Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. september 2007

Merkilegustu mannvirkin á Vestfjörðum.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Sjö merkilegustu mannvirkin vestra
Sjö merkilegustu mannvirki Vestfjarða voru útnefnd á lokafundi dómnefndar sem haldinn var í Bjarkalundi í Reykhólasveit um helgina. Í sumar var í fjölmiðlum auglýst eftir tilnefningum frá almenningi. Tillögur bárust um tæplega sjötíu mannvirki og hlutu sum þeirra margar tilnefningar. Í vinnu dómnefndar var ekki tekið tillit til fjölda tilnefninga um einstök mannvirki heldur reynt að leggja efnislegt mat á hvert þeirra fyrir sig.
Til viðbótar komu nokkrar tilnefningar frá þeim sem sátu í dómnefndinni. Þar var ekki síst um að ræða mannvirki sem rétt þótti að hafa á heildarlistanum þó að ljóst mætti vera að þau kæmust ekki í hóp þeirra sjö útvöldu.
Á næstu dögum verður gengið frá ítarlegri greinargerð um þau mannvirki sem valin voru og jafnframt um starf dómnefndar og þær forsendur sem liggja að baki valinu. Jafnframt verður gefinn út bæklingur um þessi mannvirki, sem væntanlega verður dreift ókeypis á helstu ferðamannastaði landsins eða eftir því sem fjárhagur dómnefndarfólks leyfir.
Sparisjóður Vestfirðinga lagði fram styrk fyrir hluta af ferðakostnaði dómnefndar. Fyrirtækið N1 lagði fram úttektarkort, hvert að verðmæti kr. 5.000, sem sjö af þeim sem sendu inn tilnefningar fá. Dregið verður úr nöfnum þeirra.
Í valinu var miðað við Vestfjarðakjálkann sem blasir við þegar litið er á kort: Mörkin eru þar sem næst liggur að kjálkinn skerist frá meginlandinu milli Gilsfjarðar að sunnan og Bitrufjarðar að norðan.
Í hnotskurn
» Mannvirkin talin rangsælis:
» Síldarverksmiðjan í Djúpavík
» Jarðgöngin á Arnarnesi við Ísafjarðardjúp
» Gamla sjúkrahúsið (Safnahúsið) á Ísafirði
» Garðurinn Skrúður við Núp í Dýrafirði
» Vegurinn út í Svalvoga (Kjaransbraut)
» Mannvirki Samúels Jónssonar í Selárdal
» Þorpið í Flatey á Breiðafirði.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2007

Réttað í Kjósarrétt.

Frá Kjósarrétt.
Frá Kjósarrétt.
Leitað var svæðið frá Skarðagili og Búrfell fram að Reykjarfjarðartagli og til sjávar í Reykjarfirði norðan meigin.
Sunnan meigin er leitað fjalllendið frá Búrfelli út Kjósarfoldir,með Háafelli og til sjávar að Kleifará og réttað er í Kjós.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2007

Borgarísjaki.

Ísjakinn við Krossnes.
Ísjakinn við Krossnes.
Dálítið borgarísjakabrot við Krossnes og rekur inn á Norðurfjörð.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. september 2007

Hætt við smölun.

Frá Veiðileysu
Frá Veiðileysu
Bændur hættu við í morgun að smala frá Kaldbak og í Veiðileysu í dag vegna veðurs.
Hvassviðri er nú af NNA og talsverð rigning,sníst í N fljótlega og lægir með kvöldinu.
Smalað verður á morgun kringum Kamb og Kúvíkur og til Djúpavíkur og fé rekið til Kjosarréttar.
Það sem átti að smala í dag frestast til sunnudags.Þetta eru ekki skilduleytir.
Enn skilduleytir eru á laugardag og þá Reykjarfjarðarsvæðið og réttað í Kjós.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 11. september 2007

Flekkótt fjöll.

Snjór í fjöllum 11-09-2007.
Snjór í fjöllum 11-09-2007.
Aðeins snjór var víða í fjöllum í morgun í ca 500 m hæð.
Þetta er í fyrsta sinn í haust sem snjór sést í fjöllum í haust.
Hitin fór niðrí 4,4 stig í Litlu-Ávík í nótt.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 8. september 2007

Réttað var í Melarétt í dag.

1 af 2
Byrjað var að leita svæðið norðan Ófeygsfjarðar í gær 7/9 og féið haft í girðingu yfir nóttina.
Í dag seinni leitardaginn var leitað frá Ófeygsfirði Seljanes og yfir Brekku út með Íngólfsfirði yfir Eyrarháls og réttað í Melarétt.
Smalamenn fengu ágætis veður báða dagana.
Hér á eftir koma tvær myndir frá Melarétt.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. september 2007

Veðrið í ágúst 2007.

Sundlaugin Krossnesi.
Sundlaugin Krossnesi.
Yfirlit yfir veðrið í ágúst 2007.
Frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var hægviðrasamur þokusúld fyrstu dagana og síðan í seinni hluta mánaðar gekk í rigningar eða súld.
Berjaspretta virðist allgóð.
1-4:Norðan og Austnorðaustan,stiningsgola eða stinningskaldi,rigning eða súld,hiti 5til 9 stig.
5-6:Suðlægur,kaldi,síðan gola,úrkomulaust,hiti 7 til 15stig.
7-8:Breytilegar vindáttir,andvari eða kul,lítilsáttar rigning,hiti 7 til 14 stig.
9-15:Norðan og Norðvestan,kul eða gola enn kaldi 14 og 15,rigning þann 9 annars súld með köflum,hiti frá 11 stigum niðrí 5 stig.
16-18:Norðlægur eða breytilegar vindáttir,andvari eða kul,úrkomulaust,hiti 2 til 11 stig.
19-20:Norðlæg vindátt,gola,þurrt í veðri,hiti 5 til 10 stig.
21-24:Suðvestan eða suðlæg vindátt,stinningsgola upp í kalda,rigning síðan skúrir,hiti 8 til 14 stig.
25-30:Norðvestan eða breytilegar vindáttir,kul eða gola,rigning eða súld,hiti 5 til 15 stig.
31:Suðlæg vindátt,gola rigning hiti 8 til 11 stig.
Úrkoman mældist 72,3 mm,og er það nálægt meðaltali.
Mestur hiti í mánuðinum var 15,1 stig þann 6 og 15,5 stig þann 27.
Minnstur hiti mældist 1,6 stig þann 16.
Sjóveður var gott í mánuðinum nema dálítill eða talsverður sjór dagana 1 til 6 og 14 til 15.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. ágúst 2007

Smalamennskur hafnar.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Nú eru bændur byrjaðir að smala heimalönd,enn hinar hefðbundnu leytir hefjast helgina 7 og 8 september þá norðursvæðið(Ófeygsfjarðarsvæðið).
Og viku seinna eða 15 september innra svæðið (Djúpavíkursvæðið)og þá réttað í Kjósarrétt.
Nánar af því síðar.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. ágúst 2007

Nýr skólastjóri við Finnbogastaðaskóla.

Elín Agla Briem.
Elín Agla Briem.
Í sumar var ráðin nýr skólastjóri við skólann eftir að fyrrum skólastjóri Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir sagði upp á vordögum,enn hún var búin að vera skólastjóri frá haustinu 2004 eða 3 skólaár.
Nýr skólastjóri kemur úr Reykjavík og heitir Elín Agla Briem.
Aðeins tveir nemendur verða í skólanum í vetur.
Nú má seygja með sanni að kvennaríki muni ríkja í skólanum,því nemendurnir tveir eru stúlkur og allir þrýr starfsmenn,skólastjóri,kennari og matráður eru konur.
Barnaskólinn verður settur á morgun 29 ágúst.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. ágúst 2007

Varðskip kom og sótti dufl.

Varðskipsmenn í fjörunni og Sigursteinn.
Varðskipsmenn í fjörunni og Sigursteinn.
1 af 2
Varðskipið Ægir sótti dufl sem fannst í fyrradag.
Eftir að tilkynnt var um dufl sem rekið hafði á fjöru á Reykjanesi í gær hafði skipherra varðskips samband við Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík og  í gærkvöld og sagðist myndi koma morgunin eftir að skoða duflið og jafnvel taka það.
Varðskipið Ægir kom í morgun og komu 4 menn í land á gúmmibát í Akurvík í Reykjaneslandi og tóku rafhlöður úr duflini,síðan tóku þeyr duflið með sér.
Stýrimaður á varðskipinu sagði að það ætti alltaf undantekningarlaust að tilkynna svona fund til að þeyr geti metið og ákveðið hvað verður gert.Gott var í sjóin og áttu varðskipsmenn gott með að athafna sig.Varðskipið Ægir lónaði fyrir utan á meðan að fjórir af áhöfninni athöfnuðu sig í landi og tóku síðan duflið með sér.Ekki er vitað enn hverslags dufl er um að ræða.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Íngólfshús á Eyri-24-07-2004.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
Vefumsjón