Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. janúar 2007

Ármótaveður (miðnætti).

Gleðilegt Ár.
Veðrið á miðnætti var:
Norðnorðvestan 3 m/s snjókoma skyggni 3 til 5 km skýahæð um 300 m frost 1 stig allmikill sjór.
Jörð var alhvít snjódípt um 5 cm.
Skotið var upp flugeldum um miðnætti í gríð og elg ekki sást milli bæja að neinu ráði.
Við bræður hér í Litlu-Ávík skutum upp flugeldum að sjálfsögðu enn við sáum ekki á Krossnes hné til Norðurfjarðar nema um eina mínútu eða svo,enda snjókoma og fjarðlægð þangað 4 til 7 km beint yfir.
Enn það er ekki hægt annað enn kalla þetta frábært áramótaveður.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 31. desember 2006

Gleðileg Áramót.

Kæru lesendur heimasíðan litlihjalli.it.is óskar ykkur Gleðilegra Áramótahátíðar.
Gangið nú hægt um gleðinnar dyr og farið varlega með flugeldana í kvöld og gætið sem mestrar aðgæslu.
Guð gefi ykkur Gleðilegt nýtt ár.
Jón Guðbjörn
Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. desember 2006

Áætlun Flugfélagsins Ernis á Gjögur.

Hörður Guðmundsson aðaleigandi og flugmaður,mynd bb.is
Hörður Guðmundsson aðaleigandi og flugmaður,mynd bb.is
Vefnum hefur borist fréttir um áætlun flugfélagssins Ernis til Gjögurs.
Fyrsta flug til Gjögurs verður á annan í nýári.
Síðan verður flogið á mánudögum og fimmtudögum eins og hefur verið.
Áætluð brottför þessa áætlunardaga úr Reykjavík er kl 13:00.
Aðsetur flugfélagsins er á bak við Loftleiðir,þar er mæting flugfarþega og einnig er þar vöruafgreiðsla(pakkaafgreisla).
Siminn hjá flugfélaginu Erni er 5624200.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. desember 2006

Flugfélagið Ernir fá nýja vél í dag.

Vél af sömu gerð og Ernir eru að fá.
Vél af sömu gerð og Ernir eru að fá.
Bæarins Besta segir frá því í dag að Ernir séu að fá nýja flugvél af gerðinni Jetstream 32 sem er bresk 19 sæta skrúfuþota af fullkominni gerð og er hún með jafnþrýstibúnaði.Ætlunin er að nota hana á milli Sauðarkróks,Hafnar í Hornafirði í innanlandsflugið.
Einnig er haft eftir Herði Guðmundssyni að draumurinn sé að fá aðra 19 sæta vél fyrir vestfjarðaflugið Bíldudal og Gjögur.
Áætlað er að hin nýja flugvél lendi á Reykjavíkurflugvelli um kvöldmatarleytið,enn henni er flogið frá Danmerku.Sjáið nánar á www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. desember 2006

Félagsvist í kvöld.

Myndasafn.
Myndasafn.
Félagsvist verður í félagsheimilinu Árnesi í kvöld kl 21:00.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. desember 2006

Guðsþjónusta í Árneskirkju í dag.

Séra Sigríður Óladóttir.
Séra Sigríður Óladóttir.
Séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur Hólmavíkur prestakalls messaði í Árneskirkju í dag.Gunnlaugur Bjarnason lék á orgel og kór Árneskirkju söng.
Góð mæting var.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. desember 2006

Gleðileg Jól.

Ég óska ykkur lesendur góðir Gleðilegra Jólahátíðar Guð veri með ykkur öllum.
Jólakveðja
Jón Guðbjörn
Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. desember 2006

Rauð jól verða á Ströndum.

Nú lítur út fyrir að verði rauð jól hér á Ströndum sem og víðast hvar annarsstaðar.
Hiti var rúmlega ellefu stig kl níu morgun.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Nú slotar veðrinu hratt.

Myndasafn.
Myndasafn.
Um kl hálf fjögur hefur dreigið mikið úr veðurhamnum,og nú um kl 16:00 er vindur komin niðrí um 22 til 25 m/s það er nú að verða þolanlegt.
Þannig að hættuástandi er aflýst hér á þessum slóðum.
Ég nota hér með tækifærið og þakka Fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrir alla aðstoð vegna nettruflana í morgun og að fylgjast vel með veðrinu og veðurmanni hér í morgun við slæmar aðstæður þótt ekki meira sé sagt.
Jón Guðbjörn Guðjónsson
Veðurathugin
Litlu-Ávík.
Ströndum.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. desember 2006

Fárviðri eða 12 vindstig (gömul).

Veður um kl 15:00.
Það eru eingin lát á þessu ofsaveðri og eða fárviðri.
Ekkert hefur frést af verulegu tjóni í þessum
veðurham enn sem betur fer,undirritaður hefur haft samband við nokkur heimili í sveitinni,eitthvað hefur verið um það að loftnet hafi snúist eða horfið út í buskann,heyrúlla hefur fokið hér úr stæðu í Litlu-Ávík.
Á Krossnesi hafði bóndinn ekki treyst sér út í fjárhús að gefa féinu,ekki var það um eittleytið í dag.
Nú það má seygja sem svo að netsamband hafi fokið út í veður og vind um tíma hér fyrir vestan,enn það voru rafmagnstruflanir á vesturlínu.
Nú um þrjú leytið er svipað veður og um hádeygið.
Jafnavindur um 35 m/s og kviður hafa aðeins minnkað eru nú um 44 m/s.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Ein húseining hífð.27-10-08.
  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
Vefumsjón