Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. desember 2005

Gleðilegt ár.

Ég óska ykkur lesendum heimasíðunnar litlihjalli.it.is nær og fjær.Gleðilegs nýs árs og friðar á nýju ári.
Guð veri með ykkur öllum á nýju ári.
Gangið hægt um gleðinnar dyr.
Jón Guðbjörn
Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. desember 2005

Síðasta flug fyrir Áramót.

Dorníer vél Landsflugs.
Dorníer vél Landsflugs.
Nú í dag var síðsta áætlunarflug Landsflugs fyrir áramót á Gjögur.
Nokkrir farþegar fóru,eingin kom enn póstur kom og fór,einnig kom blessuð áramótamjólkin í Kaupfélagið.
Það hefur verið fallegt að fljúgja í háloftunum í dag,aðeins blika á lofti og andvari eftir stormin í gær.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. desember 2005

Félagsvist í gærkvöld.

Ungmennafélagið Leifur Heppni hélt félagsvist í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík í gærkvöldi.Spilað var á átta borðum þannig að 32 tóku þátt.Bjarnheiður Fossdal á Melum stjórnaði vistinni.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. desember 2005

Flogið var á Gjögur í dag.

Flugvél Landsflugs.
Flugvél Landsflugs.
Ein flugvél frá Landsflugi kom á Gjögur í dag.
Dáldill póstur kom ,og talsvert af farþegum fóru suður með vélinni.
Flug rétt slapp áður enn fór að snjóa að ráði nú um 1700 akkar niður snjó í næstum logni,enn það hlínar í kvöld og nótt.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. desember 2005

Hvassviðri og mikill hiti.Og rauð jól.

Gleðilega hátíð.
Mikið Suðaustan hvassviðri gekk yfir Strandir í morgusárið og framyfir hádegið.
Á hádegi í Litlu-Ávík var meðalvindhraði 23m/s og kviður um 40 m/s.
Hiti kl 09 í morgun var 10,9 stig og kl 1200 10,1 stig,enn hitin fór hæðst í 11,4 stig.
Kl 1800 var farið að kólna hiti þá 5,0 stig.
Alauð jörð var á lálendi kl 0900 í morgun þannig að rauð jól eru hér.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. desember 2005

Gleðileg Jól.

Ég óska ykkur öllum lesendum heimasíðunnar Litlihjalli.it.is nær og fjær Gleðilegra Jóla.
Guð veri með ykkur öllum.
Jólakveðja.
Jón Guðbjörn Guðjónsson
Litlu-Ávík
Árneshreppi
Strandasýslu.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. desember 2005

Rauð jól verða á Ströndum.

Samkvæmt snjóhuluspá Veðurstofu Íslands fyrir dagin á morgun og jóladag er spáð rauðum jólum víðast hvar á landinu.
Hér í Árneshreppi er smáföl eða rétt flekkótt jörð þannig að það er farið um leið og hlínar,þótt jörð sé núna frosin.Fjöll eru flekkótt.
Ef hlýnar seinnipartin á morgun og jörð alauð kl 09 á jóladagsmorgun,enn þá er Veðurstofan búin að fá jarðlag frá veðurathugunarmönnum.Teljast þá rauð jól ef auð jörð er kl 0900 á jóladagsmorgun.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. desember 2005

Mynd af Sveinstindi.

Sveinstindur-Skaftá og Vatnajökull.
Sveinstindur-Skaftá og Vatnajökull.
Hreinn Hjartarson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sendi mér þessa fallegu mynd sem hann tók af Sveinstindi í sumar.
Og horft yfir Skaftá og upp á Vatnajökul.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. desember 2005

Fallegar Jólaljósaskreytingar í Árnesi II.

Árnes II-22-12-2005.
Árnes II-22-12-2005.
1 af 3
Í póstferð í dag seinnipartin fór undirritaður í rökkrinu og tók myndir af jólaskreytingum í Trékyllisvíkinni eru mörg hús vel skreytt svo sem Finnbogastaðir með slöngukapal á stafninum(risinu) hjá Guðmundi Þorsteinssyni bónda.
Í Árnesi II er fallegasta skreytingin sem ég hef séð.
Hún spinnar bæði hús og garð tré og limgerði,daufustu ljósin í garðinum og limgerðinu enn sterkari uppi við þakbrún og í gluggum.
Ef væri dæmt hér í Árneshreppi um fallegustu jólaskreytingu yrði Árnes II fyrir mínu vali.
Tvíbíli er í Árnesi II þar búa þaug hjón,Íngólfur Benediktsson og Jóhanna Ó Kristjánsdóttir og Valgeir Benediktsson og Hrefna Þorvaldsdóttir.
Ég legg til að fólk á ferð skuli skoða jólaljósakreytinguna í Árnesi II þótt ekki beri mikið á sumu í björtu enn fallegast í myrkri.
Myndirnar koma ekki nógu vel út hjá mér.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. desember 2005

Tvær flugvélar á Gjögur í dag.

Tvær Dorníer 228 vélar á Gjögri.22-12-2005.
Tvær Dorníer 228 vélar á Gjögri.22-12-2005.
Í dag flaug Landsflug með tveim flugvélum Dorníer 228 19 sæta vélum samtýmis á Gjögur,vélarnar lenntu með í um 4 mínútna bili,þannig að fyrri vélin var komin inn á flughlað þegar seinni vélin lennti.
Mikið var um flutning vörur,jólapóst og farþega sem voru að koma í jólafrí, frammhaldsskólanemendur og aðrir sem ætla að njóta jólanna með foreldrum eða frændum og vinum.
Það má seygja að allt að því að fólksfjöldi hafi tvöfaldast hér í hrepp í dag.
Nú ættu hreppsbúar að vera búnir að fá sinn jólapóst heim til sín.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Hafísfrétt frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Lítill borgarísjaki er um 10 KM NNA af stöðinni, eða 6 KM austur af Sæluskeri.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
Vefumsjón