Nú eru margir bændur farnir að vinna á túnum(slóðadraga)og hefur undirritaður verið að því annað slagið og lauk að slóðadraga í dag hér í Litlu-Ávík,og er það talsvert fyrr en í fyrra enn þá voru tún mjög blaut langt fram á vor.
Það sem var að í stöðinni hjá Veðurstofu á Gjögurflugvelli var að Jónas Harhaldsson tæknimaður gleymdi að setja í samband mótemið eftir að hafa prufað mælinn með tölvu,nú er allt komið í lag stöðin sendir sem venjulega á klukkutíma fresti.
Í gær kom tæknimaður frá Veðurstofu Íslands með áætlunarvélinni og skipti um vindmælir í sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli,enn hún hefur sent vitlausa vindstefnu síðustu daga. Áætlunarvélin beið á meðan. Enn nú kemur eingin sending frá stöðinni síðan kl 1500 í gær enn búið var að sannprufa að stöðin sendi rétta vindstefnu enn gæti hafa sleigið út rafmagni fyrir hana.
Suðsuðvestan 14 til 17 m/s úrkoma í grennd skyggni 25 km dálítill sjór hiti 1,7 stig. Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 4,1 stig LÁ 1,1 stig úrkoma 2 mm.Jörð auð.
Saumaklúbbur var hjá Jóhönnu Þorsteinsdóttur í Skólanum (Skólastjóraíbuð)í gærkvöld,og er hún nýr aðili sem heldur saumaklúbb. Allt var þetta mjög flott hjá Jóhönnu við karlar tókum í spil enn konur við hannyrðir.Heyrst hefur að þetta væri síðasti klúbburinn í vor.