Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. desember 2007

Rok og rafmagnstruflanir.

Jón G G les af hitamælum.
Jón G G les af hitamælum.
Nú er rok,á veðurstöðinni í Litlu-Ávík kl 06:00 voru sunnan 28 m/s og kviður í 36 m/s sem er 12 vindstig.
Þetta veður gengur fljótt yfir enn hvassviðri aftur annað kvöld.
Rafmagnstruflanir voru í nótt enn verið stöðugt síðan um 05:15,víða hafa verið truflanir á rafmagni á Vestfjörðum og Vesturlandi.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. desember 2007

Jólasería.

Möggustaur Reykjaneshyrna í baksín.
Möggustaur Reykjaneshyrna í baksín.
Þá er búið að setja jólaseríu á svonefndan Möggustaur við veðurathugunarhúsið í Litlu-Ávík eins og venjulega í desember.
Fólk í hreppnum var byrjað strax um mánaðarmót að setja jólaseríur og önnur jólaljós,enn alltaf er byrjað að setja aðventuljós í glugga fysta sunnudag í aðventu.
Dálítill snjór féll af himni ofan í nótt og fram á morgun í éljum í hægri austanátt.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. desember 2007

Aðventuhátíð kórs Átthagafélgssins.

Kór Átthagafélagssins.
Kór Átthagafélagssins.
1 af 3
Aðventuhátíð kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 9. desember í Bústaðakirkju og hefst kl :16.30.
Þar mun stjórna Krisztina Szklenár söng kórsins,og einnig mun barnakórinn syngja nokkur lög undir stjórn Jensínu Waage.
Hugvekju flytur Kristín Árnadóttir skólastjóri og djákni á Borðeyri.
Með kórnum leika,
Hjörleifur Valsson á fiðlu
Magnea Árnadóttir á flautu og Bryndís Björgvinsdóttir á selló.
Aðventuhátíðinni líkur svo með hinu margrómaða kaffihlaðborði kórsins og það er innifalið í miðaverði.
Miðaverð er kr.2.000 fyrir fullorðna,enn frítt er fyrir börn 14 ára og yngri.
Það er von kórsins að flestir hafi tök á að koma og eiga með okkur góða stund.
Ánægjulegt er að vita að mörgum,Strandamönnum þykir aðventuhátíðin ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna.
Það má geta þess að kór Átthagafélags Strandamanna verður 50 ár á næsta ári.
Hér með eru myndir af kórnum og af Bústaðakirkju en þær myndir sendi séra Pálmi Mattíasson vefnum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. desember 2007

Hægviðri eða Logn.

Fugl á vindstefnumælinum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fugl á vindstefnumælinum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Nú í kvöld kl 21:00 gaf veðurstöðin í Litlu-Ávík upp logn,enn annars í dag var suðaustan 1 til 2 metrar og eða breytileg átt.Annars var yfirleitt við Húnaflóann hægviðri smá slydda á Hrauni á Skaga og hiti um og rétt yfir frostmarki enn farið að frjósa við jörð.
Þegar veðurathughunarmaðurinn í Litlu-Ávik fór að fylgjast með mælum í dag á milli 5 og 6 þá fannst honum vindstefnumælirinn hreyfast dáldið mikið í þessu hægviðri,og fór út að athuga uppi í staur,þá sat þar fugl á mælinum og þegar hann blakti vængjum þá fór vindstefnumælirinn í hringi,já það er margt að varast í veðrinu í logni eða hægviðri.
Undirritaður náði mynd fyrir um þrem árum við nákvæmlega eins aðstæður,og sú mynd fylgir hér með.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 3. desember 2007

Veðrið kl 0900.

Vestsuðvestan 9 til 10 m/s hálfskýjað skyggni 40 km sjólítið frost 0,4 stig.
Yfirlit frá kl 1800 í gær:HÁ 1,3 stig LÁ -0,6 stig úrkoma 1 mm.Jörð alhvít talsverð hálka.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 2. desember 2007

Yfirlit yfir veðrið í nóvember 2007.

Kambur við Reykjarfjörð.01-12-2007.
Kambur við Reykjarfjörð.01-12-2007.
Veðrið í nóvember 2007.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var umhleypingasamur eins og tveir fyrri mánuðir, enn mjög miklar hitasveiflur voru í mánuðinum og ekki eins úrkomusamur.
Úrkomulausir dagar í mánuðinum voru 8.
Úrkoman mældist 78.5 mm.

1-6:Mest suðlægar vindáttir,gola eða kaldi enn hvassviðri um tíma 3 og 6,þurrt þann 1 annars slydda,rigning eða skúrir og él,frost var þann 1 hiti frá -6 stig upp í +8 stig.
7-14:Mest vestlægar vindáttir eða breytilegar,hægviðri,kul upp í stinníngsgolu,þurrt 7 og 8 annars frekar lítil úrkoma,enn þó smá rigning,slydda eða snjókoma,hiti frá 5 stigum og niðrí 4 gráðu frost
15-16:Sunnan og síðan vestan kaldi og stinníngskaldi lítilsháttar rigning,vel hlýtt hiti 4 til 11 stig.
17:Norðan hvassviðri eða stormur,snjókoma,frost 0 til 3 stig.
18-22:Suðvestan mest kaldi eða stinníngsgola enn allhvass 19 og 20,að mestu þurrt í veðri,hiti frá 8 stigum og niðrí 6 stiga frost.
23:Suðaustan kaldi snjókoma,slydda rigning,hiti 1 til 4 stig.
24:Norðan allhvass í fyrstu síðan kaldi,snjóél,frost 2 til 6 stig.
25:Austan stinníngsgola þurrt í veðri,dregur úr frosti,frost 1 til 5 stig.
26-27:Suðvestan mest kaldi,snjókoma,slydda,rigning mest aðfaranótt 26,annars úrkomulítið,hiti 1 til 10 stig.
28:Austan gola í fyrstu síðan stinníngskaldi,þurrt,frost í fyrstu enn hlínaði,frost frá 2 stigum upp í 3 stiga hita.
29-30:Austnorðaustan og síðan norðaustan,allhvass í fyrstu siðan hvassviðri eða stormur,rigning síðan smá él,hiti frá 3 stigum niðrí 1 stigs frost.
Úrkoman mældist:78,5 mm.
Mestur hiti var þann 16 þá 11,0 stig og þann 26 10,6 stig.
Mest frost var þann 25 þá 5,9 stig og 5,8 þann 22.
Mesta snjódýpt mældist 18 cm að morgni þann 1.
Alhvít jörð var talin vera í 8 daga.
Flekkótt jörð var talin vera í 12 daga.
Auð jörð því talin vera í 10 daga.
Sjóveður var rysjótt í mánuðinum enn sæmilegt dagana:5 og 7 til 12 og 21 og 23.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. desember 2007

Útgáfugleði í Iðnó.

Bók Hrafns.
Bók Hrafns.
Á sunnudag 2 desember kl 15:00 er boðið til útgáfugleði í Iðnó vegna bókar Hrafns Jökulssonar;Þar sem vegurinn endar, sem fengið hefur frábærar viðtökur.Hófið er jafnframt haldið til að kynna útgáfubækur Skugga forlags,sem stofnað var á vordögum.
Allir eru velkomnir,en Strandamenn alveg sérstaklega velkomnir.
Boðið verður upp á veitingar úr Árneshreppi.
Heiðursgestur verður Guðmundur Jónsson frá Stóru-Ávík.
Iðnó er við Reykjavíkurtjörn,gegnt Ráðhúsinu.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. nóvember 2007

Rafmagn komið á.

Rafmagn kom á aftur um 08:45 í morgun,enn rafmagnslaust hefur verið frá því snemma í morgun og truflanir í nótt.
Orkubúsmenn á Hólmavík vita ekki nákvæmlega hvað skeði enn sleigið var út við Selá í Steingrímsfirði enn hitastig gæti bent til þess að ísing hafi valdið útslætti.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. nóvember 2007

Rafmagnslaust.

Rafmagnslaust er nú hér í Árneshreppi,þegar undirritaður kom á fætur 05:40 var rafmagnslaust og verið síðan enn truflanir voru fyrr.
Nánar þegar fréttist hvað veldur.
Vitlaust veður er núna NA 22 til 28 m/s.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. nóvember 2007

Hafís nokkuð nálægt Vestfjörðum.

Kort frá Landhelgisgæslunni 22-11-2007.
Kort frá Landhelgisgæslunni 22-11-2007.
1 af 2
Hafísbreiða er nú nokkuð nálægt landi miðað við árstíma samkvæmt ískönnunarflugi Landhelgisgæslu Íslands í gær.
Samkvæmt upplýsingum gæslunnar er ísinn næst landi 18 sjómílur norður af Straumnesi,enn ísin er gysin enn samt nokkuð um þéttar spangir.
Sjáið kort hér að neðan sem eru frá Landhelgisgæslunni og einfölduð mynd frá Hafísdeild jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
Vefumsjón