Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. mars 2008
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. mars 2008
Tvær flugvélar á Gjögur í dag.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 22. mars 2008
Páskabingó var í dag.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. mars 2008
Vorjafndægur.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. mars 2008
Veðurspáin fyrir dagin í gær stóðst.
Veðurspá Veðurstofu Íslands stóðst hundrað prósent fyrir dagin í gær fyrir Strandir og Norðurland Vestra.
Blindbylur var í allan gærdag og vindátt af NNV hvassviðri og stormur um tíma með talsverðu frosti en dróg úr frostinu með kvöldinu og seint í gærkvöld var hiti yfir 1 stig og slydda.
Á miðvikudagin 19-03-2008 var ekki hægt að hæla veðurspánni frá Veðurstofu Íslands fyrir þetta svæði var spáð SV 8 til 13 m/s en raunin var allt önnur,fór að hvessa mikið um og upp úr kl 13:00 með allhvössum vindi og hvassviðri og jafnvel stormkviðum,undirritaður veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hafði samband við vakthafandi veðurfræðing og spurði á hverju veðurspá hafi ekki verið breytt eftir upplýsingar frá stöðvum við Húnaflóa sem sýndu allt upp í 22 m/s í jafnavind eftir hádeigið,þar var lítið um svör en sögðust ekki hafa séð þetta fyrir á spákortum,þannig að þarna hafa mikil mistök átt sér stað á Veðurstofu Íslands.
Blindbylur var í allan gærdag og vindátt af NNV hvassviðri og stormur um tíma með talsverðu frosti en dróg úr frostinu með kvöldinu og seint í gærkvöld var hiti yfir 1 stig og slydda.
Á miðvikudagin 19-03-2008 var ekki hægt að hæla veðurspánni frá Veðurstofu Íslands fyrir þetta svæði var spáð SV 8 til 13 m/s en raunin var allt önnur,fór að hvessa mikið um og upp úr kl 13:00 með allhvössum vindi og hvassviðri og jafnvel stormkviðum,undirritaður veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík hafði samband við vakthafandi veðurfræðing og spurði á hverju veðurspá hafi ekki verið breytt eftir upplýsingar frá stöðvum við Húnaflóa sem sýndu allt upp í 22 m/s í jafnavind eftir hádeigið,þar var lítið um svör en sögðust ekki hafa séð þetta fyrir á spákortum,þannig að þarna hafa mikil mistök átt sér stað á Veðurstofu Íslands.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. mars 2008
Flogið var á Gjögur í dag.
Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur nú seinni partin í stað morgundagsins fimmtudags,því það náðist í farþega sem áttu flugfar pantað og voru tilbúnir að fara um þrjú leitið í dag.Mjög ílla lítur út með flug á morgun spáð er Norðan hvassviðri eða stormi með snjókomu,síðan er sæmileg spá yfir páskahátíðina.
Farþegar komust með fluginu í dag sem koma í frí til síns heima yfir hátíðirnar,einnig síðustu vörur og póstur fyrir páska.
Þetta er þjónusta sem Árneshreppsbúar kunna að meta.
Næsta flug er annan í páskum.
Farþegar komust með fluginu í dag sem koma í frí til síns heima yfir hátíðirnar,einnig síðustu vörur og póstur fyrir páska.
Þetta er þjónusta sem Árneshreppsbúar kunna að meta.
Næsta flug er annan í páskum.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. mars 2008
Vetrarrúningur
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. mars 2008
Kristján á Melum II sjötugur.
Kristján Albertsson á Melum 2 varð sjötugur þann 11 þessa mánaðar,og hélt stórveislu fyrir sveitunga sína í gærkvöld í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík.
Kristján er fæddur í Bæ í Trékyllisvík þann 11 mars 1938.
Kristján hóf búskap að Melum 2 árið 1968,og er því búin að vera bóndi þar i fjörutíu ár í vor.
Allir sveitungar Kristjáns komu í veisluna ungir sem aldnir og nokkrir úr Kaldrananeshreppi.Hér koma nokkrar myndir.
Kristján er fæddur í Bæ í Trékyllisvík þann 11 mars 1938.
Kristján hóf búskap að Melum 2 árið 1968,og er því búin að vera bóndi þar i fjörutíu ár í vor.
Allir sveitungar Kristjáns komu í veisluna ungir sem aldnir og nokkrir úr Kaldrananeshreppi.Hér koma nokkrar myndir.
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. mars 2008
Um Snjómokstur
Frétt af www.strandir.is
Ályktun um snjómokstur
Góðan daginn.
Á fundi starfshóps um endurskoðun samgönguáætlunar Fjórðungssambands Vestfirðinga þann 10. mars s.l. var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Starfshópur um endurskoðun samgönguáætlunar Fjórðungssambands Vestfirðinga óskar eftir því að nú þegar verði hafist handa við snjómokstur um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar og norður í Árneshrepp, að því gefnu að öryggi snjómokstursmanna verði tryggt.
Með hækkandi sól, verður áberandi hversu óeðlilegt það er að vegfarendur sem leið eiga milli suður- og norðursvæðis Vestfjarða þurfi í dag að aka um 1200 kílómetra, fram og til baka, til að geta sótt og sinnt þjónustu milli þessara svæða. Svipað á við um Árneshrepp, en íbúar hreppsins geta ekki nýtt sér landsamgöngur stóran hluta ársins.
Starfshópurinn vill benda á að Vestfirðir eru á margvíslegan hátt ein stjórnsýslueining af stjórnvalda hálfu og hefur sameiginlegum málaflokkum fjórðungsins verið að fjölga. Einnig má nefna að opinberar þjónustu- og rannsóknarstofnanir þurfa að senda starfsmenn á milli svæða reglulega árið um kring auk þess sem fyrirtæki eru að reyna að bjóða þjónustu á báðum svæðum. Það er því ekki óeðlilegt að óskað sé eftir að reglubundinn snjómokstur sé tryggður eins og kostur er, sem og nauðsynlegt fjármagn. Að öðrum kosti eru stjórnvöld komin í mótsögn við eigin stefnu og framtíðarsýn fyrir svæðið.
Nánari upplýsingar gefur Aðalsteinn Óskarsson,framkvæmdastjóri í síma 4503001.
Ályktun um snjómokstur
Góðan daginn.
Á fundi starfshóps um endurskoðun samgönguáætlunar Fjórðungssambands Vestfirðinga þann 10. mars s.l. var eftirfarandi ályktun samþykkt:
Starfshópur um endurskoðun samgönguáætlunar Fjórðungssambands Vestfirðinga óskar eftir því að nú þegar verði hafist handa við snjómokstur um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar og norður í Árneshrepp, að því gefnu að öryggi snjómokstursmanna verði tryggt.
Með hækkandi sól, verður áberandi hversu óeðlilegt það er að vegfarendur sem leið eiga milli suður- og norðursvæðis Vestfjarða þurfi í dag að aka um 1200 kílómetra, fram og til baka, til að geta sótt og sinnt þjónustu milli þessara svæða. Svipað á við um Árneshrepp, en íbúar hreppsins geta ekki nýtt sér landsamgöngur stóran hluta ársins.
Starfshópurinn vill benda á að Vestfirðir eru á margvíslegan hátt ein stjórnsýslueining af stjórnvalda hálfu og hefur sameiginlegum málaflokkum fjórðungsins verið að fjölga. Einnig má nefna að opinberar þjónustu- og rannsóknarstofnanir þurfa að senda starfsmenn á milli svæða reglulega árið um kring auk þess sem fyrirtæki eru að reyna að bjóða þjónustu á báðum svæðum. Það er því ekki óeðlilegt að óskað sé eftir að reglubundinn snjómokstur sé tryggður eins og kostur er, sem og nauðsynlegt fjármagn. Að öðrum kosti eru stjórnvöld komin í mótsögn við eigin stefnu og framtíðarsýn fyrir svæðið.
Nánari upplýsingar gefur Aðalsteinn Óskarsson,framkvæmdastjóri í síma 4503001.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. mars 2008
Opnað í Árneshrepp.
Nú er verið að opna vegin norður í Árneshrepp frá Bjarnarfirði til Gjögurs.
Mokað er beggja megin frá,að norðanverðu og að sunnanverðu.
Síðast var opnað síðasta föstudag eða fyrir viku síðan.
Það ætti nú að haldast eithvað vegur opin norður eftir þennan mokstur því spáð er hægviðri og úrkomu litlu fram í tíman,og síðan mun hlýna eftir helgi í tvo til þrjá daga.
Mokað er beggja megin frá,að norðanverðu og að sunnanverðu.
Síðast var opnað síðasta föstudag eða fyrir viku síðan.
Það ætti nú að haldast eithvað vegur opin norður eftir þennan mokstur því spáð er hægviðri og úrkomu litlu fram í tíman,og síðan mun hlýna eftir helgi í tvo til þrjá daga.