Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. mars 2007
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. mars 2007
Veðuryfirlit í febrúar 2007.
Veðuryfirlit fyrir febrúar 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mjög snjóléttur og úrkomulítill febrúar.
1-3:Suðvestlægar vindáttir kaldi upp í allhvassan vind,hlýtt enn kólnaði niður fyrir frostmark þann 3,skúrir,rigning og síðan él.
4:Norðan kaldi snjókoma síðan él,eykur frost.
5-13:Austlægur eða breytilegar vindáttir,hægviðri,logn,andvari,kul,dálitið frost úrkomu laust.
14-21:Austlægar vindáttir eða breytilegar,kul,stinningsgola eða kaldi,kólnaði þann 21 og bætti í vind af austri,stinningskaldi.
Úrkomu lítið enn smá slydda eða rigning með köflum,hiti 2 til 6 stig.
22-25:Austlægur,Norðaustan eða Norðan,stinningskaldi,él og vægt frost.
26-28:Vestlægur í fyrstu og síðan Norðlægur,gola,kaldi og kul þann 28.Smá él þann 27.Frost 2 til 5 stig.
Úrkoman var óvenju lítil í mániðinum mældist aðeins 27,3 mm.
Mestur hiti mældist aðfaranótt þann þriðja 9,0 stig.
Mest frost mældist þann 7 og mældist -8,4 stig
Mesta snjódýpt mældist dagana 4-5,og 6 þá 7 cm.
Jörð talin alhvít í 15 daga.
Jörð talin auð í 9 daga enn flekkótt hina dagana 4.
Sjóveður var sæmilegt frá 5 til 14 og 27 -28,annars nokkuð slæmt í sjó.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Mjög snjóléttur og úrkomulítill febrúar.
1-3:Suðvestlægar vindáttir kaldi upp í allhvassan vind,hlýtt enn kólnaði niður fyrir frostmark þann 3,skúrir,rigning og síðan él.
4:Norðan kaldi snjókoma síðan él,eykur frost.
5-13:Austlægur eða breytilegar vindáttir,hægviðri,logn,andvari,kul,dálitið frost úrkomu laust.
14-21:Austlægar vindáttir eða breytilegar,kul,stinningsgola eða kaldi,kólnaði þann 21 og bætti í vind af austri,stinningskaldi.
Úrkomu lítið enn smá slydda eða rigning með köflum,hiti 2 til 6 stig.
22-25:Austlægur,Norðaustan eða Norðan,stinningskaldi,él og vægt frost.
26-28:Vestlægur í fyrstu og síðan Norðlægur,gola,kaldi og kul þann 28.Smá él þann 27.Frost 2 til 5 stig.
Úrkoman var óvenju lítil í mániðinum mældist aðeins 27,3 mm.
Mestur hiti mældist aðfaranótt þann þriðja 9,0 stig.
Mest frost mældist þann 7 og mældist -8,4 stig
Mesta snjódýpt mældist dagana 4-5,og 6 þá 7 cm.
Jörð talin alhvít í 15 daga.
Jörð talin auð í 9 daga enn flekkótt hina dagana 4.
Sjóveður var sæmilegt frá 5 til 14 og 27 -28,annars nokkuð slæmt í sjó.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. febrúar 2007
Síðbúið Þorrablót.
Þorrablót var haldið í gærkvöld í félagsheimilinu Árnesi,eða réttara sagt eins og sagt var í auglýsingu:Sauðfjárræktarfélagið VON býður til Góublóts 2007.
Allir mættu hér í sveit og fólk kom víða að allt frá Akureyri og Reykjavík,Hólmavík og úr Kaldrananeshreppi og þaðan komu frábærir gestaleikarar og fluttu leikþætti og gamanmál,og kunna Árneshreppsbúar þeim bestu þakkir fyrir.
Allir mættu hér í sveit og fólk kom víða að allt frá Akureyri og Reykjavík,Hólmavík og úr Kaldrananeshreppi og þaðan komu frábærir gestaleikarar og fluttu leikþætti og gamanmál,og kunna Árneshreppsbúar þeim bestu þakkir fyrir.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. febrúar 2007
Strandagaldur fékk Eyrarrósina.
Strandagaldur hlaut Eyrarrósina,sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.
Eyrarrósin var afhent í dag á Bessastöðum síðdegis af Dorrit Moussaieff forsetafrú,enn hún er verndari Eyrarrósarinnar.
Strandagaldur fær fjárstyrk að upphæð 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar.
Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Strandagaldurs tók við Eyrarrósinni í dag.
Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.
Eyrarrósin var afhent í dag á Bessastöðum síðdegis af Dorrit Moussaieff forsetafrú,enn hún er verndari Eyrarrósarinnar.
Strandagaldur fær fjárstyrk að upphæð 1.5 milljón og verðlaunagrip eftir Steinunni Þórarinsdóttur til eignar.
Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Strandagaldurs tók við Eyrarrósinni í dag.
Þetta kom fram í fréttum RÚV í kvöld.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 17. febrúar 2007
Árshátíð Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík.
Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 3.mars í Kíwanissalnum Engjateigi 11.
Húsið opnar kl 19.00 með fordrykk.
Borðhald hefst kl 19.30.
Forsala miða verður laugardaginn 24.febrúar milli kl. 14.00 og 16.00 í Kíwanissalnum.
Miðaverð í mat og dansleik:5.500-kr.
Miðaverð á dansleik eingöngu:2.000-kr.
Matseðill:
Aðalréttur:Stórsteikarhlaðborð með öllu tilheyrandi.
Eftirréttur:Óperusúkkulaðikaka með ís bökuð af meistarakokki hússins.
Skemmtiatriði:
Óperudívurnar skemmta matargestum.Þriggja manna hljómsveit hússins leikur fyrir dansi á eftir.
Allar nánari upplýsingar hjá Sigríði Höllu Lýðsdóttur í síma 5554997 og 8643785 og hjá Kristmundi Kristmundssyni í síma 5650709 og 8982441.
Húsið opnar kl 19.00 með fordrykk.
Borðhald hefst kl 19.30.
Forsala miða verður laugardaginn 24.febrúar milli kl. 14.00 og 16.00 í Kíwanissalnum.
Miðaverð í mat og dansleik:5.500-kr.
Miðaverð á dansleik eingöngu:2.000-kr.
Matseðill:
Aðalréttur:Stórsteikarhlaðborð með öllu tilheyrandi.
Eftirréttur:Óperusúkkulaðikaka með ís bökuð af meistarakokki hússins.
Skemmtiatriði:
Óperudívurnar skemmta matargestum.Þriggja manna hljómsveit hússins leikur fyrir dansi á eftir.
Allar nánari upplýsingar hjá Sigríði Höllu Lýðsdóttur í síma 5554997 og 8643785 og hjá Kristmundi Kristmundssyni í síma 5650709 og 8982441.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. febrúar 2007
Komin nýr gámur á Kjörvogsrimann.
Nú á dögunum komst ruslabíllinn frá Sorpsamlagi Strandasýslu norður og tæmdi ruslagámana,enn allt var orðið fullt.
Einnig var komið með nýan gám í stað þess sem fauk á Kjörvogsrimanum í fárviðrinu á þorláksmessu og gjöreyðilagðist.
Gámar eru á eftirtöldum stöðum við Djúpavík á Gjögurssvæðinu(við Viganesafleggjara)í Trékyllisvík og í Norðurfirði.
Ekki tekst nú alltaf að losa gáma hér um hávedur enn það tókst núna og í fyrra enda snjólétt.
Einnig var komið með nýan gám í stað þess sem fauk á Kjörvogsrimanum í fárviðrinu á þorláksmessu og gjöreyðilagðist.
Gámar eru á eftirtöldum stöðum við Djúpavík á Gjögurssvæðinu(við Viganesafleggjara)í Trékyllisvík og í Norðurfirði.
Ekki tekst nú alltaf að losa gáma hér um hávedur enn það tókst núna og í fyrra enda snjólétt.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 11. febrúar 2007
Sagað í staura.
Sagað fyrir aðra rekabændur.
Nú undanfarna daga hefur Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi og sögunarmaður verið að saga í staura fyrir Björn Torfason bónda á Melum,einum stærsta fjárbónda Árneshrepps.
Eingin stór vélsög er að Melum og kemur Björn bóndi með stauraefni til Sigursteins í Litlu-Ávík í sögun,og sérstaklega það efni sem erfitt er að kljúfa(hleypa) í staura með meitlum og sleggju enn það er gert við þær spýtur sem liggur rétt og beint í,og það þykja sterkir staurar því þeyr klofna vel beint eftir spýtunni.
Spýtur sem eru kvistóttar og snúnar er útilokað að kljúfa.
Allt stauraefni og svona gróara efni sagar Sigursteinn í traktorsknúinni hjólsög og með vökvaknúnu borði.
Ef um sverar spýtur er um að ræða þarf að snúa kubbnum við og saga á móti hinu sagarfarinu til að ná kubbnum í tvennt,sem myndir sýna hér á eftir.
Sigursteinn sagar talsvert í vörubretti og í umbúðalista fyrir Vírnet í Borgarnesi.
Sigursteinn er líka með bandsög ásamt öðrum bónda,og í henni er sagaður borðviður,sperruefni og uppistöður eða annað byggingarefni eftir pöntunum.
Öll afsög og afgangar eru notuð í spýtnaketil til upphitunar íbúðarhúss.
Lítið hefur rekið af spýtum á fjörur hlunninda bænda undan farin ár enn samt vottur nú í fyrra og í haust ,enn það er mest ruslviður.
Þannig að rekabændur eiga nú lítið til af góðum við svo sem rauðavið(organ pain) og þess háttar kjörvið í gluggaefni og í parket sem þó svolítil sala var í.
Frekar lítil staurasala hefur verið undanfarið enn þó alltaf eitthvað.
Nú undanfarna daga hefur Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi og sögunarmaður verið að saga í staura fyrir Björn Torfason bónda á Melum,einum stærsta fjárbónda Árneshrepps.
Eingin stór vélsög er að Melum og kemur Björn bóndi með stauraefni til Sigursteins í Litlu-Ávík í sögun,og sérstaklega það efni sem erfitt er að kljúfa(hleypa) í staura með meitlum og sleggju enn það er gert við þær spýtur sem liggur rétt og beint í,og það þykja sterkir staurar því þeyr klofna vel beint eftir spýtunni.
Spýtur sem eru kvistóttar og snúnar er útilokað að kljúfa.
Allt stauraefni og svona gróara efni sagar Sigursteinn í traktorsknúinni hjólsög og með vökvaknúnu borði.
Ef um sverar spýtur er um að ræða þarf að snúa kubbnum við og saga á móti hinu sagarfarinu til að ná kubbnum í tvennt,sem myndir sýna hér á eftir.
Sigursteinn sagar talsvert í vörubretti og í umbúðalista fyrir Vírnet í Borgarnesi.
Sigursteinn er líka með bandsög ásamt öðrum bónda,og í henni er sagaður borðviður,sperruefni og uppistöður eða annað byggingarefni eftir pöntunum.
Öll afsög og afgangar eru notuð í spýtnaketil til upphitunar íbúðarhúss.
Lítið hefur rekið af spýtum á fjörur hlunninda bænda undan farin ár enn samt vottur nú í fyrra og í haust ,enn það er mest ruslviður.
Þannig að rekabændur eiga nú lítið til af góðum við svo sem rauðavið(organ pain) og þess háttar kjörvið í gluggaefni og í parket sem þó svolítil sala var í.
Frekar lítil staurasala hefur verið undanfarið enn þó alltaf eitthvað.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. febrúar 2007
Búið að skipta um vindmælir.
Í dag kom Sigvaldi Árnason verkfræðingur frá Veðurstofu Íslands með áætlunarfluginu og skipti um vindstefnu og vindhraðamælana á sjálfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli.Enn þessir mælar eru sambyggðir.
Nú ætti vindhraði að vera réttur.
Mjög gott veður var í dag til að fara upp í staurinn kul enn frost.
Flugvélin beið á meðan.
Nú ætti vindhraði að vera réttur.
Mjög gott veður var í dag til að fara upp í staurinn kul enn frost.
Flugvélin beið á meðan.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. febrúar 2007
Snjómokstur.
Verið er að moka Norðurfjörður-Gjögur.
Þúngfært er suður úr til Bjarnafjarðar.
Það snójaði talsvert á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags.
Þúngfært er suður úr til Bjarnafjarðar.
Það snójaði talsvert á laugardagskvöld og aðfaranótt sunnudags.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. febrúar 2007
Yfirlit yfir veðrið í janúar 2007.
Yfirlit yfir veðrið í Janúar 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
1-5:Suðlægar áttir að mestu hægviðri,snjókoma eða slydda,hiti í kringum 0 stígið.
6:Vindur snérist snöggt í allhvassa norðaustanátt um kvöldið með snjókomu og snarfrysti.
7-9:Norðan og norðaustanátt,stinningskaldi,talsvert frost og él.
10-13:Vestan eða suðvestan,sinningsgola upp í kalda,úrkomulítið,talsvert frost áfram.
14-20:Norðaustan,kaldi,stinningskaldi upp í allhvassan vind,dáldið frost nema þann 20 hiti þá 1til 3 stig,él eða snjókoma oft skafrenningur.
21: Vestan kul eða breytileg vindátt,úrkomulaust,talsvert frost aftur.
22:Suðvestan kaldi og ört hlýnandi veður með kvöldinu.
23-27:Vestan og suðvestan yfirleitt kaldi enn hvassviðri eða stormur um tíma 24 og 25,hlítt í veðri, úrkomulítið.
28 :Norðan gola í fyrstu og hiti um frostmark,enn hlýnandi aftur þegar leið á daginn með breytilegri vindátt,frostúði um morgunin fram á hádegi.
29-31:Sunnan og suðvestan stinningskaldi og allhvass vindur hlýtt í veðri,rigning eða skúrir.
Úrkoman mældist 66,3 mm og er það rétt undir meðaltali.(úrkoman mældist oft ílla vegna hvassviðra).
Mestur hiti mældist þann 24 þá 9,6 stig og þann 29 þá 9,1 stig.
Mest frost var þann 10 eða - 8,9 stig.
Mesta snjódýpt var 29 cm dagana 21 og 22.
Jörð var talin alhvít í 23 daga enn flekkótt í hina 8 dagana.
Sjóveður var rysjótt í mániðinum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
1-5:Suðlægar áttir að mestu hægviðri,snjókoma eða slydda,hiti í kringum 0 stígið.
6:Vindur snérist snöggt í allhvassa norðaustanátt um kvöldið með snjókomu og snarfrysti.
7-9:Norðan og norðaustanátt,stinningskaldi,talsvert frost og él.
10-13:Vestan eða suðvestan,sinningsgola upp í kalda,úrkomulítið,talsvert frost áfram.
14-20:Norðaustan,kaldi,stinningskaldi upp í allhvassan vind,dáldið frost nema þann 20 hiti þá 1til 3 stig,él eða snjókoma oft skafrenningur.
21: Vestan kul eða breytileg vindátt,úrkomulaust,talsvert frost aftur.
22:Suðvestan kaldi og ört hlýnandi veður með kvöldinu.
23-27:Vestan og suðvestan yfirleitt kaldi enn hvassviðri eða stormur um tíma 24 og 25,hlítt í veðri, úrkomulítið.
28 :Norðan gola í fyrstu og hiti um frostmark,enn hlýnandi aftur þegar leið á daginn með breytilegri vindátt,frostúði um morgunin fram á hádegi.
29-31:Sunnan og suðvestan stinningskaldi og allhvass vindur hlýtt í veðri,rigning eða skúrir.
Úrkoman mældist 66,3 mm og er það rétt undir meðaltali.(úrkoman mældist oft ílla vegna hvassviðra).
Mestur hiti mældist þann 24 þá 9,6 stig og þann 29 þá 9,1 stig.
Mest frost var þann 10 eða - 8,9 stig.
Mesta snjódýpt var 29 cm dagana 21 og 22.
Jörð var talin alhvít í 23 daga enn flekkótt í hina 8 dagana.
Sjóveður var rysjótt í mániðinum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.