Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. júní 2008

Lambfé keyrt í sumarhaga.

Lambfé sleppt í Kúvíkurdal.
Lambfé sleppt í Kúvíkurdal.
Bændur hér í Árneshreppi hafa nú undanfarið verið að keyra lambfé í sumarhaga,margir fara með fé inn með Reykjarfirði og í Kjós og í Kúvíkurdal og jafnvel innfyrir Veiðileysu,bændur eru nú í gríð og erg að sleppa lambféinu í þessu góða veðri sem hefur verið að undanförnu.
Myndin sem er hér með er tekin í Kúvíkurdal við vegamótin þar sem keyrt er niðrað Kúvíkum.
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. maí 2008

Sennnilega hlýasti maí síðan árið 2000.

Lágmarkshitamælir við jörð.
Lágmarkshitamælir við jörð.

Þótt maí sem nú er að verða búin og  var frekar kaldur framanaf en hlýr seinnihlutan virðist hann einna hlýasti maí síðan árið 2000.

Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík tók saman nokkrar tölur yfir lágmarkshita við  jörð sem mældur er á hverjum morgni.

Lágmarkshitamælingar við jörð hófust árið 1996 eða rúmu ári eftir að veðurathuganir byrjuðu í Litlu-Ávík.

Hér kemur tafla yfir meðaltalshita við jörð í maí frá 1997 til 2008.

Maí-1997 =0,90 +

Maí- 1998=2,02 +

Maí- 1999=1,34 +

Maí- 2000=2,27 +

Maí- 2001=2,44 +

Maí- 2002=0,54 +

Maí- 2003=0,59 +

Maí- 2004=1,89 +

Maí- 2005=0,33 +

Maí- 2006=0,15 +

Maí- 2007=0,26 +

Maí- 2008=2,95 +

Þessar tölur eru óyfirfarnar frá Veðurstofu Íslands,birt án ábyrgðar.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðureftirlitsmanni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. maí 2008

Ný fréttasíða Jóns Guðbjörns Guðjónssonar í Litlu-Ávík Árneshreppi.

Forsíða Litlahjalla.
Forsíða Litlahjalla.

Ný síða fyrir fréttavefin www.litlihjalli.it.is

Gamli vefurin var orðin úr sér gengin og fylgdi ekki nútíma þörfum lesenda hné þess sem sér um vefin,en hafði þó þjónað nokkuð vel til þessa tíma.

Vefkerfi Snerpu ehf á Ísafirði sá um að útbúa hinn nýja vef frá grunni og er hístur þar á Snerpli,en síðan er hægt að bæta við undirsíðum ef þurfa þykir.

Fréttavefurinn Litlihjalli verður sem áður með fréttir úr Árneshreppi eða sveitarfélaginu tengdu og um veðurfar og aðrar fréttir ef svo ber undir.

Fólk heima í sveitinni og aðrir eru beðnir að láta vefin vita um efni sem gæti verið fréttnæmt og myndir á netfangið jonvedur@simnet.is

Enn er eftir að uppfæra ýmislegt af gamla vefnum svo sem eldri fréttir og fleira en myndasafn er mikið til komið inn en þar bætist alltaf við nýjar myndir,vefstjóri og ábyrgðarmaður fyrir vefsíðuna www.litlihjalla.it.is  er Jón Guðbjörn Guðjónsson Litlu-Ávík.

Þeyr sem hafa styrkt vefsíðuna www.litlihjalli.it.is eru:

Sparisjóður Strandamanna með framlægi 30.000 kr.

Einar Kristinn Guðfinsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra með ráðherrastyrk 60.000 kr.

Ekki má gleyma Mats Wibe Lund sem skaffaði mynd á haus síðunnar.

Jón Guðbjörn vill þakka Ágústi Atlasyni hjá Snerpu fyrir frábært samstarf við gerð vefsins.

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. maí 2008

Hvolpurinn Snati í Litlu-Ávík.

Hvolpurinn Snati í ökumanssæti traktors.
Hvolpurinn Snati í ökumanssæti traktors.
1 af 2

Hvolpurinn Snati.

Nýr hvolpur er komin í Litlu-Ávík hann var fengin frá Bassastöðum við Steingrímsfjörð sjötta maí þá mánaðargamall og hefur fengið nafnið Snati,og hafa hundar hlotið það nafn áður í Litlu-Ávík.

Hann er af fjárhundakini og á að verða einn slíkur en hvort það tekst að þjálfa hann til að smala er önnur saga sem eftir er að koma í ljós.

Nú eins og stendur er Snati mjög hræddur við rollur,því ein kom og stangaði hann allmikið svo Snati fór ýlfrandi heim.

Gamli hundurinn Sámur er orðin gamall og lasburða,þannig að það varð að endurnýja hund.

Hvolpurunn Snati stillti sér upp í ökumannsæti dráttarvélar,ökuréttindalaus og náðist þá ágætismynd af honum.

 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 22. maí 2008

Skólaslit Finnbogastaðaskóla og kennari kvaddur.

Bjarnheiður skoðar pennan góða.
Bjarnheiður skoðar pennan góða.
1 af 3

Skólaslit voru við Finnbogastaðaskóla í gær,við það tækifæri var Bjarnheiður Fossdal kennari við skólan kvödd og færðar þakkir fyrir frábært starf við skólan í yfir þrjátíu ár.

Hreppurinn gaf henni penna úr rekavið sem handverksmaðurin Valgeir Benediktsson í Árnesi gerði.

Fyrrverandi nemendur sendu kveðjur og minningabrot,og skólanefnd og nemendur gáfu Bjarnheiði blómakörfu og úr.

Bjarnheiður sagði í viðtali við fréttaritara Litlahjalla; að hún kveddi skólann með miklum sögnuði.
Myndirnar sem eru hér með eru teknar af Claus Sterneck.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. maí 2008

Vortónleikar í Árbæjarkirkju.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

 


                          Tónleikar í Árbæjarkirkju

Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna

verða haldnir í

 Árbæjarkirkju

sunnudaginn 18. maí kl. 17:00

  Þar syngur kórinn undir stjórn

Krisztinu Szklenár

 

 Miðaverð er 1.800 kr. fyrir fullorðna,

frítt er fyrir börn 14 ára og yngri. 

| sunnudagurinn 11. maí 2008

Sauðburður að komast á fullt

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Þá er sauðburður að komast í fullan gang og miklar annir og vökur framundan hjá bændum og þeim öðrum sem vinna við sauðburðin.

Nú er Hvítasunnuhret nýafstaðið hér á Ströndum sem og annarsstaðar sem stóð í tæpan sólarhring.
Það virðist sama hvort Hvítasunnan sé snemma eða seint alltaf koma hret.
Í fyrra gerði hret 24 og fram á kvöld þann 25,en Hvítasunnudagur var þá 27 maí og þá var sett fyrst út lambfé hér í Litlu-Ávík.

Undirritaður er nú að byrja vaktir í fjárhúsunum hjá Sigursteini Sveinbjörnssyni bónda í Litlu-Ávík sem vanalega.
Sjálfsagt verður eithvað lítið skrifað á næstunni nema eithvað mjög brýnt sé um að vera,og jafnvel að ekki verði lesin tölvupóstur hné honum svarað.
| föstudagurinn 9. maí 2008

Flogið á Gjögur í dag

Vélin á vellinum
Vélin á vellinum
Þá eru Ernir búnir að fljúga á Gjögur í dag, flogið var fyrir hádegið.
Ekki var hægt að fljúga í gær vegna dimmviðris.
| fimmtudagurinn 8. maí 2008

Hafís á milli Íslands og Grænlands 05-05-2008

Hafís kort
Hafís kort
Engar áhyggjur þurfum við að hafa af hafís nálægt Vestfjörðum á næstunni samkvæmt korti Jarðvísindastofnunar Háskólans sem birt var 05-05-2008 af Ingibjörgu Jónsdóttur.
Allar upplýsingar eru efst til vinstri á kortinu.
Vefsíðan vill minna á veffang Ingibjargar hér á síðunni undir tenglar-Ingibjörg Jónsdóttir.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. maí 2008

Flugi aflýst í dag.

Þá er flugfélagið Ernir búnir að að aflýsa flugi til Gjögurs í dag.
Mjög lágskýjað er með þokulofti og súld og nú er komið yfir í slyddu,hiti 1,3 stig.
Athugað verður með flug á morgun.
Jón G G.

Atburðir

« 2025 »
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
  • Alexsander Hafþórsson setur eingangrun í loft.12-12-2008.
  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
  • Unnið við sperrur.29-10-08.
Vefumsjón