Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 4. júlí 2007

Ný heyvinnutæki prufuð.

Rúllu og pökkunarvél Skjaldbakan.
Rúllu og pökkunarvél Skjaldbakan.
1 af 2
Nokkrir bændur hér í sveit fjárfestu nú á dögunum í tveim sambyggðum rúllu og pökkunarvélum.
Maður á vegum vélaumboðsins Vélfangs var í dag að kenna á vélarnar,búið var að slá tvö tún til að prufa tækin á.
Heyskapur er samt ekki byrjaður að fullu enn.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. júlí 2007

Yfirlit yfir veðrið í júní 2007.

Krossnesfjall-Kálfatindar.01-07-2007.
Krossnesfjall-Kálfatindar.01-07-2007.
Yfirlit yfir veðrið í Júní 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Júní var mjög góðviðrasamur í heild hægviðri þurrviðri enn oft þoka eða þokuloft á kvöldin og nóttinni,úrkoman hefur aldrei mælst eins lítil í júní síðan mælingar hófust í Litlu-Ávík (1995),eða 9,0 mm.
1-3:Breytilegar vindáttir,hægviðri,kul eða gola,smá skúrir,hiti frá 3 stigum upp í 16 stig.
4-5:Sunnan og suðaustan,stinningskaldi,smá skúrir,hiti 9 til 14 stig.
6-21:Hafáttir Norðan,Norðaustan,Norðvestan,eða breytilegar vindáttir,hægviðri,Logn,Andvari,Kul eða Gola,úrkomulítið,enn þokuloft eða þoka á stundum,hlítt í veðri hiti frá 5 til 15 stiga.
22:Suðvestan stinningskaldi,þurrt í veðri,hiti 7 til 15 stig.
23:Norðan stinningsgola og heiðskírt hiti 6 til 10 stig.
24:Suðvestan kaldi,þurrt hiti 6 til 18 stig.
25-30:Norðan og Norðvestan kaldi þann 27 annars gola eða kul,þokuloft eða þoka á stundum,smá súld þann 29,svalara í veðri hiti 4 til 12 stig.
Tilbúin áburður borin á tún 6 til 10 júní.
Þann 10 er gróður komin vel á stað á ræktuðum túnum og úthagi hefur tekið vel við sér.
Í lok mánaðar lítur sæmilega út með sprettu hjá bændum þó mjög þurrt hafi verið.
Úrkoman mældist einungis 9,0 mm.
Mestur hiti var 18,5 stig þann 24.
Minnstur hiti var þann 12 þá 2,5 stig og þann 28 var 3,0 stig.
Sjóveður var gott allan mánuðinn.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 9. júní 2007

Bændur bera tibúin áburð á tún.

Áburður settur í dreyfara.
Áburður settur í dreyfara.
1 af 2
Nú þessa undanfarna daga hafa tún tekið vel við sér,og úthagi komin með grænan lit.
Bændur eru nú lángt komnir með að bera tilbúnum áburði á tún,sumir búnir aðrir við að klára.
Verið er að sleppa fé út úr túnum smátt og smátt á úthaga.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. júní 2007

Flutningabíll komin á áætlun.

Bíll frá Strandafrakt og Gæi.
Bíll frá Strandafrakt og Gæi.
Á miðvikudaginn síðastliðin hóf Strandafragt áætlunarferðir í Árneshrepp eins og síðastliðin sumur.
Bíllinn fer úr Reykjavík seinnipart þriðjudaga og fer þá til Hólmavíkur og síðan á Norðurfjörð á miðvikudögum og til baka til Hólmavíkur.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. júní 2007

Veðrið í mai 2007

Reykjaneshyrna.
Reykjaneshyrna.
Yfirlit yfir veðrið í maí 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík
Maí var mjög kaldur í heildina.
1-2:Suðaustan gola eða stinningsgola,lítils háttar rigning hiti 3 til 8 stig.
3-19:Norðaustan og Norðan,gola,kaldi eða stinningskaldi,slydda,snjókoma eða él,hiti frá 4 stigum niðrí 2 stiga frost.
20-21:Suðaustan og Sunnan,stinningsgola,smá rigning eða skúrir,aðeins hlýrra en verið hefur eða hiti 4 til 7 stig yfir daginn.
22-23:Vestlæg vindátt stinningsgola,skúrir eða slydduél,hiti 2 til 5 stig.Snérist til Norðanáttar um kvöldið og kólnar í veðri.
24-26:Norðan allhvass síðan kaldi,slydda,snjókoma eða él,hiti 0 til 2 stig.
27: Norðanáttin gengur niður,gola,úrkomulaust,hiti 0 til 4 stig,heldur hlýnandi.
28-29:Suðlægar vindáttir,gola,þurrt,hiti 4 til 12 stig.
30-31:Norðan og Norðvestan,gola,stinningsgola,þokuloft og súldarvottur,heldur kaldara hiti 3 til 7 stig.
Gróður er rétt að taka við sér í mánaðarlok.
Úrkoman mældist 47,0 mm og er það í meðallagi.
Mestur hiti var þann 29 þá 12,0 stig.
Mest frost var þann 20 þá -1,7 stig.
Mesta snjódýpt var þann 25 og var 3 cm.
Jörð var alhvít í 1 dag og flekkótt í 7daga og þá auð í 23 daga.
Sjóveður var slæmt fyrir smærri báta talsverður eða allmikill sjór þessa daga:6-7-11-12-13-17-18-19-24-25-og 26.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 27. maí 2007

Lambfé sett út á tún.

Fé sett á tún Þórunn og Sigursteinn í vagninum.
Fé sett á tún Þórunn og Sigursteinn í vagninum.
1 af 2
Nú í dag var í fyrsta sinn sett út lambfé á tún hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda í Litlu-Ávík,enda orðið gott veður norðan kul og léttskýjað orðið um miðjan dag þótt hitastigið sé nú lágt ennþá hitinn fór í + 4 stig í dag,en nú er framtíðarspáin með ört hlýnandi veðri og hægum vindi.
Nú er að síga á seinni hlutan í sauðburði og gott var að geta losnað við lambfé út,og nú verður fénu demt út næstu daga enda orðið þröngt í fjárhúsum og hlöðum í þessari kuldatíð sem hefur verið undanfarið.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. maí 2007

Alhvít jörð í morgun.

Alhvít jörð í morgun.25-05-2007.
Alhvít jörð í morgun.25-05-2007.
Alhvít jörð var í morgun,reyndar var orðin hvít jörð seint í gærkvöld.
Slydda var í gær og síðan snjókoma í gærkvöld og í morgun.
Þetta er svipað hret og var í fyrra um þetta leiti.
Ekkert lambfé er komið út á tún ennþá,enda er nú orðið þröngt á þingi í fjárhúsum bænda,enn gömul fjárhús bjarga miklu.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. maí 2007

Kór Átthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélagsins mun halda vortónleika á sunnudaginn 13 mai í Árbæjarkirkju kl 16:00.
Þar syngur kórinn undir stjórn Krisztinu Szklenár.
Einnig munu koma fram bræðurnir frá Gili Gunnar og Sigmundur Jónssynir.
Píanóleikari á tónleikunum er Judith Þorbergsson.
Miðaverð er 1800,-kr fyrir fullorðna,enn frítt fyrir börn 14 ára og yngri.
Vonast kórinn eftir að sjá sem flesta á tónleikunum á sunnudaginn.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 8. maí 2007

Brú tekin hólkar settir í staðin.

1 af 2
Vegagerðin á Hólmavík er að skipta út gamalli trébrú í hólka í veginum yfir Búðará í Kúvíkurdal í Árneshreppi.
Áin er oft vatnsmikil í leysingum og eru þetta hólkar sem taka við miklu vatnsmagni.
Einnig er vegagerðin byrjuð að hreinsa úr vegræsum.
Myndirnar tala sýnu máli.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. maí 2007

Yfirlit yfir veðrið í apríl 2007.

Sléttur sjór,Urðarfjall-Urðartindur.
Sléttur sjór,Urðarfjall-Urðartindur.
Yfirlit yfir veðrið í apríl 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Talsvert mikill hitamunur dags og nætur í mánuðinum.
Mesta úrkoma yfir einn dag var þ 24 frá kl, 09:00 til 18:00 þá 21 mm.
1-4:Sunnan og suðvestan allhvasst um tíma á þessum dögum annars kaldi,hlýtt í veðri,smá skúrir.
5-7:Austlægar vindáttir,kaldi á stundum annars stinningsgola,frost 0 til 5 stiga,smá él,snjókoma um kvöldið þann 7.
8: Breytileg vindátt,kul eða gola,snjókoma snemma morguns enn skúrir um kvöldið,hiti 0 til 4 stig.
9-10:Vestan og suðvestan,kaldi,smá él,frost 2 til 5 stig.
11-15:Suðlægar vindáttir,stinningsgola enn allhvass og hvassviðri part úr dögum 13 og 14,rigning,slydda,snjókoma eða él,hiti 1 til 6,enn frysti um kvöldið þann 15.
16:Norðan kaldi í fyrstu síðan gola,él frost 2 til 5 stig.
17:Suðvestan stinningskaldi enn síðan stinningsgola,skúrir hiti 1 til 4 stig.
18:Norðlæg vindátt kaldi,smá él,frost 1 til 2 stig.
19-20:Suðlægar vindáttir,gola eða stinningsgola,úrkomulaust,hiti um frostmark.
21-24:Norðaustan og Norðan,hvassviðri þann 21 og fram á 22 síðan Norðan kaldi,snjókoma eða slydda,hiti rétt ofan frostmarks og neðri -1 stig.
25-30:Hægviðri breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,úrkomulítið,þurrt síðustu 2 dagana,hiti 3 til 14 stiga.
Úrkoman mældist-96,7 mm og er það yfir meðallagi.
Mestur hiti var 12,0 stig þann 2,og hiti fór í þann 28 í 14,6 stig.
Mest frost var 5,0 stig þann 10,og 6,1 stig þann 19.
Mesta snjódýpt var þann 22 þá 10 cm.
Jörð var talin alhvít í 8 daga og flekkótt í 11 daga og þá auð jörð í 11 daga.
Sjóveður var slæmt 16 og 17 og sjógarður var dagana 21,22,23,24,annars sæmilegt.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Úr sal.Gestir.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Gunnarshús á Eyri-24-07-2004.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
Vefumsjón