Fyrir skömmu kom út á vegum Félags Árneshreppsbúa myndin "Fjallaferðir í Árnesheppi á Ströndum" eftir Pálma Guðmundssyni frá Bæ í Trekyllisvík í Árneshreppi. Myndin, sem 117 mínútur að lengd og fæst bæði á myndbandi og DVD, skiptist niður í fimmtán efnisþætti, flestir eru um gönguleiðir í nyrsta hreppi Stranda.
Skemmst er frá að segja að viðtökur hafa verið afar góðar en myndin er til sölu hjá umboðsmönnum félagsins viðsvegar um land. Nú þegar líða tekur að jólum og landsmenn huga að jólagjöfum er rétt að minna á að myndin er ekki einungis nauðsynleg í pakka hvers Strandamanns, hvar sem hann býr á landinu, heldur einnig sannkallaður gullmoli í safn alls útivistarfólks. Með myndinni er m.a. hægt að hefja skipulagningu holls og góðs sumarleyfis á næsta ári, í fegurð og kyrrsæld Stranda þar sem nóg er af hreinu lofti, lítt spilltri náttúru og einstöku dýralífi svo ekki sé minnst á hið góða mannlíf sem þar þrífst.
Pálmi er höfundur myndefnis og leiðangursstjóri í ferðum myndarinnar en hann þekkir hverja þúfu og hvern hól í Árneshreppi. Vandað var mjög til vinnslu myndarinnar og eru m.a. kort af öllum gönguleiðum í myndinni sem kostar einungis 3.500 krónur.
"Fjallaferðir í Árnesheppi á Ströndum" er til sölu hjá stjórnarmönnum félags Árneshreppsbúa og hjá umboðsmönnum víðsvegar um landið en þeim fjölgar stöðugt. Nýverið bættust Hárskerastofa Lýðs Lágmúla 7, Reykjavík og Kænann, veitingastaður, Óseyrarbraut 2, í Hafnarfirði í þétt riðið net umboðsmanna Félags Árneshreppsbúa.
Meira