Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. nóvember 2006

Verið er að opna veigin norður í Árneshrepp.

Kort Vegagerðin.
Kort Vegagerðin.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er verið að moka veiginn norður í Árneshrepp.
Síðast var hreinsað þangað á sunnudaginn 12 nóvember.
Varla er um mikinn snjó að ræða enn víða hefur sest í þar sem skjól er í þessum NA ofsa sem hefur verið nú að undanförnu.
Nú skefur víða og spurning hvað þessi opnun helst lengi.
Nú er vindhraði 12 m/s af NNA og 6 stiga frost og smá éljagangur,samkvæmt veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. nóvember 2006

Flug tókst á Gjögur í dag.

Flogið var til Gjögurs seint í dag,enn ekki var hægt að fljúga þangað vegna veðurs í gær.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. nóvember 2006

Flugi aflýst í dag.

Búið er að aflýsa flugi til Gjögurs í dag vegna veðurs.
Snjókoma er og lítið sem ekkert skyggni,vindur af NA 19 til 23 m/s.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. nóvember 2006

Björn Torfason fimmtugur.

Hjónin Björn og Bjarnheiður.
Hjónin Björn og Bjarnheiður.
Björn Guðmundur Torfason bóndi á Melum I hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í gærkvöld,ásamt fjölskyldu og vinum.
Réttur afmælisdagur Björns er 14 nóvember næstkomandi.
Eiginkona Björns Bjarnheiður Fossdal varð fimmtug í sumar og hélt stórveislu með svipuðu formi í sumar.
Miklar og góðar veitingar voru,snafs á undan matarhlaðborði,síðan skemmtiatriði sem bræður Björns sáu að mestu um og að síðustu var leikið fyrir dansi,og tók mikill fjöldi gesta þátt í dansinum.
Innilegar hamingjuóskir til ykkar hjóna sem standið á fimmtugu,frá vefsíðunni Litlihjalli.it.is.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. nóvember 2006

Rafmagn stöðugt.

Rafmagn hefur nú verið stöðugt hér í Árneshreppi frá um 10:30 í morgun frá Orkubúi Vestfjarða.
Það hefur verið mikil snjókoma á þessum slóðum í morgun og er ennþá nú um hádeygið,enn ætti að breytast fljótlega í slyddu og eða rigningu nú eftir hádegið samkvæmt veðurspá.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 12. nóvember 2006

Rafmagnslaust.

Ljósavél keirð á veðurstöðinni í L-Á.
Ljósavél keirð á veðurstöðinni í L-Á.
Rafmagnslaust er nú annað slagið síðan kl 07:45 í morgun.
Þorsteinn Sigfússon umdæmisstjóri Orkubús Vesfjarða á Hólmavík segir þetta sennilega samslátt á línum,enda hiti rétt yfir frostmarki og hvasst á heiðum uppi,og eða um sjávarseltu að ræða.Þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvað veldur.
Rafmagnslaust er í Árneshreppi og Kaldrananeshreppi.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. nóvember 2006

Ofsaveður.

Veðrið kl 21:00 frá Litlu-Ávík.
Norðan 29 m/s mesti vindur 31 m/s eða 11 vindstig,frost -0,3 stig,snjókoma,skyggni,2,5 km,stórsjór.
Veður virðist vera komið í hámarkið í þessu norðanáhlaupi.Mun draga mikið úr vindi seint í nótt og með morgninum.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. nóvember 2006

Hvassviðri.

Mesta veðurhæð var í dag um hádegið og fram undir hálf tvö,að loks fór að draga úr SV áttinni.
Um fjögurleytið var komin vestan um 16 m/s í smá tíma.ÞÁ var vindur að snúast í NV og Norðanáttar.
Veðrið nú kl 18:00.
Norðnorðvestan 18 m/s og upp í 20 m/s,hiti 2,0 stig slydda,skyggni 4 km,mikill sjór,úrkoman mældist 1,0 mm.
Sjó gekk mikið upp í dag í SV áttinni.
Nú bætir mikið í veðurhæð meðan þetta er skrifað.
Fylgist vel með veðurspám á Vedur.IS.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. nóvember 2006

Rok og ofsaveður.

Veðrið kl 12:00 frá Litlu-Ávík.
Suðsuðvestan 27 m/s kviður í 37 m/s eða jafnavindur 10 vindstig og kviður í 12 vindstig.
Hiti 2,9 stig,úrkoma í grend,dálítill sjór.
Nú í kvöld mun vindur snúast í Norðanátt að vindstyrk um 18 til 23 m/s,með snjókomu og frysta.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. nóvember 2006

Stormur.

Nú er stormur á Ströndum.
Veðrið kl 09:00 í morgun á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Suðsuðvestan 23 m/s kviður í 31 m/s skúrir hiti 4,2 stig,dálítill sjór,jörð mjög blaut,úrkoma 15.6 mm.
Mikil rigning var í nótt í frekar hægum vindi.
Nú þegar þetta er skrifað bætir enn í vindhraða.

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Litla-Ávík.
  • Reykjaneshyrna-Örkin,séð af sjó 18-04-2008.
  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
Vefumsjón