Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. júlí 2007 Prenta

Öll mælitæki yfirfarin á veðurstöðinni.

Elvar upp í vindmælastaur.
Elvar upp í vindmælastaur.
1 af 2
Nú undanfarna tvo daga hefur Elvar Ástráðsson Deildariðnfræðingur frá Veðurstofu Íslands yfirfarið öll tæki á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Undirstöður undir úrkomumæla eru máluð og mælaskíli,eða allt málað sem mála þarf.
Allir hitamælar eru bornir saman í mismunandi heitu eða köldu vatni með prufumæli,allt kom það vel út.
Vindstefnu og vindhraðamælar smurðir eða skipt um ef þarf.
Svona eftirlit er gert á þryggja ára fresti.
Einnig var úrkomumælir tekin niður á Munaðarnesi enn fólkið flutti þaðan 2005,og höfði því verið úrkomumælingar þar frá 1995 eða í tíu ár.
Elvar ásamt Hreini Hjartarsyni veðurfræðing settu upp tækin bæði í Litlu-Ávík og úrkomustöðvarnar í Munaðarnesi í ágúst 1995,og eins í Steinadal í Kollafirði.
Myndir hér að neðan teknar í þokubrælu sérstaklega af Elvari upp í mælastaur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Ásbjörn Þorgilsson grefur fyrir grunninum.22-08-08.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
Vefumsjón