Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. febrúar 2006

Óveira í gestabók.

Eitthvað skrítið kom inn á gestabók heimasíðunnar Litlihjalli.it.is í morgun.
Einhver erlend orð og allskonar tákn.
Mér tókst að þurrka þetta út af gestabókinni.
Ívar Benidiktsson blaðamaður á Morgunblaðini tók eftir þessu og lét mig vita,kæra þökk Ívar.
Ég fer sjaldan sjálfur inn á gestabókina eða svona einu sinni á viku.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. febrúar 2006

Vegurinn orðin fær í Árneshrepp.

Kort Vegagerðin.
Kort Vegagerðin.
Eins og sjá má á vef vegagerðarinnar er orðið fært í Árneshrepp en hálkublettir.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. febrúar 2006

Árshátíð.

Árshátíðin Félags Árneshreppsbúa fer fram laugardaginn 4. mars í Kiwanishúsinu Engjateig 11, í Reykjavík. Hátíðin hefst kl.19. og er reiknað með að borðhald hefjist hálftíma síðar.

Matseðill kvöldsins:
Forréttur: Laxapaté og úthafsrækjur á viltu salladi.
Aðalréttur: Steikarhlaðborð, lambalæri og grísahryggur, niðursneiddir í sal, meðlæti er kartöflur, grænmeti og sósur að eigin vali.
Eftirréttur: Kaffi og konfekt.

Hinn síungi söngvari Ragnar Bjarnason skemmtir ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni.
Að borðhaldi loknu tekur hljómssveit Hilmars Sverrissonar við ásamt Helgu Möller, söngvara, og leika þau og syngja fyrir dansi til kl. 3 um nóttina.

Forsala aðgöngumiða verður í Kiwanishúsinu, Engjateigi, laugardaginn 25. febrúar á milli 14 og 16. Gestir utan af landi geta pantað miða hjá Snorra Torfasyni, sími, 6603531 og Gíslínu Gunnsteinsdóttur sími, 567 2678
Verð aðgöngumiða er 5.500 kr., fyrir matargesti en 2.000 kr., fyrir þá sem mæta eingöngu á dansleikinn að borðhaldi loknu.

Félag Árneshreppsbúa er 65 ára á þessu ári og er árshátíðin hápunkturinn í starfinu hjá þessu síúnga félagi sem sjaldan hefur verið í meiri blóma en einmitt nú.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. febrúar 2006

Vegurinn opnaður til Djúpavíkur.

Vegurinn var opnaður til Djúpavikur í dag frá Gjögri með tækjum norðanmeigin frá.
Að sögn vegagerðarmanna er ekki víst hvort opnist innúr til Bjarnarfjarðar í dag.
Mikil aurbleita er á vegum hér innansveitar.
Góður hiti var í nótt og í dag 10 stig kl 09 og á hádegi á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. febrúar 2006

Sagað í borðvið.

1 af 2
Undanfarið hefur Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík verið að saga í borðvið og annað byggingarefni fyrir Valgeir Benidiktsson í Árnesi 2.En Valgeir hefur í hyggju að stækka handverkshúsið Kört í sumar.
Öll klæðningin er söguð úr rekavið og máttarviðir,Valgeir kemur með allar spítur frá Árnesi út í Litlu-Ávík til að láta saga.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. febrúar 2006

Flug tókst á Gjögur í dag.

Landsflugi tókst að fljúga á Gjögur seint í dag,en mikið dimmviðri var og hvasst.
Enn ekki var hægt að fljúga vegna veðurs í gær.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. febrúar 2006

Norðan stormur.

Lægðin slæma fer norður með austfjörðum.
Lægðin slæma fer norður með austfjörðum.
Veður gekk í norðan og norðaustanátt þann 14,í dag er norðan stormur frá því í morgun 20 til 22 m/s með snjókomu litlu sem engu skyggni og gífurlegum sjógángi.
Spáin er slæm fyrir Strandir fram á morgundag,þannig að ílla lítur út með flug á Gjögur fyrr en á laugardag.
Þetta er fyrsta norðanáhlaupið á þessu ári.
Sjá hreifimynd af lægðinni fyrir suðaustan land.Mynd Veðurstofa Íslands.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 11. febrúar 2006

Vegurinn þungfær.

Kort Vegagerðar.
Kort Vegagerðar.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er talið þungfært norður í Árneshrepp,enn innansveitar er mjög góð færð enn þúngfært til Djúpavíkur.
Jörð er nú frosin þótt lofthiti sé rétt yfir frostmarki.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. febrúar 2006

Ekki komast allir inn á Strandir.is

Þeyr sem eru tengdir Simanum komast ekki inn á Strandir.is eða hryngja í þann netþón.
Ég hef reynt unanfarna 2 daga enn kemst ekki inn, þá hafði ég samband við Kirkjuból og sagði Ester Sigfúsdóttir mér þetta.Enn þeyr sem eru hjá Snerpu er í lagi og komast inn.
Hjá Símanum sagði mér þónustufulltrúi að svokallaður nafnaþjónn hefði eitthvað klikkað og eftir að er búið að finna hann nafnaþjónin sem bilaður er tekur um 12 tíma að keyra hann upp, og allir að komast inn eftir það fljótlega.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. febrúar 2006

Fasteignagjöld hæðst í Árneshreppi.

Samkvæmt frétt á Bæjarins Besta voru álögð fasteignagjöld fyrir árið 2005 hæðst í Árneshreppi á vestfjörðum á pr íbúa eða 35.065 kr,en lægst í Bæjarhreppi eða 14.134 kr á íbúa í Kaldrananeshreppi 21.888 kr í Broddaneshreppi 20.192 kr og í Hólmavíkurhreppi 21.501 kr á íbúa.
Sjáið heildarfrétt á www.bb.is

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Lítið eftir.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Vignir Maríasson frá Felli.
Vefumsjón