Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. apríl 2006

Leikfélag Hólmavíkur.

1 af 2
Góðir gestir komu og sóttu okkur Árneshreppsbúa heim,enn það var Leikfélag Hólmavíkur sem síndi leikritið Fiskar á þurru landi í kvöld í Félagsheimilinu hér í Trékyllisvík.
Leikritið er eftir Árna Ibsen og í leikstjórn Kolbrúnar Ernu Pétursdóttur.
Ekki var annað að heira enn áheirendur skemmtu sér vel og voru leikendur klappaðir oft upp í lok sýningar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. apríl 2006

Vetur og sumar frusu saman.

Gleðilegt sumar.
Hér í Árneshreppi fraus saman vetur og sumar í nótt,eftir gamalli trú er það talið vita á gott sumar.
Frotstið á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í nótt fór niðrí mínus 1,2 stig og við jörð neðrí mínus 4,9 stig.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. apríl 2006

Verið er að opna veigin norður í Árneshrepp.

Nú er verið að opna norður frá Bjarnarfirði og til Gjögurs.
Sverrir Guðbrandsson hjá Vegagerðinni á Hólmavik sagði í viðtali við mig,eftir snjóruðningsmönnum að mikil snjóflóð væru á Kjörvogshlíðinni og urðu mokstursmenn að búa til slóð yfir og taka hallan af.
Tvö tæki opna norðan meigin frá enn veghefill sunnanmeigin og var hann komin á Spenan (hreppsmörk Árneshrepps og Kaldaðarneshrepps).
Ekkert er vitað um hversu mikill snjór er á Veyðileysuhálsi.
Þess má geta að allir snjómokstursmenn eru með snjóílur.
Fólk sem ætlar suður þegar opnast seint í dag eða í kvöld ætti að fylgjast með á vef Vegagerðarinnar sem hægt er að fara inná hér til vinstri á síðunni undir tenglar Vegagerðin.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. apríl 2006

Áætlunarflug á Gjögur í dag.

Dorníer vél Landsflugs.
Dorníer vél Landsflugs.
Landsflug flaug sitt áætlunarflug á Gjögur í dag annan Páskadag.
Talsvert af fólki fór suður með vélinni í dag framhaldsskólafólk og aðrir sem komu landleiðina fyrir páska enn komast ekki á bílum aftur og treysta því ekki að komast landleiðina aftur á morgun.
Það snjóaði fram á hádeygi í dag enn stytti síðan upp og er að snúa sér í éljagáng.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 17. apríl 2006

Snjómokstur innansveitar.

Hjólaskófla hreppssins.
Hjólaskófla hreppssins.
Talsvert hefur snjóað undanfarna 3 daga og í dag var og er verið að moka hér innansveitar frá Norðurfirði og til Gjögurs.
Ófært er út úr hreppnum til Hólmavíkur enn kannsi opnað á morgun nokkrir bílar bíða eftir að komast suðurúr,fólk sem kom á bílum hingað um Páskahátíðina.
Snjórinn er blautur og þúngur í mokstri.
Jón G G.
PS Því miður á ég ekki mynd af flugvallarvélinni eftir að ég skipti um tölvu í haust og ekki hist á að ég næði mynd nú nýverið afsakið það
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. apríl 2006

Gleðilega Páskahátíð.

Heimilishundurinn Sámur í Litlu-Ávík.
Heimilishundurinn Sámur í Litlu-Ávík.
Ég óska ykkur lesendur góðir Gleðilegrar Páskahátíðar.
Jón Guðbjörn Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. apríl 2006

Guðsþjónusta og Skírn í Árneskirkju.

Frá skírninni í dag.
Frá skírninni í dag.
Nú í dag á Föstudaginn langa var guðsþjónusta og skírn í Árneskirkju.
Prestur var séra Sigríður Óladóttir og kór Árneskirkju söng við undirleik Gunnlaugs Bjarnasonar.
Skírður var drengur þeirra Hörpu Böðvarsdóttur og Torfa Björnssonar,sem hlaut nafnið Sigurður Björn Torfason.
Faðir drengsins Torfi er frá Melum hér í Víkursveit enn foreldrarnir eru búsett á höfuðborgarsvæðinu.
Frekar sjaldgæft er að skírt sé í Árneskirkju við almenna guðsþjónustu nú orðið.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. apríl 2006

Grásleppuveiði hafin frá Norðurfirði.

Jón Emil ÍS-19.
Jón Emil ÍS-19.
Þrír bátar munu gera út á grásleppu frá Norðurfirði í vor.Einn bátur er byrjaður er það aðkomubáturinn Jón Emil ÍS 19 frá Ísafirði skipstjóri og eigandi hans er Skarphéðinn Gíslason.
Skarphéðin lagði yfir 30 net þegar hann kom að vestan þann 3 apríl enn varð að draga strax upp aftur dagin eftir vegna slæmrar spáar og sjógángs sem og gekk eftir.
Í þessi rúmlegu 30 net eftir tæpan sólarhring í sjó fengust rúmar 4 tunnur af hrognum og seygir Skarphéðin þetta lofa góðu með veiðina.
Skarphéðin lagði netin aftur í gær og bætti við net í sjó.
Hinir tveir bátarnir eru ekki byrjaðir ennþá,enn það eru heimabátarnir Drangavík ST 160 og Óskar III ST 40 og eru það miklu minni bátar og varla sjóveður fyrir þá enn.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. apríl 2006

Verið er að opna veiginn í Árneshrepp.

Nú í dag á sunnudeigi er verið að opna vegin norður í Árneshrepp,þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.
Ófært er búið að vera um veigin norður um tæpar þrjar vikur.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. apríl 2006

Nú er hægt að ná Svæðisútvarpi Vestfjarða.

Nú er hægt að ná Svæðisútvarpi Vestjarða á Ísafirði RÚV á netinu.
Þið lesendur góðir farið á veffang RÚV.ÍS og veljið þar viðkomandi Svæðisstöð í því sambandi veljið þið Útvarp Vestfjarða ef hlusta á svæðisfréttir af Vestfjörðum.
Finnbogi Hermannsson Forstöðumaður RÚV á Ísafirði sagði mér frá þessu í dag,enn hann hafði samband við mig í dag vegna fréttar minnar um að ær hefði borið í Bæ í Trékyllisvík og er fréttin á Svæðisútvarpinu í heild sinni frá mér þar.
Farið á Útvarp Vestjarða og hlustið á fréttir frá Ströndum og af Vesfjörðum almennt.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
  • Agnes komin uppundir Hjallskerin í Ávíkinni.
Vefumsjón