Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 3. maí 2008

Frumherji með bifreiðaskoðun í næstu viku.

Færanlega skoðunarstöð Frumherja.Mynd Frumherji.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja.Mynd Frumherji.
Færanlega skoðunarstöð Frumherja hf,verður staðsett á Hólmavík alla næstu viku frá mánudeginum 5 til föstudagsins 9 maí.
Samkvæmt auglýsingu frá Frumherja er færanlega skoðunarstöðin nú beintengd við ökutækjaskrá og því hægt að afla allra upplýsinga og ganga frá viðskiptum eins og í fastri skoðunarstöð.
Tekið er á móti öllum greiðslukortum(kredit og depet),hvort tveggja er háð því að GSM samband sé í lagi.
Mælst er til þess að menn komi með ökutæki með númer sem enda 1 til 7 í fyrri ferð,en í seinni ferð sem fyrirhuguð 2 til 3 september með endastafi 8,9,eða 0.
Ný skoðunarstöð er nú komin í Búðardal.
Færanlega skoðunarstöðin verður ekki staðsett á Borðeyri hné á Reykhólum að þessu sinni heldur vísað í hina nýju stöð í Búðardal.
Sími í færanlegu skoðunarstöð Frumherja er 854 4507.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 1. maí 2008

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2008.

Drangaskörð 18-04-2008.
Drangaskörð 18-04-2008.

Veðrið í Apríl 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var umhleypingasamur fram undir miðjan mánuð,en mest Norðaustanáttir eða Suðvestanáttir,þann 15 hlínaði verulega með suðlægum áttum,og góðviðri fram til 21.Síðan Norðvestan og Norðan þræsingur með ofankomu síðustu daga mánaðar.

Úrkoman var óvenju lítil í mánuðinum.

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Norðaustan og Norðan þann 4,kaldi en allhvass og hvassviðri þann 3 með snjókomu síðan él,úrkomulaust 1 og 2,hiti frá 1 stigi niðrí 4 stiga frost.

5-6:Breytilegar vindáttir,logn eða gola,úrkomulaust,frost frá 6 stigum upp í 3 stiga hita þann 6.

7:Suðvestan kaldi,þurrt fram á kvöld,hiti 4 til 7 stig.

8-13:Norðan síðan Norðaustan kaldi en allhvass 9 og 10,síðan stinníngsgola,él eða slydda,frost á kvöldin og yfir nóttina 1 til 3 stig en hiti yfir dagin 1 til 2 stig.

14-15:Suðvestan,stinníngsgola en stinníngskaldi þann 15,þurrt í veðri.frost í fyrstu síðan hlinandi frost frá 4 stigum upp í 6 stiga hita.

16-21:Hægviðri,breytilegar vindáttir,logn,andvari eða kul,yfirleitt þurrt í veðri,hiti 3 til 10 stig.

22-25:Norðvestan gola eða stinníngsgola,þoka eða þokuloft og súld,hiti frá 4 stigum niðrí 1 stig.

26-30.Norðan kaldi eða stinníngskaldi,snjókoma,slydda eða él,frost frá 2 stigum upp í 2 stiga hita.

Úrkoman mældist 28,5 mm.

Mestur hiti mældist þann 18 þá 10,0 stig.

Mest frost mældist þann 5 þá 6,5 stig.

Jörð var talin alhvít í 9 daga.

Jörð var talin flekkótt í 21 dag.

Auð jörð því í 0 daga.

Mesta snjódýpt mældist 21 cm dagana 1-2-4 og 5.

Sjóveður:Slæmt sjóveður var 1 til 3 og 8 til 10 og 26 til 30,annars gott sjóveður.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

 

 

 

 

 

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. apríl 2008

Skrýtinn snjómokstur innansveitar.

Hjólaskófla hreppsins.
Hjólaskófla hreppsins.

Einkennilegur mokstursdagur var hér í Árneshreppi innansveitar í dag.

Í fyrradag á mánudag var flugdagur en ekki tókst að fljúga þá vegna snjókomu og stóð hún yfir allan dagin,en í gær á þryðjudag var svo flogið á Gjögur eftir að stiiti upp fyrir hádegið.

Mokstursdagar innansveitar eiga að fara eftir flugi,en í gær var ekki mokað hér innansveitar þótt flug væri og talsverð ófærð frá Norðurfirði og til Trékyllisvíkur en minna þaðan og til Gjögurs.

Bíl sem kemur út á flugvöll að sækja vörur fyrir útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði komst rétt svo og minni bílar drógu kviðin eða lentu í vandræðum.

Eftir viðtal við eftirlitsmann Vegagerðarinnar hér innansveitar,sagði hann ekkert hafa vitað að flug stæði yfir og slæmt veður hefði verið um morgunin,sem reyndar er rétt en engin úrkoma hefur verið frá hádegi í gær.

Eftirlitsmaður á að vita það að alltaf er flogið dagin eftir ef ekki tekst flug á áætlunardegi.

Ef við í Árneshreppsbúar þurfum að fá mokað eftir dintum þessa eftirlitsmanns Vegagerðarinnar að ekki sé mokað ef hann kemst á stórum jeppa í eftirlitsferðum sínum,þá er það slæmt mál að þurfa að búa við.

Auðvitað fögnum við hreppsbúar mokstri þá komust við vandræðalaust um,ekki þurfti að moka í dag vegna viðskiptavina við kaupfélagið því það er lokað á miðvikudögum.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 29. apríl 2008

Flug tókst á Gjögur í dag.

Flugvél Myflugs á Gjögri.
Flugvél Myflugs á Gjögri.
Þá er búið að fljúga á Gjögur  í dag,en áætlunardagur var í gær en þá var ekki hægt að lenda vegna dimmviðris.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 28. apríl 2008

Ekki tókst að lenda á Gjögri í dag.

Flugstöðin Gjögri.
Flugstöðin Gjögri.
Flugvél í áætlunarflugi til Gjögurs varð frá að hverfa eftir nokkrar tilraunir til lendingar.
Talsverð snjókoma er og lágskýjað og dimmdi mikið á meðan vélin var á leið norður frá Reykjavík.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. apríl 2008

Leki kom að vélbátnum Sörla ÍS 66.

Sörli ÍS 66.
Sörli ÍS 66.
1 af 2

Sörli ÍS 66 sendi út neyðarkall um klukkan níu í morgun gegnum sjálfvirku tilkynningaskylduna.

Stjórnstöð landhelgisgæslu og vaktstöð siglinga ræstu strax út björgunarsveitir og báta frá Skagaströnd,Drangsnesi og Norðurfirði á Ströndum.

Dagrún ST 12 var í um tveggja tíma siglingu frá Sörla og stefndi á staðin.

Töluverður leki var í vélarrúmi Sörla.

Dálítill sjór var á þessum slóðum í morgun.

Sædís ÍS 67 kom fyrst að Sörla eða um hálf ellefu og tók þá Sörla í tog ásamt Dagrúnu og drógu bátin inn til Norðurfjarðar.

Skömmu síðar var svo aðstoð björgunarskipsins Húnabjargar frá Skagaströnd og björgunarbátsins Pólstjörnunnar frá Drangsnesi afturkölluð.

Vélbáturin Sörli er gerður út á grásleppu frá Norðurfirði og eru tveir um borð sem sakaði ekki í þessu óhappi.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 24. apríl 2008

Gleðilegt sumar.

Gjögurviti Mynd Rúnar S.
Gjögurviti Mynd Rúnar S.
Gleðilegt sumar kæru lesendur og takk fyrir veturin.
Í dag er sumardagurinn fyrst og Harpa gengin í garð og fyrsta vika sumars runnin upp.
Hér er svarta þoka með köflum eða þokuloft hiti um þrjú stigin og NNV stinníngsgola.
Þannig að ekki er nú mjög sumarlegt um að litast.
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. apríl 2008

Hátíðisdagar á Hólmavík.

Höfðagata 3 Hólmavík.
Höfðagata 3 Hólmavík.
Á sumardaginn fyrsta 24.apríl kl 16:00-18:00-verður opið hús á Höfðagötu 3 þar sem húsið er sýnt.
Opið verður inn á skrifstofur og þeir sem hafa hreiðrað um sig í Þróunarsetrinu kynna sína starfsemi og taka á móti gestum.
Námsverið verður opnað og starfsemi þess kynnt.Eins verður boðið upp á léttar veitingar í húsinu.
Allir Strandamenn hjartanlega velkomnir.
Myndin er frá www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. apríl 2008

Síminn þéttir þjónustusvæði sitt.

Sendirinn á Steinnýjarstaðafjalli.
Sendirinn á Steinnýjarstaðafjalli.

Frétt og mynd frá Símanum.

Síminn stækkar og þéttir GSM þjónustusvæðið sitt á norðurlandi og á Ströndum.

 

Síminn hefur kveikt á tveimur nýjum langdrægum GSM sendum sem koma til með að stór efla þjónustuna við viðskiptavini Símans sem staddir eru á norðurlandi og Ströndum

 

Annar sendirinn er á Steinnýjarstaðafjalli á Skagaheiði.Sendirinn hefur um 100 km radíus og mun ná vestur á Strandir allt að Norðurfirði og í austurátt að Siglufirði.Sendinum er ætlað að þjóna strandlengjunni og miðunum og dekkar sendirinn Húnaflóa,ytri hluta Skagafjarðar og vel út á miðin þar í kring.Einnig má búast við tryggari sambandi á veginum á milli Hofsós og Siglufjarðar.

 

Hinn sendirinn er á Þrándarhlíðarfjalli sem er ofarlega í Skagafirðinum.Sá sendir mun dekka norðurhluta Kjalvegar allt að Hveravöllum,hluta af Arnarvatnsheiði og hluta af Skagafjarðarleið Sprengisandsvegar.

 

Þessi viðbót er partur af umfangsmikilli áætlun Símans um að þétta og stækka GSM þjónustusvæði sitt en áætlun Símans gerir ráð fyrir að um mitt sumar verði búið að setja upp 28 nýja langdræga GSM senda út um allt land.Þessi áætlun er liður í því að þétta og stækka GSM þjónustusvæði Símans auk þess sem undirbúningur fyrir uppbyggingu á 3G þjónustu á landsbyggðinni er kominn á fullt skrið.

 

Myndin er tekin við uppsetningu á sendinum á Steinnýjarstaðafjalli.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. apríl 2008

Vestfirskur húslestur um tvo barnabókahöfunda

Ólöf Jónsdóttir.
Ólöf Jónsdóttir.
Frétt af www.BB.ÍS.
Vestfirskur húslestur verður í Safnahúsinu í dag.
Vestfirskur húslestur verður í Safnahúsinu á Ísafirði í dag og að þessu sinni verður fjallað um tvo höfunda sem báðir eru þekktir fyrir barnabækur; Böðvar frá Hnífsdal og Ólöfu Jónsdóttur frá Litlu-Ávík. Böðvar frá Hnífsdal fæddist að Tröð í Bolungarvík árið 1906. Hann lauk kennaraprófi árið 1928 og tveimur árum síðar hélt hann til Kaupmannahafnar og síðar til Bretlands í frekara nám. Hann var kennari á Vestfjörðum árin 1928-1930, en kennsla varð hans ævistarf. Hann er þekktastur fyrir barnabækur sínar, t.d. Strákarnir sem struku og Strákar í stórræðum, en hann skrifaði einnig ljóð og leikrit fyrir fullorðna auk smásagna sem birtust í Lesbók Morgunblaðsins auk þess sem hann orti talsvert í Spegilinn undir dulnefni. Böðvar lést árið 1961.
Meira

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki vestan við Sælusker, 19-06-2018.
  • Íshrafl í Ávíkinni 18-12-2010.
  • Finnbogastaðaskóli.23-01-2012.
  • Munaðarnes 15-03-2005.
Vefumsjón