Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. desember 2005

Mynd af Sveinstindi.

Sveinstindur-Skaftá og Vatnajökull.
Sveinstindur-Skaftá og Vatnajökull.
Hreinn Hjartarson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands sendi mér þessa fallegu mynd sem hann tók af Sveinstindi í sumar.
Og horft yfir Skaftá og upp á Vatnajökul.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. desember 2005

Fallegar Jólaljósaskreytingar í Árnesi II.

Árnes II-22-12-2005.
Árnes II-22-12-2005.
1 af 3
Í póstferð í dag seinnipartin fór undirritaður í rökkrinu og tók myndir af jólaskreytingum í Trékyllisvíkinni eru mörg hús vel skreytt svo sem Finnbogastaðir með slöngukapal á stafninum(risinu) hjá Guðmundi Þorsteinssyni bónda.
Í Árnesi II er fallegasta skreytingin sem ég hef séð.
Hún spinnar bæði hús og garð tré og limgerði,daufustu ljósin í garðinum og limgerðinu enn sterkari uppi við þakbrún og í gluggum.
Ef væri dæmt hér í Árneshreppi um fallegustu jólaskreytingu yrði Árnes II fyrir mínu vali.
Tvíbíli er í Árnesi II þar búa þaug hjón,Íngólfur Benediktsson og Jóhanna Ó Kristjánsdóttir og Valgeir Benediktsson og Hrefna Þorvaldsdóttir.
Ég legg til að fólk á ferð skuli skoða jólaljósakreytinguna í Árnesi II þótt ekki beri mikið á sumu í björtu enn fallegast í myrkri.
Myndirnar koma ekki nógu vel út hjá mér.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. desember 2005

Tvær flugvélar á Gjögur í dag.

Tvær Dorníer 228 vélar á Gjögri.22-12-2005.
Tvær Dorníer 228 vélar á Gjögri.22-12-2005.
Í dag flaug Landsflug með tveim flugvélum Dorníer 228 19 sæta vélum samtýmis á Gjögur,vélarnar lenntu með í um 4 mínútna bili,þannig að fyrri vélin var komin inn á flughlað þegar seinni vélin lennti.
Mikið var um flutning vörur,jólapóst og farþega sem voru að koma í jólafrí, frammhaldsskólanemendur og aðrir sem ætla að njóta jólanna með foreldrum eða frændum og vinum.
Það má seygja að allt að því að fólksfjöldi hafi tvöfaldast hér í hrepp í dag.
Nú ættu hreppsbúar að vera búnir að fá sinn jólapóst heim til sín.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 16. desember 2005

Litlu-Jólin.

1 af 3
Litlu-Jólin voru haldin í félagsheimilinu í Árnesi í kvöld.Kvennfélag Árneshrepps og Árneshreppur ásamt Finnbogastaðaskóla buðu hreppsbúum upp á jólahlaðborð.Nemendur skólans sáu um skemmtatriði,skólastjóri las Jólasögu.
Siðan var gengið í kringum jólatréið og þá komu jólasveinar í heimsókn.Að síðustu var farið í ýmsa leiki.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. desember 2005

Flug á áætlun í dag.

Flugstöðin Gjögri-15-12-2005.
Flugstöðin Gjögri-15-12-2005.
Flug á Gjögur var á áætlun í dag og á mánudaginn var.Nú er að aukast vöruflutningar með fluginu enn lítið ber ennþá á auknum pósti enn sem komið er enn jólapóstur farin að sjást.Búið er að setja jólaljós á flugstöðina á Gjögri fyrir nokkru og er nú fallegt að koma á flugvöllin og líka þegar kveikt er á brautarljósum.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. desember 2005

Ullin sótt til bænda.

Flutningabíll Strandafraktar-13-12-2005.
Flutningabíll Strandafraktar-13-12-2005.
1 af 2
Strandafrægt á Hólmavík sendi í dag tvo flutningabíla til að sækja vetrarullina til bænda hér í Árneshreppi.Kristján og Jósteinn Guðmundssynir komu á bílunum og sóttu ullina, ullin fer í Ullarmóttökustöðina á Blöndósi.
Að sögn bílstjóranna þurfti ekkert að keðja á leiðinni norður.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 11. desember 2005

Fjallaferðir í Árneshreppi.

Fyrir skömmu kom út á vegum Félags Árneshreppsbúa myndin "Fjallaferðir í Árnesheppi á Ströndum" eftir Pálma Guðmundssyni frá Bæ í Trekyllisvík í Árneshreppi. Myndin, sem 117 mínútur að lengd og fæst bæði á myndbandi og DVD, skiptist niður í fimmtán efnisþætti, flestir eru um gönguleiðir í nyrsta hreppi Stranda.
Skemmst er frá að segja að viðtökur hafa verið afar góðar en myndin er til sölu hjá umboðsmönnum félagsins viðsvegar um land. Nú þegar líða tekur að jólum og landsmenn huga að jólagjöfum er rétt að minna á að myndin er ekki einungis nauðsynleg í pakka hvers Strandamanns, hvar sem hann býr á landinu, heldur einnig sannkallaður gullmoli í safn alls útivistarfólks. Með myndinni er m.a. hægt að hefja skipulagningu holls og góðs sumarleyfis á næsta ári, í fegurð og kyrrsæld Stranda þar sem nóg er af hreinu lofti, lítt spilltri náttúru og einstöku dýralífi svo ekki sé minnst á hið góða mannlíf sem þar þrífst.
Pálmi er höfundur myndefnis og leiðangursstjóri í ferðum myndarinnar en hann þekkir hverja þúfu og hvern hól í Árneshreppi. Vandað var mjög til vinnslu myndarinnar og eru m.a. kort af öllum gönguleiðum í myndinni sem kostar einungis 3.500 krónur.
"Fjallaferðir í Árnesheppi á Ströndum" er til sölu hjá stjórnarmönnum félags Árneshreppsbúa og hjá umboðsmönnum víðsvegar um landið en þeim fjölgar stöðugt. Nýverið bættust Hárskerastofa Lýðs Lágmúla 7, Reykjavík og Kænann, veitingastaður, Óseyrarbraut 2, í Hafnarfirði í þétt riðið net umboðsmanna Félags Árneshreppsbúa.
Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 10. desember 2005

Jón skreytir alltaf Möggustaur.

Jólasería á Möggustaur við Litla-Hjalla.
Jólasería á Möggustaur við Litla-Hjalla.
Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík setur alltaf ljósaseríu á Möggustaur.
Hann er kallaður Möggustaur því konan hans sem lést fyrir nokkrum árum fann hann í fjörinni um 1990,þetta er svoldið sérstakur hniðjustaur með auga í endanum sem er hluti rótarinnar enn rótarendinn snýr upp,spítan var stitt um einn og hálfan meter þar sem hún var mjóst.Staurinn er á milli 9 til 10 metra hár.
Það væri gott ef Árneshreppsbúar myndu láta vita í sima 4514029 eða wwwjonvedur@simnet.is um sérstakar útiljósaskreytingar og undirritaður fengi að taka myndir og setja á heimasíðuna.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. desember 2005

Flogið í dag á Gjögur.

Dorníer vél Landsflugs.
Dorníer vél Landsflugs.
Það var flogið á Gjögur um þrjúleitið í dag,enn ekki var hægt að fljúga að sunnan í gær vegna hvassviðris.Þannig að allar vörur komu í dag og póstur.
Gífurleg hálka er á vegum hér innansveitar og innúr til Bjarnarfjarðar.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. desember 2005

Flugi aflíst í dag.

Flugi til Gjögurs var aflýst um kl 14:00 vegna hvassviðris fyrir sunnan.Athugað verður á morgun.

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Samúel tekur lagið við undirleik Hilmars.
Vefumsjón