Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. nóvember 2007

Lesið verður úr nýrri bók Hrafns Jökulssonar.

Stjórn Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík(burtfluttra Árneshreppsbúa)hefur beðið Litlahjalla að auglýsa aukadagskrá sem verður á aðalfundi félagsins sunnudaginn 11 nóvember kl 14:00,eins og auglýst var hér á síðunni 31-október.
Auk þess sem auglýst var þá er:
Að lesið verður úr nýrri bók Hrafns Jökulssonar sem heitir Þar sem vegurinn endar,og gerist sagan í Árneshreppi,bróðir Hrafns Illugi Jökulsson mun lesa valda kafla úr bókinni.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. nóvember 2007

Land undir Gjögurflugvöll var tekið eignarnámi.

Frá Gjögri,Mynd Rúnar S.
Frá Gjögri,Mynd Rúnar S.
Litlahjalla bárust þessar gömlu heimildir nú á dögunum.

Matsnefnd eignarnámsbóta, úrskurður 19. september 1980
19.9.1980
Ár 1980, föstudaginn 19. september var í Matsnefnd eignarnámsbóta skv. l. nr. 11/1973 tekið fyrir matsmálið:

Flugráð
gegn
Eigendum Gjögurs,
Árneshreppi,
Strandasýslu

og í því kveðinn upp svohljóðandi

ú r s k u r ð u r :

I.

Með beiðni dags. 20. mars 1980 hefur Pétur Einarsson, lögfræðingur, f.h. Flugráðs fari þess á leit við Matsnefnd eignarnámsbóta, að framkvæmt verði mat á landsvæði, sem þörf er talin á undir flugvöll að Gjögri í Árneshreppi, Strandasýslu. Vísar hann í þessu efni til laga um loftferðir nr. 36/1964, 64. gr., er kveði á um heimild til eignarnáms, enda telji Flugmálaráðherra að mannvirkjagerðin sé frá almennu sjónarmiði æskileg. Þá vísar lögmaðurinn til 1. gr. laga um framkvæmd eignarnáms nr. 11/1973.

Að beiðni hreppsnefndar Árneshrepps dags. 4. maí 1979 og 14. desember 1979 samþykkti Flugráð á fundi sínum 31. jan. 1980, að fara þess á leit við samgönguráðuneytið, að það hlutist til um eignarnám á landi undir flugvellinum á Gjögri á Ströndum, enda greiði Árneshreppur allan kostnað við eignarnámið, sbr. bréf oddvita Árneshrepps dags. 4. maí og 14. des. 1979.

Með bréfi dags. 5. febr. 1980 samþykkti samgönguráðherra, að eignarnámið skuli fram fara, með eftirfarandi orðum: "Með hliðsjón af þeim rökum er ráðið (Flugráð) færir fram til stuðnings málaleitan sinni getur ráðuneytið fallist á nauðsyn eignarnáms hins umrædda lands með heimild í 64. gr. l. nr. 34, 21. maí 1964 um loftferðir, en telur að framkvæmd hinnar umbeðnu gerðar eigi að vera á vegum Flugráðs."

Samkvæmt þessu telur matsbeiðandi fullnægjandi heimild til eignarnáms liggja fyrir í málinu.

Um ástæður til eignarnámsins skýrir eignarnemi svo frá, að á Gjögri hafi verið ruddur melur fyrir allöngu, sem notaður hafi verið sem sjúkraflugvöllur. Flugmálastjórnin hafi haldið þeim velli við og launað starfsmann er sinni flugi á völlinn og vellinum sjálfum. Vaxandi umferð sé um þennan flugvöll og þjóni hann afskekktu byggðarlagi með fólksflutningum, póstflugi, vöruflugi og sjúkraflugi. Vegna sérstöðu byggðalagsins sé flugvöllur á þessum stað beinlínis lífsnauðsyn. Nú séu aðstæður þannig á flugvellinum að þær séu mjög frumstæðar og verði því að gera þar miklar framkvæmdir, til þess að lágmarkskröfum til öryggis sé fullnægt. Brautina þurfi bæði að hækka og lengja mikið. Setja þurfi niður brautarljós og koma fyrir aðflugsljósum og stefnuvita. Þá þurfi að reisa þarna farþegaskýli. Allar þessar framkvæmdir kosti ekki mikið undir 200 millj. króna á verðlagi í dag. Vegna mikilvægis flugsamgangna fyrir þetta einangraða hérað sé brýn nauðsyn að fá umráð yfir landi undir flugvöll á þessum stað.

Hreppsnefnd Árneshrepps hafi um árabil reynt samninga við eigendur jarðarinnar að Gjögri vegna þessa máls, en margir þeirra hafi verið ófáanlegir til þess að láta landið af hendi. Engin kostur hafi því verið á samningum og eignarnám sé því eina úrræðið.

Landsvæði það sem þörf er á undir flugvöll er sýnt á framlagðri teikningu Ólafs Pálssonar, verkfræðings, dags. 28. febr. 1980. Spildan nær frá túngirðingu í norðvestri og 1050 m. í norðaustur. Breidd spildunnar er 150 metrar nema nálægt miðju brautarlendingarinnar norðanmegin er ætlað land undir hlað og farþegaskýli 100 x 50 m. Land þetta er allt afmarkað með rauðum línum á umræddum uppdrætti. Landsvæðið er allt 16,25 ha. að flatarmáli. Þá krefst Flugráð umferðarréttar um veg frá flugvelli út á þjóðveg. Er Matsnefndin beðin um að meta þann rétt, ef það geti talist til verðs hjá eignarnámsþola.

Eignarnemi telur að eignaskerðing eignarnámsþola sé óveruleg. Um sé að ræða óræktaðan mel, sem að mati kunnugra manna sé óræktanlegur. Eignarnámsþoli hafi aldrei svo vitað sé haft af landsvæði þessu nokkurn arð. Í leysingum hafi landsvæði þetta orðið allt eitt forarsvað. Í umhleypingum hafi landið verið erfitt yfirferðar. Hins vegar megi leiða rök að því, að gerð flugvallar þarna sé til mikilla hagsbóta fyrir eignarnámsþola. Megi reikna með að annað land jarðarinnar hækki í verði svo og að aukin ferðamannastraumur geti haft í för með sér margvíslegan hagnað fyrir eigendur jarðarinnar. Samkvæmt upplýsingum sýslumanns Strandasýslu er jörðin Gjögur óskipt sameign að undanskildu því, að Sigurður Sveinsson er talinn eigandi að lóð undir húsi skv. kaupsamningi dags. 21. nóv. 1917 og Níels Jónsson er talinn eigandi að lóð (Grænhól) skv. afsali dags. 7. janúar 1903.

Í óskiptri sameign eiga því eftirfarandi aðilar jörðina Gjögur:
Meira
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 5. nóvember 2007

Skólastjóraíbúðin löguð.

Kristmunduar og Páll.
Kristmunduar og Páll.
Nú undanfarin hálfan mánuð hafa iðnaðarmennirnir Páll Pálsson og Kristmundur Kristmundsson verið að vinna við endurbætur á skólastjóraíbúð Finnbogastaðaskóla,svo sem að parketleggja,dúkleggja,skifta um lausafög í gluggum og setja nýjar hurðir svo eitthvað sé nefnt.
Sveitarfélagið Árneshreppur kostar verkið.
Þeyr félagar Páll og Kristmundur eru báðir ættaðir úr Árneshreppi,Páll er frá Reykjarfirði og Kristmundur frá Gjögri enn báðir eru þeyr búsettir í Reykjavík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. nóvember 2007

Yfirlit yfir veðrið í október 2007.

Frá Litlu-Ávík 31-10-2007.
Frá Litlu-Ávík 31-10-2007.
Veðrið í Október 2007.
Mánuðurinn var umhleypingasamur í heild.
Úrkomulausir dagar í mánuðinum voru 3.
Mikil úrkoma var aðfaranótt 6 og mældist úrkoman þá 29,5 mm og er það met í Litlu-Ávík síðan mælingar hófust þar í ágúst1995.Enn sólarhringsúrkoman mældist 38 mm.
Mikil úrkoma var í mánuðinum og hefur aldrei mælst eins mikil úrkoma í október síðan mælingar hófust eða 204,5 mm,enn 1995 og 1996 mældist úrkoma í október 183,3 og 179,9 mm,og er þetta í fyrsta sinn sem úrkoma fer yfir 200 mm í einum mánuði.
Fyrst í haust var alhvít jörð að morgni 6/10 og mældist snjódýpt þá 6 cm.
1-Suðlæg vindátt kaldi síðan allhvass,rigning síðan skúrir,hiti 5 til 12 stig.
2-Norðvestan,kul eða gola,rigning eða súld,kólnandi í bili hiti frá 9 stigum niðrí 3 stig.
3-Sunnan kaldi og stinningskaldi,smá skúrir,hlínaði í veðri hiti 5 til 10 stig.
4-Breytilegar vindáttir og hægviðri,kul,smávegis súld og rigning,6 til 10 stig.
5-6-Norðlæg vindátt,kaldi í fyrstu síðan allhvass og hvassviðri,rigning og mikil slydda og snjókoma aðfaranótt 6,kólnaði verulega í veðri,hiti frá 6 stigum niðrí 0 stig.
7-Norðvestan og vestan,kaldi eða stinningskaldi,þurrt,hiti 4 til 7 stig.
8-Breytilgar vindáttir,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti 4 til 7 stig.
9-Norðaustan,allhvass síðan kaldi,súldarvottur,hiti 2 til 3 stig.
10-11-Norðvestan eða breytilegar vindáttir,gola,rigning eða súld,hiti 3 til 5 stig.
12-13-Suðlægar vindáttir,stinníngsgola,kaldi,rigning eða skúrir,hlýnaði í veðri,hiti 5 til 13 stig.
14-16-Norðaustan í fyrstu síðan norðan,stinningskaldi og allhvass um tíma þann 15,rigning í fyrstu síðan slydda og snjókoma,þurrt þann 16,kólnaði í veðri hiti frá 4 stigum niðrí frostmark.
17-Suðaustan hægviðri,kul,þurrt,frost 1 til 4 stig.
18-20-Suðaustan og sunnan,kaldi upp í allhvassan vind,rigning eða skúrir,hlínandi veður hiti 1 til 12 stig.
21-Breytilegar vindáttir,kul eða gola,rigning,hiti frá 7 og niðrí 4 stig.
22-Austan stinningsgola síðan stinningskaldi,slydda,snjókoma ,rigning,hiti frá 0 stigum upp í 6 stig.
23-27-Suðlægar vindáttir,kaldi,stinningskaldi,enn allhvass og hvassviðri um tíma þann 27,rigning,slydda,skúrir,hiti 1 til 8 stig.
28-Norðvestan stinningsgola,snjóél,hiti 1 niðrí 0 stig.
29-31-Norðaustan og austan og síðan norðan,kaldi,allhvass og hvassviðri enn stormur um tíma að morgni 31,él,slydda,snjókoma,hiti frá 2 stigum niðrí 2 stiga frost.
Úrkoman mældist 204,5 mm.
Mestur hiti var þann 12 þá 13,0 stig.
Mest frost var þann 17 þá -4,4 stig.
Mesta snjódýpt var 19 cm þann 31.
Alhvít jörð var í 8 daga.
Flekkótt jörð var í 4 daga.
Auð jörð var því í 19 daga.
Sjóveður var rysjótt í mánuðinum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2007

Síðasti flutningabíllinn í haust.

Bíll frá Strandafrakt og Gæi bílstjóri.
Bíll frá Strandafrakt og Gæi bílstjóri.
Strandafrakt fór sína síðustu ferð í dag frá Hólmavík til Norðurfjarðar,enn ferðin átti að vera í gær enn ófært var þá.
Strandafrakt sér um vöruflutninga norður frá því í byrjun júní og til loka október.
Áætlun úr Reykjavík hefur verið í sumar á þriðjudögum til Hólmavíkur enn þaðan dagin eftir norður til Norðurfjarðar.
Eftir þetta tekur nú flugið við öllum vöruflutningum norður,enn auvitað er það takmarkað hvað er hægt að koma með flugi.Flugfélagið Ernir flýgur á Gjögur tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. nóvember 2007

Snjómokstur.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Nú stendur yfir snjómokstur hér innansveitar,Norðurfjörður,Gjögur og Gjögur Bjarnarfjörður.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. október 2007

Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.

Aðalfundur félagssins verður haldin Sunnudaginn 11 nóvember 2007 kl 14:00 í Bræðraminni,Kiwanishúsinu,Engjateigi 11 í Reykjavík.
Dagskrá:
1 Venjuleg aðalfundarstörf.
2 Önnur mál.
Að loknum aðalfundinum verða kaffiveitingar,verð 1500 kr.
Að loknu kaffi verður almennt spjall og myndasýning.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. október 2007

Snjóaði mikið í gær og í nótt.

Hugað að fé.
Hugað að fé.
Veturinn er greinilega komin með öllum sínum látum.
Úrkoman á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var frá kl 18:00 í gær til 09:00 í morgun 27,2 mm úrkoman féll sem snjór og slydda.
Snjódýpt er nú 19 cm að meðaltali og var það mesta snjódýpt á landinu í morgun.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík og fleiri voru í morgun að ná fé úr girðingum,féið er allt klammað og stóð í hnapp í morgun,eithvað vantar,kannski fennt.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. október 2007

Rafmagn komið aftur á í Árneshreppi.

Rafmagn komst aftur á hér í Árneshreppi kl 00:35 og er því búið að vera rafmagnslaust í tæpa 5 tíma,eða síðan um kl 19:45 í kvöld.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. október 2007

Meira um rafmagnsleysið.

Að sögn Orkubúsmanna á Hólmavík er slitin lína frá Hólmavík og inn í Steingrímsfjörð,enn rafstöðin sem er keyrð á Drangsnesi ræður ekki við línuna norður í Árneshrepp.
Verið er að vinna að viðgerð.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
  • Áfram er steypt.06-09-08.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
Vefumsjón