Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. maí 2006

Vortónleikar Kórs Átthagafélagssins.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir sunnudaginn 21. maí í Árbæjarkirkju kl. 17:00
Þar syngur kórinn undir stjórn Krisztinu Szklenár
Undirleikari er Judith Þorbergsson.
Gestakór: Kirkjukór Kópavogskirkju
Miðaverð er 1.800,-kr. Fyrir fullorðna, frítt er fyrir börn 14 ára og yngri.

Kórinn hefur nýlega gefið út geisladisk sem ber nafnið "Ymur Íslands lag"
Þar syngur kórinn undir stjórn Kriztinu Szklenár ásamt Gunnari Guðbjörnssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttur auk þess sem kórfélagarnir Aðalheiður Magnúsdóttir og Grétar Jónsson syngja einsöng.
Um undirleik sjá Judith Þorbergsson og Gunnar Gunnarsson á píanó, Hjörleifur Valsson á fiðlu, Tatu Kantomaa á harmoniku og Tómas R. Einarsson á kontrabassa.
Á disknum eru m.a. lög eftir Sigfús Halldórsson og Sigvalda Kaldalóns, Pál Ísólfsson auk margra annara. Fermata gefur diskinn út og upptöku stjórnaði Halldór Víkingsson. Diskurinn kostar kr. 2000,- og verður seldur á tónleikunum auk þess sem hægt er að nálgast hann hjá kórfélögum

Kórinn heldur síðan í söngferð til Kanada 12 júní n.k.
Þar mun kórinn m.a. halda tónleika í Gimli og syngja á 17. júní samkomu í Winnipeg auk þess sem sungið verður ýmis önnur tækifæri
Kórinn skoðar síg síðan um á þesssum slóðum og heldur heim 19-20 júní.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 14. maí 2006

Sauðburður.

Nú er sauðburður komin á fullt hér í sveit.
Mjög kalt hefur verið undanfarna daga og næturfrost.
Sennilega mun lítið verða skrifað á síðuna á næstunni,undirritaður er komin á fullt í sauðburðin hjá Sigursteini í Litlu-Ávík.
Myndin er af veturgamalli gimbur sem átti frekar lítið lamb.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. maí 2006

Svar frá Samgönguráðuneytinu vegna GSM.

Svar er komið frá Samgönguráðuneytinu vegna fyrirspurnar sem undirritaður sendi í vedur til stjórnar fjarskiptadeildar vegna GSM símasambands í Árneshreppi.
Samkvæmt Þingsályktun um stefnu í fjarskiptamálum fyrir árin 2005-2010 sem samþykkt var fyrir um ári síðan skal GSM-farsímaþjónusta vera aðgengileg á þjóðvegi 1 og öðrum helstu stofnvegum, á helstu ferðamannastöðum og minni þéttbýlisstöðum. Til þess að vinna að þessu verkefni fékk Fjarskiptasjóður úthlutað fjármagni sbr. lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. Vegurinn norðan Hólmavíkur er tengivegur en ekki stofnvegur og fellur þar með fyrir utan þetta verkefni. Hins vegar er spurning hvort Árneshreppur flokkist sem minni þéttbýlisstaður eða ferðamannastaður en það verður skoðað þegar minni þéttbýlisstaðir og ferðamannastaðir verða skilgreindir.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. maí 2006

Kerra ofan í fjöru.

Kerran í fjörinni.
Kerran í fjörinni.
Bílstjóri jeppabifreiðar með kerru var óheppin í morgun þegar hann missti yfirbyggða kerru aftan úr jeppanum innarlega á Kjörvogshlíð í morgun.
Eins og sést á myndinni snír vagnbeislið til sjávar enn húsið allt að því þversöm ofan á kerrunni.Snarbratt er þarna niður.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. maí 2006

Þá var flogið á Gjögur í dag.

Það létti til þokunni talsvert um hádeigið þannig að Landsflug flaug á Gjögur í dag um kl 13.30.Þokan vill oft vera þrálát hér við ströndina á vorin í hægri hafátt.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 8. maí 2006

Ekki flogið vegna þoku.

Ekki var hægt að fljúga á Gjögur í dag vegna þoku.Svarta þoka er búin að vera í dag og svalt í hafgolunni hiti frá 2 stigum og mestur hiti í dag fór í 4,0 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. maí 2006

Mokveiði á Grásleppunni.

Hrognaverkun Guðbjörg og Gunnsteinn.
Hrognaverkun Guðbjörg og Gunnsteinn.
1 af 2
Fiskverkun Gunnsteins Gíslasonar á Norðurfirði er búin að verka í 70 tunnur af grásleppuhrognum.
Mest allt af þessu er af bátnum Jóni Emil ÍS 19.
Gunnsteinn á bátnum Óskari III ST 40 hefur lagt líka,enn mikil vinna er að verka hrognin hjá honum og lítið getað verið á sjó og oft slæmt í sjó fyrir hann enn það er minni bátur enn Jón Emil.
Þórður Magnússon á Drangavík ST 160 hætti við að fara á grásleppu.
Að sögn Skarphéðins Gíslasonar er gráslepputímabilið búið hjá honum 21 maí og verður þá að vera búin að draga upp.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. maí 2006

Snjómokstur.

Nú er verið að moka vegi hér innansveitar og frá Bjarnarfirði og norður í Djúpavík og Gjögurs.
Þetta er þungur og blautur snjór.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. maí 2006

Alhvítt í Árneshreppi í morgun.

Allt var orðið alhvítt í morgun kl sex þegar veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík kom á fætur og tók veður.
Það var bullandi slydda komin kl 2100 í gærkvöld og orðið velgrátt kl 2300.
Í morgun mældist snjódípt 6 cm miðað við jafnfallin snjó.Kl níu var NNA 8 m/s hiti 0,3 stig og snjókoma og skyggni 2 km,úrkoman var eftir nóttina 10,5 mm. Enn heldur virðist vera að draga úr ofankomunni nú þegar þetta er skrifað um 0920.
Jörð var orðin alauð 28 apríl.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. apríl 2006

Áburðarskip á Norðurfirði.

Áburðarskip á Norðurfirði.30-04-06.
Áburðarskip á Norðurfirði.30-04-06.
Í morgun kom inn á Norðurfjörð Færeykst skip Havfrakt með áburð.
Oftast eru þetta leiguskip sem koma með áburðin undanfarin ár eins og nú.
Varla sjást nú frægtskip á Norðurfirði nema þegar áburðurinn kemur.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Ragna-Badda og Bía.
  • Langt komið að steypa plötu.01-10-08.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
Vefumsjón