Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. ágúst 2005 Prenta

Veðurstöðin í Litlu-Ávík á Ströndum 10 ára í dag.

Jón les af hitamælum.
Jón les af hitamælum.
1 af 2
Veðurstöðin í Litlu-Ávik 10 ára í dag 12 ágúst.
Kl 1800 þann 12 ágúst 1995 var sent fyrsta veðurskeyti frá nýrri veðurathugunarstöð í Árneshreppi á Ströndum sem nú á 10 ára afmæli.
Veðursöðin er skeytastöð sem þýðir að öll veðurskeyti sem send eru þaðan koma fram í útvarpssendingum og textavarpi og beint inn á allar dreyfingarstöðvar netssins um veður eða 5 sinnum á sólarhring.
Þetta er eina mannaða stöðin vestanmeigin Húnflóa frá Æðey til Hrauns á skaga.
Frá upphafi hefur Jón Guðbjörn Guðjónsson verið veðurathugunarmaður,enn þetta eru hans heimajörð og átthagaslóðir fæddur og uppalin þar.
Frá 1968 fór Jón ungur að vinna fyrir sér fyrir sunnan og í um tuttugu ár var hann byfreiðarstjóri í Reykjavík og var orðin þreyttur á keyrslunni,og þegar Veðurstofan bað hann um að sjá um veðurathugunastöð í sinni gömlu sveit sló hann til og flutti norður aftir eftir námskeið og ýmislegt veðurathugunum tengdu,enn var áður á námskeyði þar fyrir veður fyrir flugvelli á árum áður.
Auk venjubundinna veðurathuguna sér Jón líka um sjávarhitamælinginar og lágmarkshita við jörð auk hins mikla nauðsín með athugunar á hafís fyrir hafísdeild Veðurstofu Íslands.
Myndirnar sem eru hér með tók Þórólfur Guðfinnsson.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Sumt þarf að flytja í traktorsskóflum.06-09-08.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Naustvík 17-08-2008.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
Vefumsjón