Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. apríl 2005

Bridgesmót í Félagsheimilinu Trékyllisvík.

Þátttekendur á mótinu.
Þátttekendur á mótinu.
Bridgesmót var haldið í Félagsheimilinu Trékyllisvík í gær 24. apríl. Ellefu félagar úr Bridgesfélagi Hólmavíkur kom hingað norður í blíðskapar veðri.
Nú átti að kenna búunum bridges eins og hún er spiluð fyrir Sunnan,
menn voru farnir að kvíða fyrir þessari heimssókn en sumir vildu ekkert með þetta hafa á meðan aðrir létu sig hafa það.
Spilað var tvímenningur og spiluðu átta pör. Úrslit fóru þannig, fyrsta sæti urðu Guðbrandur Björnsson og Kristján Albertsson með 106 stig, Ingimundur Pálsson og Karl Björnsson með 95 stig, Björn Torfason og Guðmundur Þorsteinsson með 94 stig, Björn Pálsson og Hannibal með 85 stig, Maríus Kárason og Hrólfur Guðmundsson með 84 stig, Áskell Benediktsson og Lýður Magnússon með 75 stig, Jón Stefánsson og Már Ólafsson með 72 stig, Gunnsteinn Gíslason og Ágúst Gíslason með 55 stig.
Félagarnir færðu heimamönnum spilabakka og aðrar gagnlegar upplýsingar um keppnisbridge. Þótti þetta framtak takast vel og færum við þeim bestu þakkir fyrir komuna. Frétt og mynd Bjarnheiður Fossdal.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. apríl 2005

Veðrið kl 0900.

Norðnorðaustan 2 m/s þokuruðningur skyggni 12 km gráð hiti 3,1 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 6,5 stig LÁ 0,6 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. apríl 2005

Veðrið kl 1800.

Norðnorðvestan 3 m/s skýjað skyggni 55 km gráð hiti 6,0 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 10,0 stig LÁ 6,0 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. apríl 2005

Veðrið kl 0900.Fullt tungl.

Suðsuðvestan 4 m/s alskýjað skyggni 50 km gráð hiti 7,0 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 9,5 stig LÁ 5,7 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. apríl 2005

Veðrið kl 1800.

Suðsuðvestan 8 til 9 m/s léttskýjað skyggni 55,0 km gráð hiti 9,2 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 10,3 stig LÁ 8,3 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. apríl 2005

Saumaklúbbur var í Bæ í gærkvöld.

Þá fer að líða á seinnihluta klúbbana.Saumaklúbbur var í Bæ í gærkvöld hjá Guðbjörgu Þorsteinsdóttur og Pálinu Hjaltadóttur og Gunnari Dalkvist nú eru svona tveir til þrír klúbbar eftir.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 23. apríl 2005

Veðrið kl 0900.

Suðvestan 5 m/s léttskýjað skyggni 60 km gráð hiti 8,2 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 8,5 stig LÁ 1,6 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. apríl 2005

Veðrið kl 1800.

Norðan 3 m/s skýjað skyggni 55 km gráð hiti 7,1 stig.
Yfirlit frá kl 0900 í morgun:HÁ 10,2 stig LÁ 6,7 stig úrkoma engin.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. apríl 2005

Borgarísjakar eru víða.

Borgarísjaki Norður af Litlu-Ávík ca 9 km frá landi,einnig eru 4 borgarísjakar Austur af Sæluskeri mið misjöfnu bili jakabrot eru víða á þessum slóðum.Jakinn sem var hér rétt fyrir utan er komin innar á Trékyllisvíkina með stefnu héðan að sjá á Norðurfjörð stendur á grunni.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 22. apríl 2005

Veðrið kl 0900.

Logn skýjað skyggni 55 km gráð hiti 6,8 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 7,7 stig LÁ 0,8 stig úrkoma engin.

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
Vefumsjón