| föstudagurinn 20. júní 2008
Prenta
Hraðskák og söngur í Kaffi Norðurfirði
Gamlir Fóstbræður munu taka lagið í Kaffi Norðurfirði á sunnudaginn klukkan 14, og slá þannig botninn í Skákhátíð Árneshrepps. Kórinn er, einsog nafnið gefur til kynna, skipaður gömlum kempum úr Fóstbræðrum, og verður á ferð um Strandir um helgina.
Hraðskákmótið í Kaffi Norðurfirði hefst klukkan 12 á sunnudaginn og er öllum opið.
En fyrst á dagskránni er Minningarmót Páls Gunnarssonar í Djúpavík, sem hefst klukkan 20 í kvöld. Fyrstu gestirnir komu í gær og er búið að breyta gömlu mjölgeymslunni í síldarverksmiðjunni í glæsilegan skáksal.