Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. febrúar 2008

Yfirlit yfir veðrið í janúar 2008.

Frá Gjögri.
Frá Gjögri.
Veðrið í janúar 2008.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Mánuðurinn var kaldur enn snjóléttur.
Vindur náði 12 vindstigum 40 og 42 m/s eða meira í kviðum í ofsaveðrinu 27.
Dálítill frostakafli var frá 13 og út mánuðin nema 22 og 27 þá var smá bloti.

Samdráttur dagar vikur.
1-4:Sunnan og Suðaustan,allhvass þann 1 síðan kaldi og stinníngsgola,rigning,slydda,él,hiti 1 til 9 stig.
5:Austan stinníngskaldi,rigning,hiti 2 til 4 stig.
6-7:Suðvestan gola eða kaldi,rigning síðan slydda og él þann 7,hiti 1 til 3 stig.
8-11:Norðaustan stinníngsgola eða kaldi,él eða slydda,þurrt þann 10,hiti 0 til 3 stig.
12-16:Austan andvari eða gola enn kaldi þann 15,þurrt þann 14,smá él enn smávegis snjókoma þann 16,frost 0 niðrí 5 stig.
17:Sunnan stinníngsgola eða kaldi,úrkomulaust,hiti frá 3 stigum niðrí 2 stiga frost.
18:Breytileg vindátt með golu í fyrstu síðan Norðaustan stinníngskaldi og norðvestan allhvass um tíma um kvöldið snjókoma,frost 2 til 5 stig.
19-20:Suðvestan og Norðvestan seinni dagin,stinníngsgola,smá él,frost frá 1 stigi til 5 stig.
21:Austlæg vindátt,gola,þurrt,frost 0 til 2 stig.
22:Austan í fyrstu kaldi síðan Suðvestan og allhvass um tíma,smá rigning síðan él,hiti 2 til 5 stig.
23-26:Suðvestan og Sunnan mest kaldi,él,frost 1 til 4 stig.
27:Austan í fyrstu með allhvössum vindi,síðan snérist í sunnan og suðvestan,þá með ofsaveðri fram á nótt,snjókoma í fyrstu síðan rigning og skúrir og él eftir miðnætti.Frost í fyrstu síðan hlýnaði ört hiti fór í 6,6 stig
28-30:Suðvestan og Vestan stinníngsgola eða kaldi,smá él,frost 2 til 6 stig.Snérist í Norðan og Norðaustan með snjókomu um kvöldið þann 30.
31:Norðan hvassviðri eða allhvass með mjög dimmum éljum,frost 4 til 8 stig.
Úrkoman mældist 55,9 mm.
Úrkomulausir dagar voru 3.
Mestur hiti var þann 3 þá 8,6 stig.
Mest frost var þann 31 þá 8,4 stig.
Jörð var talin alhvít í 16 daga.
Jörð var talin flekkótt í 8 daga
Auð jörð því í 7 daga.
Mesta snjódýpt mældist dagana 20 og 21= 16 sm báða dagana.
Sjóveður:Oft slæmt í sjóin þótt veðuhæð hafi oftast ekki verið mikil.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 1. febrúar 2008

Opnað í Árneshrepp.

Kort Vegagerðar.
Kort Vegagerðar.
Nú er Vegagerðin að moka norður frá Bjarnarfirði og norður í Árneshrepp samkvæmt vef Vegagreðarinnar.
Talsverður éljagangur er ennþá eins og í gær.
Vindur er N eða NNV 9 til 11 m/s frost 8 til 9 stig.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 27. janúar 2008

Ofsaveður.

Sjóinn skefur Úr myndasafni.
Sjóinn skefur Úr myndasafni.
Ofsaveður er nú á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Eftir að vindur snérist til Suðvesturs bálhvesti og hefur verið nú undanfarna 2 tíma.
Vindur nú er Suðsuðvestan 32 m/s og hviður í 44 m/s sem er langt yfir 12 vindstigum gömlum.
Rigning er og hiti 4,9 stig.
Mjög svellað er og varla stætt á milli húsa
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. janúar 2008

Smá reki.

Dregin upp spýta úr fjörunni í Litlu-Ávík 08-01-2008.
Dregin upp spýta úr fjörunni í Litlu-Ávík 08-01-2008.
1 af 2
Í dagin þegar ríkti í smá tíma Norðaustanáttir og síðan Norðvestan sást smávegis vottur af reka á fjörum,mest er þetta rusl og eða lélegt timbur.
En þetta sýnir að einhver vottur er af spítum í sjónum.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. janúar 2008

Sveinbjörg valin íþróttamaður ársins.

Sveinbjörg mynd BB.ÍS Baldur S Einarsson.
Sveinbjörg mynd BB.ÍS Baldur S Einarsson.
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir var valin íþróttamaður ársins 2007 í Bolungarvík í hófi í Einarshúsi í gær.
Sveinbjörg æfir með íþróttafélaginu Ívari og hreppti tvenn verðlaun á sumarleikum Special Olympica sem fóru fram í Shanghai í Kína í haust.
Sveinbjörg keppti í boccia með stórgóðum árangri.
Sveinbjörg er ættuð héðan úr Árneshreppi og ólst upp hjá foreldrum sínum Sveinbirni Sveibjörnsini og Ingibjörgu Skúladóttur sem bjuggju í mörg ár í Norðurfirði.Ingibjörg heitin móðir Sveinbjargar var frá Ljótunnarstöðum enn Sveinbjörn faðir Sveinbjargar er frá Litlu-Ávík,þannig að Sveinbjörg er því algjör Strandamaður í báðar ættir.
Sjá nánar á www.bb.is.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. janúar 2008

Snjómokstur.

Kort af Vegagerðarvefnum.
Kort af Vegagerðarvefnum.
Nú stendur yfir snjómokstur hér innansveitar í hreppnum,ekki er um mikin snjó að ræða en nokkuð jafnt yfir.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 20. janúar 2008

Póstarnir í Árneshreppi.

Frá vinstri,Jón G-Guðbjörg og Björn.
Frá vinstri,Jón G-Guðbjörg og Björn.
Tveir landpóstar eru í Árneshreppi,það eru þeyr Björn Torfason á Melum sem sér um póstin frá póststöðinni 524 í Norðurfirði og til Trékyllisvíkur og á póststöðina í Bæ 523.
Þar tekur Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík við og tekur allan póst sem fer suður út á Gjögurflugvöll og tekur síðan allan póst sem kemur með flugvél úr Reykjavík,og fer með í Bæ og þar er póstur lesin í sundur og Jón dreifir að hluta í Trékyllisvík og endar í Litlu-Ávík.
Björn tekur póstin í Bæ og dreifir í hluta Trékyllisvíkur og fer með póstin í Norðurfjörð og eftir að póstur þar hefur verið lesin í sundur dreyfir hann á bæina í Norðurfirði.

Á bréfhirðingunni 524 í Norðurfirði hefur Gunnsteinn Gíslason séð um póstin í fleiri áratugi.
Á bréfhirðingunni 523 Bæ sér Guðbjörg Þorsteinsdóttir um póstin.
Á Kjörvogi 522 er einnig bréfhirðing,þar sér Sveindís Guðfinnsdóttir um póstin.
Á myndinni sem Pálína Hjaltadóttir tók eru landpóstarnir glaðbeittir á svip með Guðbjörgu stöðvarstjóra brosmilda á svip á milli sýn.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. janúar 2008

Bylur í dag.

Lítið skyggni var í dag.
Lítið skyggni var í dag.
Snjókoma hefur verið það sem af er degi og talsverð ofankoma,nú uppúr kl þrjú var norðan 13 m/s og snjókoma frost 3,6 stig,og lítið skyggni.
Síðan verður hvöss norðvestan átt í kvöld með éljum samkvæmt spám.
Myndin hér að neðan var tekin nú rétt áðan.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. janúar 2008

Norsk Veðurstofa með staðarspár.

Af síðu Norsku veðurstofunnar YR.NO/
Af síðu Norsku veðurstofunnar YR.NO/
Norsk Veðurstofa er með mjög nákvæmar veðurstaðarspár á Íslandi.
Ef farið er inná síðuna WWW.YR.NO/ er skrifað nafn veðursöðvar,tökum Litlu-Ávík sem dæmi skrifið þá Litla-Ávík og farið með músina yfir VÆR SQK og smellið þar,þá fáið þið staðarspá fyrir viðkomandi svæði allt í níu daga fram í tíman.
Veðurstofa Íslands er ekki komin með staðarspár ennþá nema fyrir nokkrar stöðvar.
Þið finnið slóðina líka hér á síðunni undir Tenglar og Norsk Veðurstofa.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. janúar 2008

Eru íbúar Árneshrepps annars flokks fólk.

Frá höfninni á Norðurfirði.
Frá höfninni á Norðurfirði.
Hrafn Jökulsson í viðtali við Bæjarins Besta.

Ekki hefur sést tæki frá Vegagerðinni í Árneshreppi frá áramótum, segir Hrafn Jökulsson sérlegur talsmaður hreppsins. Eftir að Hrafn flutti norður á síðasta ári með konu sinni, sem er skólastjóri Finnbogastaðaskóla, var hann beðinn um að aðstoða við björgun hreppsins og hefur hann verið duglegur við að vekja athygli á vanda byggðarlagsins síðan þá. Hrafn segir að mörg falleg orð hafi fallið um Árneshrepp á Alþingi en nú verði að taka af skarið, það sé fullur vilji til góðra hluta.

„Eitt það auðveldasta og ódýrasta sem hægt væri að gera og myndi leysa stóran vanda er að hætta að misskilja snjómokstursáætlunina. Á henni stendur að það eigi að moka tvisvar í viku, vor og haust en samt er ekki mokað eftir áramót. Ég talaði nýlega við vegamálastjóra Jón Rögnvaldsson um málið, en hann gat engu lofað," sagði Hrafn aðspurður um hvað væri fyrst hægt að gera í málefnum hreppsins.

Allt frá árinu 2002 hafa Alþingismenn talað um mikilvægi hreppsins fyrir þjóðfélagið, í framhaldi af þingsályktunartillögu vestfirskra þingmanna. Lofræðan hefur verið mikil en eins og fyrr hefur verið greint frá hefur lítið orðið áþreifanlegt úr tillögum nefndar sem var skipuð í framhaldi af þingsályktunartillögunni. Hrafn segir að það sé orðið tímabært að dusta rykið af tillögum nefndarinnar frægu. „Það er ömurlegt að fá ekkert áþreifanlegt út úr svona umræðum. Það er búið að vekja vonir fólksins og þetta verður eins og sálrænt farg, því fólkið hér eldist og sér engar lausnir í sjónmáli. Íbúarnir fá það á tilfinninguna að þeir séu annars flokks og þurfa að sætta sig við þriðja flokks þjónustu."

Jón Bjarnason þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hefur á hverju hausti frá því þingsályktunartillagan var samþykkt lagt fram fyrirspurn á Alþingi um stöðu málsins. Í fyrstu voru viðbrögðin öll á einn veg, menn voru sammála um mikilvægi þess og sáu enga fyrirstöðu í því að eitthvað yrði að gert. Undanfarin þing hefur þó borið á því að í svörum þingmanna og athugasemdum sé minnst á það fordæmi sem sértækar aðgerðir hefðu í för með sér. Árið 2003 sagði Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra í svari til Jóns: „Ég tel að sú samstaða sem náðist um þingsályktunartillöguna hafi verið afar sérstæð í þinginu og mikilvæg þannig að ríkisvaldið í hvaða mynd sem það er statt hefur hvorki efni né ástæðu til að draga lappirnar hvað þetta mál varðar."

Hrafn segir að það væri hægt að gefa gott fordæmi með sértækum aðgerðum. „Ein tillagan var að Árneshreppur verði tilraunasveitarfélag til fimm ára. Það væri hægt að skipa verkefnastjórn sem fengi fjármagn til að byggja sveitarfélagið upp og þetta gæti orðið merkileg tilraun á minnsta sveitarfélagi landsins og módel í því hvernig ætti að efla aðrar litlar byggðir."

„Það er hastarlegt þegar brýnustu aðgerðirnar eru framkvæmdar og það stendur eingöngu á framkvæmdavaldinu núna. Það eru margir sem vilja búa hér og það er hvorki flókið né dýrt að gera þeim það mögulegt. Það þarf að byrja á grunninum, eins og Össur Skarphéðinsson byggðamálaráðherra hefur lagt áherslu á í sínum málflutningi. Við þurfum síma, net, veg og þriggja fasa rafmagn," segir Hrafn Jökulsson, erindreki Árneshrepps.
Þessi frétt er af WWW.BB.ÍS
Myndin er frá Norðurfirði.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Úr sal.
  • Frá brunanum.
  • Platan steypt.01-10-08.
Vefumsjón