Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. apríl 2008

Fyrsti báturin búin að leggja grásleppunet

Sædís ÍS 67.
Sædís ÍS 67.
Fyrsti báturin sem rær frá Norðurfirði lagði grásleppunet í gær og í dag.
Það er aðkomubáturin Sædís ÍS 67 frá Bolungarvík,skipstóri og eigandi er Reimar Vilmundarson og með honum er Sigurður Stefánsson,þeyr komu að vestan í gærdag og lögðu þá um leið 10 trossur og einnig lögðu þeyr nokkrar trossur í dag og vitjað verður um í fyrsta sinn á mánudagin næsta.
Reymar og Sigurður fá aðstöðu á Norðurfirði til að verka hrognin sjálfir eða fá aðstoðarmann eða konu í það.
Fleiri bátar munu fara að byrja á grásleppu frá Norðurfirði innan skamms.
Reimar er vel þekktur hér um slóðir því hann er með ferðir á sumrin með ferðafólk á Sædísinni frá Norðurfirði á Hornstrandir og er með Gistiþjónustu í Bolungarvík nyrðri sem eru gífurlega vinsælar.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. apríl 2008

Flug á Gjögur í dag

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Flugfélagið Ernir flugu á Gjögur í dag föstudag.
Ekki var hægt að fljúga þangað í gær vegna veðurs
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 3. apríl 2008

Flugi afýst.

Nú hefur flugi verið aflýst á Gjögur í dag vegna veðurs.
Hvassviðri er og snjókoma.
Athugað verður á morgun kl 13:00.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. apríl 2008

Yfirlit yfir veðrið í Mars 2008

Trékyllisvík-Árnesfjall,10-03-2008.
Trékyllisvík-Árnesfjall,10-03-2008.
Veðrið í Mars 2008.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Í Mánuðinum voru mest Norðaustanáttir eða Suðvestlægar áttir ríkjandi og úrkomulausir dagar nokkrir.
Smá blotar voru í mánuðinum þannig að snjólag minnkaði talsvert,sól er líka farin að hafa áhrif,og jörð farin að hlína neðanfrá.

Yfirlit dagar vikur.
1-3:Norðaustan sinníngskaldi,en allhvass um tíma þann 1 síðan kaldi,snjókoma eða él og skafrenningur,frost 0 niðrí 7 stig.
4:Suðlægar vindáttir stinníngsgola eða kaldi,snjókoma,slydda síðan rigning frost í fyrstu síðan hlýnaði ört með deginum,frost -3 stig síðan hiti 5 stig.
5:Norðaustan allhvass síðan kaldi,snjókoma um morgunin,síðan smá él,frost frá 2 stigum niðrí 3 stig.
6-7:Norðaustan eða Austan,oftast kaldi,eða sinníngsgola,snjókoma,hiti 2 stig niðrí 1 stigs frost.
8-9:Norðan og Norðvestan,stinníngskaldi síðan kaldi,snjókoma,hiti frá 2 stigum niðrí 3 stiga frost.
10-11:Breytilegar vindáttir,andvari eða gola,lítilsháttar snjókoma um morgunin þ 10 annars smá él,hiti um 0 stigið.
12-13:Norðaustan stinningskaldi og síðan Norðan allhvass,slydda þann 12 en snjókoma þann 13,hiti frá 3 stigum og niðrí frostmark.
14-18:Norðan kaldi þann 14 síðan suðvestan eða breytilegar vindáttir,gola eða stinníngsgola,úrkomulaust,frost 1 til 5 stig 14 og 15,síðan hlínaði hiti 0 til 6 stig.
19:Sunnan og Suðvestan hvassviðri stormur um tíma og stormkviður,rigning eða skúrir,hiti 3 til 6 stig.
20:Norðan hvassviðri og upp í storm um tíma með snjókomu frost 2 til 5 stig.
21-23:Norðan og Suðvestan eða breytilegar vindáttir,gola eða stinníngsgola,úrkomulaust að mestu,hiti frá 1 stigi niðrí 5 stiga frost.
24-31:Norðaustan og Austan,oft kaldi eða stinníngskaldi en allhvass þann 28 og hvassviðri 31,él eða snjókoma,frost frá 1 stigi niðrí 5 stig.Þann 31 hlínaði og fór hiti í 3 stig um dagin.
Úrkoman mældist 94,6 mm.
Úrkomulausir dagar voru 8 í mánuðinum.
Mestur hiti mældist 6,5 stig þann 19.
Mest frost mældist dagana 3 og 4 þá -7,1 stig.
Jörð var talin alhvít í 24 daga.
Jörð var talin flekkótt í 7 daga.
Auð jörð því í 0 daga.
Mesta snjódýpt mældist 62 cm þann 10 og þann 11 61 cm.
Sjóveður:Oftast slæmt í sjóin fram í miðjan mánuð,en allgott 15 til 18 og 22 og 23 síðan slæmt sjóveður.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. apríl 2008

Æðarkóngur heillar kollur.

Æðarkóngur tælir kollur.Mynd Edda.
Æðarkóngur tælir kollur.Mynd Edda.
Í dag hefur Æðarkóngur verið að synda við svonefnda Selasteina á Norðurfirði og verið að reyna að heilla kollurnar,hvernig það tekst fara engar sögur af.
Mjög saldgæft er að Æðarkóngur sjáist hér um slóðir,en hann mun vera komin frá Grænlandi.
Edda Hafsteinsdóttir húsmóðir í Norðurfirði tók þessa mynd og sendi vefnum.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. mars 2008

Síldarverksmiðjan endurbætt.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Frétt af  www.bb.is
Síldarverksmiðjan endurbætt
Eigendum gömlu síldarverksmiðjunnar á Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum hefur verið úthlutað tveimur milljónum króna til endurbóta á verksmiðjunni. Þó styrkurinn sé myndarlegur er ljóst að hann dugar vart til að gerbylta ástandi hússins sem er gríðarstórt steinhús frá fjórða áratug síðustu aldar. Alls var úthlutað ríflega 44 milljónum til endurbóta á mannvirkjum á Vestfjörðum
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. mars 2008

Snjómokstur og veður

Hjólaskófla hreppsins og Gulli í Stórukleif.
Hjólaskófla hreppsins og Gulli í Stórukleif.
Mokað er í morgun frá Norðurfirði til Gjögurs,víða eru þiljur á veginum eftir hvassviðrið í gær og í nótt þótt úrkoman hafi ekki verið mikil hefur skafið mikið undanfarna daga síðan mokað var síðast.
Spáð er hita yfir frostmarki í dag en frammtíðarspáin hljóðar upp á Norðausanáttir áfram með frosti og éljum út vikuna.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. mars 2008

Rafmagn komið á í Árneshreppi.

Rafmagn kom aftur á hér í Árneshreppi rétt upp úr kl 07:30 og hefur viðgerð því tekið ótrúlega stuttan tíma.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. mars 2008

Rafmagnstruflanir og Rafmagnslaust.

Vara rafstöð.
Vara rafstöð.
Rafmagnslaust er nú fyrir norðan Hólmavík og þar á meðal í Árneshreppi.En dísélvél er keyrð á Drangsnesi.
Að sögn vakthafandi starfsmanns Orkubús Vestfjarða á Hólmavík er nú vitað um bilunina sem er við svonefnd Fellabök innan við Ós í Steingrímsfirði.Er nú unnið að viðgerð og ætti rafmagn að komast á með morgninum.
Einnig voru truflanir á rafmagni í gær frá kl 16:45 og fram undir 17:40 þá sló út lína norður hvað eftir annað.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 27. mars 2008

Óvæntur sauðburður á Finnbogastöðum.

Ærin Adda með lömbin sín tvö,27-03-2008.
Ærin Adda með lömbin sín tvö,27-03-2008.
Óvæntur sauðburður varð að Finnbogastöðum hjá Guðmundi bónda Þorsteinssyni,þegar ærin Adda bar tveim hvítum gimbrarlömbum þann 25 þriðjudag.,eins og Guðmundur sagði sjálfur við fréttaritara bar Adda fyrra lambinu fyrir kvöldmat en seinna lambinu eftir Kastljós í Ríkissjónvarpinu.
Hvenær ærin hefði komist í hrút vissi Guðmundur ekki.
Hefðbundin sauðburður hefst um miðjan maí.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
Vefumsjón