Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. október 2007

Tækninni fleygir fram við Hafísathuganir.

Ratsjámynd 17-10-2007.
Ratsjámynd 17-10-2007.
Ingibjörg Jónsdóttir við Hafísupplýsingar Háskóla Íslands sendir hér góða ratsjármynd frá því í dag.
Og bendir á að myndin sýni aðallega hversu hrjúft yfirborð er -dökkir tónar merkja slétt yfirborð en hvítir tónar merkja hrjúft.
Skip geta sést sem bjartir blettir (sjáið á mynd hóp af hvítum punktum í efra vinstra horni).
Svona myndir geta sýnt hafísinn þó að dimmt sé og skýjað.
Eins sést hvar lognpollar eða var myndast á sjónum.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. október 2007

Góð mynd af Vestfjörðum.

Moodis mynd 16-10-2007.
Moodis mynd 16-10-2007.
Ingibjörg Jónsdóttir Dósent í Landfræði jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og sér einnig um Hafísupplýsingar við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.
Ingibjörg sendi vefsíðunni Litlihjalli góða mynd af Vestfjarðakjálkanum.
Myndin er Modis mynd af Vestfjörðum sem sýnir mismikinn snjó á kjálkanum afar vel.
Síðu Ingibjargar má sjá hér á síðunni undir tenglar,einnig á vedur.is undir Hafís.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. október 2007

Meira af rafmagnsleysinu í morgun.

Þorsteinn Sigfússon hjá Orkubúinu á Hólmavík hafði samband við litlahjalla og sagði að bilunin hefði fundist við Víðidalsá þar sem vír var slitin og viðgerð er lokið og rafmagn komst aftur á frá landskerfinu kl 15:20.
Til stóð að fara á Trékyllisheiðina í dag til að rétta og laga staura í línunni norður,enn því sennilega frestað til mánudags 22-10.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. október 2007

Árneshreppur.

Loftmynd Árneshreppur,mynd Landmælingar Íslands.
Loftmynd Árneshreppur,mynd Landmælingar Íslands.
Magnús Ólafs Hansson ráðgjafi Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum sendi fréttavefnum Litlahjalla þessa nákvæmu og skemtilegu lýsingu
um Árneshrepp.

Fyrir þá sem ekki vita er Árneshreppur nyrsta sveitarfélagið í Strandasýslu og afskaplega landmikið. Í suðri nær hreppurinn frá Spena undir Skreflufjalli á milli eyðibýlanna Kaldbaks og Kolbeinsvíkur og að norðanverðu að Geirólfsgnúp fyrir norðan Skjaldabjarnarvík.
Speni er örnefni í Árneshreppi á Ströndum norður. Um er að ræða nafnið á stórum hól þar sem mörkin eru á milli Árneshrepps á Ströndum norður og Kaldrananeshrepps. Nafnið dregur hóllinn af því að hann er eins og konubrjóst í laginu, með öllu tilheyrandi. Þjóðsaga er til um hólinn Spena þar sem segir að hann hafi orðið til með þeim hætti að tröllkona hafi spyrnt fram skriðu úr fjallinu.
Árneshreppur er stundum nefndur Víkursveit eftir búsældarlegasta hluta sveitarfélagsins, Trékyllisvík, og er það fornt nafn á hreppnum. Trékyllisvík var vettvangur hörmulegra atburða á tímum galdraofsókna á 17. öld, en þar voru þrír galdramenn brenndir árið 1654 í klettagjá sem kallast Kistan.
Á svæðinu urðu til vísar að þéttbýli á 20. öld í Kúvíkum, Gjögri og Djúpavík, einkum í tengslum við hákarlaveiðar og síldveiðar, og eru þar miklar menjar um atvinnulíf og mannlíf.
Gjögur er fornfræg veiðistöð í Árneshreppi á Ströndum norður, þar var vísir að þorpi á 20. öld. Nú býr þar enginn lengur allt árið, en nokkuð er um að fólk hafi þar sumardvöl. Gjögur er utan við Sætrafjall á Reykjanesi, milli Trékyllisvíkur og Reykjarfjarðar. Þar var fræg hákarlaveiðistöð á síðustu öld og margir voru þar í verbúðum yfir veiðitímabilið. Gengu þá oft þaðan 15-18 opin skip til hákarlaveiða samtímis og voru 7-11 menn á hverju skipi. Við Gjögur er bryggja og flugvöllur og þar hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1994.
Ekkert aðalskipulag er í gildi, en samkvæmt lögum þarf að vera búið að vinna slíkt árið 2008. Verslunarstaður er í Norðurfirði, rekinn af Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík.

(Upplýsingar Frjálsa alfræðiritið)
Magnús Ólafs Hansson.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. október 2007

Rafmagnsleysi á Ströndum.

Rafmagnið fór af um hálf tíu í morgun og kom á aftur um og uppúr ellefu.
Að sögn Þorsteins Sigfússonar hjá Orkubúinu á Hólmavík er ekki búið að finna bilunina nú um hádeigið,enn bilunin er á línunnu frá Geiradal til Hólmavíkur og viðgerðamenn eru að leita bilunarinnar.
Töfin sem var á spennusetningu á Norðurlínu og Þorpalínu og nokkrum hluta af Hólmavík var vegna þess að ílla gekk að koma Þverárvirkjun inná kerfið með díselvél.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. október 2007

Flugslysaæfing á Gjögurflugvelli.

Frá Gjögurflugvelli.
Frá Gjögurflugvelli.
Flugstoðir standa fyrir flugslysaæfingunni í samstarfi við viðbragðsaðila í hreppnum og af höfuðborgarsvæðinu.
Æfingin er talin frekar smá í sniðum enn er mikill áfangi í neyðarbúnaði Gjögurflugvallar enda fyrsta hópslysaæfingin á staðnum.
Á morgun hefst flugslysaæfing á Gjögurflugvelli enn fyrst í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík á laugardag kl 09:00 þar verður farið yfir alla atburðarás ef slys verður með heimamönnum,dagskrálok þá er óljós.
Enn á sunnudag kl 09,00 hefst æfing á Gjögurflugvelli og í grennd og lýkur dagskrá þar um kl 11:00 enn síðan frágangur búnaðar og fleyra.Síðan verður farið í félagsheimilið aftur og farið yfir æfinguna og umræður um hana hvað vel tókts og ekki og úrbætur sem má læra af flugslysaæfingunni.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. október 2007

Góður hiti í dag.

Lesið af mælum.
Lesið af mælum.
Hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var góður hiti í dag í hægri suðaustlægri átt fór hiti upp í 13,0 stig og var það víða á stöðvum við Húnaflóann.
Enn mesti hiti mældist á Seyðisfirði 16,3 stig.
Minnsti hiti eftir síðustu nótt var 3,4 stig,þannig að það hlínaði um 10 stig í dag.
Nú spáir kólnandi um og uppúr helgi jafnvel snjókomu og frosti.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. október 2007

Ný heimasíða Finnbogastaðaskóla komin.

Aðeins tveir nemendur eru við skólann Ásta og Júlíana.
Aðeins tveir nemendur eru við skólann Ásta og Júlíana.
Nú á dögunum var hleypt af stokkunum nýrri heimasíðu Finnbogastaðaskóla hér í sveit,enn engin heimasíða hefur verið við skólann fyrr,enda nemendur 5 oft og nú tveir,enn gott þykir að kenna ungum krökkum á tölfvu með því að tjá sig sjálf á eigin síðu skólans.
Myndin sem kemur hér með er af hinum nýja vef skólans,einnig er hann skráður á undir tenglar hér til hægri,undir Finnbogastaðaskóli.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. október 2007

Sjálfvirka stöðin á Gjögurflugvelli mun komast í lag.

Sigvaldi frá VÍ við vinnu á mælinum á Gjögri.
Sigvaldi frá VÍ við vinnu á mælinum á Gjögri.
Nú hillir undir það að sjálfvirkastöðin á Gögurflugvelli komist í lag.
Ég átti tal við yfirmenn á Veðurstofunni og þeyr sögðu mér það að eftir að Flugstoðir hefðu athugað málið að einhverju var breytt þar á Gjögurflugvelli inni sambandi við símstöð við flugvita þá hefur hann truflað veðursendingar sjálfvirku veðurstöðvarinnar á Gjögurflugvelli.
Nú eru Flugstoðir og Veðurstofan og símamenn frá Mílunni að koma sér saman um að laga þetta sameiginlega í þar næstu viku,þá eftir 21 október.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. október 2007

Vegagerðin lætur skipta um brú.

Frá brúarvinnu við Djúpavík.
Frá brúarvinnu við Djúpavík.
1 af 2
Nú er verið að skipta um brú yfir Djúpavíkurá við Djúpavík.
Brúarflokkur frá Hvammstanga undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar sér um verkið fyrir Vegagerðina á Hólmavík.
Stálbitar eru settir undir trébita þá brúargólfið,að sögn Guðmundar verður hægt að leifa einhverja umferð yfir í kvöld þótt verkið verði ekki búið fyrr enn á morgun.
Brúin er einbreið eins og gamla brúin var.
Strandavegur hefur verið lokaður frá fjögur í gær og auglýst lokun er til hádegis á morgun.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Bær í Trékyllisvík-19-08-2004.
  • Bátar í Litlu-Ávík.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
Vefumsjón