Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. mars 2007

Fært norður í Árneshrepp.

Snjóruðningstæki.
Snjóruðningstæki.
Vegurinn var opnaður frá Gjögri til Djúpavikur og innúr í dag.Það hefur verið lokað nú undanfarna daga og þúngfært frá 24 febrúar.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. mars 2007

Þá tókst flug á Gjögur í dag.

Flugvé Ernis.TF-ORF.
Flugvé Ernis.TF-ORF.
Þá er búið að fljúga á Gjögur í dag í sæmilegu veðri,enn þokuloft var.Næsti áætlunardagur er á morgun fimmtudag.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. mars 2007

Flugi aflíst aftur í dag.

Búið er að aflýsa flugi til Gjögurs í dag annan dagin í röð,enn aflýsa varð í gær vegna dimmviðris,og í dag er svipaða sögu að seygja,þokuloft fyrir og um hádeigið og lágskýað,og eftir hádeigið er komið hvassviðri með slyddu og bætir í vind enda spáð stormi undir kvöld..Athugað verður með flug á morgun.
Ekki hefur verið flogið á Gjögur síðan fimmtudaginn 1 mars.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. mars 2007

Rafmagnslaust var í nótt.

Hér í Árneshreppi fór rafmagn að fara af upp úr kl 23:00 í gærkvöld enn toldi ekkert inni þegar reint var að hleypa á aftur.Rafmagn var orðið stöðugt upp úr fimm í morgun.
Sennilega er þetta út af sjávarseltu á línum Norðan stormur var í gærkvöld og fram á nótt.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. mars 2007

Flugi aflíst í dag á Gjögur.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Það varð að aflýsa flugi á Gjögur í dag vegna veðurs NNA hvassviðri og slydda og þar með slæmt skyggni.Athugað verður á morgun.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. mars 2007

Veðuryfirlit í febrúar 2007.

Sjórinn krapar við landið í frostum.
Sjórinn krapar við landið í frostum.
Veðuryfirlit fyrir febrúar 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mjög snjóléttur og úrkomulítill febrúar.
1-3:Suðvestlægar vindáttir kaldi upp í allhvassan vind,hlýtt enn kólnaði niður fyrir frostmark þann 3,skúrir,rigning og síðan él.
4:Norðan kaldi snjókoma síðan él,eykur frost.
5-13:Austlægur eða breytilegar vindáttir,hægviðri,logn,andvari,kul,dálitið frost úrkomu laust.
14-21:Austlægar vindáttir eða breytilegar,kul,stinningsgola eða kaldi,kólnaði þann 21 og bætti í vind af austri,stinningskaldi.
Úrkomu lítið enn smá slydda eða rigning með köflum,hiti 2 til 6 stig.
22-25:Austlægur,Norðaustan eða Norðan,stinningskaldi,él og vægt frost.
26-28:Vestlægur í fyrstu og síðan Norðlægur,gola,kaldi og kul þann 28.Smá él þann 27.Frost 2 til 5 stig.
Úrkoman var óvenju lítil í mániðinum mældist aðeins 27,3 mm.
Mestur hiti mældist aðfaranótt þann þriðja 9,0 stig.
Mest frost mældist þann 7 og mældist -8,4 stig
Mesta snjódýpt mældist dagana 4-5,og 6 þá 7 cm.
Jörð talin alhvít í 15 daga.
Jörð talin auð í 9 daga enn flekkótt hina dagana 4.
Sjóveður var sæmilegt frá 5 til 14 og 27 -28,annars nokkuð slæmt í sjó.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. febrúar 2007

Síðbúið Þorrablót.

Þorramatur á borðum.
Þorramatur á borðum.
Þorrablót var haldið í gærkvöld í félagsheimilinu Árnesi,eða réttara sagt eins og sagt var í auglýsingu:Sauðfjárræktarfélagið VON býður til Góublóts 2007.
Allir mættu hér í sveit og fólk kom víða að allt frá Akureyri og Reykjavík,Hólmavík og úr Kaldrananeshreppi og þaðan komu frábærir gestaleikarar og fluttu leikþætti og gamanmál,og kunna Árneshreppsbúar þeim bestu þakkir fyrir.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. febrúar 2007

Strandagaldur fékk Eyrarrósina.

GaldrasafniðHólmavík,mynd strandir.is
GaldrasafniðHólmavík,mynd strandir.is
Strandagaldur hlaut Eyrarrósina,sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.
Eyrarrósin var afhent í dag á Bessastöðum síðdegis af Dorrit Moussaieff forsetafrú,enn hún er verndari Eyrarrósarinnar.
Strandagaldur fær fjárstyrk að upphæð 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar.
Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Strandagaldurs tók við Eyrarrósinni í dag.
Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. febrúar 2007

Árshátíð Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík.

Frá Gjögri.
Frá Gjögri.
Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 3.mars í Kíwanissalnum Engjateigi 11.
Húsið opnar kl 19.00 með fordrykk.
Borðhald hefst kl 19.30.
Forsala miða verður laugardaginn 24.febrúar milli kl. 14.00 og 16.00 í Kíwanissalnum.
Miðaverð í mat og dansleik:5.500-kr.
Miðaverð á dansleik eingöngu:2.000-kr.
Matseðill:
Aðalréttur:Stórsteikarhlaðborð með öllu tilheyrandi.
Eftirréttur:Óperusúkkulaðikaka með ís bökuð af meistarakokki hússins.
Skemmtiatriði:
Óperudívurnar skemmta matargestum.Þriggja manna hljómsveit hússins leikur fyrir dansi á eftir.
Allar nánari upplýsingar hjá Sigríði Höllu Lýðsdóttur í síma 5554997 og 8643785 og hjá Kristmundi Kristmundssyni í síma 5650709 og 8982441.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. febrúar 2007

Komin nýr gámur á Kjörvogsrimann.

Ruslagámur rétt við Gjögur.
Ruslagámur rétt við Gjögur.
Nú á dögunum komst ruslabíllinn frá Sorpsamlagi Strandasýslu norður og tæmdi ruslagámana,enn allt var orðið fullt.
Einnig var komið með nýan gám í stað þess sem fauk á Kjörvogsrimanum í fárviðrinu á þorláksmessu og gjöreyðilagðist.
Gámar eru á eftirtöldum stöðum við Djúpavík á Gjögurssvæðinu(við Viganesafleggjara)í Trékyllisvík og í Norðurfirði.
Ekki tekst nú alltaf að losa gáma hér um hávedur enn það tókst núna og í fyrra enda snjólétt.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Bærin Íngólfsfjörður-24-07-2004.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
Vefumsjón