Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. september 2005

Til hamingju nýr vestfirskur sjávarútvegsráðherra.

Einar K Guðfinnsson nýr sjávarútvegsráðhera.
Einar K Guðfinnsson nýr sjávarútvegsráðhera.
Heimasíðan Litlihjalli vill óska nýjum vestfirskum sjávarútvegsráðherra Einari Krisni Guðfinnssyni innilega til hamingju með embættið og að hann verði farsæll í starfi og réttsínn í garð sjómanna og fiskvinnslu og verði það mikill maður að heimsækja byggðirnar og heimamenn jafnt og hann hefur gert áður enn hann varð ráðherra.
Innilegar hamingjuóskir og velferð í nýju starfi.
Jón Guðbjörn Guðjónsson vefritari Litlahjalla.it.is.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. september 2005

Vegagerðin búin að opna í Árneshrepp.

Vegagerðin er nú búin að opna hingað norður í Árneshrepp og ætlar að halda vegi opnum á morgun eða svo var bændum sagt,enn fjárbíll mun sækja sláturfé á morgun og svo er áætlun flutningabíls Strandafrægtar líka á morgun.
Veðurspá er ekki góð samt fyrir morgundagin slydda eða snóél enn talsvert hægari vindur.
Bílstjóri fjárbílssins og bændur ákváðu að hinkra til morguns vegna stormssins sem er í dag.
Sjá síðu Vegagerðar með færð.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. september 2005

Óveður og stór sjór.

Stór sjór við ströndina.
Stór sjór við ströndina.
Veður byrjaði að ganga upp með allhvassri Norðaustanátt seinnipart sunnudags enn í gær og sem er af morgni hefur verið NNA um 20/m á sek með slyddu eða rigningu.
Sjó hefur gengið mikið upp í gær og hefur verið Stórsjór ölduhæð í um 7 til 9 metrar nú í um tvo sólarhringa enda nokkuð stórstreymt og allar víkur hvítfiksandi af sjávarlöðri.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 26. september 2005

Bændur gátu ekki sent fé í slátrun í dag.

Ekki gátu bændur sent fé í slátrun á Hvammstanga í dag Vegagerðin opnaði ekki norður enda vitlaust veður þótt rigning sé í byggð en snjókoma ofar og mikil hálka.Vegagerðin vildi ekki hjálpa fjárbíl norður á laugardagskvöld og til baka aftur enn þá hefði það sloppið með smá mokstri og hjálp.
Bændur sem áttu að láta fé í slátrun gefa sláturféinu inni enn annað fé er úti á túnum.
Eitthvað er um að bændur hafa misst fé í skurði og drepist og öðru hefur verið bjargað.
Nú er snjó búin að taka mikið upp í byggð en hættur víða fyrir fé.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. september 2005

Vegagerðin sýnir litla þjónustulund.

Bændur hér í Árneshreppi áttu að setja sláturfé á Hvammstanga í dag til slátrunar á morgun og tóku lömbin frá í gærkvöld.
Enn nú lítur svo út að ekki verði hægt að sækja sláturféið í dag vegna þvermóðsku Vegagerðarinnar að ekki megi opna vegi á sunnudögum.
Þetta er mjög bagalegt fyrir bændur hér í Strandasýslu og viðkomandi sláturhús sem þurfa að fá fé til slátrunar fyrir morgundagin og þurfa þess vegna að fá bændur annarsstaðar til að reka inn fé og fá til slátrunar og það með litlum fyrirvara.
Þess má geta að ekkert sláturhús er í Strandasýslu lengur og verða bændur að slátra öllu sínu fé á Blöndósi eða Hvammstanga.
Bændur eru mjög óánægðir með þessa þjónustu Vegagerðar á Ströndum að í fyrstu snjóum og til að gera litlum snjó að ekki meigi opna vegi þegar sérstakir flutningar þurfa að eiga sér stað,í þessu sambandi sláturfé.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. september 2005

Myndir af framkvæmdum á Naustvíkurskörðum.

Framkvæmdir á Nausvíkurskörðum.
Framkvæmdir á Nausvíkurskörðum.
1 af 2
Eins og ég skrifaði fyrir nokkru um styrkingu staura og línu á Naustvíkuskörðum sendi Eysteinn Gunnarsson starfsmaður Orkbúsins myndir sem hann tók af framkvæmdum,og sést þar vel mismunurinn á nýju og gömlu staurunum og línunum einnig eru eingangrar af extra stærð.
Heimsíðan þakkar Eysteini fyrir myndirnar.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. september 2005

Köttur kemur í leytirnar eftir þrjú ár.

Krúsílíus komin heim.
Krúsílíus komin heim.
Köttur kemur í leitirnar eftir þriggja ára hrakninga norður á Ströndum

Heimkomu Krúsílíusar fagnað
Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is "ÞAÐ var búið að segja okkur að hann væri örugglega orðinn villidýr, en hann hljóp upp í fangið á okkur, nuddaði sér upp við okkur og bað um meira og meira klapp og klór.

Morgunblaðið/Kristinn

Ólafur og Svanhildur eru steinhissa á því hvað Krúsílíus er ljúfur.

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is

"ÞAÐ var búið að segja okkur að hann væri örugglega orðinn villidýr, en hann hljóp upp í fangið á okkur, nuddaði sér upp við okkur og bað um meira og meira klapp og klór. Hann hefur líklega þekkt okkur á lyktinni. Kannski hefur hann aldrei gleymt okkur," segir Svanhildur Guðmundsdóttir, eigandi kattarins Krúsílíusar, sem kom í leitirnar í Ingólfsfirði á Ströndum í fyrradag eftir þriggja ára fjarveru.

Svanhildur og eiginmaður hennar, Ólafur Ingólfsson, eiga bústað á Eyri í Ingólfsfirði á Ströndum og fóru þangað með köttinn sinn Krúsílíus fyrstu þrjú æviár hans í sumarfríum. Á fjórða æviárinu ráfaði hann í burtu á meðan haldið var upp á stórafmæli Ólafs um sumarið í næsta firði, Ófeigsfirði. "Pétur í Ófeigsfirði sagðist skilja það vel, það væri miklu betra að vera í Ófeigsfirði."

Ári seinna, sumarið 2002, fór fjölskyldan aftur norður í frí. Tók þá Krúsílíus til fótanna undir eins og bíllinn var opnaður og stökk undir bústaðinn. Síðan sást hann ekki næstu þrjú árin. "Við fréttum af honum í hittifyrra, en þá hafði maður sem lá úti fyrir tófu séð eitthvert kríli koma þarna," segir Ólafur.

Minkur með hálsband
"Svo bara í vor hringdi Guðmundur í Stóru-Ávík í okkur og spurði hvort kötturinn okkar væri með hálsband," segir Svanhildur. "Þá hafði strákur sem er ættaður úr Árneshreppi verið að líta eftir minki og kvaðst hafa séð undarlegan mink, því hann var með hálsband." Hafði ungi maðurinn þá réttilega ályktað að þar væri köttur á ferð.

Þegar hjónin komu á Strandirnar í júlí fóru þau að reyna að venja Krúsílíus á að koma í Hellisvík með því að skilja þar eftir mat handa honum. Því næst komu þau fyrir minkagildru í gjótu nokkurri en þangað hafði kötturinn vanið komur sínar.

Krúsílíus var þó slóttugur og sá við gildrunni. Á endanum fengu þau hjónin lánaða stærri gildru hjá Guðmundi í Stóru-Ávík. "Ég setti gildruna upp og bað Guðmund að kíkja á hana á meðan við værum fyrir sunnan og hann hringdi í gærmorgun og sagði að kötturinn væri í gildrunni," segir Ólafur.

Malar og murrar
Keyrðu þau hjónin þá beinustu leið norður á Strandir og fundu köttinn í gildrunni, en hann hafði hvæst illilega á Guðmund þegar hann nálgaðist. "En þegar við réttum honum puttann hnusaði hann aðeins af honum og sleikti síðan," segir Svanhildur. "Við fórum með hann í gildrunni upp í bústað og hleyptum honum út inni í herbergi þar sem við gáfum honum að éta og svo fórum við með hann suður. Og hann er bara búinn að vera malandi hér síðan."

Blaðamaður stenst ekki freistinguna og strýkur Krúsílíusi laust. Og það er eins og við manninn mælt, kötturinn malar og murrar og mjálmar blíðlega, þótt hann heilsi flassi ljósmyndarans ekki með eins miklum virktum.

Læðan Doppa er ekki eins hress með heimkomu Krúsílíusar og vill sem minnst af honum vita, en hún kom inn á heimilið fyrir tveimur árum, þegar hjónin voru orðin úrkula vonar um að finna hann á lífi. "Við vorum meira að segja búin að fara til miðils sem sagðist hafa séð hann í himnaríki, en það var greinilega ekki rétt," segir Svanhildur.
Guðjón Ólafsson sendi þessa grein á heimasíðuna.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. september 2005

Orkubúið styrkir staura og línur.

Naustvíkurskörð 07-09-2005.
Naustvíkurskörð 07-09-2005.
Að undanförnu hafa Orkubúsmenn verið að endurbæta línuna yfir Naustvíkurskörð sem er á milli Reykjarfjarðar og Trékyllisvíkur,með því að setja tvöfalda staura og þá er sett sverari lína á þá.
Þarna á skörðunum hafa oft slitnað línur í slæmum veðrum og einnig í miklum rigningum hefur jarðvegur oft skriðið undan staurum því mjög bratt er þarna.
Ef vel er að gáð ættu að sjást tæki upp á skörðunum á meðfylgjandi mynd.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. september 2005

Biskupinn visiterar í Árneshreppi.

Árneskirkja í febrúar í vetur.
Árneskirkja í febrúar í vetur.
Á morgun þann 8 september mun biskupinn yfir Íslandi hr Karl Sigurbjörnsson visitera Árnessöfnuð,ásamt prófastinum í Húnavatnsprófastdæmi,sóknarpresti og mökum þeirra.
Almenn guðþjónusta verður í Árneskirkju (nýju)kl 1600 kl fjögur.
Allir eru hjartanlega velkomin.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. ágúst 2005

Keyrt heim rúllum í Bæ.

Sigursteinn í einni ferðinni.
Sigursteinn í einni ferðinni.
1 af 3
Í dag var keyrt heim rúllum frá Stóru-Ávík,en Gunnar í Bæ heyjaði þar.
Keyrt var á fjórum vögnum heim í Bæ.
Hávarður á Kjörvogi,Sigursteinn í Litlu-Ávík,Guðmundur á Finnbogastöðum og Björn á Melum,Gunnar í Bæ tók af vögnunum heima og staflaði í stæður Guðlaugur á Steinstúni setti rúllurnar á vagnana.

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Súngið af mikilli raust.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
Vefumsjón