Núna í vikunni uppgötvaðist að sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli hjá Veðurstofunni er biluð. Hún sendir vitlausa vindstefnu mikið í SV þegar er NA tildæmis.Að sögn Hreins Hjartarsonar deildarstjóra á VÍ er verið að huga að senda mann enn ekki lítur út að flugfært verði í dag þoka lángt niður og skyggni lítið enn þetta verður í athugun í næstu viku þá.
Ég fór nú á gamni mínu í dag seinnipartin að kveykja í sinu á smábletti ofan við húsið hjá mér sem eru þúfur að klettum og ekki verið sleigið í fleyri ár eða síðan hætt var að slá með orfi og ljá.Gaman verður að sjá mismunin á þessu og þar sem engin sina var brennd,sumir seygja að verði grænna þar sem sina er brennd en ég hef alltaf haft litla trú á þessum sinubrunum. Margir hafa verið að undanförnu verið að brenna sinu á heilu túnunum.