Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. desember 2006 Prenta

Yfirlit yfir veðrið í nóvember 2006.

Stórsjór við ströndina.
Stórsjór við ströndina.
Yfirlit yfir veðrið í nóvember 2006 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrsta dags mánaðar var breytileg vindátt,dáldið frost enn fór hlínandi seinniparts dags.
2. Voru suðlægar áttir og mjög hlítt í veðri.
3-5.Sunnan og suðvestan hvassviðri og stormur um morgunin þann 5,kólnandi veður.
6-8 Breitilegarvindáttir og hægviðri,frost og éljagangur.
9. Eru suðlægar áttir stinningskaldi,nokkur hiti.
10. Í fyrstu sunnan stormur og rok en snérist í norðnorðvestan og norðanáttar með hvassviðri og ofsaveðri um kvöldið og fram á morgun þann 11 og frysti snögglega.
12 eru breytilegar vindáttir með hita yfir frostmarki.
13-16.Norðaustan hvassviðri eða allhvass talsvert frost.
17-30.Norðaustan og austanáttir ríkjandi,él snjókoma,slydda,og frostrigning,talsvert frost enn síðan yfir frostmarki.Hvassviðri eða stormur dagana 28,29 og 30.
Sjóveður var slæmt í mániðinum,oft talsverður sjór og upp í stórsjó sem þíðir ölduhæð um 6 til 9 metra.
Fé var yfirleitt komið á hús hjá bændum fyrir mánaðarmót,enn ásetningslömb fyrr og einnig hrútar.
Úrkoman mældist 110,7 mm og er það talsvert yfir meðallagi.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
Vefumsjón