Vegagerðarmenn eru á ferð hér í hreppnum í dag að laga ræsi og keira ofaní það versta sem ílla hefur farið eftir veturinn,eru þeir með einn vörubíl og hjólaskóflu. Að sögn Jóns Vilhjálmssonar hjá Vegagerðinni á Hólmavík fer veghefill að fara norður á næstu dögum.
Talsvert var um brælur fyrir grásleppubáta í apríl enn Skarphéðin Gíslason og Guðlaugur Ágústson á Jóni Emil fara nú út í nokkuð slæmu enda miklu stærri enn hinir tveir bátarnir sem eru á grásleppu frá Norðurfirði. Þeir félagar Skarphéðinn og Guðlaugur á Jóni Emil ÍS 19 eru langaflahæðstir komnir með yfir 40 tunnur af hrognum.
Margrét og Gunnsteinn við verkun hrogna.03-05-2005.
Hrognaverkun Gunnsteins Gíslasonar tekur á móti grásleppuhrognum af þessum þrem bátum sem gera út frá Norðurfirði.Kona Gunnsteins Margrét Jónsdóttir er með Gunnsteini við hrognaverkunina. Nú er búið að salta í um 50 tunnur og eru yfir 40 tunnur af einum bát.