Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. maí 2008 Prenta

Ný fréttasíða Jóns Guðbjörns Guðjónssonar í Litlu-Ávík Árneshreppi.

Forsíða Litlahjalla.
Forsíða Litlahjalla.

Ný síða fyrir fréttavefin www.litlihjalli.it.is

Gamli vefurin var orðin úr sér gengin og fylgdi ekki nútíma þörfum lesenda hné þess sem sér um vefin,en hafði þó þjónað nokkuð vel til þessa tíma.

Vefkerfi Snerpu ehf á Ísafirði sá um að útbúa hinn nýja vef frá grunni og er hístur þar á Snerpli,en síðan er hægt að bæta við undirsíðum ef þurfa þykir.

Fréttavefurinn Litlihjalli verður sem áður með fréttir úr Árneshreppi eða sveitarfélaginu tengdu og um veðurfar og aðrar fréttir ef svo ber undir.

Fólk heima í sveitinni og aðrir eru beðnir að láta vefin vita um efni sem gæti verið fréttnæmt og myndir á netfangið jonvedur@simnet.is

Enn er eftir að uppfæra ýmislegt af gamla vefnum svo sem eldri fréttir og fleira en myndasafn er mikið til komið inn en þar bætist alltaf við nýjar myndir,vefstjóri og ábyrgðarmaður fyrir vefsíðuna www.litlihjalla.it.is  er Jón Guðbjörn Guðjónsson Litlu-Ávík.

Þeyr sem hafa styrkt vefsíðuna www.litlihjalli.it.is eru:

Sparisjóður Strandamanna með framlægi 30.000 kr.

Einar Kristinn Guðfinsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra með ráðherrastyrk 60.000 kr.

Ekki má gleyma Mats Wibe Lund sem skaffaði mynd á haus síðunnar.

Jón Guðbjörn vill þakka Ágústi Atlasyni hjá Snerpu fyrir frábært samstarf við gerð vefsins.

 

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
  • Þá fer langa súlan út.
  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
Vefumsjón