Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. desember 2005

Ófært í Árneshrepp.

Ófært er nú orðið aftur hingað norður í Árneshrepp,því til lítis var þessi snjómoksur í gær sem allir vissu nema höfuðpaurarnir hjá Vegagerðinni.Lítið snjóaði í nótt enn mikill skafrenningur var.
Þungfært ef ekki ófært er víðast hvar innansveitar,Enn á mánudag er mokstursdagur.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. desember 2005

Snjóflóð í Urðunum.

Hjólaskófla hreppssins.
Hjólaskófla hreppssins.
Vegurinn var opnaður frá Bjarnafirði og norður í Árneshrepp beggja megin frá í dag þrátt fyrir talsverða snjókomu.Enn það var ekki hægt að moka þessa leið í haust þegar miklir flutningar og talsverð umferð var um að ræða þá.
Veginum norður hefur verið haldið opnum á þriðjudögum og föstudögum.
Snjóflóða spía kom í Urðirnar og lokuðust bílar inni fyrir norðan og var það hreinsað.
Við hreppsbúar hljótum að heimta að Vegagerðin haldi vegum hér innansveitar opnum frá Kjörvogi Gjögurflugvelli og norður í Norðurfjörð alla daga allavegana virka daga fólk þarf að komast í verslun á föstudögum eftir að vörur koma með flugi seinniparts fimmtudaga.
Vegur ætti að vera fær alla daga Gjögur Norðufjörður.Þetta er líka til öryggis ef slys eða eitthvað kemur fyrir.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 27. nóvember 2005

Kvennfélagið með Tommbólu.

Nokkrar kvennfélagskvenna.
Nokkrar kvennfélagskvenna.
1 af 3
Kvennfélag Árneshrepps var með kaffisölu og Tommbólu í Félagsheimilinu í Árnesi í dag.
Margt muna var á Tommbólunni og komu flestir sem voru heima í sveitinni,allt seldist upp hjá kvennfélagskonunum.
Kvennfélagið var að safna til lángveikra barn sem kvennfélagið hefur styrkt í nokkur undanfarin ár.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 26. nóvember 2005

Vetrarrúningur.

Sigursteinn í Litlu-Ávík við rúning.
Sigursteinn í Litlu-Ávík við rúning.
Bændur hafa nú undanfarið verið að taka fé inn.Fé var sótt inn í Veyðileisu og Kamb og Reikjarfjörð dagana 7 og 8 þessa mánaðar og rekið yfir Skörð og í Bæ.Bændur voru þá að mestu búnir að klippa lömb og hrúta sem voru alveg komin í hús á gjöf,og einnig rollur sem voru heimavið.
Nú í dag er verið að sækja fé í Ófeygsfjörð og Ingólfsfjörð og rekið að Melum.
Bændur eru svo að drífa í að klippa(rýja)féið meðan féið er þurrt og ullin hrein.
Skikkanlegt verð er fyrir ullina ef hún fer í góðan gæðaflokk seygja bændur.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 26. nóvember 2005

Veður.

Ég ætla að minna á veðurvefinn www.vedu.is með upplýsingar um veður á landinu og hér í Árneshreppi,Litla-Ávík sendir skeyti 5 sinnum á sólarhring kl 06-09-12-18 og 21.Og sjálvirka stöðin á Gjögurflugvelli á klukkutímafresti einnig er hægt að fygjast með hafísfréttum þegar við á og margt fleyra.Nú nýlega var Vedur.is uppfærður.Einnig vil ég minna á Textavarpið og Ríkisútvarp.
Ég mun ekki skrifa veðurlýsingu á minn vef í vedur því miklu meiri upplýsingar koma fram á www.vedur.is
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. nóvember 2005

Ekki skrifað á heimasíðuna og fleyra.

Lægðin fyrir sunnan land 21-22-/11-2005.
Lægðin fyrir sunnan land 21-22-/11-2005.
Góðir lesendur ég hef ekki skrifað á heimasíðuna í dáldin tíma.Það hefur verið vegna annarra anna hjá mér í skýrslugerðum og hálfgerðs upprifjunar námskeyðs sem ég fer ekki nánar út í hér.
Mér finnst samt leiðinlegt að fá tölfupósta til mín með skömmum allt að því,frá tveim aðilum,maður ætti jafnvel að byrta þessa tölvupósta sem ég mun ekki gera.
Það er samt gott að vita að fylgst er með mér og er það vel.
Annars hefur ekkert sérstakt verið um að vera nema umhleypingarnir í veðrinu Vestan stormur 21 og fram á dag 22.
Ég mun reyna að seygja frá ef eitthvað er,enn engar fréttir eru góðar fréttir.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. nóvember 2005

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa verður haldin sunnudagin 6 nóvember í Bræðraminni,Kiwanishúsinu,Engjateig 11 Reykjavík.
Dagskrá verður efirfarandi.
1 Venjuleg aðalfundarstörf
2 Önnur mál.
Að loknum aðalfundi verða kaffiveitingar (verð 1500 kr).
Síðan verður sínt úr myndinni Fjallaferðir í Árneshreppi á Ströndum.Eftir Pálma Guðmundsson frá Bæ í Trékyllisvik.
Efnisþættir myndar eru efirfarandi.
1 Árneshreppur almenn kynning.
2 Flug á Strandir.
3 Kolbeinsvík-Lambatindur.
4 Kolbeinsvík-Byrgisvíkurfjall.
5 Seljadalur-Lambatindur.
6 Kleifará-Háafell.
7 Reykjarfjörður-Búrfell.
8 Reykjaneshyrna.
9 Reykjaneshyrna-Þórðarhellir.
10 Finnbogastaðir-Finnbogastaðarfjall.
11 Melar-Glissa.
12 Norðurfjörður-Urðartindur.
13 Norðurfjörður-Kálfatindar.
14 Ófeigsfjörður-Hvalá.
15 Norðufjörður-Eyvindarfjörður-Drangar.
Myndin er til sölu hjá umbðsmönnum um allt land og á aðalfundinum.Verð myndarinnar er 3500 kr.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. nóvember 2005

Ný notuð hjólaskófla.

Nýja hjólaskófla hreppsins.
Nýja hjólaskófla hreppsins.
Árneshreppur fékk nýja hjólaskóflu í sumar,notuð innflutt frá Þýskalandi vélin er af gerðinni Komatsu.
Gamla hjólaskóflan bilaði alvarlega í vor í síðustu snjómokstrunum.
Guðlaugur Ágústson er vélamaður á þessari nýju vél og hefur verið talsverður snjómokstur í gær og í dag.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. október 2005

Bændur fóru eftir veðurspá.

Það má segja að bændur hafi farið eftir veðurspá fyrr í vikunni,því almennt settu bændur lömb (líflömb) og hrúta inn á miðvikudag og fimmtudag sem voru yfirleitt á heimatúnum.
Bændum þykja þetta snemmt að þurfa að taka fé inn strax svo snemma þótt fullorðið fé sé enn úti.Ekki verður farið að rýja strax.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 29. október 2005

Vitlaust veður var í gærkvöld og nótt.

Varla sést út um glugga.
Varla sést út um glugga.
1 af 3
Snarvitlaust veður var í gærkvöld og fram á morgun en núna er að draga úr vindi en talsverð snjókoma ennþá
Ég tók nokkrar myndir í morgunsárið sem sýna klamman á tækjum og jörð því hiti fór í 2 stig í gær en frysti aftur í gærkvöld.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur í Bæ þann 09-01-2009.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
Vefumsjón