Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 5. október 2007
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 1. október 2007
Yfirlit yfir veðrið í September 2007.
Veðrið í september 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var úrkomusamur og vindasamur og umhleypingasamur í heild.
Fyrsti snjór í fjöllum sást að morgni 11.
Úrkomulausir dagar voru 4 í mánuðinum.
Úrkoman var nokkuð yfir meðallagi í mánuðinum.
Kartöfluuppskera var misjöfn í matjurtagörðum,léleg til sæmileg.
Fé kom nokkuð vænt af fjalli enn eitthvað misjafnt eftir bæjum.
1-3:Norðlægar vindáttir eða breytilegar,kaldi í fyrstu síðan stinningsgola eða gola,rigning eða skúrir,hiti 7 til 10 stig.
4 :Suðvestan hvassviðri eða stormur og rok um tíma,með miklum skúrum (hriðjum) hiti 10 til 17 stig
5-6:Hafáttir hægviðri kul,súld eða rigning,hiti 8 til 11 stig.
7-8 :Sunnan og suðsuðvestan,stinningskaldi síðan stinningsgola,súld eða rigning,hiti 7 til 15 stig.
9 :Norðan gola rigning síðan smá súld og þokuloft,hiti 6 til 8 stig.
10:Sunnan stinningsgola,síðan suðvestan hvassviðri fram á kvöld,rigning síðan skúrir,hiti 6 til 11 stig.
11:Norðvestan stinningsgola í fyrstu síðan austan gola,smá skúrir,kólnaði í veðri hiti 4 til 6 stig.
12-13:Austan síðan norðan,allhvass eða hvassviðri,rigning,hiti 2 til 7 stig.
14:Suðlægar vindáttir hægviðri,kul,þurrt í veðri,hiti frá 5 stigum og niðrí frostmark.
15:Austan og norðaustan,kaldi og upp í allhvassan vind,þurrt í veðri,hiti 2 til 5 stig.
16:Norðan,stinningskaldi í fyrstu síðan stinningsgola,smá él um morguninn,hiti 2 til 3 stig.
17-18.Sunnan og síðan suðvestan,stinningsgola eða kaldi,rigningar vottur þann 17 annars þurrt,hiti frá -2 stiga frosti upp í 11 stiga hita.
19:Auslæg vindátt,gola eða stinningsgola,þurrt,heldur kólnar í veðri hiti 4 til 9 stig.
20-24:Norðaustan og síðan norðan,allhvass eða hvassviðri,súld,rigning og síðan slydduél,og enn kólnar,hiti frá 6 niðrí 1 stig.
25:Suðlæg vindátt hægviðri,gola eða kul,þurrt,frost frá 2 stigum upp í 4 stiga hita.
26:Suðaustan í fyrstu síðan sunnan og hvessir seinnipartin,gola í fyrstu síðan allhvass,rigning,skúrir,ört hlínandi veður,hiti frá 3 stigum upp í 13 stig.
27-28:Sunnan og suðvestan,allhvass og hvassviðri,skúrir,hiti 9 til 15 stig.
29:Suðlæg eða breytileg vindátt,gola,rigning,hiti 10 til 12 stig.
30:Norðaustan,kul eða gola,rigning eða súld,þokuloft,kólnar verulega í veðri,hiti frá 10 stigum niðrí 3 stig.
Úrkoman mældist 105,5 mm.
Mestur hiti var 15,2 stig þann 27.
Mest frost var -2,2 stig þann 25 og þann 17 -1,9 stig.
Sjóveður var slæmt allan mánuðinn,oft vegna hvassviðra eða sjógangs.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var úrkomusamur og vindasamur og umhleypingasamur í heild.
Fyrsti snjór í fjöllum sást að morgni 11.
Úrkomulausir dagar voru 4 í mánuðinum.
Úrkoman var nokkuð yfir meðallagi í mánuðinum.
Kartöfluuppskera var misjöfn í matjurtagörðum,léleg til sæmileg.
Fé kom nokkuð vænt af fjalli enn eitthvað misjafnt eftir bæjum.
1-3:Norðlægar vindáttir eða breytilegar,kaldi í fyrstu síðan stinningsgola eða gola,rigning eða skúrir,hiti 7 til 10 stig.
4 :Suðvestan hvassviðri eða stormur og rok um tíma,með miklum skúrum (hriðjum) hiti 10 til 17 stig
5-6:Hafáttir hægviðri kul,súld eða rigning,hiti 8 til 11 stig.
7-8 :Sunnan og suðsuðvestan,stinningskaldi síðan stinningsgola,súld eða rigning,hiti 7 til 15 stig.
9 :Norðan gola rigning síðan smá súld og þokuloft,hiti 6 til 8 stig.
10:Sunnan stinningsgola,síðan suðvestan hvassviðri fram á kvöld,rigning síðan skúrir,hiti 6 til 11 stig.
11:Norðvestan stinningsgola í fyrstu síðan austan gola,smá skúrir,kólnaði í veðri hiti 4 til 6 stig.
12-13:Austan síðan norðan,allhvass eða hvassviðri,rigning,hiti 2 til 7 stig.
14:Suðlægar vindáttir hægviðri,kul,þurrt í veðri,hiti frá 5 stigum og niðrí frostmark.
15:Austan og norðaustan,kaldi og upp í allhvassan vind,þurrt í veðri,hiti 2 til 5 stig.
16:Norðan,stinningskaldi í fyrstu síðan stinningsgola,smá él um morguninn,hiti 2 til 3 stig.
17-18.Sunnan og síðan suðvestan,stinningsgola eða kaldi,rigningar vottur þann 17 annars þurrt,hiti frá -2 stiga frosti upp í 11 stiga hita.
19:Auslæg vindátt,gola eða stinningsgola,þurrt,heldur kólnar í veðri hiti 4 til 9 stig.
20-24:Norðaustan og síðan norðan,allhvass eða hvassviðri,súld,rigning og síðan slydduél,og enn kólnar,hiti frá 6 niðrí 1 stig.
25:Suðlæg vindátt hægviðri,gola eða kul,þurrt,frost frá 2 stigum upp í 4 stiga hita.
26:Suðaustan í fyrstu síðan sunnan og hvessir seinnipartin,gola í fyrstu síðan allhvass,rigning,skúrir,ört hlínandi veður,hiti frá 3 stigum upp í 13 stig.
27-28:Sunnan og suðvestan,allhvass og hvassviðri,skúrir,hiti 9 til 15 stig.
29:Suðlæg eða breytileg vindátt,gola,rigning,hiti 10 til 12 stig.
30:Norðaustan,kul eða gola,rigning eða súld,þokuloft,kólnar verulega í veðri,hiti frá 10 stigum niðrí 3 stig.
Úrkoman mældist 105,5 mm.
Mestur hiti var 15,2 stig þann 27.
Mest frost var -2,2 stig þann 25 og þann 17 -1,9 stig.
Sjóveður var slæmt allan mánuðinn,oft vegna hvassviðra eða sjógangs.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. september 2007
Restin af sláturfé sett á bíl.
Þá eru bændur búnir að losna við allt fé sem flutt er í slátrun úr hreppnumm.
Bíll frá Hvammstanga tók restina í dag frá þrem bæjum,bæði lömb og fullorðið fé sem fer í slátrun á morgun hjá Sláturhúsi Vestur Húnvetninga á Hvammstanga.
Nokkrir bændur hafa líka látið slátra á Blöndósi.
Fallþúngi dilka hefur verið góður,enn eitthvað misjafn eftir bæjum eins og gengur.
Bíll frá Hvammstanga tók restina í dag frá þrem bæjum,bæði lömb og fullorðið fé sem fer í slátrun á morgun hjá Sláturhúsi Vestur Húnvetninga á Hvammstanga.
Nokkrir bændur hafa líka látið slátra á Blöndósi.
Fallþúngi dilka hefur verið góður,enn eitthvað misjafn eftir bæjum eins og gengur.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. september 2007
Flugi aflíst á Gjögur.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 25. september 2007
Vegaframkvæmdir í Árneshreppi.
Dálitlar vegaframkvæmdir í Árneshreppi.
Undanfarið hefur Vegagerðin á Hólmavík verið að laga og endurbæta veginn frá Norðurfirði og til Krossnes,við vegamótin Norðurfjörður Krossnes,Krossnessundlaugar og Fells við Síkið í Norðurfirði verið hækkuð allmikið upp,efni hefur verið tekið úr svonefndum Urðum.
Einnig var fyrir nokkru skipt um dekk á brúnum yfir Kjósará og Reykjarfjarðaráar í botni Reykjarfjarðar.
Seint í sumar var keyrt talsverðu efni í vegin yfir Veiðileysuháls og eitthvað víðar.
Framkvæmdum við Krossnesveg ætti að ljúka í þessari viku að sögn vegaverkstjóra.
Undanfarið hefur Vegagerðin á Hólmavík verið að laga og endurbæta veginn frá Norðurfirði og til Krossnes,við vegamótin Norðurfjörður Krossnes,Krossnessundlaugar og Fells við Síkið í Norðurfirði verið hækkuð allmikið upp,efni hefur verið tekið úr svonefndum Urðum.
Einnig var fyrir nokkru skipt um dekk á brúnum yfir Kjósará og Reykjarfjarðaráar í botni Reykjarfjarðar.
Seint í sumar var keyrt talsverðu efni í vegin yfir Veiðileysuháls og eitthvað víðar.
Framkvæmdum við Krossnesveg ætti að ljúka í þessari viku að sögn vegaverkstjóra.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. september 2007
Rafmagn komið á í Árneshreppi.
Þá er rafmagn komið á og talið að það geti haldist inni,nú dregur dáldið úr vindi og orðin norðlægur.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. september 2007
Rafmagnslaust í Árneshreppi.
Miklar rafmagnstruflanir hafa verið hér í Árneshreppi frá því rúmlega 16,00 í dag og alveg rafmagnslaust síðan um kl 18,00 rafmagnið tollir ekki á þegar hleipt er á straumi hingað norður,rafmagn er á í Djúpavík og línan þaðan og norður í sveit er talin óslitin gæti slegið út vegna sjávarseltu.
Hvassviðri og stormur hefur verið í dag 17 til 20 m/s af NNA.Díselvél er keyrð hér á veðurathugunarstöðinni og víðar þar sem vélar eru á heimilum.
Menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík eru á leið norður til að athuga tengivirki.
Hvassviðri og stormur hefur verið í dag 17 til 20 m/s af NNA.Díselvél er keyrð hér á veðurathugunarstöðinni og víðar þar sem vélar eru á heimilum.
Menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík eru á leið norður til að athuga tengivirki.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. september 2007
Sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli biluð.
Frá því um miðjan dag á þriðjudag hefur sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli ekki sent veðurskeyti vegna bilunar í símalínu eða símaboxi.
Varahlutir koma sennilega á næstkomandi mánudag 24,og ef það passar ætti stöðin að geta sent veðurskeyti þá um seinnipartsdags eða um kvöldið,þetta er bilun hjá Simanum og munu starfmenn hans sjá um viðgerð.
Varahlutir koma sennilega á næstkomandi mánudag 24,og ef það passar ætti stöðin að geta sent veðurskeyti þá um seinnipartsdags eða um kvöldið,þetta er bilun hjá Simanum og munu starfmenn hans sjá um viðgerð.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. september 2007
Merkilegustu mannvirkin á Vestfjörðum.
Sjö merkilegustu mannvirkin vestra
Sjö merkilegustu mannvirki Vestfjarða voru útnefnd á lokafundi dómnefndar sem haldinn var í Bjarkalundi í Reykhólasveit um helgina. Í sumar var í fjölmiðlum auglýst eftir tilnefningum frá almenningi. Tillögur bárust um tæplega sjötíu mannvirki og hlutu sum þeirra margar tilnefningar. Í vinnu dómnefndar var ekki tekið tillit til fjölda tilnefninga um einstök mannvirki heldur reynt að leggja efnislegt mat á hvert þeirra fyrir sig.
Til viðbótar komu nokkrar tilnefningar frá þeim sem sátu í dómnefndinni. Þar var ekki síst um að ræða mannvirki sem rétt þótti að hafa á heildarlistanum þó að ljóst mætti vera að þau kæmust ekki í hóp þeirra sjö útvöldu.
Á næstu dögum verður gengið frá ítarlegri greinargerð um þau mannvirki sem valin voru og jafnframt um starf dómnefndar og þær forsendur sem liggja að baki valinu. Jafnframt verður gefinn út bæklingur um þessi mannvirki, sem væntanlega verður dreift ókeypis á helstu ferðamannastaði landsins eða eftir því sem fjárhagur dómnefndarfólks leyfir.
Sparisjóður Vestfirðinga lagði fram styrk fyrir hluta af ferðakostnaði dómnefndar. Fyrirtækið N1 lagði fram úttektarkort, hvert að verðmæti kr. 5.000, sem sjö af þeim sem sendu inn tilnefningar fá. Dregið verður úr nöfnum þeirra.
Í valinu var miðað við Vestfjarðakjálkann sem blasir við þegar litið er á kort: Mörkin eru þar sem næst liggur að kjálkinn skerist frá meginlandinu milli Gilsfjarðar að sunnan og Bitrufjarðar að norðan.
Í hnotskurn
» Mannvirkin talin rangsælis:
» Síldarverksmiðjan í Djúpavík
» Jarðgöngin á Arnarnesi við Ísafjarðardjúp
» Gamla sjúkrahúsið (Safnahúsið) á Ísafirði
» Garðurinn Skrúður við Núp í Dýrafirði
» Vegurinn út í Svalvoga (Kjaransbraut)
» Mannvirki Samúels Jónssonar í Selárdal
» Þorpið í Flatey á Breiðafirði.
Sjö merkilegustu mannvirki Vestfjarða voru útnefnd á lokafundi dómnefndar sem haldinn var í Bjarkalundi í Reykhólasveit um helgina. Í sumar var í fjölmiðlum auglýst eftir tilnefningum frá almenningi. Tillögur bárust um tæplega sjötíu mannvirki og hlutu sum þeirra margar tilnefningar. Í vinnu dómnefndar var ekki tekið tillit til fjölda tilnefninga um einstök mannvirki heldur reynt að leggja efnislegt mat á hvert þeirra fyrir sig.
Til viðbótar komu nokkrar tilnefningar frá þeim sem sátu í dómnefndinni. Þar var ekki síst um að ræða mannvirki sem rétt þótti að hafa á heildarlistanum þó að ljóst mætti vera að þau kæmust ekki í hóp þeirra sjö útvöldu.
Á næstu dögum verður gengið frá ítarlegri greinargerð um þau mannvirki sem valin voru og jafnframt um starf dómnefndar og þær forsendur sem liggja að baki valinu. Jafnframt verður gefinn út bæklingur um þessi mannvirki, sem væntanlega verður dreift ókeypis á helstu ferðamannastaði landsins eða eftir því sem fjárhagur dómnefndarfólks leyfir.
Sparisjóður Vestfirðinga lagði fram styrk fyrir hluta af ferðakostnaði dómnefndar. Fyrirtækið N1 lagði fram úttektarkort, hvert að verðmæti kr. 5.000, sem sjö af þeim sem sendu inn tilnefningar fá. Dregið verður úr nöfnum þeirra.
Í valinu var miðað við Vestfjarðakjálkann sem blasir við þegar litið er á kort: Mörkin eru þar sem næst liggur að kjálkinn skerist frá meginlandinu milli Gilsfjarðar að sunnan og Bitrufjarðar að norðan.
Í hnotskurn
» Mannvirkin talin rangsælis:
» Síldarverksmiðjan í Djúpavík
» Jarðgöngin á Arnarnesi við Ísafjarðardjúp
» Gamla sjúkrahúsið (Safnahúsið) á Ísafirði
» Garðurinn Skrúður við Núp í Dýrafirði
» Vegurinn út í Svalvoga (Kjaransbraut)
» Mannvirki Samúels Jónssonar í Selárdal
» Þorpið í Flatey á Breiðafirði.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. september 2007