Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. desember 2005

Ullin sótt til bænda.

Flutningabíll Strandafraktar-13-12-2005.
Flutningabíll Strandafraktar-13-12-2005.
1 af 2
Strandafrægt á Hólmavík sendi í dag tvo flutningabíla til að sækja vetrarullina til bænda hér í Árneshreppi.Kristján og Jósteinn Guðmundssynir komu á bílunum og sóttu ullina, ullin fer í Ullarmóttökustöðina á Blöndósi.
Að sögn bílstjóranna þurfti ekkert að keðja á leiðinni norður.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 11. desember 2005

Fjallaferðir í Árneshreppi.

Fyrir skömmu kom út á vegum Félags Árneshreppsbúa myndin "Fjallaferðir í Árnesheppi á Ströndum" eftir Pálma Guðmundssyni frá Bæ í Trekyllisvík í Árneshreppi. Myndin, sem 117 mínútur að lengd og fæst bæði á myndbandi og DVD, skiptist niður í fimmtán efnisþætti, flestir eru um gönguleiðir í nyrsta hreppi Stranda.
Skemmst er frá að segja að viðtökur hafa verið afar góðar en myndin er til sölu hjá umboðsmönnum félagsins viðsvegar um land. Nú þegar líða tekur að jólum og landsmenn huga að jólagjöfum er rétt að minna á að myndin er ekki einungis nauðsynleg í pakka hvers Strandamanns, hvar sem hann býr á landinu, heldur einnig sannkallaður gullmoli í safn alls útivistarfólks. Með myndinni er m.a. hægt að hefja skipulagningu holls og góðs sumarleyfis á næsta ári, í fegurð og kyrrsæld Stranda þar sem nóg er af hreinu lofti, lítt spilltri náttúru og einstöku dýralífi svo ekki sé minnst á hið góða mannlíf sem þar þrífst.
Pálmi er höfundur myndefnis og leiðangursstjóri í ferðum myndarinnar en hann þekkir hverja þúfu og hvern hól í Árneshreppi. Vandað var mjög til vinnslu myndarinnar og eru m.a. kort af öllum gönguleiðum í myndinni sem kostar einungis 3.500 krónur.
"Fjallaferðir í Árnesheppi á Ströndum" er til sölu hjá stjórnarmönnum félags Árneshreppsbúa og hjá umboðsmönnum víðsvegar um landið en þeim fjölgar stöðugt. Nýverið bættust Hárskerastofa Lýðs Lágmúla 7, Reykjavík og Kænann, veitingastaður, Óseyrarbraut 2, í Hafnarfirði í þétt riðið net umboðsmanna Félags Árneshreppsbúa.
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. desember 2005

Jón skreytir alltaf Möggustaur.

Jólasería á Möggustaur við Litla-Hjalla.
Jólasería á Möggustaur við Litla-Hjalla.
Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík setur alltaf ljósaseríu á Möggustaur.
Hann er kallaður Möggustaur því konan hans sem lést fyrir nokkrum árum fann hann í fjörinni um 1990,þetta er svoldið sérstakur hniðjustaur með auga í endanum sem er hluti rótarinnar enn rótarendinn snýr upp,spítan var stitt um einn og hálfan meter þar sem hún var mjóst.Staurinn er á milli 9 til 10 metra hár.
Það væri gott ef Árneshreppsbúar myndu láta vita í sima 4514029 eða wwwjonvedur@simnet.is um sérstakar útiljósaskreytingar og undirritaður fengi að taka myndir og setja á heimasíðuna.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. desember 2005

Flogið í dag á Gjögur.

Dorníer vél Landsflugs.
Dorníer vél Landsflugs.
Það var flogið á Gjögur um þrjúleitið í dag,enn ekki var hægt að fljúga að sunnan í gær vegna hvassviðris.Þannig að allar vörur komu í dag og póstur.
Gífurleg hálka er á vegum hér innansveitar og innúr til Bjarnarfjarðar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. desember 2005

Flugi aflíst í dag.

Flugi til Gjögurs var aflýst um kl 14:00 vegna hvassviðris fyrir sunnan.Athugað verður á morgun.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. desember 2005

Búið að fljúga á Gjögur í dag.

Dorníer vél á Gjögri.
Dorníer vél á Gjögri.
Þá er búið að fljúga á Gjögur í dag,enn ekki var hægt að fljúga þangað vegna þoku í gærdag.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. desember 2005

Ekki hægt að fljúga vegna þoku.

Ekki tókst að fljúga á Gjögur vegna þoku í dag athugað verður á morgun.
Landsflug flýgur annars tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. desember 2005

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélagsins.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
Aðventuhátíð kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin á morgun sunnudagin 4,desember í Bústaðakirkju kl 1630.
Þar mun stjórna Kriztína Szklenar söng kórsins auk þess sem barnakórinn syngur nokkur lög undir stjórn Jensínu Waage.Judith Þorbergsdóttir annast undirleik og hugvekju flytur Ingimundur Benidiktsson.
Miðaverð er 1800 kr fyrir fullorðna enn frítt fyrir börn yngri enn 14 ára.
Kaffihlaðborð er á eftir og er það innifalið í miðaverði.Hér kemur mynd af kórnum mynd Gíslína V Gunnsteinsdóttir.
Góða skemmtun.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. desember 2005

Ófært í Árneshrepp.

Ófært er nú orðið aftur hingað norður í Árneshrepp,því til lítis var þessi snjómoksur í gær sem allir vissu nema höfuðpaurarnir hjá Vegagerðinni.Lítið snjóaði í nótt enn mikill skafrenningur var.
Þungfært ef ekki ófært er víðast hvar innansveitar,Enn á mánudag er mokstursdagur.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. desember 2005

Snjóflóð í Urðunum.

Hjólaskófla hreppssins.
Hjólaskófla hreppssins.
Vegurinn var opnaður frá Bjarnafirði og norður í Árneshrepp beggja megin frá í dag þrátt fyrir talsverða snjókomu.Enn það var ekki hægt að moka þessa leið í haust þegar miklir flutningar og talsverð umferð var um að ræða þá.
Veginum norður hefur verið haldið opnum á þriðjudögum og föstudögum.
Snjóflóða spía kom í Urðirnar og lokuðust bílar inni fyrir norðan og var það hreinsað.
Við hreppsbúar hljótum að heimta að Vegagerðin haldi vegum hér innansveitar opnum frá Kjörvogi Gjögurflugvelli og norður í Norðurfjörð alla daga allavegana virka daga fólk þarf að komast í verslun á föstudögum eftir að vörur koma með flugi seinniparts fimmtudaga.
Vegur ætti að vera fær alla daga Gjögur Norðufjörður.Þetta er líka til öryggis ef slys eða eitthvað kemur fyrir.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
Vefumsjón