Saumaklúbbur var hjá Jóhönnu Þorsteinsdóttur í Skólanum (Skólastjóraíbuð)í gærkvöld,og er hún nýr aðili sem heldur saumaklúbb. Allt var þetta mjög flott hjá Jóhönnu við karlar tókum í spil enn konur við hannyrðir.Heyrst hefur að þetta væri síðasti klúbburinn í vor.
Skip kom á Norðurfjörð um 1830 í kvöld með áburð. Þetta er erlent leyguskip á vegum Þorvaldar Jónssonar skipamiðlara sem hefur verið í áburðarflutningum á hafnir landssins. Nú sjást skip sjaldan á Norðurfirði helst einu sinni á ári þegar áburður kemur.
Núna í vikunni uppgötvaðist að sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli hjá Veðurstofunni er biluð. Hún sendir vitlausa vindstefnu mikið í SV þegar er NA tildæmis.Að sögn Hreins Hjartarsonar deildarstjóra á VÍ er verið að huga að senda mann enn ekki lítur út að flugfært verði í dag þoka lángt niður og skyggni lítið enn þetta verður í athugun í næstu viku þá.