Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. febrúar 2006

Ekki komast allir inn á Strandir.is

Þeyr sem eru tengdir Simanum komast ekki inn á Strandir.is eða hryngja í þann netþón.
Ég hef reynt unanfarna 2 daga enn kemst ekki inn, þá hafði ég samband við Kirkjuból og sagði Ester Sigfúsdóttir mér þetta.Enn þeyr sem eru hjá Snerpu er í lagi og komast inn.
Hjá Símanum sagði mér þónustufulltrúi að svokallaður nafnaþjónn hefði eitthvað klikkað og eftir að er búið að finna hann nafnaþjónin sem bilaður er tekur um 12 tíma að keyra hann upp, og allir að komast inn eftir það fljótlega.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. febrúar 2006

Fasteignagjöld hæðst í Árneshreppi.

Samkvæmt frétt á Bæjarins Besta voru álögð fasteignagjöld fyrir árið 2005 hæðst í Árneshreppi á vestfjörðum á pr íbúa eða 35.065 kr,en lægst í Bæjarhreppi eða 14.134 kr á íbúa í Kaldrananeshreppi 21.888 kr í Broddaneshreppi 20.192 kr og í Hólmavíkurhreppi 21.501 kr á íbúa.
Sjáið heildarfrétt á www.bb.is
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. janúar 2006

Guðsþjónusta í Árneskirkju í dag.

Séra Sigríður Óladóttir.
Séra Sigríður Óladóttir.
Guðþjónusta var í Árneskirkju kl tvö í dag séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur predikaði og Gunnlaugur Bjarnason lék á orgel.
Þetta er svoldið sérstakt af því messan er á laugardeigi,enn svona er þetta í þessum afskekktu sveitum.Síðast var messað í Árnesi um verslunarmannahelgi í fyrra.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 28. janúar 2006

Saumaklúbbarnir byrjaðir.

Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
Þá var fyrsti saumaklúbbur vetrarins haldin í BÆ í Trékyllisvík í gærkvöldi hjá þeim Guðbjörgu Þorsteinsdóttur og Pálinu Hjaltdóttur og Gunnari Dalkvist.
Konur eru þá við hannirðir enn við karlar tökum í spil.Spilað var á tveim borðum Brydds og vist á einu borði og urðu karlar að fá eina konu lánaðu úr klúbbnum til að spila vist.
Að venju hjá þeim konum er stórveisluhlaðborð í lokin.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2006

Vegurinn opinn þótt rauður sé.

Ég undirritaður gerði fyrirspurn til Vegagerðarinnar,hversvegna vegurinn væri merktur rauður frá Bjarnarfirði til Gjögurs á vegakortinu.Ég fékk svar frá Jóni Vilhjálmssini hjá Vegagerðinni á Hólmavík um fimmleitið sem í stuttu máli svo er.Það er rétt hjá þér nafni að vegurinn var opnaður á mánudaginn var(23),enn mikil svellalög eru norður og jafnvel svellbúnkar mjög víða og einnig er hætt við að mikið grjót hrynji niður á vissum stöðum og jafnvel snjóspíur og allt er þetta mjög varasamt eins og þú þekkir.
Enn vegurinn er samt talin jeppafær þótt sé merktur rauður á kortinu,það er vegna viss kerfis sem notuð er hér hjá Vegagerðinni,hægt er að sjá í Textavarpinu að jeppafært sé í Árneshrepp seygir Jón V.
Sama sem þeyr sem leggja í hann norður eða suðurúr skulu hafa samband við Vegagerðina og láta þá vita af sér á báða bóga allsog,láta vita hvaðan er farið og hvert á að fara.
Gætið mjög mikillar varúðar á vegunum kæru lesendur.
Ég þakka Jóni V og Vegagerðinni upplýsingarnar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. janúar 2006

Hiti fór í 9.3 stig í Litlu-Ávík í dag.

Jón les af hitamælum,mynd ÞG.
Jón les af hitamælum,mynd ÞG.
Það fór að hlýna í veðri hér sem annarsstaðar á landinu um 22-1,og mjög hlítt hefur verið undanfarna þrjá daga,og hiti hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík komst í 9,3 stig í dag,enn fyrst í dag var hægur vindur af suðlægum áttum,enn seinnipartin var farið að hvessa af suðri og komin hvöss sunnanátt kl 1800,hiti þá var 9,0 stig enn hiti hefur verið mjög reikandi í dag og fór niðrí 5,9 stig.Jörð er nú að verða auð niður við sjóin.Enn þetta hlítur að teljast mjög góður hiti á þorra.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. janúar 2006

Mikil seinkun á flugi í dag.

Mikil seinkun var á flugi til Gjögurs í dag,og var hún vegna vélarbilunar í einni véla Landsflugs.Það endaði með að flug var sameinað til Bíldudals og Gjögurs,vélin kom svo til Gjögurs um kl 1800.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. janúar 2006

Vegagerðin opnaði frá Gjögri til Djúpavíkur.

Vegagerðin opnaði vegin frá Gjögri til Djúpavíkur og yfir Veyðileisuháls,mokað var norðanmeigin frá með flugvallarvélinni og hreppspeylatornum.Að sögn Jóns Harðar hjá vegagerðinni á Hólmavík er vegurinn mjög háll og verður talin þúngfær fyrir jeppa og mjög varasamur,og fólk ætti ekki að treista lengi á þessa opnun.Tveir bílar eru á leið suðurúr héðan úr hreppnum um leið og opnast yfir hálsinn.
Smá leiðrétting frá á laugardagin 21-1 þar sagði ég að þaug á Djúpavík hefðu keirt svisslendingana í Veyðileisu,enn það rétta er að fólkið fór frá Djúpavík með vegagerðarmönnum.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. janúar 2006

Opnaður vegur til Djúpavíkur í gær.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Vegagerðin grófopnaði veigin frá Bjarnarfirði til Djúpavíkur í gær.
Svisslendingar voru með bíl í Veyðileisu frá á þriðjudagskvöld eftir að hafa brotist þangað.
Eva Sigurbjörnsdóttir sagði það fólk hafa farið strax eftir að vegur væri orðin fær,og þaug hjón Eva og Ásbjörn keyrðu ferðalöngunum í bílinn sinn sem þeyr áttu í Veyðileisu.
Til stendur að opna norðan frá Gjögri til Djúpavíkur á mánudagin næstkomandi og hreynsa þá vel sem var opnað í gær,enn mikill skafrenningur var í gærkvöld í SV allhvössum vindi.
Nú í dag er sæmilegur hiti og spáð er hita yfir 0 stiginu næstu daga og ætti að vera í lægi að opna norðúr úr,enn gæti verið hætt við snjóflóðum á Kjörvogshlíð.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. janúar 2006

Flogið var á Gjögur í dag.

Flug var á Gjögur í dag um eittleytið,enn ekki var hægt að fljúga í gær vegna veðurs.
Ágætisveður hefur verið í dag.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
  • Kjörvogur 19-08-2004.
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Klædd NV hlið að hlita,03-12-2008.
  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
Vefumsjón