Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. september 2005
Prenta
Köttur kemur í leytirnar eftir þrjú ár.
Köttur kemur í leitirnar eftir þriggja ára hrakninga norður á Ströndum
Heimkomu Krúsílíusar fagnað
Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is "ÞAÐ var búið að segja okkur að hann væri örugglega orðinn villidýr, en hann hljóp upp í fangið á okkur, nuddaði sér upp við okkur og bað um meira og meira klapp og klór.
Morgunblaðið/Kristinn
Ólafur og Svanhildur eru steinhissa á því hvað Krúsílíus er ljúfur.
Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is
"ÞAÐ var búið að segja okkur að hann væri örugglega orðinn villidýr, en hann hljóp upp í fangið á okkur, nuddaði sér upp við okkur og bað um meira og meira klapp og klór. Hann hefur líklega þekkt okkur á lyktinni. Kannski hefur hann aldrei gleymt okkur," segir Svanhildur Guðmundsdóttir, eigandi kattarins Krúsílíusar, sem kom í leitirnar í Ingólfsfirði á Ströndum í fyrradag eftir þriggja ára fjarveru.
Svanhildur og eiginmaður hennar, Ólafur Ingólfsson, eiga bústað á Eyri í Ingólfsfirði á Ströndum og fóru þangað með köttinn sinn Krúsílíus fyrstu þrjú æviár hans í sumarfríum. Á fjórða æviárinu ráfaði hann í burtu á meðan haldið var upp á stórafmæli Ólafs um sumarið í næsta firði, Ófeigsfirði. "Pétur í Ófeigsfirði sagðist skilja það vel, það væri miklu betra að vera í Ófeigsfirði."
Ári seinna, sumarið 2002, fór fjölskyldan aftur norður í frí. Tók þá Krúsílíus til fótanna undir eins og bíllinn var opnaður og stökk undir bústaðinn. Síðan sást hann ekki næstu þrjú árin. "Við fréttum af honum í hittifyrra, en þá hafði maður sem lá úti fyrir tófu séð eitthvert kríli koma þarna," segir Ólafur.
Minkur með hálsband
"Svo bara í vor hringdi Guðmundur í Stóru-Ávík í okkur og spurði hvort kötturinn okkar væri með hálsband," segir Svanhildur. "Þá hafði strákur sem er ættaður úr Árneshreppi verið að líta eftir minki og kvaðst hafa séð undarlegan mink, því hann var með hálsband." Hafði ungi maðurinn þá réttilega ályktað að þar væri köttur á ferð.
Þegar hjónin komu á Strandirnar í júlí fóru þau að reyna að venja Krúsílíus á að koma í Hellisvík með því að skilja þar eftir mat handa honum. Því næst komu þau fyrir minkagildru í gjótu nokkurri en þangað hafði kötturinn vanið komur sínar.
Krúsílíus var þó slóttugur og sá við gildrunni. Á endanum fengu þau hjónin lánaða stærri gildru hjá Guðmundi í Stóru-Ávík. "Ég setti gildruna upp og bað Guðmund að kíkja á hana á meðan við værum fyrir sunnan og hann hringdi í gærmorgun og sagði að kötturinn væri í gildrunni," segir Ólafur.
Malar og murrar
Keyrðu þau hjónin þá beinustu leið norður á Strandir og fundu köttinn í gildrunni, en hann hafði hvæst illilega á Guðmund þegar hann nálgaðist. "En þegar við réttum honum puttann hnusaði hann aðeins af honum og sleikti síðan," segir Svanhildur. "Við fórum með hann í gildrunni upp í bústað og hleyptum honum út inni í herbergi þar sem við gáfum honum að éta og svo fórum við með hann suður. Og hann er bara búinn að vera malandi hér síðan."
Blaðamaður stenst ekki freistinguna og strýkur Krúsílíusi laust. Og það er eins og við manninn mælt, kötturinn malar og murrar og mjálmar blíðlega, þótt hann heilsi flassi ljósmyndarans ekki með eins miklum virktum.
Læðan Doppa er ekki eins hress með heimkomu Krúsílíusar og vill sem minnst af honum vita, en hún kom inn á heimilið fyrir tveimur árum, þegar hjónin voru orðin úrkula vonar um að finna hann á lífi. "Við vorum meira að segja búin að fara til miðils sem sagðist hafa séð hann í himnaríki, en það var greinilega ekki rétt," segir Svanhildur.
Guðjón Ólafsson sendi þessa grein á heimasíðuna.
Heimkomu Krúsílíusar fagnað
Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is "ÞAÐ var búið að segja okkur að hann væri örugglega orðinn villidýr, en hann hljóp upp í fangið á okkur, nuddaði sér upp við okkur og bað um meira og meira klapp og klór.
Morgunblaðið/Kristinn
Ólafur og Svanhildur eru steinhissa á því hvað Krúsílíus er ljúfur.
Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is
"ÞAÐ var búið að segja okkur að hann væri örugglega orðinn villidýr, en hann hljóp upp í fangið á okkur, nuddaði sér upp við okkur og bað um meira og meira klapp og klór. Hann hefur líklega þekkt okkur á lyktinni. Kannski hefur hann aldrei gleymt okkur," segir Svanhildur Guðmundsdóttir, eigandi kattarins Krúsílíusar, sem kom í leitirnar í Ingólfsfirði á Ströndum í fyrradag eftir þriggja ára fjarveru.
Svanhildur og eiginmaður hennar, Ólafur Ingólfsson, eiga bústað á Eyri í Ingólfsfirði á Ströndum og fóru þangað með köttinn sinn Krúsílíus fyrstu þrjú æviár hans í sumarfríum. Á fjórða æviárinu ráfaði hann í burtu á meðan haldið var upp á stórafmæli Ólafs um sumarið í næsta firði, Ófeigsfirði. "Pétur í Ófeigsfirði sagðist skilja það vel, það væri miklu betra að vera í Ófeigsfirði."
Ári seinna, sumarið 2002, fór fjölskyldan aftur norður í frí. Tók þá Krúsílíus til fótanna undir eins og bíllinn var opnaður og stökk undir bústaðinn. Síðan sást hann ekki næstu þrjú árin. "Við fréttum af honum í hittifyrra, en þá hafði maður sem lá úti fyrir tófu séð eitthvert kríli koma þarna," segir Ólafur.
Minkur með hálsband
"Svo bara í vor hringdi Guðmundur í Stóru-Ávík í okkur og spurði hvort kötturinn okkar væri með hálsband," segir Svanhildur. "Þá hafði strákur sem er ættaður úr Árneshreppi verið að líta eftir minki og kvaðst hafa séð undarlegan mink, því hann var með hálsband." Hafði ungi maðurinn þá réttilega ályktað að þar væri köttur á ferð.
Þegar hjónin komu á Strandirnar í júlí fóru þau að reyna að venja Krúsílíus á að koma í Hellisvík með því að skilja þar eftir mat handa honum. Því næst komu þau fyrir minkagildru í gjótu nokkurri en þangað hafði kötturinn vanið komur sínar.
Krúsílíus var þó slóttugur og sá við gildrunni. Á endanum fengu þau hjónin lánaða stærri gildru hjá Guðmundi í Stóru-Ávík. "Ég setti gildruna upp og bað Guðmund að kíkja á hana á meðan við værum fyrir sunnan og hann hringdi í gærmorgun og sagði að kötturinn væri í gildrunni," segir Ólafur.
Malar og murrar
Keyrðu þau hjónin þá beinustu leið norður á Strandir og fundu köttinn í gildrunni, en hann hafði hvæst illilega á Guðmund þegar hann nálgaðist. "En þegar við réttum honum puttann hnusaði hann aðeins af honum og sleikti síðan," segir Svanhildur. "Við fórum með hann í gildrunni upp í bústað og hleyptum honum út inni í herbergi þar sem við gáfum honum að éta og svo fórum við með hann suður. Og hann er bara búinn að vera malandi hér síðan."
Blaðamaður stenst ekki freistinguna og strýkur Krúsílíusi laust. Og það er eins og við manninn mælt, kötturinn malar og murrar og mjálmar blíðlega, þótt hann heilsi flassi ljósmyndarans ekki með eins miklum virktum.
Læðan Doppa er ekki eins hress með heimkomu Krúsílíusar og vill sem minnst af honum vita, en hún kom inn á heimilið fyrir tveimur árum, þegar hjónin voru orðin úrkula vonar um að finna hann á lífi. "Við vorum meira að segja búin að fara til miðils sem sagðist hafa séð hann í himnaríki, en það var greinilega ekki rétt," segir Svanhildur.
Guðjón Ólafsson sendi þessa grein á heimasíðuna.