Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. september 2005

Myndir af framkvæmdum á Naustvíkurskörðum.

Framkvæmdir á Nausvíkurskörðum.
Framkvæmdir á Nausvíkurskörðum.
1 af 2
Eins og ég skrifaði fyrir nokkru um styrkingu staura og línu á Naustvíkuskörðum sendi Eysteinn Gunnarsson starfsmaður Orkbúsins myndir sem hann tók af framkvæmdum,og sést þar vel mismunurinn á nýju og gömlu staurunum og línunum einnig eru eingangrar af extra stærð.
Heimsíðan þakkar Eysteini fyrir myndirnar.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. september 2005

Köttur kemur í leytirnar eftir þrjú ár.

Krúsílíus komin heim.
Krúsílíus komin heim.
Köttur kemur í leitirnar eftir þriggja ára hrakninga norður á Ströndum

Heimkomu Krúsílíusar fagnað
Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is "ÞAÐ var búið að segja okkur að hann væri örugglega orðinn villidýr, en hann hljóp upp í fangið á okkur, nuddaði sér upp við okkur og bað um meira og meira klapp og klór.

Morgunblaðið/Kristinn

Ólafur og Svanhildur eru steinhissa á því hvað Krúsílíus er ljúfur.

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is

"ÞAÐ var búið að segja okkur að hann væri örugglega orðinn villidýr, en hann hljóp upp í fangið á okkur, nuddaði sér upp við okkur og bað um meira og meira klapp og klór. Hann hefur líklega þekkt okkur á lyktinni. Kannski hefur hann aldrei gleymt okkur," segir Svanhildur Guðmundsdóttir, eigandi kattarins Krúsílíusar, sem kom í leitirnar í Ingólfsfirði á Ströndum í fyrradag eftir þriggja ára fjarveru.

Svanhildur og eiginmaður hennar, Ólafur Ingólfsson, eiga bústað á Eyri í Ingólfsfirði á Ströndum og fóru þangað með köttinn sinn Krúsílíus fyrstu þrjú æviár hans í sumarfríum. Á fjórða æviárinu ráfaði hann í burtu á meðan haldið var upp á stórafmæli Ólafs um sumarið í næsta firði, Ófeigsfirði. "Pétur í Ófeigsfirði sagðist skilja það vel, það væri miklu betra að vera í Ófeigsfirði."

Ári seinna, sumarið 2002, fór fjölskyldan aftur norður í frí. Tók þá Krúsílíus til fótanna undir eins og bíllinn var opnaður og stökk undir bústaðinn. Síðan sást hann ekki næstu þrjú árin. "Við fréttum af honum í hittifyrra, en þá hafði maður sem lá úti fyrir tófu séð eitthvert kríli koma þarna," segir Ólafur.

Minkur með hálsband
"Svo bara í vor hringdi Guðmundur í Stóru-Ávík í okkur og spurði hvort kötturinn okkar væri með hálsband," segir Svanhildur. "Þá hafði strákur sem er ættaður úr Árneshreppi verið að líta eftir minki og kvaðst hafa séð undarlegan mink, því hann var með hálsband." Hafði ungi maðurinn þá réttilega ályktað að þar væri köttur á ferð.

Þegar hjónin komu á Strandirnar í júlí fóru þau að reyna að venja Krúsílíus á að koma í Hellisvík með því að skilja þar eftir mat handa honum. Því næst komu þau fyrir minkagildru í gjótu nokkurri en þangað hafði kötturinn vanið komur sínar.

Krúsílíus var þó slóttugur og sá við gildrunni. Á endanum fengu þau hjónin lánaða stærri gildru hjá Guðmundi í Stóru-Ávík. "Ég setti gildruna upp og bað Guðmund að kíkja á hana á meðan við værum fyrir sunnan og hann hringdi í gærmorgun og sagði að kötturinn væri í gildrunni," segir Ólafur.

Malar og murrar
Keyrðu þau hjónin þá beinustu leið norður á Strandir og fundu köttinn í gildrunni, en hann hafði hvæst illilega á Guðmund þegar hann nálgaðist. "En þegar við réttum honum puttann hnusaði hann aðeins af honum og sleikti síðan," segir Svanhildur. "Við fórum með hann í gildrunni upp í bústað og hleyptum honum út inni í herbergi þar sem við gáfum honum að éta og svo fórum við með hann suður. Og hann er bara búinn að vera malandi hér síðan."

Blaðamaður stenst ekki freistinguna og strýkur Krúsílíusi laust. Og það er eins og við manninn mælt, kötturinn malar og murrar og mjálmar blíðlega, þótt hann heilsi flassi ljósmyndarans ekki með eins miklum virktum.

Læðan Doppa er ekki eins hress með heimkomu Krúsílíusar og vill sem minnst af honum vita, en hún kom inn á heimilið fyrir tveimur árum, þegar hjónin voru orðin úrkula vonar um að finna hann á lífi. "Við vorum meira að segja búin að fara til miðils sem sagðist hafa séð hann í himnaríki, en það var greinilega ekki rétt," segir Svanhildur.
Guðjón Ólafsson sendi þessa grein á heimasíðuna.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. september 2005

Orkubúið styrkir staura og línur.

Naustvíkurskörð 07-09-2005.
Naustvíkurskörð 07-09-2005.
Að undanförnu hafa Orkubúsmenn verið að endurbæta línuna yfir Naustvíkurskörð sem er á milli Reykjarfjarðar og Trékyllisvíkur,með því að setja tvöfalda staura og þá er sett sverari lína á þá.
Þarna á skörðunum hafa oft slitnað línur í slæmum veðrum og einnig í miklum rigningum hefur jarðvegur oft skriðið undan staurum því mjög bratt er þarna.
Ef vel er að gáð ættu að sjást tæki upp á skörðunum á meðfylgjandi mynd.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. september 2005

Biskupinn visiterar í Árneshreppi.

Árneskirkja í febrúar í vetur.
Árneskirkja í febrúar í vetur.
Á morgun þann 8 september mun biskupinn yfir Íslandi hr Karl Sigurbjörnsson visitera Árnessöfnuð,ásamt prófastinum í Húnavatnsprófastdæmi,sóknarpresti og mökum þeirra.
Almenn guðþjónusta verður í Árneskirkju (nýju)kl 1600 kl fjögur.
Allir eru hjartanlega velkomin.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. ágúst 2005

Keyrt heim rúllum í Bæ.

Sigursteinn í einni ferðinni.
Sigursteinn í einni ferðinni.
1 af 3
Í dag var keyrt heim rúllum frá Stóru-Ávík,en Gunnar í Bæ heyjaði þar.
Keyrt var á fjórum vögnum heim í Bæ.
Hávarður á Kjörvogi,Sigursteinn í Litlu-Ávík,Guðmundur á Finnbogastöðum og Björn á Melum,Gunnar í Bæ tók af vögnunum heima og staflaði í stæður Guðlaugur á Steinstúni setti rúllurnar á vagnana.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. ágúst 2005

Heyskap lauk loks í Árnenshreppi.

Rúllur teknar af túnum.
Rúllur teknar af túnum.
Eftir erfitt heyskapar sumar var loks lokið heyskap hér í sveyt,þegar bændur sem slógu há(seinnislátt) og hirt var í dag í rúlur.
Bændur hófu slátt rétt um miðjan júlí og gekk sæmilega fram að verslunarmannahelgi en eftir það var vikustopp vegna úrkomu og vætutíðar og svo var sem eftir var heyskapartíðar.
Bændur slógu ef einn dagur kom þurr enn urðu oftast að rúlla í súld,síðan vildu tæki bila mikið út af of miklu álægi á þaug vegna bleytu og of mikils álags.
Enn heyskap lauk í dag þegar síðasta háin var sleygin á Melum og í Litlu-Ávík hægt var að rúlla síðustu háarrúllurnar í sæmilega þurru veðri um myðjan dag.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. ágúst 2005

Vegagerðin lagfærir veigi í Árneshreppi.

Unnið við ræsi.
Unnið við ræsi.
Vegagerðamenn hafa undanfarið verið að vinna í vegum hér í hreppnum,lagfært frá Eyri í Íngólfsfyrði og í Ófeygsfjörð með heflun og milja niður grjót.
Í dag voru vegagerðamenn að keyra í vegin í Stóru-Ávík frá vegamótum og heimá hlað einnig settu þeyr nýtt ræsi í vegin niðrí Litlu-Ávík í brekkunum svo rynni ekki eins úr veiginum í vatnavöxtum.Á morgun verður keirt í vegin yfir Eyrarháls.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. ágúst 2005

Veðurstöðin í Litlu-Ávík á Ströndum 10 ára í dag.

Jón les af hitamælum.
Jón les af hitamælum.
1 af 2
Veðurstöðin í Litlu-Ávik 10 ára í dag 12 ágúst.
Kl 1800 þann 12 ágúst 1995 var sent fyrsta veðurskeyti frá nýrri veðurathugunarstöð í Árneshreppi á Ströndum sem nú á 10 ára afmæli.
Veðursöðin er skeytastöð sem þýðir að öll veðurskeyti sem send eru þaðan koma fram í útvarpssendingum og textavarpi og beint inn á allar dreyfingarstöðvar netssins um veður eða 5 sinnum á sólarhring.
Þetta er eina mannaða stöðin vestanmeigin Húnflóa frá Æðey til Hrauns á skaga.
Frá upphafi hefur Jón Guðbjörn Guðjónsson verið veðurathugunarmaður,enn þetta eru hans heimajörð og átthagaslóðir fæddur og uppalin þar.
Frá 1968 fór Jón ungur að vinna fyrir sér fyrir sunnan og í um tuttugu ár var hann byfreiðarstjóri í Reykjavík og var orðin þreyttur á keyrslunni,og þegar Veðurstofan bað hann um að sjá um veðurathugunastöð í sinni gömlu sveit sló hann til og flutti norður aftir eftir námskeið og ýmislegt veðurathugunum tengdu,enn var áður á námskeyði þar fyrir veður fyrir flugvelli á árum áður.
Auk venjubundinna veðurathuguna sér Jón líka um sjávarhitamælinginar og lágmarkshita við jörð auk hins mikla nauðsín með athugunar á hafís fyrir hafísdeild Veðurstofu Íslands.
Myndirnar sem eru hér með tók Þórólfur Guðfinnsson.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. ágúst 2005

Heyskapur hefur gengið ílla í sumar.

Frá heyskap.
Frá heyskap.
Um og eftir verslunarhelgi hefur verið bleytutíð súld og þokuruddi þannig að varla þornar á jörð og líka hægviðri þannig að eingin þurkur hefur verið enn bændur þurfa einn góðan þurkdag helst áður enn rúllað er.Þann 5 ágúst fóru bændur að slá aftur og rökuðu saman í múga og sett í rúllur núna undanfarna daga þótt súld sé.
Einn bóndi slær á tveim eyðibýlum til að fá nógan heyskap fyrir sitt fé enn hann átti eingar fyrningar í vor það er Gunnar bóndi í Bæ í Trékyllisvík.
Nokkrir bændur eru alveg búnir og eða eru að klára heyskap.Yfirleitt eru bændur óánnægðir beð heyfeng.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. júlí 2005

Flug tókst á Gjögur í dag.

Þá tókst að flúgja á Gjögur í dag um kl 1300,það létti til þokunni um hádeigið.Þá eru hreppsbúar búnir að fá póst enn ekkert hefur verið flogið síðan á fimmtudag 14 júlí.Áætlunarflugdagur er á morgun hvort sem það tekst eða ekki,spáð eru þoku á annnesjum og við ströndina næstu daga.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Tekið á móti plötum á þaki 11-11-08.
  • Hrafn Jökulsson.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Borgarísjaki austan við Selsker 16-09-2001.
  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
Vefumsjón