Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. janúar 2006

Snjómugga var á Gamlárskvöld.

Gleðilegt Ár.
Snjómugga var frá því upp úr kl 1800 í gær og talsverð snjókoma um tíma um kvöldið,enn um miðnætti fór að draga úr ofankomu og vindur um 1 m/s og jafnvel logn sást þá norður í sveit frá Litlu-Ávík.Við bræður skutum upp nokkrum flugeldum og fleyra dóti og sáum vel þegar skotið var upp norðurfrá.
Hægviðrið var slíkt að eitt prikið af flugeld kom næstum alveg niður við lappirnar á manni þegar það féll til jarðar.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. desember 2005

Áramótaveðrið.

Spá Veðurstofu Íslands fyrir áramótaveðrið er sæmileg fyrir Strandir.
Austlæg átt í fyrstu enn annað kvöld suðvestan og smá él hiti um frosmark eða vægt frost.
Þannig að það ætti að líta vel út með að skjóta upp flugeldum annað kvöld.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. desember 2005

Gleðilegt ár.

Ég óska ykkur lesendum heimasíðunnar litlihjalli.it.is nær og fjær.Gleðilegs nýs árs og friðar á nýju ári.
Guð veri með ykkur öllum á nýju ári.
Gangið hægt um gleðinnar dyr.
Jón Guðbjörn
Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. desember 2005

Síðasta flug fyrir Áramót.

Dorníer vél Landsflugs.
Dorníer vél Landsflugs.
Nú í dag var síðsta áætlunarflug Landsflugs fyrir áramót á Gjögur.
Nokkrir farþegar fóru,eingin kom enn póstur kom og fór,einnig kom blessuð áramótamjólkin í Kaupfélagið.
Það hefur verið fallegt að fljúgja í háloftunum í dag,aðeins blika á lofti og andvari eftir stormin í gær.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. desember 2005

Félagsvist í gærkvöld.

Ungmennafélagið Leifur Heppni hélt félagsvist í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík í gærkvöldi.Spilað var á átta borðum þannig að 32 tóku þátt.Bjarnheiður Fossdal á Melum stjórnaði vistinni.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. desember 2005

Flogið var á Gjögur í dag.

Flugvél Landsflugs.
Flugvél Landsflugs.
Ein flugvél frá Landsflugi kom á Gjögur í dag.
Dáldill póstur kom ,og talsvert af farþegum fóru suður með vélinni.
Flug rétt slapp áður enn fór að snjóa að ráði nú um 1700 akkar niður snjó í næstum logni,enn það hlínar í kvöld og nótt.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. desember 2005

Hvassviðri og mikill hiti.Og rauð jól.

Gleðilega hátíð.
Mikið Suðaustan hvassviðri gekk yfir Strandir í morgusárið og framyfir hádegið.
Á hádegi í Litlu-Ávík var meðalvindhraði 23m/s og kviður um 40 m/s.
Hiti kl 09 í morgun var 10,9 stig og kl 1200 10,1 stig,enn hitin fór hæðst í 11,4 stig.
Kl 1800 var farið að kólna hiti þá 5,0 stig.
Alauð jörð var á lálendi kl 0900 í morgun þannig að rauð jól eru hér.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. desember 2005

Gleðileg Jól.

Ég óska ykkur öllum lesendum heimasíðunnar Litlihjalli.it.is nær og fjær Gleðilegra Jóla.
Guð veri með ykkur öllum.
Jólakveðja.
Jón Guðbjörn Guðjónsson
Litlu-Ávík
Árneshreppi
Strandasýslu.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. desember 2005

Rauð jól verða á Ströndum.

Samkvæmt snjóhuluspá Veðurstofu Íslands fyrir dagin á morgun og jóladag er spáð rauðum jólum víðast hvar á landinu.
Hér í Árneshreppi er smáföl eða rétt flekkótt jörð þannig að það er farið um leið og hlínar,þótt jörð sé núna frosin.Fjöll eru flekkótt.
Ef hlýnar seinnipartin á morgun og jörð alauð kl 09 á jóladagsmorgun,enn þá er Veðurstofan búin að fá jarðlag frá veðurathugunarmönnum.Teljast þá rauð jól ef auð jörð er kl 0900 á jóladagsmorgun.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. desember 2005

Mynd af Sveinstindi.

Sveinstindur-Skaftá og Vatnajökull.
Sveinstindur-Skaftá og Vatnajökull.
Hreinn Hjartarson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sendi mér þessa fallegu mynd sem hann tók af Sveinstindi í sumar.
Og horft yfir Skaftá og upp á Vatnajökul.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
Vefumsjón