Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. maí 2008

Ný fréttasíða Jóns Guðbjörns Guðjónssonar í Litlu-Ávík Árneshreppi.

Forsíða Litlahjalla.
Forsíða Litlahjalla.

Ný síða fyrir fréttavefin www.litlihjalli.it.is

Gamli vefurin var orðin úr sér gengin og fylgdi ekki nútíma þörfum lesenda hné þess sem sér um vefin,en hafði þó þjónað nokkuð vel til þessa tíma.

Vefkerfi Snerpu ehf á Ísafirði sá um að útbúa hinn nýja vef frá grunni og er hístur þar á Snerpli,en síðan er hægt að bæta við undirsíðum ef þurfa þykir.

Fréttavefurinn Litlihjalli verður sem áður með fréttir úr Árneshreppi eða sveitarfélaginu tengdu og um veðurfar og aðrar fréttir ef svo ber undir.

Fólk heima í sveitinni og aðrir eru beðnir að láta vefin vita um efni sem gæti verið fréttnæmt og myndir á netfangið jonvedur@simnet.is

Enn er eftir að uppfæra ýmislegt af gamla vefnum svo sem eldri fréttir og fleira en myndasafn er mikið til komið inn en þar bætist alltaf við nýjar myndir,vefstjóri og ábyrgðarmaður fyrir vefsíðuna www.litlihjalla.it.is  er Jón Guðbjörn Guðjónsson Litlu-Ávík.

Þeyr sem hafa styrkt vefsíðuna www.litlihjalli.it.is eru:

Sparisjóður Strandamanna með framlægi 30.000 kr.

Einar Kristinn Guðfinsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra með ráðherrastyrk 60.000 kr.

Ekki má gleyma Mats Wibe Lund sem skaffaði mynd á haus síðunnar.

Jón Guðbjörn vill þakka Ágústi Atlasyni hjá Snerpu fyrir frábært samstarf við gerð vefsins.

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. maí 2008

Hvolpurinn Snati í Litlu-Ávík.

Hvolpurinn Snati í ökumanssæti traktors.
Hvolpurinn Snati í ökumanssæti traktors.
1 af 2

Hvolpurinn Snati.

Nýr hvolpur er komin í Litlu-Ávík hann var fengin frá Bassastöðum við Steingrímsfjörð sjötta maí þá mánaðargamall og hefur fengið nafnið Snati,og hafa hundar hlotið það nafn áður í Litlu-Ávík.

Hann er af fjárhundakini og á að verða einn slíkur en hvort það tekst að þjálfa hann til að smala er önnur saga sem eftir er að koma í ljós.

Nú eins og stendur er Snati mjög hræddur við rollur,því ein kom og stangaði hann allmikið svo Snati fór ýlfrandi heim.

Gamli hundurinn Sámur er orðin gamall og lasburða,þannig að það varð að endurnýja hund.

Hvolpurunn Snati stillti sér upp í ökumannsæti dráttarvélar,ökuréttindalaus og náðist þá ágætismynd af honum.

 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. maí 2008

Skólaslit Finnbogastaðaskóla og kennari kvaddur.

Bjarnheiður skoðar pennan góða.
Bjarnheiður skoðar pennan góða.
1 af 3

Skólaslit voru við Finnbogastaðaskóla í gær,við það tækifæri var Bjarnheiður Fossdal kennari við skólan kvödd og færðar þakkir fyrir frábært starf við skólan í yfir þrjátíu ár.

Hreppurinn gaf henni penna úr rekavið sem handverksmaðurin Valgeir Benediktsson í Árnesi gerði.

Fyrrverandi nemendur sendu kveðjur og minningabrot,og skólanefnd og nemendur gáfu Bjarnheiði blómakörfu og úr.

Bjarnheiður sagði í viðtali við fréttaritara Litlahjalla; að hún kveddi skólann með miklum sögnuði.
Myndirnar sem eru hér með eru teknar af Claus Sterneck.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. maí 2008

Vortónleikar í Árbæjarkirkju.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

 


                          Tónleikar í Árbæjarkirkju

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna

verða haldnir í

 Árbæjarkirkju

sunnudaginn 18. maí kl. 17:00

  Þar syngur kórinn undir stjórn

Krisztinu Szklenár

 

 Miðaverð er 1.800 kr. fyrir fullorðna,

frítt er fyrir börn 14 ára og yngri. 

| sunnudagurinn 11. maí 2008

Sauðburður að komast á fullt

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Þá er sauðburður að komast í fullan gang og miklar annir og vökur framundan hjá bændum og þeim öðrum sem vinna við sauðburðin.

Nú er Hvítasunnuhret nýafstaðið hér á Ströndum sem og annarsstaðar sem stóð í tæpan sólarhring.
Það virðist sama hvort Hvítasunnan sé snemma eða seint alltaf koma hret.
Í fyrra gerði hret 24 og fram á kvöld þann 25,en Hvítasunnudagur var þá 27 maí og þá var sett fyrst út lambfé hér í Litlu-Ávík.

Undirritaður er nú að byrja vaktir í fjárhúsunum hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda í Litlu-Ávík sem vanalega.
Sjálfsagt verður eithvað lítið skrifað á næstunni nema eithvað mjög brýnt sé um að vera,og jafnvel að ekki verði lesin tölvupóstur hné honum svarað.
| föstudagurinn 9. maí 2008

Flogið á Gjögur í dag

Vélin á vellinum
Vélin á vellinum
Þá eru Ernir búnir að fljúga á Gjögur í dag, flogið var fyrir hádegið.
Ekki var hægt að fljúga í gær vegna dimmviðris.
| fimmtudagurinn 8. maí 2008

Hafís á milli Íslands og Grænlands 05-05-2008

Hafís kort
Hafís kort
Engar áhyggjur þurfum við að hafa af hafís nálægt Vestfjörðum á næstunni samkvæmt korti Jarðvísindastofnunar Háskólans sem birt var 05-05-2008 af Ingibjörgu Jónsdóttur.
Allar upplýsingar eru efst til vinstri á kortinu.
Vefsíðan vill minna á veffang Ingibjargar hér á síðunni undir tenglar-Ingibjörg Jónsdóttir.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. maí 2008

Flugi aflýst í dag.

Þá er flugfélagið Ernir búnir að að aflýsa flugi til Gjögurs í dag.
Mjög lágskýjað er með þokulofti og súld og nú er komið yfir í slyddu,hiti 1,3 stig.
Athugað verður með flug á morgun.
Jón G G.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. maí 2008

Mikill snjór í Reykjarfirði.

Ofan við Naustvík
Ofan við Naustvík
1 af 6
Mikill snjór er ennþá innmeð Reykjarfiðinum og í Kúvíkurdal og yfir Veiðileysuháls.
Sennilega ekki jafn mikill snjór þar síðan vorið 1995.
Vefritari var á ferð í gær og tók nokkrar myndir og þær tala sínu máli,þrátt fyrir þoku sumstaðar og eða þokuloft.
Jón G G.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 6. maí 2008

Hákarl fyrst verkaður í Asparvík.

Hákarlahjallinn í Asparvík.
Hákarlahjallinn í Asparvík.

Hákarl fyrst verkaður í Asparvík á Ströndum norður, til manneldis.

 

Sagt var að gott þætti að ,,berjast” á Strandir norður ef menn höfðu brotið af sér gegn valdsstjórninni, t.d. gagnvart sauðaþjófnaði eða stuld á öðru, mat eða fatnaði.

Árið 1601 flúði ógæfumaður af slíkum völdum á Strandi norður. Hann átti að hafa deytt sauð fjölskyldu sinni til bjargar. Var veturinn þetta ár kallaður Lurkur.

Kjaftað var að maðurinn hafi flúið á Strandir norður til að komast undan valdsstjórninni. Þá var og greint frá að hann héldi til í Asparvík á Ströndum norður.

Fulltrúi valdsstjórnarinnar, þá búandi í Hrútafirði, innarlega í Strandasýsu, hafi farið við fjórða mann til Asparvíkur til að sækja sakborninginn og koma honum undir hendur valdsstjórnarinnar.

Fulltrúinn og hans menn voru allir haldnir skyrbjúg og yðrameini. Voru fulltrúinn og hans menn mjög illa þokkaðir af öllum í Strandasýslu vegna yfirgangs síns og dóma.

 

Tveimur árum áður, og árin þar á eftir, er þetta gerist, voru mikil harðindaár um land allt og fóru Strandamenn ekki varhluta af því frekar en aðrir. Ísa og snjóalög voru á og alger jarðbönn.

 

Bóndinn í Asparvík á Ströndum norður hafði farið út á ísinn með bát með vinnumanni sínum og veitt niður um ís. Fljótlega kom ,,ódráttur” á færið. Hann var snarlega aflífaður og honum síðan komið aftur niður um tilgerðu vökina.

Ekkert fiskmeti veiddist lengi vel. Aftur hljóp á færið ,,ódráttur” sínu stærri en sá er áður hafði á komið.

Líkaði bónda þetta illa og ákvað að fara í land með kvikindið, skera það í beitur og koma því fyrir í gröf í sjávarkambinum. Það var trú manna þá að ekki kæmi ,,ódráttur” á færið aftur ef það væri gert.

Lítið var til átu í þessum harðindum og eftir þrjá mánuði, ákvað bóndi að reyna að éta af ódrættinum sem hann haði grafið í fjöruborðið. Ekki var það með nokkru móti hægt, þannig að hann setti það upp í hjall hjá sér til þurrkunar, rétt eins og um fisk væri að ræða. Eftir mánaðar þurrkun prófaði bóndi aftur og allt fór á sömu leið, óætt. Beiturnar gleymdust í hjallinum og enginn reyndi að éta af ,,ódrættinum”

 

Á vormánuðum, kemur fulltrúi valdstjórnarinnar til Asparvíkur til að        heimta sauðaþjóf sem spurnir höfðu farið af.

Auðvitað var sá hinn sami löngu flúinn norðar á Strandir.

Fulltrúinn og hans menn, voru eins og áður er sagt, allir með skyrbjúg og yðramein og illa þokkaðir. Þeir heimtuðu mat af bónda og sagðist bóndi eiga þvílíkt matarkynns að enginn færi soltinn frá hans húsum. Lét bóndi sækja beitu út í hjall til að færa fulltrúanum og hans mönnum, til að koma þeim endanlega fyrir. Átu þeir af og eftir nokkra daga vist í Asparvík urðu þeir alheilir. Skyrbjúgurinn og yðrakveisan hvarf algerlega. Eftir höfðinglegar móttökur hjá bónda í Asparvík á Ströndum norður treysti fulltrúinn sér ekki til að fara lengra norður og sneru þeir því til síns heima suður í Hrútafjörð.

Af bónda er það hins vegar að segja að hann sótti þegar til veiða og fékk fleiri ,,ódrætti” hákarl, sem hann gróf í fjörukambinn, og lét liggja í kös í þrjá mánuði og hengdi síðan upp til þurrkunar í 6 mánuði. Eftir það var hákarlinn étinn og þótti sérstaklega gott meðal m.a. til að leggja á sár sem illa gréru.

Asparvík á Ströndum norður er fyrsti staður á Íslandi þar sem hákarl er fyrst verkaður til manneldis. 

Ferðamenn sem koma á Strandir norður ættu að heimsækja og skoða hákarahjallinn í Asparvík og geta upplifað þá sögu sem þar gerðist í verkun hákarls.
Sömuleiðis geta ferðamenn skoðað hákarlahjallin í Hamarsbæli á Selströnd.

Nú er búið að gera upp þessa hjalla bæði í Hamarsbæli og í Asparvík.

Sá sem hafði forystu um  að láta gera upp þessa hákarlahjalla var Magnús Ólafs Hansson,og hefur hann sagt við fréttavef Litlahjalla að hann sé mjög stoltur af þeirri aðkomu og ekki síður eftir að hann hafði heyrt meðfylgjandi sögu.


Myndin hér með er frá Magnúsi Ólafs Hanssyni af hákarlahjallinum í Asparvík.
Jón G G. 

 

 

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Húsið fellt.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Kort Árneshreppur.
Vefumsjón