Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. desember 2007

Útgáfugleði í Iðnó.

Bók Hrafns.
Bók Hrafns.
Á sunnudag 2 desember kl 15:00 er boðið til útgáfugleði í Iðnó vegna bókar Hrafns Jökulssonar;Þar sem vegurinn endar, sem fengið hefur frábærar viðtökur.Hófið er jafnframt haldið til að kynna útgáfubækur Skugga forlags,sem stofnað var á vordögum.
Allir eru velkomnir,en Strandamenn alveg sérstaklega velkomnir.
Boðið verður upp á veitingar úr Árneshreppi.
Heiðursgestur verður Guðmundur Jónsson frá Stóru-Ávík.
Iðnó er við Reykjavíkurtjörn,gegnt Ráðhúsinu.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. nóvember 2007

Rafmagn komið á.

Rafmagn kom á aftur um 08:45 í morgun,enn rafmagnslaust hefur verið frá því snemma í morgun og truflanir í nótt.
Orkubúsmenn á Hólmavík vita ekki nákvæmlega hvað skeði enn sleigið var út við Selá í Steingrímsfirði enn hitastig gæti bent til þess að ísing hafi valdið útslætti.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. nóvember 2007

Rafmagnslaust.

Rafmagnslaust er nú hér í Árneshreppi,þegar undirritaður kom á fætur 05:40 var rafmagnslaust og verið síðan enn truflanir voru fyrr.
Nánar þegar fréttist hvað veldur.
Vitlaust veður er núna NA 22 til 28 m/s.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. nóvember 2007

Hafís nokkuð nálægt Vestfjörðum.

Kort frá Landhelgisgæslunni 22-11-2007.
Kort frá Landhelgisgæslunni 22-11-2007.
1 af 2
Hafísbreiða er nú nokkuð nálægt landi miðað við árstíma samkvæmt ískönnunarflugi Landhelgisgæslu Íslands í gær.
Samkvæmt upplýsingum gæslunnar er ísinn næst landi 18 sjómílur norður af Straumnesi,enn ísin er gysin enn samt nokkuð um þéttar spangir.
Sjáið kort hér að neðan sem eru frá Landhelgisgæslunni og einfölduð mynd frá Hafísdeild jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. nóvember 2007

Fé tekið inn og rúið.

Sigursteinn í Litlu-Ávík við rúning.
Sigursteinn í Litlu-Ávík við rúning.
Fé tekið inn.
Nú undanfarna daga hafa bændur í Árneshreppi verið að taka fé inn á hús á gjöf og byrjað að rýja það þó tíð sé sæmileg nú sem stendur enn umhleypingar hafa verið undanfarið.
Reynt er að ná fénu sem mest þurru inn og eftir að búið er að rýja það er féið komið á fulla gjöf og ekki sett út aftur á þessum vetri.
Byrjað er að taka ásetningslömb frá í haust og hrúta inn,siðan fullorðna féið.
Bændur eru misjafnlega lángt komnir með að taka fé inn og rýja.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. nóvember 2007

Finnbogastaðaskóli.

Finnbogastaðaskóli.
Finnbogastaðaskóli.
Þessir tveir nemendur Finnbogastaðaskóla Júlíana Lind Guðlaugsdóttir tíu ára í 5 bekk
og Ásta Þorbjörg Íngólfsdóttir sjö ára í 2 bekk hafa nú verið í femaviku og taka þar viss verkefni.
Fyrst var farið í Hundatal í Árneshreppi,þar fengu þær út að 12 hundar séu í hreppnum auk þess einn skemmtilegur gestahundur.
Hundagatalið er þetta.
Djúpavík:Tína
Kjörvogur:Visa
Litla-Ávík:Sámur
Finnbogastaðir:Kolla og Tíra
Bær:Elding
Árnes:Hæna,Tíra og Rósa
Melar:Grímur
Steinstún:Lappi
Krossnes:Vala og gestur er Spori.
Nemendunum þótti það dálítið sérstakst að það eru helmingi fleiri tíkur en hundar.

Síðan tóku stúlkurnar fyrir hvað margar kisur væru í sveitinni,þær gerðu það með því að hringja á bæina fyrst spurt um nafn þeyrra og hvað kisunum finnst mest gaman að gera.
Kisurnar eru aðeins fjórar.
Kisutal í Árneshreppi.
Krossnes:Gloría er norskur skógarköttur sem þykir skemmtilegast að leika sér.Ekki er vitað um aldur,enn er læða.
Bær:Ögn er heimilisköttur sem þykir skemmtilegast að leika sér,ekki vitað um aldur enn er læða.
Finnbogastaðir:Pisl er fjórtán ára læða Henni þykir skemmtilegast að sofa.
Litla-Ávík:Branda sem þykir skemmtilegast að veiða,er tíu ára læða.
Börnunum fannst það verst eftir þessa rannsókn að engin högni sé í sveitinni og því litlar líkur á að kettlingar kæmu í heiminn.

Nú eru nemendurnir tveir að skrá niður nöfn fjalla í Trékylliavík og stendur yfir kosning á skólavefnum um hvaða fjall er fallegast.Í dag þegar 45 hafa kosið er Reykjaneshyrna með 46,7 % Hlíðarhúsafjall(Urðartindur) með 13´3% og Árnestindur með 11,1 %.
Það má sjá vef skólans hér undir Tenglar og Finnbogastaðaskóli.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. nóvember 2007

Bíll frá KSH með fóðurbæti.

Bíll frá KSH.
Bíll frá KSH.
Í dag kom flutningabíll frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Hólmavík með fóðurbæti til bænda í Árneshreppi,enn það er yfirleitt eina ferð Kaupfélagsbílsins norður í Árneshrepp,því Strandafrakt sér um áætlun frá vori til hausts.
Góð færð var í dag auðir vegir enn yfirborðs aurbleyta á stöku stað enda sumarhiti 10 stig eftir frost við jörð undanfarið.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. nóvember 2007

Hrafn gefur bók á heimilin.

Bókin Þar sem vegurinn endar.
Bókin Þar sem vegurinn endar.
1 af 2
Hrafn Jökulsson hefur gefið eintak af sinni nýju bók Þar sem vegurinn endar,á hvert heimili í Árneshreppi.
Sagan í bókinni gerist að mestu í Árneshreppi mest í Stóru-Ávík þar sem Hrafn var ungur drengur í sveit í nokkur sumur,Hrafn fer í sögunni langt aftur í aldir og tengir það skemmtilega saman stöðum eða mönnum í sveitinni.
Skuggi forlag gefur bókina út.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. nóvember 2007

Lesið verður úr nýrri bók Hrafns Jökulssonar.

Stjórn Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík(burtfluttra Árneshreppsbúa)hefur beðið Litlahjalla að auglýsa aukadagskrá sem verður á aðalfundi félagsins sunnudaginn 11 nóvember kl 14:00,eins og auglýst var hér á síðunni 31-október.
Auk þess sem auglýst var þá er:
Að lesið verður úr nýrri bók Hrafns Jökulssonar sem heitir Þar sem vegurinn endar,og gerist sagan í Árneshreppi,bróðir Hrafns Illugi Jökulsson mun lesa valda kafla úr bókinni.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. nóvember 2007

Land undir Gjögurflugvöll var tekið eignarnámi.

Frá Gjögri,Mynd Rúnar S.
Frá Gjögri,Mynd Rúnar S.
Litlahjalla bárust þessar gömlu heimildir nú á dögunum.

Matsnefnd eignarnámsbóta, úrskurður 19. september 1980
19.9.1980
Ár 1980, föstudaginn 19. september var í Matsnefnd eignarnámsbóta skv. l. nr. 11/1973 tekið fyrir matsmálið:

Flugráð
gegn
Eigendum Gjögurs,
Árneshreppi,
Strandasýslu

og í því kveðinn upp svohljóðandi

ú r s k u r ð u r :

I.

Með beiðni dags. 20. mars 1980 hefur Pétur Einarsson, lögfræðingur, f.h. Flugráðs fari þess á leit við Matsnefnd eignarnámsbóta, að framkvæmt verði mat á landsvæði, sem þörf er talin á undir flugvöll að Gjögri í Árneshreppi, Strandasýslu. Vísar hann í þessu efni til laga um loftferðir nr. 36/1964, 64. gr., er kveði á um heimild til eignarnáms, enda telji Flugmálaráðherra að mannvirkjagerðin sé frá almennu sjónarmiði æskileg. Þá vísar lögmaðurinn til 1. gr. laga um framkvæmd eignarnáms nr. 11/1973.

Að beiðni hreppsnefndar Árneshrepps dags. 4. maí 1979 og 14. desember 1979 samþykkti Flugráð á fundi sínum 31. jan. 1980, að fara þess á leit við samgönguráðuneytið, að það hlutist til um eignarnám á landi undir flugvellinum á Gjögri á Ströndum, enda greiði Árneshreppur allan kostnað við eignarnámið, sbr. bréf oddvita Árneshrepps dags. 4. maí og 14. des. 1979.

Með bréfi dags. 5. febr. 1980 samþykkti samgönguráðherra, að eignarnámið skuli fram fara, með eftirfarandi orðum: "Með hliðsjón af þeim rökum er ráðið (Flugráð) færir fram til stuðnings málaleitan sinni getur ráðuneytið fallist á nauðsyn eignarnáms hins umrædda lands með heimild í 64. gr. l. nr. 34, 21. maí 1964 um loftferðir, en telur að framkvæmd hinnar umbeðnu gerðar eigi að vera á vegum Flugráðs."

Samkvæmt þessu telur matsbeiðandi fullnægjandi heimild til eignarnáms liggja fyrir í málinu.

Um ástæður til eignarnámsins skýrir eignarnemi svo frá, að á Gjögri hafi verið ruddur melur fyrir allöngu, sem notaður hafi verið sem sjúkraflugvöllur. Flugmálastjórnin hafi haldið þeim velli við og launað starfsmann er sinni flugi á völlinn og vellinum sjálfum. Vaxandi umferð sé um þennan flugvöll og þjóni hann afskekktu byggðarlagi með fólksflutningum, póstflugi, vöruflugi og sjúkraflugi. Vegna sérstöðu byggðalagsins sé flugvöllur á þessum stað beinlínis lífsnauðsyn. Nú séu aðstæður þannig á flugvellinum að þær séu mjög frumstæðar og verði því að gera þar miklar framkvæmdir, til þess að lágmarkskröfum til öryggis sé fullnægt. Brautina þurfi bæði að hækka og lengja mikið. Setja þurfi niður brautarljós og koma fyrir aðflugsljósum og stefnuvita. Þá þurfi að reisa þarna farþegaskýli. Allar þessar framkvæmdir kosti ekki mikið undir 200 millj. króna á verðlagi í dag. Vegna mikilvægis flugsamgangna fyrir þetta einangraða hérað sé brýn nauðsyn að fá umráð yfir landi undir flugvöll á þessum stað.

Hreppsnefnd Árneshrepps hafi um árabil reynt samninga við eigendur jarðarinnar að Gjögri vegna þessa máls, en margir þeirra hafi verið ófáanlegir til þess að láta landið af hendi. Engin kostur hafi því verið á samningum og eignarnám sé því eina úrræðið.

Landsvæði það sem þörf er á undir flugvöll er sýnt á framlagðri teikningu Ólafs Pálssonar, verkfræðings, dags. 28. febr. 1980. Spildan nær frá túngirðingu í norðvestri og 1050 m. í norðaustur. Breidd spildunnar er 150 metrar nema nálægt miðju brautarlendingarinnar norðanmegin er ætlað land undir hlað og farþegaskýli 100 x 50 m. Land þetta er allt afmarkað með rauðum línum á umræddum uppdrætti. Landsvæðið er allt 16,25 ha. að flatarmáli. Þá krefst Flugráð umferðarréttar um veg frá flugvelli út á þjóðveg. Er Matsnefndin beðin um að meta þann rétt, ef það geti talist til verðs hjá eignarnámsþola.

Eignarnemi telur að eignaskerðing eignarnámsþola sé óveruleg. Um sé að ræða óræktaðan mel, sem að mati kunnugra manna sé óræktanlegur. Eignarnámsþoli hafi aldrei svo vitað sé haft af landsvæði þessu nokkurn arð. Í leysingum hafi landsvæði þetta orðið allt eitt forarsvað. Í umhleypingum hafi landið verið erfitt yfirferðar. Hins vegar megi leiða rök að því, að gerð flugvallar þarna sé til mikilla hagsbóta fyrir eignarnámsþola. Megi reikna með að annað land jarðarinnar hækki í verði svo og að aukin ferðamannastraumur geti haft í för með sér margvíslegan hagnað fyrir eigendur jarðarinnar. Samkvæmt upplýsingum sýslumanns Strandasýslu er jörðin Gjögur óskipt sameign að undanskildu því, að Sigurður Sveinsson er talinn eigandi að lóð undir húsi skv. kaupsamningi dags. 21. nóv. 1917 og Níels Jónsson er talinn eigandi að lóð (Grænhól) skv. afsali dags. 7. janúar 1903.

Í óskiptri sameign eiga því eftirfarandi aðilar jörðina Gjögur:
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Ragna-Badda og Bía.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
Vefumsjón