Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. mars 2007

Svæðisútvarp út í núverandi mynd.

Opið bréf til útvarpsstjóra Páls Magnússonar og verðandi framkvæmdastjóra RÚV.
Nú þann fyrsta apríl næstkomandi verður Ríkisútvarpið gert að Opinberu hlutafélagi ríkisins.
Finnst mér að mætti mörgu breyta í þágu hlustenda sem yrði til hagræðingar og betri þjónustu við hinar dreifðu landsbyggðir okkar landsmanna.
Ég undirritaður nefni hér dæmi um hin svonefndu svæðisútvörp sem eru hvað,á fjórum stöðum á landinu,að leggja ætti svæðisútvarp niður í núverandi mynd sem slíkt,enn starfsfólki ekki sagt upp heldur leyti það frétta á sínu svæði og eða leyti frétta hjá viðkomandi fréttaryturum eða sínum heimildarmönnum á sínum svæðum og komi þeim fréttum til aðalfréttastofu á RÚV í Efstaleiti.
Við landsmenn hljótum að óska eftir því að fréttir af landsbyggðinni hvaðan sem er af landinu heyrist í aðalfréttatíma útvarps.
Á mörgum stöðum heyrist ekkert í svæðisútvarpi viðkomandi landshluta á svæðunum fyrir vestan og norðan og einnig fyrir austan.
Nú verður þetta að hlutafélagi okkar landsmanna allra þann fyrsta apríl (það vill til að það er dagur aprílgabba)enn látum það liggja milli hluta.
Virðingarfyllst
Jón Guðbjörn Guðjónsson
Litlu-Ávík
Árneshreppi
Strandasýslu
523 Bær.
Sími 4514029.
jonvedur@simnet.is
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. mars 2007

Snoðklipping hjá bændum.

Sigursteinn við rúning.
Sigursteinn við rúning.
Vetrarrúningur er nú byrjaður hjá bændum hér í sveit eða svonefnd snoðklipping.
Lítil ull kemur af féinu í þetta sinn enn verður samt að taka snoðið af.
Fyrri rúningur fer fram á haustin þegar fé er tekið inn á gjöf.
Meðfylgjandi mynd er af Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda í Litlu-Ávík við rúning.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. mars 2007

Snjómokstur innansveitar.

Moktsurstæki hreppsins.
Moktsurstæki hreppsins.
Vegurinn mokaður frá Norðurfirði til Gjögurs í morgun,síðast var hreinsaður vegur á mánudaginn var enn dáldið snjóaði þá og fram á þriðjudagsmorgun,él voru í gær.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. mars 2007

Búið að fljúga á Gjögur í dag.

ÞÁ er búið að fljúga á Gjögur í dag,enn ekki var hægt að fljúga þangað í gær vegna veðurs.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. mars 2007

Aflýst flugi á Gjögur.

Nú um hálf fimm var aflýst flugi til Gjögurs vegna veðurs.
Bullandi slydda var fyrir hádeigið og síðan snjókoma og er enn.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. mars 2007

Snjómokstur.

Hjólaskófla hreppssins.
Hjólaskófla hreppssins.
Verið er að moka frá Norðurfirði til Gjögurs,krap og snjór á vegum.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. mars 2007

Ófært orðið í Árneshrepp.

Kort Vegagerðar.
Kort Vegagerðar.
Nú eru vegagerðarmenn búnir að skoða vegin norður Bala og norður í Árneshrepp.
Nú um hádeigið er vegurin norður talin ófær alveg,og eingin ætti að reyna að fara norðurfyrir Bjarnarfjörð.
Innansveitar í Árneshreppi er þæfingur enn ófært til Djúpavíkur.
Nú hér við sjóin er bullandi snjókoma og skyggni um hálfur kílómetri og hiti um o stigið.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. mars 2007

Þæfingur í Árneshrepp.

Kort Vegagerðin.
Kort Vegagerðin.
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er þæfingur orðinn úr Bjarnarfirði og norður.
Nú er líka bullandi slydda hér á lálendi enn snjókoma strax í 100 metra hæð,þannig að það er spurning um tíma hvenar lokast alveg vegur hingað norður í Árneshrepp,enda stutt í að það verði snjókoma líka á láglendi.
Vegagerðin á Hólmavík bendir fólki á að hafa samband ef það hyggur á ferðlög um þessar slóðir.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. mars 2007

Fært norður í Árneshrepp.

Snjóruðningstæki.
Snjóruðningstæki.
Vegurinn var opnaður frá Gjögri til Djúpavikur og innúr í dag.Það hefur verið lokað nú undanfarna daga og þúngfært frá 24 febrúar.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. mars 2007

Þá tókst flug á Gjögur í dag.

Flugvé Ernis.TF-ORF.
Flugvé Ernis.TF-ORF.
Þá er búið að fljúga á Gjögur í dag í sæmilegu veðri,enn þokuloft var.Næsti áætlunardagur er á morgun fimmtudag.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Litla-Ávík.
Vefumsjón