Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. júlí 2005

Flugi afíst annan dagin í röð.

Ekki var hægt að fljúga á Gjögur í dag vegna þokulofts og dimmviðris og eins var í gær sem var réttur áætlunardagur.Þannig að hreppsbúar hafa ekki fengið póst síðan á fimmtudaginn var þann 14 júlí.Flogið verður á morgun ef veður leyfir.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. júlí 2005

Vætutíð og stopp með heyskap.

Ávíkurá.
Ávíkurá.
Eins og áður hefur komið fram byrjaði heyskapur 12 til 13 júlí enn nú hefur allt verið stopp vegna rigninga síðan laugardaginn 16 júlí.
Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er komin í meira enn venjulegt mánaðarmagn í júlí sem af er mánaðar.Það ætti því ekki að verða vatnsskortur á bæjum eins og í fyrra,þannig að alltaf eru einhverjir ljósir púnktar í þessu.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. júlí 2005

Sláttur hafin í Árneshreppi.

Sigursteinn bóndi slær eitt túnið.
Sigursteinn bóndi slær eitt túnið.
Í dag byrjuðu nokkrir bændur að slá einn byrjaði í gær svo eru flestir að byrja heyskap.
Flestir bændur heyja í rúllur enn tveir bændur láta eitthvað í vothey í flatgrifjur.
Nokkrir bændur eiga saman tæki til að setja í rúllur og samvinna er við það.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. júlí 2005

Minnisvarði við Kört.

Kört í Trékyllisvík.
Kört í Trékyllisvík.
1 af 2
Í dag var afhjúpaður minnisvarði við handverkshúsið Kört í Trékyllisvík.Og er minnisvarðin til minningar um þá þrjá menn sem brenndir voru á báli fyrir galdra í Kistuvogi haustið 1654.
Dagskráin hófst kl 14:00 við Kört þaðan var haldið í Kistuvog og aftur í Kört þar sem minnisvarðin var afhjúpaður síðan í félagsheimilið þar sem Ólína Þorvarðardóttir flutti erindi um galdraöldina með áherslu á Trékyllisvíkurmálin.Síðan fór Sigurður Atlason með gamanmál tengd galdraöldinni.
Að lokum bauð Árneshreppur gestum upp á kaffiveitingar.Mjög margt fólk var.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. júní 2005

Skúta á siglingu um Strandir.

Erlend skúta á siglingu fyrir Krossnes.
Erlend skúta á siglingu fyrir Krossnes.
Þegar fréttritari Litla Hjalla var á ferð í dag við Krossnes sá hann erlenda skútu sigla fyrir Krossnesið frá Norðurfirði og stefndi vesturfyrir en skútan lá á Norðurfirði í nótt.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. júní 2005

Heitur pottur settur upp við Krossneslaug.

Unnið við pottinn.
Unnið við pottinn.
1 af 2
Nú um helgina er unnið við að setja upp heitan pott við sundlaugina á Krossnesi.
Sundlaugin á Krossnesi er mikið notuð af heimafólki og ferðafólki yfir sumarið og þykir sérstök því hún er alveg niðrí fjöru rétt við flæðamálið.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. júní 2005

Hiti fór yfir 14 stig.

Hiti fór í dag í 14,4 stig á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,enn fór niðrí 3,5 stig síðustu nótt.
Það er þó loksins hlýnandi og jörð að taka við sér með gróður og sprettu á túnum,enn nú þyrfti góðar hitaskúrir eða rigningu því jörð er mjög þurr ennþá þrátt fyrir súldina í kuldanum undanfarið enn það var lítið magn.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. júní 2005

Jaxlin á Norðurfirði.

Jaxlinn á Norðurfirði 22-06-2005.
Jaxlinn á Norðurfirði 22-06-2005.
1 af 2
Í gærkvöld kom flutningaskipið Jaxlin á Norðurfjörð með Kalksand fyrir nokkra bændur einnig komu nokkrir sekkir af áburði í staðin fyrir gallaðan áburð sem kom í vor.
Þetta er í fyrsta sinn sem hið vestfirska strandflutningaskip kemur á Norðurfjörð.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 23. júní 2005

Fyrsti fiskur á markað.

Fyrsti fiskur fór með flutningabílnum í gær á markað frá Norðurfirði á annað tonn.
Ein trilla hefur farið þrisvar á sjó í vikunni og var það Hilmar Thorarenssen á Gjögri.Fleiri bátar fara nú að byrja að róa frá Norðurfirði.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 19. júní 2005

Marsvín sem ráku á fjörur.

Marsvínshræ 18-06-2005.
Marsvínshræ 18-06-2005.
1 af 2
Nú virðsist það nokkuð ljóst að um Marsvínskálfa er að ræða sem fundust á fjörum að Finnbogastöðum í gær.Hræin eru um tveir og hálfur meter til þryggja metra að lengd,en fullorðin Marsvín eru um 4 til 6 metrar.
Ekki er komin fullkomin skýring hvað komið hefur fyrir dýrin.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Byrjaðað jafna brunarústir við jörðu 19-06-2008.
  • Sett í steypubílinn.06-09-08.
Vefumsjón