Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. desember 2007

Farið varlega með opin ljósfæri.

Þetta má alls ekki.
Þetta má alls ekki.
Góðir lesendur.
Vefsíðan Litlihjalli,hefur undanfarin 2 ár beðið lesendur sína að fara varlega með ljósfæri(opin ljós)um jóla og áramótahátíðar,þá er mest hættan að fólk gleymi sér í skreytingunum og láti óvart ljós loga niðrí skreytingar.
Þetta sína rannsóknir gegnum árin, af yfirvöldum.
Margir eru í sumarbústöðum um jól og velja alskinns ljós sem eiga að minna á gamla daga enn eru náttúrlega stórhættuleg eins og lampaljós sem nú eru í tísku.
Á meðfylgjandi mynd er lampi settur undir efri skáp á eldhúsinnréttingu,sem alls ekki má ske,munið það góðir lesendur að fara varlega með jólaljósin og sýnum fordæmi.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. desember 2007

Ernir með tvær ferðir á Gjögur í dag.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Flugfélagið Ernir kom tvær ferðir á Gjögur í dag.
Eitthvað var um farþega,enn aðallega var þetta jólapóstur og vörur í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði,allur póstur kom með fyrri ferðinni,og nú er búið að dreifa honum á bæi,þannig að nú ætti mestallur jólapóstur að vera komin til Árnehreppsbúa.
Næsta flug er áætlað á Þorláksmessu 23 sunnudag kl 14:00 ef veður leifir annars athugað á aðfangadag.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. desember 2007

Áætlun Ernis á Gjögur um jól og áramót.

Myndasafn.
Myndasafn.
Smá breyting verður á flugi Flugfélagsins Ernis á Gjögur um jól og áramót.
Flogið verður þann 23 á sunnudag Þorláksmessu kl 14:00 frá Reykjavík,í stað mánudags 24 sem er aðfangadagur.
Og þann 30 sunnudag er áætlun úr Reykjavík kl 14:00,í stað mánudags 31.
Á morgun 20,fimmtudag er flug á venjulegum tíma kl 13:00 og einnig þann 27,fimmtudag.
Nú er mjög slæm spá fyrir Þorláksmessu,enn þá er aðfangadagur uppá að hlaupa.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. desember 2007

Nýtt þak komið á fjárhúsin á Melum.

Þakið komið á.
Þakið komið á.
Þá er nýtt þak komið á fjárhúsin á Melum I það kláraðist seinni partin í dag.
Eftir er að einangra í loftið,það verður gert seinna í vetur.
Að sögn Björns bónda Torfasonar verður féið sett inn þar aftur á morgun,enn féinu var komið fyrir í fjárhúsunum á prestsetrinu í Árnesi eftir fokið og meðan á viðgerð stóð.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 15. desember 2007

Tveir bílar frá Strandafrakt komu.

Unnið við fjárhúsþak og bíll affermdur.
Unnið við fjárhúsþak og bíll affermdur.
1 af 2
Tveir flutningabílar frá Strandafrakt á Hólmavík komu norður í Árneshrepp í dag.
Annar bíllinn kom með þakjárn og annað byggingarefni í fjárhúsin á Melum I til Björns bónda Torfasonar.
Á Melum er byrjað á fullu að skipta um þak og fullt af mannskap að vinna við þakið,enn um helmingur fjárhúsþakssins fauk þann 13 síðastliðin í ofsaroki.
Flutningabílarnir tóku síðan ullina hjá bændum,enn ullin fer í Ullarþvottastöð Ístex hf á Blönduósi.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. desember 2007

Fjárhúsþak fauk.

Mest af þakinu farið.
Mest af þakinu farið.
Foktjón í Árneshreppi.
Talsvert tjón varð að bænum Melum I í Árneshreppi í nótt eða morgun í rokinu þegar járnklæðning fauk af fjárhúsum að mestu leiti öðrum megin fé sakaði ekki.
Féið verður flutt í önnur fjárhús til bráðabirgða þangað til hægt verður að setja nýtt þak á fjárhúsin.
Mikið rok var í nótt og fram á morgun.
Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var vindur suðlægur kl sex í morgun og jafnavindur 28 m/s og kviður í 36 m/s eða í 12 gömul vindstig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. desember 2007

Rok og rafmagnstruflanir.

Jón G G les af hitamælum.
Jón G G les af hitamælum.
Nú er rok,á veðurstöðinni í Litlu-Ávík kl 06:00 voru sunnan 28 m/s og kviður í 36 m/s sem er 12 vindstig.
Þetta veður gengur fljótt yfir enn hvassviðri aftur annað kvöld.
Rafmagnstruflanir voru í nótt enn verið stöðugt síðan um 05:15,víða hafa verið truflanir á rafmagni á Vestfjörðum og Vesturlandi.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 9. desember 2007

Jólasería.

Möggustaur Reykjaneshyrna í baksín.
Möggustaur Reykjaneshyrna í baksín.
Þá er búið að setja jólaseríu á svonefndan Möggustaur við veðurathugunarhúsið í Litlu-Ávík eins og venjulega í desember.
Fólk í hreppnum var byrjað strax um mánaðarmót að setja jólaseríur og önnur jólaljós,enn alltaf er byrjað að setja aðventuljós í glugga fysta sunnudag í aðventu.
Dálítill snjór féll af himni ofan í nótt og fram á morgun í éljum í hægri austanátt.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. desember 2007

Aðventuhátíð kórs Átthagafélgssins.

Kór Átthagafélagssins.
Kór Átthagafélagssins.
1 af 3
Aðventuhátíð kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin sunnudaginn 9. desember í Bústaðakirkju og hefst kl :16.30.
Þar mun stjórna Krisztina Szklenár söng kórsins,og einnig mun barnakórinn syngja nokkur lög undir stjórn Jensínu Waage.
Hugvekju flytur Kristín Árnadóttir skólastjóri og djákni á Borðeyri.
Með kórnum leika,
Hjörleifur Valsson á fiðlu
Magnea Árnadóttir á flautu og Bryndís Björgvinsdóttir á selló.
Aðventuhátíðinni líkur svo með hinu margrómaða kaffihlaðborði kórsins og það er innifalið í miðaverði.
Miðaverð er kr.2.000 fyrir fullorðna,enn frítt er fyrir börn 14 ára og yngri.
Það er von kórsins að flestir hafi tök á að koma og eiga með okkur góða stund.
Ánægjulegt er að vita að mörgum,Strandamönnum þykir aðventuhátíðin ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna.
Það má geta þess að kór Átthagafélags Strandamanna verður 50 ár á næsta ári.
Hér með eru myndir af kórnum og af Bústaðakirkju en þær myndir sendi séra Pálmi Mattíasson vefnum.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. desember 2007

Hægviðri eða Logn.

Fugl á vindstefnumælinum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Fugl á vindstefnumælinum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Nú í kvöld kl 21:00 gaf veðurstöðin í Litlu-Ávík upp logn,enn annars í dag var suðaustan 1 til 2 metrar og eða breytileg átt.Annars var yfirleitt við Húnaflóann hægviðri smá slydda á Hrauni á Skaga og hiti um og rétt yfir frostmarki enn farið að frjósa við jörð.
Þegar veðurathughunarmaðurinn í Litlu-Ávik fór að fylgjast með mælum í dag á milli 5 og 6 þá fannst honum vindstefnumælirinn hreyfast dáldið mikið í þessu hægviðri,og fór út að athuga uppi í staur,þá sat þar fugl á mælinum og þegar hann blakti vængjum þá fór vindstefnumælirinn í hringi,já það er margt að varast í veðrinu í logni eða hægviðri.
Undirritaður náði mynd fyrir um þrem árum við nákvæmlega eins aðstæður,og sú mynd fylgir hér með.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Kaupfélagshúsin á Norðurfirði 10-03-2008.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Ásdís Thoroddsen bílstjóri og fararstjóri ásamt 11 erlendum ferðamönnum og Sigursteini í Litlu-Ávík.07-07-2011.
Vefumsjón