Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. september 2008 Prenta

Fréttatilkynning frá Menningarráði Vestfjarða.

Mynd af vef Menningarráðs.
Mynd af vef Menningarráðs.

Menningarráð Vestfjarða óskar eftir umsóknum

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum í seinni úthlutun Menningarráðs

Vestfjarða árið 2008. Umsóknarblöð má nálgast á vef Menningarráðsins

http://www.vestfirskmenning.is/ undir tenglinum Styrkir og þar er einnig að finna

leiðbeiningar fyrir umsækjendum og úthlutunarreglur. Umsóknarfrestur er til

föstudagsins 3. október.

Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að við síðari úthlutun ársins 2008

verði litið sérstaklega til menningarverkefna sem fela í sér eftirtaldar

áherslur:

a. Nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs.

b. Verkefni sem miða að fjölgun starfa.

c. Samstarf milli menningarstofnanna, byggðarlaga eða listgreina og

uppsetning viðburða á fleiri en einum stað.

d. Útgáfa fræði- og ritverka sem lúta að menningu og sögu Vestfjarða.

e. Útgáfa mynd- og hljóðdiska sem hafa menningarlegt gildi og sýnilega

sérstöðu.

Bent er á að einungis hluti umsókna fær styrki og þá þurfa að fara saman góð

verkefni og góðar umsóknir, því þær eru bornar saman og metnar á

samkeppnisgrundvelli. Menningarráð Vestfjarða hvetur umsækjendur því til að

vanda til verka - þannig næst árangur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
Vefumsjón