Ég fór nú á gamni mínu í dag seinnipartin að kveykja í sinu á smábletti ofan við húsið hjá mér sem eru þúfur að klettum og ekki verið sleigið í fleyri ár eða síðan hætt var að slá með orfi og ljá.Gaman verður að sjá mismunin á þessu og þar sem engin sina var brennd,sumir seygja að verði grænna þar sem sina er brennd en ég hef alltaf haft litla trú á þessum sinubrunum. Margir hafa verið að undanförnu verið að brenna sinu á heilu túnunum.
Áætlunarvél Landsflugs gat ekki lent á Gjögurflugvelli áðan vegna þoku og snéri frá eftir þrjár aðflugstilraunir,þokan hefur verið að aukast síðan um hádegið.