Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. apríl 2008

Síminn þéttir þjónustusvæði sitt.

Sendirinn á Steinnýjarstaðafjalli.
Sendirinn á Steinnýjarstaðafjalli.

Frétt og mynd frá Símanum.

Síminn stækkar og þéttir GSM þjónustusvæðið sitt á norðurlandi og á Ströndum.

 

Síminn hefur kveikt á tveimur nýjum langdrægum GSM sendum sem koma til með að stór efla þjónustuna við viðskiptavini Símans sem staddir eru á norðurlandi og Ströndum

 

Annar sendirinn er á Steinnýjarstaðafjalli á Skagaheiði.Sendirinn hefur um 100 km radíus og mun ná vestur á Strandir allt að Norðurfirði og í austurátt að Siglufirði.Sendinum er ætlað að þjóna strandlengjunni og miðunum og dekkar sendirinn Húnaflóa,ytri hluta Skagafjarðar og vel út á miðin þar í kring.Einnig má búast við tryggari sambandi á veginum á milli Hofsós og Siglufjarðar.

 

Hinn sendirinn er á Þrándarhlíðarfjalli sem er ofarlega í Skagafirðinum.Sá sendir mun dekka norðurhluta Kjalvegar allt að Hveravöllum,hluta af Arnarvatnsheiði og hluta af Skagafjarðarleið Sprengisandsvegar.

 

Þessi viðbót er partur af umfangsmikilli áætlun Símans um að þétta og stækka GSM þjónustusvæði sitt en áætlun Símans gerir ráð fyrir að um mitt sumar verði búið að setja upp 28 nýja langdræga GSM senda út um allt land.Þessi áætlun er liður í því að þétta og stækka GSM þjónustusvæði Símans auk þess sem undirbúningur fyrir uppbyggingu á 3G þjónustu á landsbyggðinni er kominn á fullt skrið.

 

Myndin er tekin við uppsetningu á sendinum á Steinnýjarstaðafjalli.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. apríl 2008

Vestfirskur húslestur um tvo barnabókahöfunda

Ólöf Jónsdóttir.
Ólöf Jónsdóttir.
Frétt af www.BB.ÍS.
Vestfirskur húslestur verður í Safnahúsinu í dag.
Vestfirskur húslestur verður í Safnahúsinu á Ísafirði í dag og að þessu sinni verður fjallað um tvo höfunda sem báðir eru þekktir fyrir barnabækur; Böðvar frá Hnífsdal og Ólöfu Jónsdóttur frá Litlu-Ávík. Böðvar frá Hnífsdal fæddist að Tröð í Bolungarvík árið 1906. Hann lauk kennaraprófi árið 1928 og tveimur árum síðar hélt hann til Kaupmannahafnar og síðar til Bretlands í frekara nám. Hann var kennari á Vestfjörðum árin 1928-1930, en kennsla varð hans ævistarf. Hann er þekktastur fyrir barnabækur sínar, t.d. Strákarnir sem struku og Strákar í stórræðum, en hann skrifaði einnig ljóð og leikrit fyrir fullorðna auk smásagna sem birtust í Lesbók Morgunblaðsins auk þess sem hann orti talsvert í Spegilinn undir dulnefni. Böðvar lést árið 1961.
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. apríl 2008

Fé sótt norður á Strandir sjóleiðis.

Komið með fé úr landi.
Komið með fé úr landi.
1 af 2
Fé sótt á Sædísi ÍS 67.
Í vetur sást kind með tvö lömb norður á Ströndum Eyvindarfiði og síðast í Drangavík,þegar reynt var að ná í þær á snjósleðum um Páskana.
Nú í dag var Reimar Vilmundarson á Sædísinni fengin til að fara norður í Drangavík og Eyvindarfjörð og fóru margir með til að ná féinu ef það sæist en aðrir á gamni sínu jafnt börn sem eldri,fréttaritari Litlahjalla skellti sér einnig með.
Fyrst var siglt í Drangavík og þar var gúmmibátur settur út og nokkrir menn sigldu með landinu að leita þegar komið var inn í Eyvindarfjörð við Engjanes sást rollan með lömbin tvö.
Þar voru menn settir í land og komið á gúmmíbátnum út í Sædísi að ná í meiri mannskap til að setja í land.
Einnig var smalahundurin Grímur hundur Björns bónda á Melum með í ferð og var hann duglegur að halda að féinu,ærin og lömbin náðust svo niðrí fjöru í Engjanesinu.
Síðan var ærin ásamt lömbunum og nokkrir menn með flutt fram í Sædísi á gúmmbátnum og farin önnur ferð í land að ná í restina af mannskapnum.
Síðan var stefnan tekin austur og haldið heim á leið og inn á Norðurfjörð eftir árángusgóða ferð.
Gunnar Dalkvist Guðjónsson bóndi í Bæ í Trékyllisvík átti ána og gimraralömbin tvö.
Gott var í sjóin og smá innlögn rétt andvari.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. apríl 2008

GSM samband frá Símanum.

GSM sími,frá Símanum.
GSM sími,frá Símanum.
Undirritaður prufaði í dag GSM samband hér í Árneshreppi með GSM síma frá Simanum.
Samband næst á Krossnesi og frá botni Norðurfjarðar og fram svonefdar Urðir(vegurin milli Norðurfjarðar og Mela)svo aftur rétt fyrir austan fjarskiptastöð Símans í Reykjaneshyrnu(reyðholt)og á Gjögurflugvelli og niðrá Gjögri,annað var ekki prufað í dag.
En þetta er samband eins og Vodafone var komið með í vetur eftir að þeir settu upp stöð á Steinnýjarfjalli.
Nú er Síminn búin að setja upp stöð á Steinnýjarstaðafjalli ekki langt frá stöð Vodafone.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. apríl 2008

Vorball Átthagafélags Strandamanna.

Frá Gjögurströnd.Mynd Rúnar.
Frá Gjögurströnd.Mynd Rúnar.
Vorballið verður í Breiðfirðingabúð laugardagskvöldið 19 apríl og hefst kl 22:00 og stendur til kl 02:00.
Hljómsveitin KLASSÍK leikur gömlu og nýju dansana miðaverð er kr.1500.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.

Félagsstarfið framundan er þannig.
Kaffidagur fjölskylunnar verður haldin sunnudagin 4 maí kl15:00 í Gullhömrum í Grafarholti.
Aðalfundur félagsins verður haldin í Gullhömrum miðvikudagin 7 maí kl 20:30.
Vortónleikar kórs Átthagafélagsins verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudagin 18 maí og hefjast kl 17:00.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. apríl 2008

Hreinsað út af vegum.

Hjólaskófla Árneshrepps.
Hjólaskófla Árneshrepps.
Nú er Vegagerðin að láta hreinsa af vegum upp í ræsi og snjó sem skóf í dagin á vegi hér innansveitar til að losna við vatn af vegum.
Einnig er verið að skafa vegin innnanfrá,en þúngfært var fyrir jeppa í gær,mokað var innanfrá föstudagin 11 apríl.
Nú er spáð ágætis hita frá og með morgundeginum en úrkomulitlu.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. apríl 2008

Vegagerðin opnar norður í Árneshrepp.

Frá snjómokstri.Myndasafn.
Frá snjómokstri.Myndasafn.
Eftir mörg símtöl og óskir um mokstur í Árneshrepp frá fjölmörgum íbúum Árneshrepps hóf Vegagerðin á Hólmavík mokstur norður,mokað er beggja megin frá eins og í síðasta moktsri þann 7 apríl um talsverðan snjó er að ræða en blautan.

Á sunnudagin 13 apríl er aðalfundur Sparisjóðs Strandamana í Félagsheimilinu á Hólmavík kl 14:00,margir Árneshreppsbúar sækja þann fund ef mögulegt er að komast vegna færðar,þannig að vegurin verður notaður talsvert nú um komandi helgi bæði vegna fundarins og annarra ferðalaga.

Ekki verður neitt um það að mokað verði snjó sem skafið hefur inn á vegi að undanförnu og ruðningum innansveitar svo vatn komist af vegum,því er frestað til mánudagsins 14 apríl.
Að sögn Sverris Guðbrandssonar vegaverkstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík ætti vegurin að verða sæmilega fær undir kvöld.
;Þessi moksktur ætti að standast eithvað fram í tíman því spáð er hita yfir frostmarki og um 3 stiga hita yfir dagin eftir helgi þótt fari niðrí frost á nóttunni talsverð hitasveifla milli dags og nætur og hægum vindi en smá éljum í fyrstu.;
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. apríl 2008

Sædísin og Reimar í netralli.

Sædísin í höfn á Norðurfirði.
Sædísin í höfn á Norðurfirði.
Frétt af www.bb.is
Sædísin í netaralli Hafró
Reimar Vilmundarson, skipstjóri á Sædísi ÍS fór í gær á hið árlega netarall sem er rannsóknarverkefni Hafrannsóknarstofnunar. Þetta verkefni er ætíð unnið á þessum tíma árs um allt land. Undanfarin ár hafa stór skip venjulega farið á slík netaröll en nú brá svo við að ekkert þeirra sýndi verkefninu áhuga. Hjalti Karlsson útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði hafði því samband við Reimar sem tók vel í það að vera með. Að sögn Reimars er verið að kanna hrygningarstöðvar þorsks og verða aðilar frá Hafrannsóknarstofnun með um borð í ferðinni til að mæla aflann sem kemur upp úr sjónum og leggja mat á ástand hans. Netin eru lögð á fyrirfram ákveðnum slóðum sem stofnunin ákveður en Reimar fær einnig að leggja á útvöldum stöðum. Netin eru af margvíslegum möskvastærðum og ákveðin af Hafrannsóknarstofnun og eftir þeirra forskrift.

Reimar mun leggja netin í dag og væntir þess að geta dregið á laugardag eða sunnudag því netin þurfa að liggja a.m.k. 12 til 14 tíma í sjó. Strax eftir þetta verkefni heldur hann í Norðurfjörð á grásleppu en þar hefur hann verið við grásleppuveiðar undafarið.smari,á bb.is.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. apríl 2008

Vegagerðin hugsar um mokstur.

Snjómoksturstæki bíður átekta.
Snjómoksturstæki bíður átekta.
Vegagerin er að hugsa um mokstur nú í dag norður í Árneshrepp,síðast var opnað norður þann 7 apríl og það stóðt bara í 2 daga að væri fært norður eftir þann mokstur,en nú þegar veðurspá er ágæt framundan er bara hugsað og hugsað hvað lengi?
Að sögn Sigurðar Mar Óskarssonar þjónustustjóra Norðvesturs svæðis Vegagerðarinnar hefur vegurinn norður í Árneshrepp verið mokaðaur oftar í vetur en ráð var gert fyrir af fjárlögum til moksturs þangað.
Nú innansveitar var mokað síðast þann 31 mars ,enn mikill skafrenningur var þann dag og dagin eftir var flugdagur og ekkert mokað en menn komust á jeppum yfir þyljur og skafla og ekki er búið að moka útaf vegum eftir þann skafrenning og bleyta liggur á vegum og rennur yfir vegi,það er ekki mikið hugsað um að bjarga vegum undan skemdum þegar hláka er.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. apríl 2008

Annar Vestfirskur bátur rær frá Norðurfirði.

Báturinn Sörli ÍS 66.
Báturinn Sörli ÍS 66.
Á laugardaginn var kom Vestfirski báturin Sörli ÍS 66 til Norðurfjarðar,skipstjóri á honum er Kristján Andri Guðjónsson og er með mann með sér.
Þeyr félagar lögðu grásleppunet á sunnudag.
Áður var komin báturin Sædís ÍS 67.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Margrét Jónsdóttir.
  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
Vefumsjón