Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 11. apríl 2008 Prenta

Sædísin og Reimar í netralli.

Sædísin í höfn á Norðurfirði.
Sædísin í höfn á Norðurfirði.
Frétt af www.bb.is
Sædísin í netaralli Hafró
Reimar Vilmundarson, skipstjóri á Sædísi ÍS fór í gær á hið árlega netarall sem er rannsóknarverkefni Hafrannsóknarstofnunar. Þetta verkefni er ætíð unnið á þessum tíma árs um allt land. Undanfarin ár hafa stór skip venjulega farið á slík netaröll en nú brá svo við að ekkert þeirra sýndi verkefninu áhuga. Hjalti Karlsson útibússtjóri Hafrannsóknarstofnunar á Ísafirði hafði því samband við Reimar sem tók vel í það að vera með. Að sögn Reimars er verið að kanna hrygningarstöðvar þorsks og verða aðilar frá Hafrannsóknarstofnun með um borð í ferðinni til að mæla aflann sem kemur upp úr sjónum og leggja mat á ástand hans. Netin eru lögð á fyrirfram ákveðnum slóðum sem stofnunin ákveður en Reimar fær einnig að leggja á útvöldum stöðum. Netin eru af margvíslegum möskvastærðum og ákveðin af Hafrannsóknarstofnun og eftir þeirra forskrift.

Reimar mun leggja netin í dag og væntir þess að geta dregið á laugardag eða sunnudag því netin þurfa að liggja a.m.k. 12 til 14 tíma í sjó. Strax eftir þetta verkefni heldur hann í Norðurfjörð á grásleppu en þar hefur hann verið við grásleppuveiðar undafarið.smari,á bb.is.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« ágúst »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir.Skólastjóri frá 2004 til 2007.
  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
  • Lítið eftir.
  • Kort Árneshreppur.
  • Suðri í miklum ís á austurleið.
Vefumsjón