Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. september 2007

Veðrið í ágúst 2007.

Sundlaugin Krossnesi.
Sundlaugin Krossnesi.
Yfirlit yfir veðrið í ágúst 2007.
Frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var hægviðrasamur þokusúld fyrstu dagana og síðan í seinni hluta mánaðar gekk í rigningar eða súld.
Berjaspretta virðist allgóð.
1-4:Norðan og Austnorðaustan,stiningsgola eða stinningskaldi,rigning eða súld,hiti 5til 9 stig.
5-6:Suðlægur,kaldi,síðan gola,úrkomulaust,hiti 7 til 15stig.
7-8:Breytilegar vindáttir,andvari eða kul,lítilsáttar rigning,hiti 7 til 14 stig.
9-15:Norðan og Norðvestan,kul eða gola enn kaldi 14 og 15,rigning þann 9 annars súld með köflum,hiti frá 11 stigum niðrí 5 stig.
16-18:Norðlægur eða breytilegar vindáttir,andvari eða kul,úrkomulaust,hiti 2 til 11 stig.
19-20:Norðlæg vindátt,gola,þurrt í veðri,hiti 5 til 10 stig.
21-24:Suðvestan eða suðlæg vindátt,stinningsgola upp í kalda,rigning síðan skúrir,hiti 8 til 14 stig.
25-30:Norðvestan eða breytilegar vindáttir,kul eða gola,rigning eða súld,hiti 5 til 15 stig.
31:Suðlæg vindátt,gola rigning hiti 8 til 11 stig.
Úrkoman mældist 72,3 mm,og er það nálægt meðaltali.
Mestur hiti í mánuðinum var 15,1 stig þann 6 og 15,5 stig þann 27.
Minnstur hiti mældist 1,6 stig þann 16.
Sjóveður var gott í mánuðinum nema dálítill eða talsverður sjór dagana 1 til 6 og 14 til 15.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 31. ágúst 2007

Smalamennskur hafnar.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Nú eru bændur byrjaðir að smala heimalönd,enn hinar hefðbundnu leytir hefjast helgina 7 og 8 september þá norðursvæðið(Ófeygsfjarðarsvæðið).
Og viku seinna eða 15 september innra svæðið (Djúpavíkursvæðið)og þá réttað í Kjósarrétt.
Nánar af því síðar.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. ágúst 2007

Nýr skólastjóri við Finnbogastaðaskóla.

Elín Agla Briem.
Elín Agla Briem.
Í sumar var ráðin nýr skólastjóri við skólann eftir að fyrrum skólastjóri Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir sagði upp á vordögum,enn hún var búin að vera skólastjóri frá haustinu 2004 eða 3 skólaár.
Nýr skólastjóri kemur úr Reykjavík og heitir Elín Agla Briem.
Aðeins tveir nemendur verða í skólanum í vetur.
Nú má seygja með sanni að kvennaríki muni ríkja í skólanum,því nemendurnir tveir eru stúlkur og allir þrýr starfsmenn,skólastjóri,kennari og matráður eru konur.
Barnaskólinn verður settur á morgun 29 ágúst.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. ágúst 2007

Varðskip kom og sótti dufl.

Varðskipsmenn í fjörunni og Sigursteinn.
Varðskipsmenn í fjörunni og Sigursteinn.
1 af 2
Varðskipið Ægir sótti dufl sem fannst í fyrradag.
Eftir að tilkynnt var um dufl sem rekið hafði á fjöru á Reykjanesi í gær hafði skipherra varðskips samband við Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík og  í gærkvöld og sagðist myndi koma morgunin eftir að skoða duflið og jafnvel taka það.
Varðskipið Ægir kom í morgun og komu 4 menn í land á gúmmibát í Akurvík í Reykjaneslandi og tóku rafhlöður úr duflini,síðan tóku þeyr duflið með sér.
Stýrimaður á varðskipinu sagði að það ætti alltaf undantekningarlaust að tilkynna svona fund til að þeyr geti metið og ákveðið hvað verður gert.Gott var í sjóin og áttu varðskipsmenn gott með að athafna sig.Varðskipið Ægir lónaði fyrir utan á meðan að fjórir af áhöfninni athöfnuðu sig í landi og tóku síðan duflið með sér.Ekki er vitað enn hverslags dufl er um að ræða.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. ágúst 2007

Dufl rak á fjöru á Reykjanesi.

Duflið í fjörinni í Akurvík.
Duflið í fjörinni í Akurvík.
Dufl rak á fjöru í svonefndri Akurvík í Reykjaneslandi rétt norðan við Gjögurflugvöll.
Duflið fanns í gær og fór undirritaður þangað í dag að taka myndir.
Ekki er vitað hverslags dufl þetta er en sennilega einhverslags rannsóknardufl.
Landhelgisgæsla og Siglingastofnun verða látin vita af dufinu sem er gult að lit og um 2,70 m að lengd,eins eru rafmagnskaplar úr öðrum endanum og í tengi í kúlulaga hlutann.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. ágúst 2007

Djúpavíkurdagar framundan.

1 af 2
Föstudagur 17. ágúst

Matseðill kvöldsins verður með hefðbundnum hætti, ásamt öðrum föstum liðum.
Kl. 21.00 Setning Djúpavíkurdaga hefst með kaffisopa í boði hótelsins eins og venjan hefur verið síðustu ár.
Kl. 22.00 Tónleikar. Heiða Ólafs heldur tónleika í matsal hótelsins, undirleikari er Ari Björn. Aðgangseyrir kr. 1.500, -.

Laugardagur 18. ágúst

Kl. 14:00 Skoðunarferð um síldarverksmiðjuna, leiðsögumaður verðu Héðinn Birnir Ásbjörnsson.

Kl. 14:30 Djúpvíkingurinn. Keppni barna í ýmsum þrautum og leikjum sem nú er haldin í fjórða sinn; umsjón hefur Kristjana María Ásbjörnsdóttir.

Að lokinni keppni um Djúpvíkinginn verður bryddað upp á nýjung sem ákveðið hefur verið að reyna að koma í Heimsmetabók Guinnes á næsta ári. Þá eiga börn og fullorðnir að fara niður í fjöru og "fleyta kerlingar" í ca. 10 mín.
Líta má á þetta fyrsta skipti sem aðalæfingu fyrir næsta ár.

Kl. 16:30 verður boðið upp á stutta útsýnissiglingu með bátnum Djúpfara sem flutti frá höfuðborgarsvæðinu í vor. Allt að 6 manns geta farið út í einu, allir fá björgunarvesti.
Kl. 19:00-21:00 Sjávarréttahlaðborð. Hlaðborð Hótel Djúpavíkur hafa alltaf verið vinsæl í gegnum árin og nú er röðin komin að sjávarréttunum aftur.
Verð kr. 3.000,- fyrir manninn. Lifandi tónlist verður á meðan á borðhaldi stendur.


Kl. 22:00 Tónleikar. Trúbadúrinn Halli Reynis heldur tónleika í matsal hótelsins, aðgangseyrir kr. 1.500, -.

Sunnudagur 19. ágúst

Kl. 14:00 Síðasta kaffihlaðborð sumarsins, gómsætt að venju. Kr. 1.200, - fyrir manninnn.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. ágúst 2007

Yfirlit yfir veðrið í júlí.

Heyskapur gegg vel.
Heyskapur gegg vel.
Yfirlit yfir veðrið í júlí 2007 frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var frekar kaldur fram í miðjan mánuð síðan hlýnaði.
Úrkoman var talsvert undir meðaltali í mánuðinum eða 32,6 mm.
Sláttur hófst almennt um 10 júlí og var lokið að mestu fyrir mánaðarlok.
1-Breytilegvindátt gola þurrt hiti 6 til 13 stig.
2-15-Hafáttir yfirleitt gola eða stinningsgola,rigning eða súld með köflum,frekar svalt,hiti frá 3 stigum upp í 10 stig.
16-20-Breytilegar vindáttir eða suðlægar,Kul,Gola,Stinningsgola,smá rigning 19 og 20,hlýnaði verulega í veðri hiti 7 til 18 stig.
21-28-Norðan eða hægar hafáttir,Kul upp í Stinningsgolu,úrkomulítið aðeins súld eða smá rigning,heldur kólnaði aftur,hiti 7 til 16 stig.
29-30-Suðlægar vindáttir,stinningsgola,smá skúrir,7 til 15 stig.
31- Norðan stinningskaldiaðeins súld,hiti 9 til 11 stig.
Úrkoman mældist 32.6 mm og er það talsvert undir meðallagi.
Mestur hiti mældist 17,6 stig þann 20.
Minnstur hiti mældist 3,1 stig að morgni 16.
Sjóveður var gott allan mánuðinn nema 31,þá dálítill sjór.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. ágúst 2007

Bílvelta varð í Árneshreppi á þriðjudag.

Engin slasaðist,31-07-07.
Engin slasaðist,31-07-07.
Bílvelta varð á þriðjudaginn 31 júlí á svonefndum hálsum fyrir ofan Gjögur um miðjan dag.
Ökumaður og farþegi sem voru útlendingar slösuðust ekki.
Talið er að þeyr hafi lent í lausamöl.
Þetta er önnur bílveltan á tæpri viku í Árneshreppi.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. ágúst 2007

Tölvubilun hjá veðurathuguninni í Litlu-Ávík.

Um morguninn 31 júlí virkaði ekki tölvan á veðurathugunarstöðinni í Litlu-Ávík.
Jón Guðjónsson veðurathugunarmaður hefur orðið að hringja inn veðurskeytin frá kl 06;00 þann 31 júlí til 12,00 í dag enn sendi í tölvu kl 18,00 í kvöld,og einnig faxað skilaboð ef hefur þurft.
Ný tölva var sett upp í dag enn vésin er enn með ISDN tengingu,vantar að fá fyrir ISDN Plús disk fyrir Windows Vista en Síminn mun senda hann í pósti að kosnaðarlausu,þangað til verður ekki eins hröð tenging og var.
Eins hefur ekkert verið hægt að skrifa á fréttasíðuna Litla Hjalla.is,enn ein frétt liggur fyrir.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 30. júlí 2007

Dansleikur í Trékyllisvík.

Dansleikur
Oft var þörf en nú er nauðsyn að dusta rykið af dansskónum því
hið árlega verslunarmannahelgarball verður nú haldið laugardaginn 4. Ágúst!
Hljómsveit Gunnars Tryggvasonar, sá sem kom okkur á kortið í tónlistarbransanum með disknum ,,Strandamenn í stuði",
mun sjá um fjörið með hljómsveit sinni
Danssveitinni Cantabile
Dansleikurinn verður í Félagsheimilinu Árnesi og er 16 ára aldurstakmark.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjakinn útaf Lambanesi 30-09-2017.
  • Úr sal.Gestir.
  • Hræran losuð.06-09-08.
  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón