Fleiri fréttir

| miðvikudagurinn 2. júlí 2008 Prenta

Kaffihlaðborð og skemmtun í Hótel Glym til styrktar Munda á Finnbogastöðum

Linda, Mundi og Steini mæta í Hótel Glym á sunnudaginn.
Linda, Mundi og Steini mæta í Hótel Glym á sunnudaginn.
Kaffihlaðborð, skemmtidagskrá og listaverkauppboð verða í Hótel Glym í Hvalfirði á sunnudaginn, 6. júlí, og rennur öll innkoma dagsins óskipt á styrktarreikning Guðmundar á Finnbogastöðum.  Mundi ætlar að sjálfsögðu að mæta, og fleiri koma úr Árneshreppi.

Staðarhaldarar á Hótel Glym eru Jón Rafn Högnason og Hansína B. Einarsdóttir, sem bæði eru ættuð úr Árneshreppi. Þau hafa rekið Hótel Glym með miklum myndarbrag frá árinu 2001.

Kaffihlaðborðið á sunnudag verður milli 14 og 18 og er þetta frábært tækifæri til að gera allt í senn: Hitta Strandamenn úr öllum áttum, njóta ljúffengra veitinga og skemmtilegrar dagskrár og leggja góðu máli lið.

Hótel Glymur stendur á frábærum útsýnisstað í kjarri vaxinni hlíðinni ofan við Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd, rétt vestan við Ferstiklu. Það tekur um 40 mínútur að keyra frá Reykjavík að Hótel Glym með því að fara Hvalfjarðargöngin en um það bil 1 klukkustund og 10 mínútur að keyra Hvalfjörðinn.

Látið endilega berast meðal Strandamanna og annarra vina Árneshrepps að leiðin liggi í Hvalfjörð á sunnudaginn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
  • Hafís við Litlu-Ávík 14-03-2005.
  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Tekin grunnur 22-08-08.
Vefumsjón