoma,skyggni,2,5 km,stórsjór.
Veður virðist vera komið í hámarkið í þessu norðanáhlaupi.Mun draga mikið úr vindi seint í nótt og með morgninum.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. nóvember 2006

Hvassviðri.

Mesta veðurhæð var í dag um hádegið og fram undir hálf tvö,að loks fór að draga úr SV áttinni.
Um fjögurleytið var komin vestan um 16 m/s í smá tíma.ÞÁ var vindur að snúast í NV og Norðanáttar.
Veðrið nú kl 18:00.
Norðnorðvestan 18 m/s og upp í 20 m/s,hiti 2,0 stig slydda,skyggni 4 km,mikill sjór,úrkoman mældist 1,0 mm.
Sjó gekk mikið upp í dag í SV áttinni.
Nú bætir mikið í veðurhæð meðan þetta er skrifað.
Fylgist vel með veðurspám á Vedur.IS.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. nóvember 2006

Rok og ofsaveður.

Veðrið kl 12:00 frá Litlu-Ávík.
Suðsuðvestan 27 m/s kviður í 37 m/s eða jafnavindur 10 vindstig og kviður í 12 vindstig.
Hiti 2,9 stig,úrkoma í grend,dálítill sjór.
Nú í kvöld mun vindur snúast í Norðanátt að vindstyrk um 18 til 23 m/s,með snjókomu og frysta.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. nóvember 2006

Stormur.

Nú er stormur á Ströndum.
Veðrið kl 09:00 í morgun á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Suðsuðvestan 23 m/s kviður í 31 m/s skúrir hiti 4,2 stig,dálítill sjór,jörð mjög blaut,úrkoma 15.6 mm.
Mikil rigning var í nótt í frekar hægum vindi.
Nú þegar þetta er skrifað bætir enn í vindhraða.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. nóvember 2006

Björn Torfason bóndi á Melum fimmtugur.

Björn í barnavagni hann verður stór 14-11-06.
Björn í barnavagni hann verður stór 14-11-06.
1 af 2
Björn G Torfason bóndi á Melum I í Árneshreppi verður fimmtugur þann 14. nóvember næstkomandi. Í tilefni af þessum tímamótum tekur Björn og fjölskylda hans á móti gestum í Félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík, laugardaginn 11. nóvember 2006, kl. 20.30. Fjölskyldan hvetur vini samsveitunga og kunningja til að mæta og fagna með bóndanum og vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Alla vonda veðurspá látum við sem vind í eyrum þjóta.
Hittumst í félagsheimilinu hress og glöð með Birni stórbónda á laugardagskvöld.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. nóvember 2006

Sett nýtt slitlag á Gjögurflugvöll.

1 af 3
Nú í síðustu viku var lagt nýtt malarslitlagsefni á flugbrautina á Gjögurflugvelli.Mölin sem er hörpuð aðeins leirkend var lögð með sérstakri útlagningarvél,sem einnig er notuð við að sandbera ef hálka myndast á flugbraut.
Lagt var yfir brautina um þriggja til fjögurra cm lag og það síðan valtrað og þjappast þetta efni þá mjög vel.
"Að sögn Guðbjörns Charlessonar umdæmisstjóra flugvalla á vestfjörðum eyðist alltaf smátt og smátt fína lagið á þessum malarflugbrautum bæði í snjómokstri og veðrast burt,og þarf því helst að leggja nýtt slitlag á tveggja til þriggja ára fresti."
Flugvallarvörður við Gjögurflugvöll er Sveindís Guðfinnsdóttir á Kjörvogi.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. nóvember 2006

Ekkert fyrir úrelda bíla.

Bílhræ sett á bíl.
Bílhræ sett á bíl.
Lesendur heimasíðunnar Litlihjalli.it.is muna eftir því að í sumar var gert mikið átak í hreinsun járnarusls og bílhræja hér í Árneshreppi og reyndar í allri Strandasýslu.
Sorpsamlag Strandasýslu sá um þetta verkefni,og starfsmaður samlagsins fór út um alla sýslu og tók niður skráningar á bílum sem eigendur áttu að fá greitt fyrir.
Hér í Árneshreppi höfðu samnast upp bílhræ til margra ára og útilokað að koma þeim í endurvinnslustöð.
Það þíðir það að bíleigendur með margra ára gamla bíla fá ekkert borgað fyrir bílana.
Nú bíleigendur virðast hafa verið svo forsjálnir að um leið að númer voru lögð inn,að bíllinn var algerlega afskráður.
Eftir upplýsingum frá Umferðastofu þarf bara um leið og bíll er afskráður og númer lögð inn,má bara afskrá bílinn enn ekki að skrá hann ónítan.
Þá fá viðkomandi bíleigendur gíróreikning fyrir úrvinnslugjaldi enn ekki kílóagjaldi.
Við fáum öll reikning fyrir bifreiðagjaldi ásamt úrvinnsugjaldi.
Einnig segir Umferðastofa að ný lög hafi gengið í garð 2003,að eftir að bíll sé tekin algjörlega af skrá,skráður ónýtur,þarf að koma viðkomandi bíl í endurvinslu innan tveggja ára.
Allstaðar virðist vanta smáa letrið hvernig á að afskrá bíla til að fá úrvinnslugjaldið.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. nóvember 2006

Sumarhiti var í dag.

Samvkvæmt tölum frá því kl:06 í morgun og til kl 18:00 í kvöld,frá veðurathugunarstöðinni í Litlu-Ávík er örugglega óhætt að seigja að sumarhiti hafi verið í dag hér í Árneshreppi og sennilega á Ströndum yfirleitt.
Hiti fór úr 6,9 stigum í morgun og í 12,1 stig til kl sex í kvöld.
Þetta er góður vermir fyrir lágt hitastig sem var í sumar,fyrir utan allt þokuloftið sem var í sumar.
Hæðst hitastig í dag var 13 stig á Sauðanesvita og í Bolúngarvík og víða fyrir vestan og hér norðvestantil.
Mjög hvasst er nú í sunnanáttinni þar sem hann nær sér niður af fjöllum,í L-Á var 19 m/s kl 18:00 eða hvassviðri sem jafnavindur enn hvassari í hviðum,raunar munu kviður aukast eftir því sem vindur snír sér í SV lægari átt í kvöld eða nótt,þótt jafnavindur verði hægari.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. nóvember 2006

Mun betra tíðarfar núna enn í fyrra.

Lesið af mælum,mynd Þ.G
Lesið af mælum,mynd Þ.G
Síðastliðin október var nokkuð úrkomusamur enn mjög snjóléttur.Þrisvar hafði gert alhvíta jörð á láglendi enn sá snjór fór strax aftur.
Úrkoman í níliðnum október var tæpir 100 mm,
enn sama tíma í fyrra var úrkoman rúmir 142 mm og langt yfir meðallagi.
Í október í fyrra var jörð talin alhvít í 12 daga og flekkótt í 8 daga annars auð,snjódípt þá fór í 23 cm þá í seinnihluta mánaðar og fram í nóvember.
Enda þurfti oft að moka hér innansveitar frá seinnihluta september og talsvert fram í nóvember í fyrra.
Nú eru fjöll flekkótt og autt á láglendi.
Úr veðurgögnum veðurstöðvarinnar í Litlu-Ávík.Jón G.G.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. nóvember 2006

Flutningabíll hættur áætlun.

Einn bíla Strandafraktar og Garðar bílstjóri.
Einn bíla Strandafraktar og Garðar bílstjóri.
Strandafrakt sem rekur flutningabíla á Hólmavík og er með flutninga norður í Árneshrepp á sumrin er hættir áætlun.
Flutningabíll hefur komið vikulega á miðvikudögum í Árneshrepp,ferðir hófust í birjun júní og var síðasta ferð farin 25 október eða fyrir viku síðan.
Nú fara allir flutningar fram með flugi,enn Landsflug sér um flug til Gjögurs tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Unnið við sperrur.29-10-08.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
Vefumsjón