Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 18. júní 2005

Einhverslags hvalategund hefur rekið á land.

Hræ af hvaltegund í fjöru á Finnbogastöðum 18-06-2005.
Hræ af hvaltegund í fjöru á Finnbogastöðum 18-06-2005.
Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Finnbogastöðum gekk fjörur seint í dag og sá þá yfir 20 stykki af hvaltegund Hnísur eða Marsvínum enn hvalategund er það,dauð og öll étinn enn tvö dýr voru heillegri.Ekki er vitað hvað hefur komið fyrir dýrin drepsótt eða eitthvað.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. júní 2005

Flutningabíllinn farin að ganga.

Bíll frá Strandafrakt.
Bíll frá Strandafrakt.
Í byrjun júní fór flutningabíll frá Strandafrægt að keyra norður með vörufutninga.Bíllinn fer úr Reykjavík seinnipart þryðjudaga og þá um kvöldið til Hólmavíkur og síðan norður í Norðurfjörð daginn eftir.Þorvaldur Garðar Helgason (Gæi) er yfirleitt bílstjórinn í þessum ferðum.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 11. júní 2005

Bændur geta ekki borið á tún vegna þurrka.

Mikil þurrkatíð hefur verið í mai og sem af er júní og bændur halda að sér höndum með að bera tilbúin áburð á tún vegna þurrka því hætt er við að tún brenni undan áburðinum ef ekki rignir fljólega eftir að borið er á.
Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist úrkoma í maí aðeins 17 mm en ætti að vera 45 til 50 mm í venjulegu árferði og sem komið er af júní hefur mælst 2 mm.
Jörð er skrælnuð og skorpin og ef ekki rætist úr fljótlega með úrkomu lítur ílla út með sprettu.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 11. júní 2005

Lambfé keyrt á afrétt.

Fé keirt á afrétt.10-06-2005.
Fé keirt á afrétt.10-06-2005.
Í gær keyrði Sigursteinn Sveinbjörnsson lambfé á afrétt.Hann fer með fé inn í Reykjarfjörð og í Kúvikurdal og var þetta síðari ferðin.
Lítill gróður er í úthaga enn það verður að koma féinu frá.Lambfé er inn á túnum ennþá heimavið og er stutt síðan að hætt var að gefa úti fóðurbætir en heyrúllur eru úti á túnum.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. maí 2005

Lambfé sett út.

Lambfé komið út Borgarís í baksýn.
Lambfé komið út Borgarís í baksýn.
1 af 2
Lokssins er orðið hlýrra í veðri yfir hádaginn eftir kuldakastið að undanförnu þó megi búast við næturfrosti ennþá.
Lambfé var sett út hér í Litlu-Ávík fyrst í dag og er það um viku seinna enn í fyrra,enn víða er búið að setja fé út þar sem þröngt er í húsum og lítið bláss.Nú lýður á seinnihluta sauðburðar en hann er mislangt komin hér í sveit sumstaðar næstum búin.Myndir af lambfé á fyrri myndinni má sjá ísjaka í baksín(íshellu).
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. maí 2005

Veðrið kl 1800.Í síðasta sinn í bili.

Norðaustan 5 m/s þoka í grennd skyggni 20 km dálítill sjór hiti 6,5 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 9,5 stig LÁ 6,2 stig úrkoma eingin.
Ég minni á veður á www.vedur.is hjá Veðurstofu ég má ekki vera að því að mata síðuna lengur vegna anna í sauðburði nema mjög takmarkað.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. maí 2005

Veðrið kl 0900.Annar í hvítasunnu.

Norðaustan 2 m/s skýjað skyggni 70 km dálítill sjór hiti 7,4 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 7,8 stig LÁ 0,8 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. maí 2005

Veðrið kl 1800.

Norðnorðaustan 4 m/s léttskýjað skyggni 75 km sjólítið hiti 6,2 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 6,5 stig LÁ 3,9 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 15. maí 2005

Veðrið kl 0900.Hvítasunnudagur.

Norðaustan 6 m/s léttskýjað skyggni 65 km sjólítið hiti 4,0 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 6,8 stig LÁ 2,5 stig úrkoma 3 mm.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 14. maí 2005

Veðrið kl 1800.

Norðvestan 3 m/s þoka í grennd skyggni 25 km gráð hiti 6,7 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 7,5 stig LÁ 5,9 stig úrkoma engin.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gunnarshús á Eyri-24-07-2004.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Reykjaneshyrna 10-03-2008.
  • Árnes II-23-07-2008.
Vefumsjón