Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. desember 2006

Flugi aflíst í dag á Gjögur.

Búið er að aflýsa flugi á Gjögur í dag vegna hvassviðris og viðvörunar í lofti.
Athugað verður með flug á morgun.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. desember 2006

Restin af ullinni sótt.

Strandafrakt sækir ull.
Strandafrakt sækir ull.
Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt kom á flutningabíl seint í dag og sótti restina af ullinni hjá bændum.
Ullin fer í ullarstöðina á Blöndósi.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. desember 2006

Snjómokstur.

Litla-Ávík.
Litla-Ávík.
1 af 2
Nú í morgun er verið að opna veginn úr Árneshreppi og til Bjarnafjarðar mokað er beggja megin frá.
Einnig er nú verið að moka hér innansveitar Norðurfjörður-Gjögur.
Talsvert snjóaði síðasta sólarhring og mældist úrkoman síðasta sólarhring á veðurstöðinni í Litlu-Ávík 14 mm.
Nú efir helgi er spáð hlýnandi veðri.
Nokkuð jólalegt er nú um að litast því talsverður snjór er á láglendi sem og fjöllum eins og meðfylgjandi myndir sína.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. desember 2006

Snjómokstur.

Snjómoksturstæki hreppsins.
Snjómoksturstæki hreppsins.
Nú í morgun er verið að moka veigi hér innansveitar frá Norðurfirði til Gjögurs,ekki er um mikinn snjó að ræða enn talsverður þæfingur víða.
Ófært er út úr hreppnum til Hólmavíkur.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. desember 2006

Leiðinda veður í dag.

Leiðinda veður hefur verið í dag,allhvöss norðaustan átt með talsverðri ísingu frá því snemma í morgun og fram yfir hádeigið,síðan snjókoma og skafrenningur.Hitastig var frá - 0 stigum neðrí tæp -3 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. desember 2006

Mjög djúpri lægð er spáð.

Djúpri lægð er spáð á Grænlandshafi um helgina.
Þetta segir Einar Sveinbjörnsson,veðurfræðingur á heimasíðu sinni.
Allir tölvuútreiknaðar spár geri ráð fyrir mjög djúpri lægð á Grænlandshafi um helgina,en að enn sé of snemmt að geta sér til um hvort veður verði verulega vont,og þá með hvaða hætti því óvissuþættirnir séu enn of margir.
Einar segir,að spár geri ráð fyrir allt að 935 hPh.lægð fyrir vestan land og að einhverskonar afsprengi lægðarinnar verði yfir landinu og verði loftþrýstingur þá um og undir 940 hPh,yfir landinu.
Gangi það eftir yrði það dýpsta lægð,sem komið hefur hérlendis í allnokkur ár.
Enn í dag eru þetta vangaveltur,en rétt sé að fylgjast mjög vel með veðurspám.
Heimasíða Einars er ESV.BLOG.IS
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 7. desember 2006

Ullin sótt til bænda.

Bíll frá Strandafrakt tekur ull á Melum.
Bíll frá Strandafrakt tekur ull á Melum.
Bíll frá Strandafrakt sótti hluta af ull til bænda í gær,enn ullin kemst tæplega á einn bíl nema þá að hafa aftanívagn,enn það er nú ekki gott í hálku og slæmri færð.
Bændur eru nú búnir að klippa(rýja)og eru sumir að flokka ullina og mun þá bíll frá Strandafrakt sækja restina þegar ullin er tilbúin og færð leifir.
Ullin fer í Ullarstöðina á Blöndósi
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 5. desember 2006

Kaffisamsæti til heiðurs Gunnsteini Gíslasyni.

Björn afhendir gjöfina.
Björn afhendir gjöfina.
1 af 2
Kaffisamsæti var haldið í gærkvöld í félalagsheimilinu í Árnesi,til heiðurs Gunnsteini Gíslasyni fyrrum oddvita Árneshrepps.
Enn eins og kunnugt er gaf hann ekki kost á sér í hreppsnefnd í síðustu sveitarstjórnarkosningum og lét af störfum sem oddviti í vor.
Gunnsteinn var oddviti Árneshrepps samfellt í 35 ár enn í sveitarstjórn í 48 ár.
Hreppsbúar færðu Gunnsteini að gjöf útskorin skjöld með áletraðri silfurlitaðri plötu með þakkarorðum.
Það hittist svo skemmtilega á að Gunnsteinn átti afmæli í gær og varð hann 74 ára.
Handverksmaðurinn Valgeir Benediktsson í Árnesi 2 hannaði og skar út skjöldin.
Björn Torfason fyrrum sveitarstjórnarmaður afhennti Gunnsteini skjöldin að gjöf fyrir hönd hreppsbúa.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 3. desember 2006

Möggustaur skreyttur.

Jólasería á Möggustaur við Litla-Hjalla.
Jólasería á Möggustaur við Litla-Hjalla.
Það hefur verið vani hjá Jóni G Guðjónssyni í Litlu-Ávík að skreyta Möggustaur með jólaseríu snemma í desember og setja seríur í glugga í veðurathugunarhúsinu.
Og oft er það gert eins og í dag á fyrsta sunnudag í Aðventu.Myndin hér að neðan er frá árinu 2001.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. desember 2006

Yfirlit yfir veðrið í nóvember 2006.

Stórsjór við ströndina.
Stórsjór við ströndina.
Yfirlit yfir veðrið í nóvember 2006 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fyrsta dags mánaðar var breytileg vindátt,dáldið frost enn fór hlínandi seinniparts dags.
2. Voru suðlægar áttir og mjög hlítt í veðri.
3-5.Sunnan og suðvestan hvassviðri og stormur um morgunin þann 5,kólnandi veður.
6-8 Breitilegarvindáttir og hægviðri,frost og éljagangur.
9. Eru suðlægar áttir stinningskaldi,nokkur hiti.
10. Í fyrstu sunnan stormur og rok en snérist í norðnorðvestan og norðanáttar með hvassviðri og ofsaveðri um kvöldið og fram á morgun þann 11 og frysti snögglega.
12 eru breytilegar vindáttir með hita yfir frostmarki.
13-16.Norðaustan hvassviðri eða allhvass talsvert frost.
17-30.Norðaustan og austanáttir ríkjandi,él snjókoma,slydda,og frostrigning,talsvert frost enn síðan yfir frostmarki.Hvassviðri eða stormur dagana 28,29 og 30.
Sjóveður var slæmt í mániðinum,oft talsverður sjór og upp í stórsjó sem þíðir ölduhæð um 6 til 9 metra.
Fé var yfirleitt komið á hús hjá bændum fyrir mánaðarmót,enn ásetningslömb fyrr og einnig hrútar.
Úrkoman mældist 110,7 mm og er það talsvert yfir meðallagi.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
  • Kort Árneshreppur.
  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
Vefumsjón