Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. júní 2008 Prenta

Rauði krossinn með fata og-flóamarkað.

Frá brunanum að Finnbogastöðum 16-06-2008.
Frá brunanum að Finnbogastöðum 16-06-2008.
Frétt af  www.strandir.is
Rauði krossinn verður með fata- og flóamarkað á Hamingjudögum til styrktar Guðmundi Þorsteinssyni á Finnbogastöðum, en bær hans og allt innbú brann á dögunum. Um leið er rétt að minnast þess að Félag Árneshreppssbúa hefur hrundið af stað söfnun Guðmundi til stuðnings og jafnframt opnað bloggsíðu um átakið. Reikningsnúmer söfnunarinnar er 1161-26-1050 og kennitala reikningsins er 451089-2509. Slóðin inn á síðuna um uppbyggingu á Finnbogastöðum er www.trekyllisvik.blog.is.  

Í fréttatilkynningu kemur fram að Rauði krossinn þarf á sjálfboðaliðum úr hópi Rauða kross fólks að halda sem hefur tíma aflögu á laugardeginum (frá 13:30-16:00) til að afgreiða í básnum á Hamingjudagahátíðinni. Áhugasamir geta haft samband við Gunnar Melsted í 451-3389 / 690-3904 eða í netfangið gmelsted@mi.is .Þetta kemur fram á www.strandir.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Dregið upp.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
Vefumsjón