Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. apríl 2007

Ekki hægt að fljúga í tvo daga.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.

Aflýsa þurfti flugi til Gjögurs í dag og í gær vegna dimmviðris báða dagana.
Þannig að ekkert flug hefur verið síðan á Sumardaginn fyrsta til Gjögurs.
Enn áætlun er á mánudögum og fimmtudögum.
Athugað verður á morgun.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. apríl 2007

Snjókoma og hvassviðri.

Norðaustan hvassviðri og talsverð snjókoma hefur verið í dag og er enn ,hitastígið er um 0 stig.
Heldur á að draga úr vindi á morgun og ofankomunni.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. apríl 2007

Gleðilegt sumar.

Jón Guðbjörn.Mynd Þórólfur-12-04-07.
Jón Guðbjörn.Mynd Þórólfur-12-04-07.
Nú er Sumardagurinn fyrsti og Harpa byrjuð.
Gleðilegt sumar góðir lesendur og takk fyrir allan lesturinn(áhugan í vedur),frá áramótum eruð þið rúmlega 14.502 lesendur á síðunni í vedur sem leið,ég þakka ykkur fyrir vedurinn.
Nú er sú þjóðtrú að frjósi saman vedur og væntanlegt sumar er von á góðu sumri.
Ég get sagt það hér að hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík fraus saman vedur og sumar,því mest frost í nótt sem leið var 6,1 frost og í dag fór hiti í 5,2 stig,þetta eru frábær skilyrði fyrir þjóðtrúna.
Farið ætið varlega í umferðinni,líka á sumri.
Gleðilegt sumar.
Jón Guðbjörn.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. apríl 2007

Skip með áburð á Norðurfjörð.

Skipið Framnes á Norðurfirði 19-04-07.
Skipið Framnes á Norðurfirði 19-04-07.
1 af 3
Í morgun kom skipið Framnes með um 157 tonn af tilbúnum áburði á Norðurfjörð frá Áburðarversksmiðju Ríkisins,áburðurinn er í 600 kg sekkjum.
Norsk áhöfn er á skipinu.
Skipið kom frá Hólmavík og fer vesturum til Flateyrar frá Norðurfirði,enn skipið er að flytja áburð á hafnir landsins.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. apríl 2007

Orðsending frá Leikfélagi Hólmavíkur.

Frá sex í sveit 2003.
Frá sex í sveit 2003.
Ágætu íbúar Árneshrepps!

Leikfélag Hólmavíkur verður því miður að tilkynna ykkur það að við munum ekki koma norður með leikritið "Þið munið hann Jörund". Okkur langar þess í stað að benda ykkur á sýningar í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardaginn 21. apríl, sunnudaginn 22. apríl og laugardaginn 28. apríl. Miðaverð er kr. 2000 fyrir 6 ára og eldri.
Veitingasala er á staðnum-gos,sælgæti, snakk og bjór.
Einnig selur kvennakórinn Norðurljós glæsilegar veitingar, kökur og kaffi.

Með kveðju
Stjórn Leikfélags Hólmavíkur.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. apríl 2007

Grásleppuveiði hafin frá Norðurfirði.

Frá höfninni í Norðurfirði.
Frá höfninni í Norðurfirði.
Grásleppuveiði hófst frá Norðurfirði um og eftir páska.
Þrír bátar verða á grásleppu frá Norðurfirði í vor.
Aðkomubáturinn Auður ÍS 42,enn eigandi hans og skipstjóri er Skarphéðinn Gíslason á Ísafirði,lagði eitthvað af netum í kringum páska.
Gunnsteinn Gíslason á Óskari III ST 40 er nýbúin að leggja eitthvað af netum.
Þórður Magnússon á Drangavík ST 160 er ekki farin að leggja net ennþá enn fer að byrja upp úr 20 þessa mánaðar.
Gæftaleysi hefur verið síðan grásleppuveiði hófst.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. apríl 2007

Snjósleðaferð á Hornstrandir.

Á Skálarkambi við Hlöðuvík.
Á Skálarkambi við Hlöðuvík.
Félagarnir Guðlaugur A Ágústsson á Steinstúni,Páll Lýður Pállson frá Reykjarfirði,Kristmundur Kristmundsson frá Gjögri og húnvetningurinn Þórir Einarsson frá Tannstaðabakka fóru dagana 26 til 28 mars 2007 í heljarmikið ferðalag á Hornstrandir á snjósleðum.
Gist var í Gistihúsi Reimars Vilmundarsonar í Bolungarvík á Ströndum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. apríl 2007

Mesta snjódýpt í Litlu-Ávík.

Kort frá VÍ.
Kort frá VÍ.
Það hefur snjóað talsvert frá því snemma í morgun.KL 06:00 var rigning og 4 stiga hiti,enn síðan snarkólnaði og kl 09:00 var hitin 0,8 stig og snjókoma síðan kl um 07:00.
Snjódýpt í morgun kl 09:00 var 4 cm og er það mest á landinu(láglendi).Það virðist því ekki vera mikill snjór á láglendi á landinu,sjá kort.
Ég minni á vef Veðurstofunnar www.vedur.is
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 7. apríl 2007

Bingó var í dag.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.
Páskabingó var í dag í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.
Finnbogastaðaskóli hélt Bingóið,margt góðra vinninga var.
Gífurlegur fjöldi mætti á Bingóið enda margt um mannin nú um páskahátíðina í hreppnum.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. apríl 2007

Páskaskákmótið.

Fjórir efstu fengu vinninga.
Fjórir efstu fengu vinninga.
1 af 2
Skákfélag Árneshrepps og Hrókurinn héldu skákmót í dag í félagsheimilinu Árnesi Trékyllisvík.
Sex umferðir voru tefldar og var teflt á 11 borðum.
Efstur var Ingþór Stefánsson með 5 og hálfan vinning af 6 mögulegum.
Fjórir efstu fengu verðlaun og öll börn sem tóku þátt fengu vinninga.
Skákstjóri var Hrafn Jökulsson.

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Ísjakinn 28-09-2017.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
Vefumsjón