Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. mars 2008

Ekkert verður af Góugleði í kvöld

Snjókoma,Myndasafn.
Snjókoma,Myndasafn.
Ekkert verður af Góugleði sem halda átti í félagsheimilinu Árnesi hér í Árneshreppi í kvöld vegna veðurs.
Fyrst átti að halda þorrblót snemma í febrúar,en vegna framkvæmda í félagsheimilinu var því alltaf seinkað.
Síðan átti að halda góumót í kvöld en gífurleg snjókoma í gær og í nótt og skafrenningur í dag ullu því að útilokað er að byrja mokstur og halda vegum opnum fram á nótt innansveitar,þótt veður sé byrjað að ganga niður.
Athugað verður hvort verði hægt að halda hátíðina annað kvöld.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 1. mars 2008

Yfirlit yfir veðrið í febrúar 2008

Drangajökull séð frá Litlu-Ávík 05-02-2008.
Drangajökull séð frá Litlu-Ávík 05-02-2008.
Veðrið í Febrúar 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Yfirleitt var talsvert frost í mánuðinum en frá 14 til 19 gerði vetrarblota og gerði talsverð hlýindi þessa daga.
Rok eða stormur var þessa daga 8-10 og 12.
Vindur náði 12 vindstigum þann 10, í kviðum.

Yfirlit dagar vikur.
1:Norðvestan kaldi él frost 7 niðrí 9 stig.
2-4:Norðan og Norðaustan stinníngskaldi,él snjókoma um kvöldið þann 4,frost frá 8 stig upp í 0 stig.
5-6:Suðvestan stinníngsgola eða kaldi,smá él og skafrenningur,frost frá 0 niðrí 4 stig.
7:Austlægur gola í fyrstu með snjókomu,síðan Suðvestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum og miklum skafrenningi,frost 0 og niðrí 4 stig.
8:Sunnan og Suðaustan stormur eða rok,fyrst með éljum og síðan rigningu,frost í fyrstu enn síðan hita upp í 5 stig.
9:Sunnan og Suðvestan,allhvass í fyrstu síðan kaldi,snjóél,hiti frá 2 stigum og niðrí 3 stiga frost.
10:Suðvestan stormur eða rok,vindhraði yfir 12 vindstig í kviðum,mjög dimm él og skafrenningur,hiti 1 til 2 stig .
11:Suðvestan,kaldi í fyrstu enn allhvast og hvassviðri um kvöldið,dimm él og skafrenningur,hiti 2 stig niðrí 3 stiga frost.
12:Suðvestan stormur fram yfir hádegi síðan kaldi,dimm él og skafrenningur,frost frá 2 stigum niðrí 5 stig.
13:Breytileg vindátt,gola jafnvel logn,smá snjókoma og slydda um kvöldið hiti um 0 stigið.
14-19:Suðvestan eða suðlægar vindáttir oftast kaldi enn allhvass um tíma 18 og 19,rigning eða skúrir,hiti 2 upp í 9 stig.Snarkólnaði seinnipart 19.
20:Suðvestan síðan Norðvestan,stinníngskaldi,él síðan snjókoma,frost 0 til 2 stig.
21-24:Mest Suðvestlægar áttir,andvari upp í stinníngsgolu,él,frost frá 2 stigum niðrí 8 stig.
25-27:Norðaustan stinníngskaldi eða allhvass,snjókoma eða él,frost 1 til 3 stig.
28:Austan kaldi í fyrstu og snjókoma,síðan kul og bjartviðri,frost 3 til 7 stig.
29:Austan og Norðaustan kaldi síðan allhvass,él og skafrenningur,síðan Norðan hvassviðri og mikil snjókoma um kvöldið og nóttina,frost 1 til 7 stig.
Úrkoman mældist 69,8 mm.
Úrkomulausir dagar voru 2.
Mestur hiti var þann 19 þá 9,8 stig.
Mest frost var þann 1 þá -9,0 stig.
Jörð var talin alhvít í 23 daga.
Jörð var talin flekkótt í 6 daga.
Auð jörð því í 0 daga.
Mesta snjódýpt mældist dagana 8 og 28 og 29 þá 35 cm.
Sjóveður: Ekkert sjóveður 1 til 12,en sæmilegt frá 13 til 24,slæmt í sjóin 25 til 27,sæmilegt 28 og ekkert sjóveður 29 hlaupársdag.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. febrúar 2008

Fréttaritari RÚV tæknivæðist.

Kristín S Einarsdóttir Mynd Strandir.is
Kristín S Einarsdóttir Mynd Strandir.is
Ríkisútvarpið hefur nú aukið fréttaþjónustu sína á Ströndum og tæknivætt fréttaritara sinn á Hólmavík Kristínu Sigurrósu Einarsdóttur með svokölluðu nagra-upptökutæki sem nýtist við viðtöl á vettfangi.Fréttirnar eru síðan klipptar á staðnum og sendar vestur á Ísafjörð eða suður til Reykjavíkur eftir því sem við á.
Þessi tæknivæðing er mikil breyting til bóta,og munar miklu að geta farið út á vettvang og tekið viðtöl,í stað þeirra vikulega pistla sem hafa verið aðalfréttaefnið frá Ströndum síðan fréttaritari tók til starfa í júní í fyrra.
Ekki spillir að öll svona verkefni eru atvinnuskapandi á svæðinu.
Efnið er síðan klippt í tölvu og sent inn á ftp server Ríkisúpvarpssins.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir gefur einnig út eina prentaða fréttamiðil á Ströndum Gagnveg sem stofnað var 24 ágúst 2007.
Þessi frétt er úr blaði Kristínar Gagnvegi 9 tbl 2 árg.28 febrúar 2007.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. febrúar 2008

Snjómokstur

Kort af vef Vegagerðarinnar.
Kort af vef Vegagerðarinnar.

Nú stendur yfir mokstur Norðurfjörður-Gjögur og opnað er líka frá Bjarnarfirði til Gjögurs.
Talsvert hefur snjóað undanfarna daga.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. febrúar 2008

Árshátíð félags Árneshreppsbúa.

Gjögurviti Mynd Rúnar S.
Gjögurviti Mynd Rúnar S.
Árshátíð 2008

Árshátíð félagsins verður haldin laugardaginn 8.mars í Kiwanissalnum Engjateigi 11.
Húsið opnar kl.19.00 með fordrykk.
Borðhald hefst kl. 19.30.

Forsala miða verður laugardaginn 1.mars milli kl. 14.00 og 16.00 í Kiwanissalnum.
Miðaverð í mat og dansleik: 5.500.-
Miðaverð á dansleik eingöngu: 2.000.-

Matseðill:
Aðalréttur: Stórsteikarhlaðborð með öllu tilheyrandi.
Eftirréttur: Meistarapönnukaka ásamt heimatilbúnum ískúlum.

Veislustjóri:
Okkar ástsæli Guðbrandur Torfason.

Skemmtiatriði:
Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvaldsson skemmta matargestum. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi að borðhaldi loknu.

Allar nánari upplýsingar hjá Sigríði Höllu Lýðsdóttur í síma: 5554997 og 8643785 og hjá Kristmundi Kristmundssyni í síma 5650709 og 8982441.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. febrúar 2008

Landhelgisgæslan komin úr ískönnunarflugi.

Kort Landhelgisgæslu.
Kort Landhelgisgæslu.
Landhelgisgæsla Íslands var í ískönnunarflugi í dag.
Nú eru þeyr hjá LHÍ búnir að vinna úr gögnum eða mælingum úr fluginu og setja á kort.
Nú er lítil hætta á að hafís teppi siglingar fyrir Horn.
Ísin sem var á Húnaflóasvæðinu virðist hafa brotnað niður og annan ís rekið vestur fyrir Horn.
Á meðfylgjandi mynd sést þetta mjög vel.
Ísröndin var næst landi 26 sjómílur NNV frá Kögri og 29 sjómílur NV frá Straumnesi.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. febrúar 2008

Hafísin breytist hratt við Hornstrandir.

Gerfitunglakort frá HÍ Ingibjörg.
Gerfitunglakort frá HÍ Ingibjörg.
Samkvæmt nýustu upplýsingum frá Jarðvísindastofnun Háskólans breytast hafísspangirnar hratt nú í Norðaustanáttinni.
Talsverður hafís er nú úti fyrir miðjum Húnaflóa og við Hornstrandir,ísin færist nú vestur á bógin en gæti verið nær landi við Norðanverðar Hornstrandir.
Kort er hér með frá Ingibjörgu Jónsdóttur þar sem hún hefur teiknað inn ísin frá 23 til 25 febrúar eftir gerfitungamyndum.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. febrúar 2008

Alþjóðlegt atskákmót verður í Djúpavík.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
1 af 3
Skákfélagið Hrókurinn tilkynnir.

Minningarmót Páls Gunnarssonar í Djúpavík 20.-22. júní

Skákfélagið Hrókurinn heldur opið alþjóðlegt atskákmót í Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum, helgina 20.-22. júní til minningar um Pál Gunnarsson, einn af stofnendum Hróksins. Mjög vegleg verðlaun eru í boði og margvísleg hátíðahöld í tilefni af mótinu.

Minningarmót Páls Gunnarssonar er haldið í samvinnu við fjölskyldu Páls og eru heildarverðlaun á mótinu 500 þúsund krónur. Veitt verða verðlaun í mörgum flokkum, enda er mótið opið áhugamönnum á öllum aldri.

Meðal keppenda verða bæði erlendir og innlendir meistarar, en hægt er að skrá sig til þátttöku hjá Róbert Harðarsyni í chesslion@hotmail.com.

Teflt verður í ævintýralegu umhverfi í gömlu síldarverksmiðjunn í Djúpavík. Keppendum verður að auki boðið upp á skoðunarferðir um Árneshrepp, haldnir verða tónleikar, ljósmyndasýning opnuð, og slegið upp ósvikinni veislu að hætti Strandamanna.

Gistingu er hægt að fá í Hótel Djúpavík og víðar í Árneshreppi, auk þess sem tjaldstæði er í Trékyllisvík og Norðurfirði. Gestir í Árneshreppi, sem er afskekktasta sveit á Íslandi, eiga í vændum að kynnast stórbrotinni náttúru og sögu við ysta haf.

Dagskrárstjóri hátíðarinnar er Sigrún Baldvinsdóttir (sigrun.baldvinsdottir@reykjavik.is, sími 698-7307) og mun hún m.a. hjálpa fólki við að finna gistingu og veita upplýsingar um hátíðina að öðru leyti.

Páll Gunnarsson (1961-2006) tók þátt í stofnun Hróksins 1998 og tefldi flestar skákir allra liðsmanna félagsins á Íslandsmóti skákfélaga. Páll, sem ættaður var af Ströndum, var einn traustasti liðsmaður Hrókins og tók virkan þátt í skáklandnáminu á Grænlandi. Með mótinu vilja vinir hans, félagar og fjölskylda heiðra minningu þessa góða drengs.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. febrúar 2008

Þorrablót eða Góufagnaður.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Nú stendur til að halda Þorrablót hér í Árneshreppi um næstu helgi eða laugardagin 1 mars ef veður og færð leifa.
Annars má nú kalla þetta Góufagnað því Góa byrjaði í dag ásamt Konudegi,til hamingju konur með dagin.
Sauðfjárræktunarfélagið Von stendur fyrir blótinu eða fagnaðinum.
Nærsveitungar eru sérstaklega velkomnir.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 24. febrúar 2008

Hafís komin nálægt landi.

Ískort frá Jarðvísindastofnun HÍ.
Ískort frá Jarðvísindastofnun HÍ.
Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskólans sendi vefsíðunni hafísmynd sem er ratsjármynd sem er frá kl 22:39 í gær sem sýnir að ísin er komin mjög nálægt landi við Vestfirði og austur fyrir Horn.
Enda hefur verið mikið um vestlægar vindáttir að undarförnu.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Mikið til búið að klæða þak.12-11-08.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
Vefumsjón