Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. janúar 2006

Flugi aflíst í dag á Gjögur.

Nú er búið að aflísa flugi á Gjögur vegna veðurs.
Fyrst í morgun voru slydduél enn um hádeigið komin bullandi slydda og nú er þetta orðin snjókoma og skyggni við sjóin um 1 til 1,5 km.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. janúar 2006

Svissneskir ferðalangar komu til Djúpavíkur.

Frá Veiðileysu.
Frá Veiðileysu.
1 af 2
Tveir ferðalangar frá Sviss komust til Djúpavíkur eftir miðnætti í nótt.
Að sögn Evu Sigurbjörnsdóttur hótelstýru á Djúpavík átti hún von á þessu fólki á mánudagin 16 janúar og þar sem ekkert heyrðist í þeim taldi hún að þeir hefðu hætt við.
Enn kl um níu í gærkvöld hringdu þeir og voru komnir í Veiðileysu og höfðu komist þangað á bíl og ötluðu að ganga þaðan,þetta fólk var með gerfihnattasíma og ná því sambandi hvar sem er.
Ásbjörn Þorgilsson fór á snjósleða á móti fólkinu og selflutti bæði farangur og fólkið til Djúpavíkur,og mun fólkið dveljast þar nokkra daga.
Eva segir þetta bagalegt að veigi skuli ekki vera haldið opnum að minsta kosti einu sinni í viku því þaug séu innilokuð beggja megin frá suðurúr og norður á Gjögur.Eva á von á öðru fólki fljótlega hvernig sem það gengur.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. janúar 2006

Flug tókst á Gjögur í dag.

Flug tókst nú loksins í dag hjá Landsflugi enn þá um Bildudal seint í dag,eða sameinað flug Bildudalur-Gjögur.Dimm él voru í morgun snemma en bjartviðri um miðhluta dagssins,en él komin aftur þegar flugvélin var á leiðinni,enn flug tókst.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. janúar 2006

Flugi aflíst í dag á Gjögur.

Flugi var aflíst vegna veðurs um 1400 á Gjögur.
Norðanátt 14 til 15 m/s hefur verið og síðan Norðvestan með snjókomu og nú með éljum,flug verður athugað á morgun.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. janúar 2006

Þorrablót Átthagafélags Strandamanna.

Kór Áthagafélags Strandamanna.
Kór Áthagafélags Strandamanna.
Nú er komið að þorrablóti Átthagafélags Strandamanna(burtfluttra strandamanna).
Þorrablótið verður haldið á níum stað í Gullhömrum Þjóðhildarstíg 2 Grafarholti laugardaginn 14 janúar 2006.
Borðhald hefst stundvíslega kl 20.00(átta).
Matseðillin er ekki af verri endanum,á honum er svo sem hangiket,svið,slátur,lundabaggar,hrútspúngar,bringukollar,síldarsalöt,harðfiskur,hákarl,saltkjöt,og pottréttir.
Karl E Loftsson verður veislustjóri.
Til skemmtunar verða margar góðar stjörnur svo sem Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson og ekki síður eftirherman Jóhannes Kristjánsson,hljómssveitin Klassík mun leika fyrir dansi til kl 0300.
Miðasala og borðapantanir verða í Gullhömrum fimmtudaginn 12 janúar á milli kl 17,00 og 19,00. Einnig er hægt að panta miða hjá Guðrúnu Steingrímsdóttur í síma 565-2467,og þá af fólki utanaf landi miðaverð er aðeins 4600 kr.Góða skemmtun.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. janúar 2006

Flugi seinkaði á Gjögur í dag.

Flugvél Landsflugs kom á Gjögur uppúr hálf fjögur í dag,seinkunin var ekki vegna veðurs hér enda hæg vestanátt,enn flugi seinkaði á aðra staði og verður því keðjuverkandi.Vörur og póstur komu með vélinni
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. janúar 2006

Flug í dag.

Flugvél Lansflugs.
Flugvél Lansflugs.
Flogið var á Gjögur í dag eftir áætlun,talsvert af fólki fór og er nú að fækka í hreppnum eftir hátíðirnar,enn flest af fólkinu sem kom fyrir jól fór á annan dag jóla og restin í dag.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. janúar 2006

Lestur heimsíðunnar 2005.

Veðurhornið í Litlu-Ávík.
Veðurhornið í Litlu-Ávík.
Lestur heimasíðunnar litlihjalli.it.is var allmikil og miklu meiri enn ég átti von á.
Frá áramótum fóru 31695 inn á síðuna eða 2641 að jafnaði á mánuði.Takk fyrir lesendur góðir.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. janúar 2006

Snjómugga var á Gamlárskvöld.

Gleðilegt Ár.
Snjómugga var frá því upp úr kl 1800 í gær og talsverð snjókoma um tíma um kvöldið,enn um miðnætti fór að draga úr ofankomu og vindur um 1 m/s og jafnvel logn sást þá norður í sveit frá Litlu-Ávík.Við bræður skutum upp nokkrum flugeldum og fleyra dóti og sáum vel þegar skotið var upp norðurfrá.
Hægviðrið var slíkt að eitt prikið af flugeld kom næstum alveg niður við lappirnar á manni þegar það féll til jarðar.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. desember 2005

Áramótaveðrið.

Spá Veðurstofu Íslands fyrir áramótaveðrið er sæmileg fyrir Strandir.
Austlæg átt í fyrstu enn annað kvöld suðvestan og smá él hiti um frosmark eða vægt frost.
Þannig að það ætti að líta vel út með að skjóta upp flugeldum annað kvöld.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
Vefumsjón