Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. desember 2007

Rafmagnsftruflanir.

Nokkuð hefur verið um rafmagnstruflanir í dag,aldrey lengi enn slær oft út þannig að tölvur detta út.
Ekki er vitað hvað veldur nema óveðrið.
Nú er rafmagn búið að vera stöðugt í um klukkutíma.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 30. desember 2007

Flugi aflýst.

Flugfélagið Ernir hafa aflýst öllu flugi í dag vegna veðurs,reyndar á það við um allt flug á landinu.
Nokkrir farþegar bíða eftir flugi frá Gjögri.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. desember 2007

Flug tókst á Gjögur í dag.

Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.TF-ORD.
Flugvél Ernis á Gjögurflugvelli.TF-ORD.
Flug tókst á Gjögur í dag,enn ekki var hægt að fljúga í gær vegna veðurs.
Næsta flug Flugfélagssins Ernis er þann 30 sunnudag og verður það þá síðasta ferð fyrir áramót.Nánar á www.ernir.is
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. desember 2007

Snjómokstur.

Myndasafn.
Myndasafn.
Nú stendur yfir snjómokstur innansveitar Norðurfjörður-Gjögur.
Einnig er verið að opna veginn frá Bjarnarfirði og norður um til Gjögurs.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. desember 2007

Flugi aflýst á Gjögur í dag.

Þá er búið að aflýsa flugi til Gjögurs í dag,vegna hvassviðris(hliðarvindur á flugbraut)og mikils éljagangs.
Athugað verður á morgun.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. desember 2007

Engin messa var í gær.

Guðsþjónustu sem átti að vera í gær annan dag jóla í Árneskirkju var aflýst vegna veðurs.
Ófært var frá Hólmavík og norður,þannig að prestur komst ekki.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. desember 2007

Jólakveðja.

Heimasíðan Litlihjalli.it.is sendir öllum lesendum sínum nær og fjær Bestu Jólakveðjur.
Og megi Góður Guð gefa ykkur slysalausa Jólahátíð.
Bestu Jólakveðjur úr Árneshreppi.
Jón Guðbjörn Guðjónsson Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. desember 2007

Spái hvítum jólum.

Ég undirritaður spái nú hvítum jólum hér í Árneshreppi,miðað við jarðlag núna í kvöld er jörð alhvít eftir élin í dag og snjókomuna nú seinnipartin.
Enn það sem gildir er jarðlag(snjólag)að morgni jóladags kl 09:00,enn ekki annar tími dagsins,nú lítur vel út með að þessi snjór haldist og jafnvel bætist við þó vindur fari í suðlægar áttir í bili.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. desember 2007

Síðasta flug fyrir jól.

Myndasafn.
Myndasafn.
Þá er Flugfélagið Ernir búnir að fljúga á Gjögur sitt síðasta flug fyrir jól.
Talsverðu éljagangur hefur verið í dag.
Næsta flug á Gjögur er á fimmtudaginn 27 desember.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. desember 2007

Guðsþjónusta í Árneskirkju.

Mynd Rúnar S.
Mynd Rúnar S.
Guðsþjónusta verður í Árneskirkju á Annan dag Jóla ef veður leyfir,séra Sigríður Óladóttir mun prédika.

Atburðir

« 2025 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Íshrafl við Selsker 22-08-2009.
  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
  • Jón Guðbjörn sendir veðurskeyti.
Vefumsjón