Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. mars 2007

Flug tókst á Gjögur í dag.

Myndasafn.
Myndasafn.
Það má seygja að flug til Gjögurs hafi tekist á milli lægða í dag uppúr 13:30,fáir áttu von að flug mundi takast í dag.
Vind lægði smátt og smátt með morgninum og um hádeigið og var um dáldin tíma um 13 til 15 m/s í jafnavind.
Um og fljótlega eftir að vélin fór,fór að bæta vel í vind af suðri og síðan suðsuðvestri og nú um kl 16:50 standa vindmælar hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík sem jafnavind um 23 m/s kviður í 30 m/s.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. mars 2007

Mokað til Djúpavíkur.

Nú er verið að moka til Djúpavíkur frá Gjögri,og er það lángt komið.Ekki verður mokað innúr í bili.
Nú er raunverulega ekkert ferðaveður orðið sunnan stormur 22 til 24 m/s,þar sem fært er hér innansveitar er hálka víðast hvar.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. mars 2007

Snjómokstur innansveitar.

Hjólaskófla hreppssins.
Hjólaskófla hreppssins.
Nú stendur yfir mokstur Norðurfjörður Gjögur.
Nú er komið ágætisveður vestan gola og frost 4 stig.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 18. mars 2007

Norðan hvassviðri eða stormur.

Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur.
Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur.
Í gærkvöld um sjö leytið skall á með Norðaustan hvassviðri og síðan stormi kl 21:00,þá var vindhraði 22 m/s fljótlega upp úr því varð vindur norðanstæðari.
Nú kl 09:00 var norðan 20 m/s og dimm él frost um -5 stig,veður varð verra enn spá sagði til um og veðurfræðingar reyknuðu með.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. mars 2007

Svæðisútvarp út í núverandi mynd.

Opið bréf til útvarpsstjóra Páls Magnússonar og verðandi framkvæmdastjóra RÚV.
Nú þann fyrsta apríl næstkomandi verður Ríkisútvarpið gert að Opinberu hlutafélagi ríkisins.
Finnst mér að mætti mörgu breyta í þágu hlustenda sem yrði til hagræðingar og betri þjónustu við hinar dreifðu landsbyggðir okkar landsmanna.
Ég undirritaður nefni hér dæmi um hin svonefndu svæðisútvörp sem eru hvað,á fjórum stöðum á landinu,að leggja ætti svæðisútvarp niður í núverandi mynd sem slíkt,enn starfsfólki ekki sagt upp heldur leyti það frétta á sínu svæði og eða leyti frétta hjá viðkomandi fréttaryturum eða sínum heimildarmönnum á sínum svæðum og komi þeim fréttum til aðalfréttastofu á RÚV í Efstaleiti.
Við landsmenn hljótum að óska eftir því að fréttir af landsbyggðinni hvaðan sem er af landinu heyrist í aðalfréttatíma útvarps.
Á mörgum stöðum heyrist ekkert í svæðisútvarpi viðkomandi landshluta á svæðunum fyrir vestan og norðan og einnig fyrir austan.
Nú verður þetta að hlutafélagi okkar landsmanna allra þann fyrsta apríl (það vill til að það er dagur aprílgabba)enn látum það liggja milli hluta.
Virðingarfyllst
Jón Guðbjörn Guðjónsson
Litlu-Ávík
Árneshreppi
Strandasýslu
523 Bær.
Sími 4514029.
jonvedur@simnet.is
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. mars 2007

Snoðklipping hjá bændum.

Sigursteinn við rúning.
Sigursteinn við rúning.
Vetrarrúningur er nú byrjaður hjá bændum hér í sveit eða svonefnd snoðklipping.
Lítil ull kemur af féinu í þetta sinn enn verður samt að taka snoðið af.
Fyrri rúningur fer fram á haustin þegar fé er tekið inn á gjöf.
Meðfylgjandi mynd er af Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda í Litlu-Ávík við rúning.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. mars 2007

Snjómokstur innansveitar.

Moktsurstæki hreppsins.
Moktsurstæki hreppsins.
Vegurinn mokaður frá Norðurfirði til Gjögurs í morgun,síðast var hreinsaður vegur á mánudaginn var enn dáldið snjóaði þá og fram á þriðjudagsmorgun,él voru í gær.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. mars 2007

Búið að fljúga á Gjögur í dag.

ÞÁ er búið að fljúga á Gjögur í dag,enn ekki var hægt að fljúga þangað í gær vegna veðurs.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. mars 2007

Aflýst flugi á Gjögur.

Nú um hálf fimm var aflýst flugi til Gjögurs vegna veðurs.
Bullandi slydda var fyrir hádeigið og síðan snjókoma og er enn.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. mars 2007

Snjómokstur.

Hjólaskófla hreppssins.
Hjólaskófla hreppssins.
Verið er að moka frá Norðurfirði til Gjögurs,krap og snjór á vegum.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Úlfar og Jón Guðbjörn.
  • Húsið fellt.
  • Litla-Ávík 10-03-2008.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
Vefumsjón