Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. júní 2008

Kaffi Norðurfjörður opnað.

Edda Gulli Oddný oddviti og Eva.
Edda Gulli Oddný oddviti og Eva.
1 af 3

Nýtt kaffihús var opnað formlega á Norðurfirði í gær kl 18:00 sem hefur fengið nafnið Kaffi Norðurfjörður.

Edda Hafsteinsdóttir er með kaffihúsið í rekstrarleigu og rekur kaffihúsið af sveitarfélaginu Árneshreppi.Vínveitingaleyfi er fengið fyrir staðin.

Í gömlu verbúðinni sem var gjörbreytt í vetur,er fyrir utan hina nýju kaffistofu er útibú Sparisjóðs Strandamanna,aðstaða fyrir lækni í einu herbergi og útleiga á tveim herbergjum fyrir sjómenn eða aðra.

Frábært útsýni er úr kaffihúsinu til sjávar yfir höfnina og út á fjörðin.

Búast má við mikilli traffik í sumar af ferðafólki sem fer norður á Hornstrandir með Sædísinni bát Reimars Vilmundarsonar en fjöldi fólks hefur pantað í ferðir hans.

Upplagt er fyrir fólk að koma við og slappa af og fá sér veitingar á Kaffi Norðurfirði meðan beðið er eftir Sædísinni og þegar komið er til baka af Hornströndum.

Fjöldi gesta auk heimamanna voru við opnunina.

 

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. júní 2008

Tilkynning frá Félagi Árneshreppsbúa.

Frá Finnbogastöðum í dag.
Frá Finnbogastöðum í dag.

Vegna stórbrunans á Finnbogastöðum.

Þar sem ljóst er að Guðmundur Þorsteinsson hefur misst hús sitt og innbú í brunananum hefur félagið opnað styrktarreikning til handa Guðmundi.

Reikningsnúmerið er:
1161-26-001050 ke:451089-2509,við Sparisjóð Strandamanna.

Er það bón mín og beiðni að allir,sem aflögu eru færir um stórt eða smátt leggi þessu lið og  bregðist við hið fyrsta.

Með fyrirfram þakklæti.

Kristmundur Kristmundsson formaður félags Árneshreppsbúa.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. júní 2008

Missti allt sitt í brunanum.

Unnið við slökkvistörf.
Unnið við slökkvistörf.
1 af 3

 Ekki tókst að bjargja neinu úr brunanum á Finnbogastöðum í dag.

Guðmundur Þorsteinsson bóndi missti allt sitt,innbú fötin sín og perssónulega muni og húsið sjálft.

Guðmundur (Mundi)á nú bara fötin sem hann var í þegar hann bjargaðist út úr brennandi húsinu.

Einnig drápust tveir hundar sem voru í kjallaranum sem vildu ekki fara út fyrr í morgun,en heimiliskötturinn var í fjárhúsunum og bjargaðist.

Þegar slökkviliðin frá Hólmavík og Drangsnesi komu á staðin um 12:30 var ekkert hægt að gera,og ekki bætti úr að allhvass vindur var af norðaustri,15 til 17 m/s.

Nú um kaffileytið standa bara veggirnir og þak sígið.Húsið var steinhús en timburgólf og öll innrétting úr timbri.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. júní 2008

Kviknaði í bænum á Finnbogastöðum.

Finnbogastaðir brenna.
Finnbogastaðir brenna.
1 af 2
Um hálftólf kviknaði í bænum að Finnbogastöðum í Trékyllisvík einn maður var inni en komst út áður en eldurin barst út,heimamenn ráða ekki við neiit,slökkvilið frá Hólmavík og Drangsnesi eru á leið norður.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. júní 2008

Hafísfrétt frá Veðurstofu Íslands.

Gerfihnattamynd.
Gerfihnattamynd.

12-06-2008 Tilkynning frá Veðurstofu Íslands

Gisinn hafís er nú vestur af Vestfjörðum, næst landi u.þ.b. 75 sml vestnorðvestur af Barði. Vindátt hefur verið vestlæg á Grænlandssundi síðan á þriðjudag (9. júní) og verður svo fram á sunnudag.  Hafísinn mun því færist eitthvað nær landi og eru sjófarendur beðnir um að fara að öllu með gát.  Á sunnudaginn lítur út fyrir að vindur snúist í austan og norðaustanátt á Grænlandssundi og þá mun ísinn þokast vestur á bóginn.   

Gervihnattamyndin hér að neðan gefur hugmynd um hafísröndina, en rétt er að hafa í huga að skýjað er á svæðinu og því geta stakir jakar og rastir verið nær landi en sést á myndinni. 

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. júní 2008

Ný undirsíða um veðuryfirlit.

Sól flýtur á sjónum að kvöldi 12-06-2008.
Sól flýtur á sjónum að kvöldi 12-06-2008.

 

Hér til vinstri er komin ný undirsíða um veðurupplýsingar fyrir hvern mánuð sem tekin er saman af Jóni G Guðjónssyni veðureftirlitsmanni í Litlu-Ávík mánaðarlega.

Er þetta gert til að betra sé fyrir lesendur að fylgjast með veðrinu fyrir hvern mánuð fyrir sig,svo ekki þurfi að leita lángt aftur í féttasíðunni,vonandi verður þetta betra fyrir þá sem vilja fylgjast með mánaðarskírslum um veður frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Eftir er að bæta við veðuryfirliti frá 2007 sem kemur inn fljótlega.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. júní 2008

Nýr liðsmaður vefsins Litlahjalla.

Hrafn Jökulsson.
Hrafn Jökulsson.

 

Fréttavefurinn Litlahjalli hefur fengið nýjan liðsmann til að skrifa fréttir á www.litlahjalli.it.is og er það hinn kunni rithöfundur og skákmaður Hrafn Jökulsson sem býr nú hér í Árneshreppi og mun skrifa fréttir á móti Jóni G Guðjónssyni og ef Jón fer í frí.

Netfang Hrafns Jökulssonar er hrafnjökuls@hotmail.com og símin er 4514026,eins er netfangið hans og sími skrifað hér á síðunni Um vefinn.
Jón G Guðjónsson segir þetta ólaunað starf eins og öll vinna við að koma fréttum á síðuna og mikin feng að fá Hrafn til að vera fréttaritara við síðuna og skrifa á síðuna.

Vefsíðan Litlihjalli bíður Hrafn velkomin.

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. júní 2008

Flogið á Gjögur í dag.

Flugvél á Gjögurflugvelli.
Flugvél á Gjögurflugvelli.

Flogið var á Gjögur í dag um og uppúr hádegi,ekki var hægt að fljúga í gær vegna dimmviðris,en það birti vel upp með morgninum í dag.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. júní 2008

Yngsti Árneshreppsbúin skírður.

Systurnar Magnea Fönn og Aníta Mjöll.Mynd Pálína H.
Systurnar Magnea Fönn og Aníta Mjöll.Mynd Pálína H.

 Yngsti Árneshreppsbúin var skírður í gær Sunnudaginn 8 júní.

Það var dóttir Gunnars Dalkvist Guðjónssonar og Pálínu Hjaltadóttur í Bæ í Trékyllisvík sem skírð var heima í Bæ af séra Sigríði Óladóttur  sóknarpresti.

Stúlkan fékk nafnið Magnea Fönn Dalkvist,hún fæddist 13 febrúar 2008,fyrir á hún systurina Anítu Mjöll sem fædd er 12 agúst 2006.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. júní 2008

Flugi var aflýst í dag.

Flugstöðin Gjögri.Myndasafn.
Flugstöðin Gjögri.Myndasafn.
Flugi til Gjögurs í dag var aflýst um kl 15:30 vegna dimmviðris,þokuloft er rigning og súld og mjög lágskýjað.
Flugfélagið Ernir athuga með flug á Gjögur í fyrramálið.

Atburðir

« 2026 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Frá Gjögri 04-01-2013.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Úr sal.Gestir.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Gengið upp Sýrárdal.
Vefumsjón