Hafísfrétt frá Veðurstofu Íslands.
12-06-2008 Tilkynning frá Veðurstofu Íslands
Gisinn hafís er nú vestur af Vestfjörðum, næst landi u.þ.b. 75 sml vestnorðvestur af Barði. Vindátt hefur verið vestlæg á Grænlandssundi síðan á þriðjudag (9. júní) og verður svo fram á sunnudag. Hafísinn mun því færist eitthvað nær landi og eru sjófarendur beðnir um að fara að öllu með gát. Á sunnudaginn lítur út fyrir að vindur snúist í austan og norðaustanátt á Grænlandssundi og þá mun ísinn þokast vestur á bóginn.
Gervihnattamyndin hér að neðan gefur hugmynd um hafísröndina, en rétt er að hafa í huga að skýjað er á svæðinu og því geta stakir jakar og rastir verið nær landi en sést á myndinni.
Ný undirsíða um veðuryfirlit.
Hér til vinstri er komin ný undirsíða um veðurupplýsingar fyrir hvern mánuð sem tekin er saman af Jóni G Guðjónssyni veðureftirlitsmanni í Litlu-Ávík mánaðarlega.
Er þetta gert til að betra sé fyrir lesendur að fylgjast með veðrinu fyrir hvern mánuð fyrir sig,svo ekki þurfi að leita lángt aftur í féttasíðunni,vonandi verður þetta betra fyrir þá sem vilja fylgjast með mánaðarskírslum um veður frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
Eftir er að bæta við veðuryfirliti frá 2007 sem kemur inn fljótlega.
Nýr liðsmaður vefsins Litlahjalla.
Fréttavefurinn Litlahjalli hefur fengið nýjan liðsmann til að skrifa fréttir á www.litlahjalli.it.is og er það hinn kunni rithöfundur og skákmaður Hrafn Jökulsson sem býr nú hér í Árneshreppi og mun skrifa fréttir á móti Jóni G Guðjónssyni og ef Jón fer í frí.
Netfang Hrafns Jökulssonar er hrafnjökuls@hotmail.com og símin er 4514026,eins er netfangið hans og sími skrifað hér á síðunni Um vefinn.
Jón G Guðjónsson segir þetta ólaunað starf eins og öll vinna við að koma fréttum á síðuna og mikin feng að fá Hrafn til að vera fréttaritara við síðuna og skrifa á síðuna.
Vefsíðan Litlihjalli bíður Hrafn velkomin.
Flogið á Gjögur í dag.
Yngsti Árneshreppsbúin skírður.
Yngsti Árneshreppsbúin var skírður í gær Sunnudaginn 8 júní.
Það var dóttir Gunnars Dalkvist Guðjónssonar og Pálínu Hjaltadóttur í Bæ í Trékyllisvík sem skírð var heima í Bæ af séra Sigríði Óladóttur sóknarpresti.
Stúlkan fékk nafnið Magnea Fönn Dalkvist,hún fæddist 13 febrúar 2008,fyrir á hún systurina Anítu Mjöll sem fædd er 12 agúst 2006.
Flugi var aflýst í dag.
Hiti fór í tæp 16 stig í dag.
Hiti fór í 15,6 í dag á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í Árneshreppi ,veður í dag var suðaustan gola,og í fyrstu léttskyjað en þykknaði upp með deginum og smá skúr um veðurtíman klukkan 18:00.
Þetta virðist lofa góðu með hitan í júní þótt komi kuldatíð í nokkra daga í júní eins og oft hefur verið.
Oftast getur verið hlýast hér í Árneshreppi í endaðan júlí eða í byrjun ágúst.
Mesti hiti á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist 13 ágúst 2004 þá 26,0 stig og var það talið hitamet yfir stöðvar fyrrverandi og núverandi í Árneshreppi og staðfest af Veðurstofu Íslands.
Bændur bera á tilbúin áburð.
Bændur hér í Árneshreppi hafa nú undanfarna daga verið að bera tilbúna áburðin á tún sín eftir mikla vinnu við að koma fé úr húsum og túnum og keyra á úthaga í góða veðrinu síðan seinnihluta maí mánaðar.
Ekta veður hefur nú verið til þessara verka því rigning hefur verið með köflum en stytt upp vel á milli svo gott hefur verið að bera áburðin á túnin.
Yfirleitt er þetta talið svona um viku fyrr en í fyrra sem borið er á og jafnvel 10 dögum fyrr hjá sumum.
Tilbúin áburður kom óhefðbunda leið til bænda í Árneshreppi í vor.
Fyrsta skipti í sögunni kom ekki áburðarskip inn á Norðurfjörð að þessu sinni,heldur var silgt með áburðin til Hólmavíkur og honum keyrt þaðan norður í Árneshrepp nú í síðustu viku,bændur höfðu haft miklar áhyggjur af því hvort það tækist í tíma vegna mikilla þúngatakmarkana á vegum vegna aurbleytu nú í vor.
Fyrsta ferð Strandafraktar.
Nú í dag var fyrsta ferð Strandafraktar hingað norður í Árneshrepp.
Ferðir flutningabíls Strandafraktar eru frá júni og út október,bíllinn lestar hjá Flytjanda í Reykjavík á þryðjudögum og fer til Hólmavíkur þá um kvöldið og til Norðurfjarðar dagin eftir á miðvikudögum.
Talsverður flutningur var með bílnum nú í fyrstu ferð og til baka fór talsvert af borðvið frá Sigursteini Sveinbjörnssyni í Litlu-Ávík til Galdrasafnsins á Hólmavík,sem Sigursteinn sagaði fyrir safnið í vor.





