Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. ágúst 2005

Heyskap lauk loks í Árnenshreppi.

Rúllur teknar af túnum.
Rúllur teknar af túnum.
Eftir erfitt heyskapar sumar var loks lokið heyskap hér í sveyt,þegar bændur sem slógu há(seinnislátt) og hirt var í dag í rúlur.
Bændur hófu slátt rétt um miðjan júlí og gekk sæmilega fram að verslunarmannahelgi en eftir það var vikustopp vegna úrkomu og vætutíðar og svo var sem eftir var heyskapartíðar.
Bændur slógu ef einn dagur kom þurr enn urðu oftast að rúlla í súld,síðan vildu tæki bila mikið út af of miklu álægi á þaug vegna bleytu og of mikils álags.
Enn heyskap lauk í dag þegar síðasta háin var sleygin á Melum og í Litlu-Ávík hægt var að rúlla síðustu háarrúllurnar í sæmilega þurru veðri um myðjan dag.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. ágúst 2005

Vegagerðin lagfærir veigi í Árneshreppi.

Unnið við ræsi.
Unnið við ræsi.
Vegagerðamenn hafa undanfarið verið að vinna í vegum hér í hreppnum,lagfært frá Eyri í Íngólfsfyrði og í Ófeygsfjörð með heflun og milja niður grjót.
Í dag voru vegagerðamenn að keyra í vegin í Stóru-Ávík frá vegamótum og heimá hlað einnig settu þeyr nýtt ræsi í vegin niðrí Litlu-Ávík í brekkunum svo rynni ekki eins úr veiginum í vatnavöxtum.Á morgun verður keirt í vegin yfir Eyrarháls.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. ágúst 2005

Veðurstöðin í Litlu-Ávík á Ströndum 10 ára í dag.

Jón les af hitamælum.
Jón les af hitamælum.
1 af 2
Veðurstöðin í Litlu-Ávik 10 ára í dag 12 ágúst.
Kl 1800 þann 12 ágúst 1995 var sent fyrsta veðurskeyti frá nýrri veðurathugunarstöð í Árneshreppi á Ströndum sem nú á 10 ára afmæli.
Veðursöðin er skeytastöð sem þýðir að öll veðurskeyti sem send eru þaðan koma fram í útvarpssendingum og textavarpi og beint inn á allar dreyfingarstöðvar netssins um veður eða 5 sinnum á sólarhring.
Þetta er eina mannaða stöðin vestanmeigin Húnflóa frá Æðey til Hrauns á skaga.
Frá upphafi hefur Jón Guðbjörn Guðjónsson verið veðurathugunarmaður,enn þetta eru hans heimajörð og átthagaslóðir fæddur og uppalin þar.
Frá 1968 fór Jón ungur að vinna fyrir sér fyrir sunnan og í um tuttugu ár var hann byfreiðarstjóri í Reykjavík og var orðin þreyttur á keyrslunni,og þegar Veðurstofan bað hann um að sjá um veðurathugunastöð í sinni gömlu sveit sló hann til og flutti norður aftir eftir námskeið og ýmislegt veðurathugunum tengdu,enn var áður á námskeyði þar fyrir veður fyrir flugvelli á árum áður.
Auk venjubundinna veðurathuguna sér Jón líka um sjávarhitamælinginar og lágmarkshita við jörð auk hins mikla nauðsín með athugunar á hafís fyrir hafísdeild Veðurstofu Íslands.
Myndirnar sem eru hér með tók Þórólfur Guðfinnsson.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. ágúst 2005

Heyskapur hefur gengið ílla í sumar.

Frá heyskap.
Frá heyskap.
Um og eftir verslunarhelgi hefur verið bleytutíð súld og þokuruddi þannig að varla þornar á jörð og líka hægviðri þannig að eingin þurkur hefur verið enn bændur þurfa einn góðan þurkdag helst áður enn rúllað er.Þann 5 ágúst fóru bændur að slá aftur og rökuðu saman í múga og sett í rúllur núna undanfarna daga þótt súld sé.
Einn bóndi slær á tveim eyðibýlum til að fá nógan heyskap fyrir sitt fé enn hann átti eingar fyrningar í vor það er Gunnar bóndi í Bæ í Trékyllisvík.
Nokkrir bændur eru alveg búnir og eða eru að klára heyskap.Yfirleitt eru bændur óánnægðir beð heyfeng.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. júlí 2005

Flug tókst á Gjögur í dag.

Þá tókst að flúgja á Gjögur í dag um kl 1300,það létti til þokunni um hádeigið.Þá eru hreppsbúar búnir að fá póst enn ekkert hefur verið flogið síðan á fimmtudag 14 júlí.Áætlunarflugdagur er á morgun hvort sem það tekst eða ekki,spáð eru þoku á annnesjum og við ströndina næstu daga.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. júlí 2005

Flugi afíst annan dagin í röð.

Ekki var hægt að fljúga á Gjögur í dag vegna þokulofts og dimmviðris og eins var í gær sem var réttur áætlunardagur.Þannig að hreppsbúar hafa ekki fengið póst síðan á fimmtudaginn var þann 14 júlí.Flogið verður á morgun ef veður leyfir.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. júlí 2005

Vætutíð og stopp með heyskap.

Ávíkurá.
Ávíkurá.
Eins og áður hefur komið fram byrjaði heyskapur 12 til 13 júlí enn nú hefur allt verið stopp vegna rigninga síðan laugardaginn 16 júlí.
Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er komin í meira enn venjulegt mánaðarmagn í júlí sem af er mánaðar.Það ætti því ekki að verða vatnsskortur á bæjum eins og í fyrra,þannig að alltaf eru einhverjir ljósir púnktar í þessu.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. júlí 2005

Sláttur hafin í Árneshreppi.

Sigursteinn bóndi slær eitt túnið.
Sigursteinn bóndi slær eitt túnið.
Í dag byrjuðu nokkrir bændur að slá einn byrjaði í gær svo eru flestir að byrja heyskap.
Flestir bændur heyja í rúllur enn tveir bændur láta eitthvað í vothey í flatgrifjur.
Nokkrir bændur eiga saman tæki til að setja í rúllur og samvinna er við það.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. júlí 2005

Minnisvarði við Kört.

Kört í Trékyllisvík.
Kört í Trékyllisvík.
1 af 2
Í dag var afhjúpaður minnisvarði við handverkshúsið Kört í Trékyllisvík.Og er minnisvarðin til minningar um þá þrjá menn sem brenndir voru á báli fyrir galdra í Kistuvogi haustið 1654.
Dagskráin hófst kl 14:00 við Kört þaðan var haldið í Kistuvog og aftur í Kört þar sem minnisvarðin var afhjúpaður síðan í félagsheimilið þar sem Ólína Þorvarðardóttir flutti erindi um galdraöldina með áherslu á Trékyllisvíkurmálin.Síðan fór Sigurður Atlason með gamanmál tengd galdraöldinni.
Að lokum bauð Árneshreppur gestum upp á kaffiveitingar.Mjög margt fólk var.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. júní 2005

Skúta á siglingu um Strandir.

Erlend skúta á siglingu fyrir Krossnes.
Erlend skúta á siglingu fyrir Krossnes.
Þegar fréttritari Litla Hjalla var á ferð í dag við Krossnes sá hann erlenda skútu sigla fyrir Krossnesið frá Norðurfirði og stefndi vesturfyrir en skútan lá á Norðurfirði í nótt.

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Húsið fellt.
  • Vatn sótt.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
Vefumsjón