Meira um vegaframkvæmdir.
Framkvæmdir hjá Vegagerðinni á Hólmavík.
Vegagerðin á Hólmavík hefur verið með ýmsar framkvæmdir í Árneshreppi undanfarnar vikur,eins og áður hefur komið fram hér á vefnum.
Á fimmtudag 26 júní fyrir síðustu helgi byrjaði vegagerðin að hækka vegin upp frá vegamótum niðrí Litlu-Ávík og niður afleggjarann allt í um 30 cm að jafnaði,og nú í dag var yfirkeyrt fínna efni yfir.
Vegurin niðrí Litlu-Ávík var orðin mikið siginn og allt fínt efni búið í honum enda langt síðan að hefur verið unnið í veginum þangað.
Efni í uppfyllingu í vegin niðrí Litlu-Ávík var tekið úr svnefndu Smiðjuholti í landi Litlu-Ávíkur.
Í dag eftir hádegið var byrjað að keyra fínu efni yfir þar sem vegurin var hækkaður upp frá Sætrakleyf og í ytri Naustvíkur og víðar,það efni var tekið úr hörpuðu efni á Kjörvogsrima fyrir ofan Víganes,en fína efnið í vegin niðrí Litlu-Ávík úr hörpðuðu efni við svonefnt Skarð í Finnbogastaðalandi og kláraðist það efni.
Einnig er vegagerðin að vinna við brýr og ræsi í Íngólfsfirði og eins á að vinna aðeins í Ófeigsfjarðaveginum.