Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. mars 2006

Fór á fólksbíl í bæin.

Gott kvöld góðir lesendur.
Ég undirritaður var í smá fríi í tvo daga.
Nú kom veður frá Litlu-Ávík aftur kl 1800 í kvöld.

Ég fór suður eftir 0900 veðrið á sunnudag 05-03 í mjög fallegu veðri,enn nóttina áður hafði snjóað svoldið og leyst mér ílla á,en fór samt og gekk vel,en á há Veyðileisuhálsi og niður hálsin að sunnanverðu hafði skafið í kessti og talsverðar þyljur en bíllin hafði það en gaf á yfir húdd enda lausamjöll.
Eftir það var varla snjó að sjá á veigi og veigir þurrir suður alla sýslu og til Reykjavíkur.
Ég kom aftur heim um 1530 í dag í talsverðri hálku úr bænum og með köflum norður til Hólmavíkur.
Komið var við hjá Vegagerðinni á Hólmavík og athuguð færðin norður í Árneshrepp en mokstursdagur er í dag ef á að halda opnu norður,tæki var sent norðan meiginfrá og var mokað frá Kjörvogi og yfir háls að skýlinu í Veyðileisu.
Og gekk mér vel norður í slyddu og snjókomu þótt hægt gengi eins og fyrr seygir koms ég heim kl 1530.
En það skal hafa í huga að ég fór úr Garðabæ kl 0630 upp á að vera tilbúin að komast norður ef ætti að opna og nota færðina strax og sem ég gerði,en beðið var talsvert á Hólmavík og á Bassastöðum.
Heildartímin var því um 9 tímar úr Garðabæ og í Litlu-Ávík,og keyrsla um sex og hálfur tími.
Þetta er nokkuð sjaldgæft að sé hægt að fara á fólksbíl á þessum árstíma úr Árneshreppi til Reykjavíkur,og til baka aftur enda treyst á Guð almáttugan og vegagerðina og að snjólétt er.
Það má geta þess að jeppi sem fór suður á fimmtudagin var er líka að koma norður í kvöld,og einnig fer jeppi úr hreppnum seinni partin með bryddsspilara á mót til Hólmavíkur og heim aftur í nótt.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. febrúar 2006

Félagsvist í gærkvöld.Bollukvöld.

Félagsvist var í gærvöldi á vegum Finnbogastaðaskóla í félagsheimilinu í Árnesi spilað var á sjö borðum.
Á eftir var kaffi og rjómabollur af öllum gerðum og svortum.
Einnig var farið í leik sem var þannig að pakkar voru í kassa og var spotti bundin um pakkana og síðan voru þeir veiddir upp með veiðistöng og eða húkkað í þá,var þetta mjög vinsælt.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. febrúar 2006

Svar frá Símanum.

Svarið frá Símanum er stutt og laggott.
Sem er svo:
Frá Evu Magnúsdóttur upplýsingafulltrúa Símans.

Síminn er ekki með áætlanir um uppbyggingu á GSM sambandi á þessu svæði.
Ég myndi í þínum sporum hafa samband við Samgönguráðuneytið og athuga hvað er að gerast í uppbyggingu þeirra fyrir Símapeningana.
Svo var stutt svar upplýsingafulltrúa Símans,þá höfum við það.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. febrúar 2006

Fyrirspurn til Símans.

Ég undirriaður gerði fyrirspurn til Símans í gær og í morgun,um hvað þeir vissu um betra,netsamband,sjónvarp og sérstaklega um GSM símasamband.Svör koma hér á eftir.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. febrúar 2006

Óveira í gestabók.

Eitthvað skrítið kom inn á gestabók heimasíðunnar Litlihjalli.it.is í morgun.
Einhver erlend orð og allskonar tákn.
Mér tókst að þurrka þetta út af gestabókinni.
Ívar Benidiktsson blaðamaður á Morgunblaðini tók eftir þessu og lét mig vita,kæra þökk Ívar.
Ég fer sjaldan sjálfur inn á gestabókina eða svona einu sinni á viku.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. febrúar 2006

Vegurinn orðin fær í Árneshrepp.

Kort Vegagerðin.
Kort Vegagerðin.
Eins og sjá má á vef vegagerðarinnar er orðið fært í Árneshrepp en hálkublettir.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. febrúar 2006

Árshátíð.

Árshátíðin Félags Árneshreppsbúa fer fram laugardaginn 4. mars í Kiwanishúsinu Engjateig 11, í Reykjavík. Hátíðin hefst kl.19. og er reiknað með að borðhald hefjist hálftíma síðar.

Matseðill kvöldsins:
Forréttur: Laxapaté og úthafsrækjur á viltu salladi.
Aðalréttur: Steikarhlaðborð, lambalæri og grísahryggur, niðursneiddir í sal, meðlæti er kartöflur, grænmeti og sósur að eigin vali.
Eftirréttur: Kaffi og konfekt.

Hinn síungi söngvari Ragnar Bjarnason skemmtir ásamt Þorgeiri Ástvaldssyni.
Að borðhaldi loknu tekur hljómssveit Hilmars Sverrissonar við ásamt Helgu Möller, söngvara, og leika þau og syngja fyrir dansi til kl. 3 um nóttina.

Forsala aðgöngumiða verður í Kiwanishúsinu, Engjateigi, laugardaginn 25. febrúar á milli 14 og 16. Gestir utan af landi geta pantað miða hjá Snorra Torfasyni, sími, 6603531 og Gíslínu Gunnsteinsdóttur sími, 567 2678
Verð aðgöngumiða er 5.500 kr., fyrir matargesti en 2.000 kr., fyrir þá sem mæta eingöngu á dansleikinn að borðhaldi loknu.

Félag Árneshreppsbúa er 65 ára á þessu ári og er árshátíðin hápunkturinn í starfinu hjá þessu síúnga félagi sem sjaldan hefur verið í meiri blóma en einmitt nú.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. febrúar 2006

Vegurinn opnaður til Djúpavíkur.

Vegurinn var opnaður til Djúpavikur í dag frá Gjögri með tækjum norðanmeigin frá.
Að sögn vegagerðarmanna er ekki víst hvort opnist innúr til Bjarnarfjarðar í dag.
Mikil aurbleita er á vegum hér innansveitar.
Góður hiti var í nótt og í dag 10 stig kl 09 og á hádegi á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 20. febrúar 2006

Sagað í borðvið.

1 af 2
Undanfarið hefur Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík verið að saga í borðvið og annað byggingarefni fyrir Valgeir Benidiktsson í Árnesi 2.En Valgeir hefur í hyggju að stækka handverkshúsið Kört í sumar.
Öll klæðningin er söguð úr rekavið og máttarviðir,Valgeir kemur með allar spítur frá Árnesi út í Litlu-Ávík til að láta saga.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 17. febrúar 2006

Flug tókst á Gjögur í dag.

Landsflugi tókst að fljúga á Gjögur seint í dag,en mikið dimmviðri var og hvasst.
Enn ekki var hægt að fljúga vegna veðurs í gær.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Séð til Drangaskarða 15-03-2005.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
Vefumsjón