| mánudagurinn 23. júní 2008
Prenta
Henrik sigraði í Kaffi Norðurfirði
Skákhátíðinni í Árneshreppi lauk á sunnudaginn með hraðskákmóti í Kaffi Norðurfirði og stórkostlegum bryggjutónleikum hjá Gömlum Fóstbræðrum. Hátíðin heppnaðist einstaklega vel og var mikil ánægja meðal gesta og keppenda. Þegar hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn á næsta ári.
Stórmeistarinn Henrik Danielsen sigraði á hraðskákmótinu í Kaffi Norðurfirði, hlaut 5,5 vinninga í 6 skákum. Næstir kom alþjóðameistarinn Arnar Gunnarsson og Einar Valdimarsson. Keppendur voru alls 34, og létu heimamenn ekki sitt eftir liggja.
Í upphafi mótsins fengu staðarhaldarar í Kaffi Norðurfirði forláta skáksett að gjöf, svo nú geta gestir tekið skák hvenær sem þá lystir. Nokkrir keppendur árituðu kassann sem geymir taflmennina, svo nú má lesa þar nöfn Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, Halldórs Blöndal, Róberts Harðarsonar og Henriks Danielsen, að ógleymdum Paulusi Napatoq, hinum 16 ára gamla heiðursgesti hátíðarinnar frá Grænalandi.
Í mótslok var öllum boðið á tónleika Gamalla Fóstbræðra, sem komu gagngert á Strandir til að syngja á skákhátíðinni. Það var í senn hátíðleg og skemmtileg stund í sólinni í Norðurfirði þegar sjálf Fósturlandsins freyja ómaði milli fjallanna.
Glæsilegri hátíð lokið -- í bili
Skákhátíðinni í Árneshreppi lauk á sunnudaginn með hraðskákmóti í Kaffi Norðurfirði og stórkostlegum bryggjutónleikum hjá Gömlum Fóstbræðrum. Hátíðin heppnaðist einstaklega vel og var mikil ánægja meðal gesta og keppenda. Þegar hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn á næsta ári.
Stórmeistarinn Henrik Danielsen sigraði á hraðskákmótinu í Kaffi Norðurfirði, hlaut 5,5 vinninga í 6 skákum. Næstir kom alþjóðameistarinn Arnar Gunnarsson og Einar Valdimarsson. Keppendur voru alls 34, og létu heimamenn ekki sitt eftir liggja.
Í upphafi mótsins fengu staðarhaldarar í Kaffi Norðurfirði forláta skáksett að gjöf, svo nú geta gestir tekið skák hvenær sem þá lystir. Nokkrir keppendur árituðu kassann sem geymir taflmennina, svo nú má lesa þar nöfn Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, Halldórs Blöndal, Róberts Harðarsonar og Henriks Danielsen, að ógleymdum Paulusi Napatoq, hinum 16 ára gamla heiðursgesti hátíðarinnar frá Grænalandi.
Í mótslok var öllum boðið á tónleika Gamalla Fóstbræðra, sem komu gagngert á Strandir til að syngja á skákhátíðinni. Það var í senn hátíðleg og skemmtileg stund í sólinni í Norðurfirði þegar sjálf Fósturlandsins freyja ómaði milli fjallanna.