Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 25. apríl 2008 Prenta

Leki kom að vélbátnum Sörla ÍS 66.

Sörli ÍS 66.
Sörli ÍS 66.
1 af 2

Sörli ÍS 66 sendi út neyðarkall um klukkan níu í morgun gegnum sjálfvirku tilkynningaskylduna.

Stjórnstöð landhelgisgæslu og vaktstöð siglinga ræstu strax út björgunarsveitir og báta frá Skagaströnd,Drangsnesi og Norðurfirði á Ströndum.

Dagrún ST 12 var í um tveggja tíma siglingu frá Sörla og stefndi á staðin.

Töluverður leki var í vélarrúmi Sörla.

Dálítill sjór var á þessum slóðum í morgun.

Sædís ÍS 67 kom fyrst að Sörla eða um hálf ellefu og tók þá Sörla í tog ásamt Dagrúnu og drógu bátin inn til Norðurfjarðar.

Skömmu síðar var svo aðstoð björgunarskipsins Húnabjargar frá Skagaströnd og björgunarbátsins Pólstjörnunnar frá Drangsnesi afturkölluð.

Vélbáturin Sörli er gerður út á grásleppu frá Norðurfirði og eru tveir um borð sem sakaði ekki í þessu óhappi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
Vefumsjón