Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. september 2008

Hvassviðrið í nótt.

Úrkoman í morgun.Kort VÍ.
Úrkoman í morgun.Kort VÍ.
1 af 2

  Mikið hvassviðri var frá því í gærkveldi og fram á morgun hér í hreppnum sem og annarsstaðar.

Ekki er vitað um neitt tjón hér í Árneshreppi nokkrir steinar ultu á vegi enda miklu minni úrkoma hér en annarsstaðar á Vestfjörðum.

Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist úrkoman tæpir 23 mm.

Vindur var frá hásuðri til suðsuðausturs,í síðasta veðurskeyti frá Litlu-Ávík kl 21.00 í gærkvöld var SSA 19 m/s og mestakviða 24 m/s.Nú í morgun kl 06.00 var SSA 20 m/s og mesta kviða 29 m/s.

Á sjáfvirku stöðinni á Gjögurflugvelli var mesti vindurin um miðja nótt.eða kl 03.00 voru S 29 m/s í jafnavind og mesta kviða 43 m/s,var það mesti vindur sem mældist þar í þessu veðri.Og kl 04.00 eru S 29 m/s og mesta kviða er þá 42 m/s,og fer þá að draga verulega úr vindi eftir það.

Það má segja að Árneshreppur  hafi sloppið vel í þessu veðri þótt fólk hafi oft hrokkið upp í nótt í stormkviðunum.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 17. september 2008

Útgáfutónleikar á Patreksfirði.

Kvartett Camerata.
Kvartett Camerata.

Kvartett Camerata heldur útgáfutónleika nýs hljómdisks í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði laugardaginn 20. september kl. 20. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og rennur óskiptur til styrktar Krabbameinsfélagi Tálknafjarðar og Vesturbyggðar. Fólk er hvatt til að mæta, hlusta á fallega tónlist og styrkja um leið málefni krabbameinssjúkra á suðursvæði Vestfjarðakjálkans.

 

Kvartett Camerata skipa systurnar Mariola og Elzbieta Kowalczyk, tónlistarkennarar í Vesturbyggð, Magnús Ólafs Hansson, verkefnastjóri í Vesturbyggð, og Steingrímur Þorgeirsson, sjúkraþjálfari á Ísafirði. Kvartettinn var stofnaður í Bolungarvík á vordögum 2001 og hefur komið fram bæði hérlendis og erlendis.

 

Á diskinum sem hér er fylgt úr hlaði syngur kvartettinn m.a. lög frá 16. og 17. öld, ættuð frá Rússlandi, Spáni og Póllandi, og nokkur yngri íslensk lög. Erlendu lögin sem mörg hver eru vel þekkt hérlendis hafa ekki áður verið gefin út á íslensku.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. september 2008

Gert við smábátabryggjuna.

Eins og sjá má er mikið hrunið úr bryggjuþilinu.
Eins og sjá má er mikið hrunið úr bryggjuþilinu.

 Nú í þessari viku var hafist handa við að gera við smábátabryggjuna á Norðurfirði.

Hrunið hafði úr hluta bryggjuþils alveg niður fyrir sjólínu.

Soðnir eru saman stálbitar og klætt á þá og þeim slakað niður og steypt í mótin.

Guðbrandur Torfason smiður sér um verkið ásamt þremur öðrum kafari er líka við vinnu við að koma mótunum niður fyrir sjólínu.

Guðbrandur Torfason er héðan úr sveit og;er sonur Torfa Guðbrandssonar fyrrum skólastjóra við Finnbogastaðaskóla;og er byggingarmeistari í Reykjavík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 15. september 2008

Veðurstofan býður upp á nýja þjónustu.

Dæmi um iframe-ramma sem vefstjórar geta nú birt á sínum vef.
Dæmi um iframe-ramma sem vefstjórar geta nú birt á sínum vef.

Veðurstofa Íslands.
Veðurstofa Íslands gerir nú vefstjórum kleift að birta án fyrirhafnar veðurupplýsingar á vefjum sínum. Þannig geta vefstjórar birt þau veðurkort sem nýtast best notendum viðkomandi vefs.

Þjónustan er ókeypis. Hún byggir á 'iframe'-tækninni. Í raun og veru birtist þá sérsniðin síða frá vedur.is inni í síðu viðkomandi vefs.
Útfærðir hafa verið tveir stórir iframe-rammar sem ætlað að vera meginefni heillar síðu. Fleiri iframe-rammar verða útfærðir ef margir óska eftir því.

Þessi þjónusta er ekki síst ætluð héraðsfréttamiðlum, ferðaþjónustuvefjum og öðrum litlum og miðlungsstórum vefjum. Á þennan hátt geta vefir nú birt glöggar veðurupplýsingar án þess að þurfa vísa notendum af sínum vef.

Skoða nánari upplýsingar um iframe-þjónustuna
Frétt og mynd af www.vedur.is

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 13. september 2008

Réttað var í Melarétt í dag.

Réttað.
Réttað.
1 af 4
 Í dag var réttað í Melarétt eftir að búið var að leita norðursvæðið,Ófeigsfjarðasvæðið.

Leitarmenn fengu mjög gott veður fyrri dagin en seinni daginn var rigning um tíma en hægviðri,þurrt og bjartviðri þegar réttað var og dregið.

Björn Torfason leitarstjóri segir;að smalast hafi vel og fé sé mjög vænt,enda sé fallþúngi dilka mjög góður sem búið er að slátra úr hreppnum eftir heimasmalanir eða frá 16 og yfir 17 kg í meðaltal það lofi mjög góðu með framhaldið;

Það má geta þess að hafa birt Fjallskilaseðilinn í heild sinni fyrir Árneshrepp hér á vefnum virðist vinsælt efni til skoðunar hjá lesendum.

Sennilega hefur heildar Fjallskilaseðill fyrir sveitarfélag aldrei verið birtur fyrr í netfjöðlmiðli.

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. september 2008

Fréttatilkynning frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

Vestra húsið.Mynd FRMST.
Vestra húsið.Mynd FRMST.

  Vika símenntunar verður í níunda sinn 22.-28. september 2008. Markmið viku símenntunar er að auka símenntun í atvinnulífinu og hvetja fólk til að leita sér þekkingar alla ævi. Í viku símenntunar 2008 er lögð áhersla á fræðslu í fyrirtækjum og sem fyrr að ná til þeirra sem hafa litla formlega menntun.

Fræðsluskrifstofa Vestfjarða í samvinnu við fleiri aðila mun heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum og kynna starfsemi sína.


Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. september 2008

Unnið að tengingu þriggja fasa jarðstrengs.

Unnið við þryggja fasa tengingu við Húsavík í Steingrímsfirði.Mynd JJ Strandir.ís.
Unnið við þryggja fasa tengingu við Húsavík í Steingrímsfirði.Mynd JJ Strandir.ís.
Strandir.ís.
Straumlaust hefur verið í sveitunum sunnan Hólmavíkur og allt suður í Bitrufjörð í morgun meðan unnið hefur verið að tengingu á þriggja fasa jarðstreng sem leysir línuna af hólmi fyrstu kílómetrana suður sýslu. Strengurinn nær frá Víðidalsá að Húsavík og er þá orðinn möguleiki á að tengjast þriggja fasa rafmagni að Miðdal í Tungusveit. Vonast er til að hægt verði að halda áfram að þrífasa sveitirnar á Ströndum á næsta ári, en aðgangur að slíkri tengingu er forsenda fyrir margvíslegum atvinnurekstri í dreifbýlinu. Tíðindamaður strandir.is smellti af nokkrum myndum í morgun.
Hvað ætli Árneshreppsbúar þurfi að bíða lengi eftir þryggja fasa rafmagni,þangað til Hvalá í Ófeigsfirði verður loks virkjuð,hvenær?.
Fleyri myndir á www.strandir.is
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. september 2008

Fréttatilkynning frá Menningarráði Vestfjarða.

Mynd af vef Menningarráðs.
Mynd af vef Menningarráðs.

Menningarráð Vestfjarða óskar eftir umsóknum

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum í seinni úthlutun Menningarráðs

Vestfjarða árið 2008. Umsóknarblöð má nálgast á vef Menningarráðsins

http://www.vestfirskmenning.is/ undir tenglinum Styrkir og þar er einnig að finna

leiðbeiningar fyrir umsækjendum og úthlutunarreglur. Umsóknarfrestur er til

föstudagsins 3. október.


Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. september 2008

Leitir og Fjallskil.

Frá heimasmölun.
Frá heimasmölun.

 

FJALLSKILASEÐILL.

 

  FYRIR ÁRNESHREPP ÁRIÐ 2008                                

            Samkvæmt fjallskilareglugerð Strandasýslu fyrirskipar hreppsnefnd Árneshrepps, fjallskil í

 Árneshreppi árið 2008 á eftirfarandi hátt.

Leitarsvæði séu þrjú. Réttardagur á fyrsta leitarsvæði sé í Melarétt laugardaginn 13. september   2008 og af öðru og þriðja leitarsvæði í Kjósarrétt laugardaginn  20. september 2008

                            SMÖLUN VERÐI HAGAÐ ÞANNIG:


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. september 2008

Gagnvegur eins árs.

Kristín á skrifstofu sinni.
Kristín á skrifstofu sinni.
Prentmiðillinn Gagnvegur varð eins árs nú um mánaðarmótin,þetta er eini prentmiðillinn á Ströndum sem Kristín Sigurrós Einarsdóttir gefur út og er hún einnig ritstjóri blaðssins.

Það er margt efni sem kemur fram í Gagnvegi sem kemur ekki fram í netmiðlum á Ströndum,svo sem útvarps og sjónvarpsdagskrá og Strandamaður vikunnar og Penninn þar sem Strandamönnum er gefin kostur að skrifa um ýmis hugleikin mál.Ekki má gleyma ritstjórnarspjalli Kristínar sem er alltaf fremst í blaðinu og er mjög vinsælt.

Gagnvegi er dreift frítt á öll heimili í Strandasýslu.

Vefsíðan Litlihjalli óskar Kristínu og Gagnvegi til hamingju með þennan áfanga.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Krisján Guðmundsson komin með gröfuna til að grafa fyrir Orkubúið inntak.12-11-08.
  • Saumaklúbbur á Melum I. 31-01-2014.
  • Árnesstapar-06-08-2008.
  • Söngur.
Vefumsjón