Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. janúar 2008

Rafmagnslaust í hluta Árneshrepps.

Rafstöðin Gjögurflugvelli.
Rafstöðin Gjögurflugvelli.
Nú er rafmagnslaust frá Bæ og til Kjörvogs,það er talið að slitin lína sé þarna á milli,enn mikið hvassviðri var í nótt.
Rafmagnslaust hefur verið frá um 04:00 í nótt.
Menn frá Orkubúinu á Hólmavík eru á leið norður til að gera við.
Leyðinda veður er nú,slydda orðin og nokkur vindur sunnan 14 til 17 m/s.
Dísel vélar eru keyrðar í Litlu-Ávík hjá Sigursteini bónda enn hann keyrir inn rafmagn á rafgeyma í símahúsi svo símasamband detti ekki út líka,á veðurstöðinni í Litlu-Ávík er einnig keyrð vél,og einnig fer rafstöð í gang sjálfkrafa þegar rafmagn fer af á Gjögurflugvelli,og þar með sendir sjálfvirka veðurstöðin á Gjögurflugvelli veðurskeytin á klukkutíma fresti sem og venjulega.
Myndin hér að neðan er frá Guðbirni Charlessyni umdæmisstjóra flugvalla á Vestfjörðum.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. desember 2007

Gleðilega Áramótahátíð.

Vefsíðan Litlihjalli.it.is óskar ykkur góðir lesendur nær og fjær bestu óskir um Gleðilega Áramótahátíð.
Góður Guð gefi ykkur öllum slysalaus áramót.
Bestu óskir úr Árneshreppi um Gleðilegt Nýtt Ár.
Jón Guðbjörn Guðjónsson
Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. desember 2007

Flogið var á Gjögur í dag.

TF-ORD á Gjögurflugvelli.
TF-ORD á Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir komu sína síðustu ferð í dag fyrir áramót,með póst og farþegi fór.
Það átti að fljúga í gær enn hvergi var flogið vegna óveðurs á landinu í gær.
Það má segja að í dag hafi þetta rétt sloppið nú um hádegið,því mjög dimm él eru.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. desember 2007

Rafmagnsftruflanir.

Nokkuð hefur verið um rafmagnstruflanir í dag,aldrey lengi enn slær oft út þannig að tölvur detta út.
Ekki er vitað hvað veldur nema óveðrið.
Nú er rafmagn búið að vera stöðugt í um klukkutíma.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. desember 2007

Flugi aflýst.

Flugfélagið Ernir hafa aflýst öllu flugi í dag vegna veðurs,reyndar á það við um allt flug á landinu.
Nokkrir farþegar bíða eftir flugi frá Gjögri.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. desember 2007

Flug tókst á Gjögur í dag.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.TF-ORD.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.TF-ORD.
Flug tókst á Gjögur í dag,enn ekki var hægt að fljúga í gær vegna veðurs.
Næsta flug Flugfélagssins Ernis er þann 30 sunnudag og verður það þá síðasta ferð fyrir áramót.Nánar á www.ernir.is
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. desember 2007

Snjómokstur.

Myndasafn.
Myndasafn.
Nú stendur yfir snjómokstur innansveitar Norðurfjörður-Gjögur.
Einnig er verið að opna veginn frá Bjarnarfirði og norður um til Gjögurs.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. desember 2007

Flugi aflýst á Gjögur í dag.

Þá er búið að aflýsa flugi til Gjögurs í dag,vegna hvassviðris(hliðarvindur á flugbraut)og mikils éljagangs.
Athugað verður á morgun.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. desember 2007

Engin messa var í gær.

Guðsþjónustu sem átti að vera í gær annan dag jóla í Árneskirkju var aflýst vegna veðurs.
Ófært var frá Hólmavík og norður,þannig að prestur komst ekki.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. desember 2007

Jólakveðja.

Heimasíðan Litlihjalli.it.is sendir öllum lesendum sínum nær og fjær Bestu Jólakveðjur.
Og megi Góður Guð gefa ykkur slysalausa Jólahátíð.
Bestu Jólakveðjur úr Árneshreppi.
Jón Guðbjörn Guðjónsson Litlu-Ávík.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Skip á Norðurfirði.30-04-2006.
  • Pétur og Össur.
Vefumsjón