Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. október 2008

Yfirlit yfir veðrið í September 2008.

Örkin 634 m að hæð og Lambatindur,fyrsti snjór í fjöllum að morgni 21-09-08.
Örkin 634 m að hæð og Lambatindur,fyrsti snjór í fjöllum að morgni 21-09-08.
1 af 2

Veðrið í September 2008.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Mánuðurinn var oft hvassviðrasamur eftir miðjan mánuð og nokkuð úrkomusamur enn hlýr.

Mjög mikil berjaspretta var og eldra fólk man ekki annað eins til margra ár.

Uppskera úr matjurtagörðum(kartöflur-rófur og annað)mjög góð..

Fé kom mjög vænt af fjalli og fallþúngi mjög góður.

Fyrsti snjór í fjöllum var morgunin 21,(í fyrra 11september) eða 10 dögum seinna nú.

 

Yfirlit dagar vikur.

1-4:Norðan og Norðaustan gola eða stinníngsgola,smá rigning eða súld,hiti 5 til 10 stig.

5:Breytileg vindátt gola,skúrir,hiti 5 til 11 stig.

6-9:Suðlægar vindáttir stinníngsgola upp í stinníngskalda enn 8 og 9 gola og síðan kul,úrkomulítið en þurrt þann 7 og 8,hiti 6 til 14 stig.

10-11:Norðaustan gola í fyrstu síðan kaldi,rigning eða súld,hiti 9 til 12 stig.

12-13:Suðlæg eða breytileg vindátt,gola smá rigning,hiti 9 til 13 stig.

14-25:Suðlægar vindáttir oft kaldi eða stinníngskaldi,en hvassviðri og upp í storm 18 og 19,gola þann 23,rigning eða skúrir,hiti 4 til 14 stig.

26:Norðan og Norðvestan stinníngskaldi,rigning,hiti 5 til 7 stig.

27-28:Suðvestan stinníngsgola,skúrir eða rigning,hiti 3 til 10 stig.

29-30:Norðaustan kaldi eða stinníngskaldi,skúrir síðan slydduél,hiti 1 til 6 stig.

 

Úrkoman mældist 122,2 mm.(Í september 2007=105,5 mm).

Þurrir dagar voru 2.

Mestur hiti var þann 17=14,5 stig.

Minnstur hiti var þann 30 =1,3 stig.

Meðalhiti við jörð var:5,65 stig(í september 2007=3,75 stig).

Sjóveður:Oftast sæmilegt fram í miðjan mánuð,en síðan rysjótt oft vegna hvassviðra.

Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.

Sjá yfirlit yfir veður hér til vinstri. 

 

 

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. október 2008

Vetrarlegt í morgun.

Jörð alhvít 3 cm snjódýpt.
Jörð alhvít 3 cm snjódýpt.

Allt alhvítt í morgun.

Í morgun var allt alhvítt hér í Árneshreppi,bæði fjöll og láglendi neðrí sjó.

Samkvæmt mælingum á veðurstöðinni í Litlu-Ávík í morgun kl 09:00 var snjódýpt mæld í fyrsta sinn í morgun og mældist snjódýptin 3 cm miðað við jafnfallinn snjó.

Mikil él voru í allt gærkvöld og í nótt og sem af er morgni.

Kl níu var frostið 1,6 stig og fór niðrí -1,9 stig í nótt,vindur var vestsuðvestan gola,úrkoman var eftir nóttina 6,0 mm.

| fimmtudagurinn 2. október 2008

Áfram Finnbogastaðir: 6,5 milljónir króna hafa safnast

Kristmundur Kristmundsson og Guðmundur Þorsteinsson. Frábærar undirtektir við söfnun vegna uppbyggingar á Finnbogastöðum.
Kristmundur Kristmundsson og Guðmundur Þorsteinsson. Frábærar undirtektir við söfnun vegna uppbyggingar á Finnbogastöðum.
Kristmundur Kristmundsson, formaður Félags Árneshreppsbúa, færði á miðvikudaginn Guðmundi Þorsteinssyni sex og hálfa milljón króna, sem safnast hafa í söfnun félagsins vegna brunans mikla á Finnbogastöðum 16. júní sl.

Kristmundur var staddur í sveitinni þegar bruninn varð og hann hleypti söfnuninni af stað þegar um kvöldið. Óhætt er að segja að undirtektir hafi verið frábærar. Dæmi eru um að einstaklingur hafi gefið 500 þúsund krónur, auk þess sem hátt í milljón safnaðist á stórkostlegri hátíð í Hótel Glym í Hvalfirði í byrjun júlí. Kristmundur lagði þó áherslu á, að öll framlög væru stór og mikilvæg, auk þess sem hann áréttaði að söfnuninni væri hvergi nærri lokið. Áfram yrði haldið, enda bættu tryggingar aldrei að fullu svo gífurlegan skaða sem Guðmundur og fjölskylda hans hefðu orðið fyrir.

Nánar um málið á heimasíðunni Áfram Finnbogastaðir.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. október 2008

Platan steypt á Finnbogastöðum.

Steypt á fullu.
Steypt á fullu.
1 af 3

Nú í dag var platan steypt á Finnbogastöðum í leiðindaveðri,það var Norðan allhvass og gekk á með slyddu eða hagléljum hiti 1 til 2 stig.

Áður var búið að setja steypustyrktarjárn og lagnir fyrir hita í plötuna,enn hitin verður í gólfinu í húsinu.

Ágúst Guðjónsson kom með steypubíl frá Hólmavik eins og þegar grunnurinn var steyptur og hrært var á staðnum.

Einingahúsið sem Guðmundur Þorsteinsson ætlar að fá sem er kanadískt á að koma til landsins þann 6 október og kemur það í gámum.

 

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. september 2008

Aðeins tíu hundar í Árneshreppi.

Sámur gamli og Snati í Litlu-Ávík.
Sámur gamli og Snati í Litlu-Ávík.

Nú eru nemendurnir tveir í Finnbogastaðaskóla farnir að blogga á skólavefnum,og nú fyrir stuttu tóku þær saman nýtt hundatal fyrir Árneshrepp,eins og í fyrra sem þótti mjög vinsælt hjá þeim.
Hér kemur hundatalið þeyrra Ástu og Júlíönu:

Hundatalið okkar sló heldur betur í gegn í fyrra, og hróður voffanna í Árneshreppi barst víða. Í fyrra voru hundarnir okkar tólf talsins, en nú eru þeir bara tíu. Nú er komið að hundatali 2008!

Báðir hundarnir á Finnbogastöðum, Tíra og Kolla, dóu í eldsvoðanum mikla í sumar. Mundi á Finnbogastöðum ætlar að bíða þangað til nýja húsið rís áður en hann fær sér nýja hunda. 
 Sámur gamli í Litlu-Ávík er líka dauður, en Snati litli var fenginn til að fylla skarð hans. Snati fæddist í vor og er lífsglaður og fjörugur hvolpur, sem fékk að spreyta sig í smalamennsku með Sigga í Litlu-Ávík um daginn.

Djúpavík: Tína.Kjörvogur: Vísa.Litla-Ávík: Snati.Bær: Elding.Árnes: Hæna, Rósa, Tíra.Melar: Grímur.Steinstún: Lappi.

Krossnes: Vala. 
Veffang Finnbogastaðaskóla er http://www.strandastelpur.blog.is/

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 28. september 2008

Sigursteinn Sveinbjörnsson er sjötugur í dag.

Sigursteinn Sveinbjörnsson.
Sigursteinn Sveinbjörnsson.
Sjötugur er í dag Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík.
Vegna mikilla anna verður engin stór veisla enn heitt verður á könnunni í kvöld.
Og þeyr sem vilja sækja Sigurstein heim eru velkomnir.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. september 2008

Nýjar áherslur hjá Atrvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

Fyrir framan Skor.
Fyrir framan Skor.
Stjórn og starfsmenn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hafa verið á faraldsfæti um Vestfirði að undanförnu. Í dag, fimmtudaginn 25. september, var stjórnarfundur haldinn í Skor, þekkingarsetri á Patreksfirði, þar sem rædd voru málefni sem helst brenna á Vestfirðingum.

 Greinilegt er að nýr framkvæmdastjóri atvest, Þorgeir Pálsson, er að vinna ákaflega jákvæða hluti fyrir Vestfirði og Vestfirðinga með sýnileika á öllu svæðinu og breyttum áherslum. Þess má geta, að fyrir skömmu var nýr og endurbættur vefur Atvinnuþróunarfélagsins opnaður. Starfsstöðvar atvest eru þrjár, á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík.


Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. september 2008

Útieldamennska og Menntakista

Kistuvogur eða Kistan,þar sem galdrabrennur fóru fram.
Kistuvogur eða Kistan,þar sem galdrabrennur fóru fram.
Í tilefni af Viku símenntunar munu Fræðslumiðstöðin, í samvinnu við fleiri stofnanir og félög á Vestfjörðum, standa fyrir óvenjulegri og spennandi uppákomu í Galdrasýningunni á Hólmavík annað kvöld fimmtudaginn 25. september kl 20:00. Kynntir verða fræðslumöguleikar á svæðinu og styrkmöguleikar stéttarfélaga. Þá verða haldin ókeypis örnámskeið í Internetnotkun og útieldun. Er Vestfjarðahringnum þar með lokað að þessu sinni en í vikunni var menntakistan opnuð á ÞIngeyri og Patreksfirði. Menntakistu á Reykhólum var hins vegar frestað um óákveðinn tíma.
Stefán S Jónsson mun svo skemmta gestum með tónlist. 
Strandamenn hafa löngum slegið aðsóknarmet hjá Fræðslumiðstöðinni og er vonast til að þessi atburður verði þar engin undantekning.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. september 2008

Unnið í lögnum.

Frá vinstri Guðbrandur-Hilmar-Guðmundur Þ.
Frá vinstri Guðbrandur-Hilmar-Guðmundur Þ.
Nú er verið að vinna í lögnum í grunninum á Finnbogastöðum.

Hilmar Hjartarson er pípulagningarmeistari og er frá Steinstúni hér í sveit en búsettur í Garðabæ,hann sér um allar vatns og skolplagnir og hitalögnina í plötuna.

Það er talsvert verk enn eftir þar til platan verður steypt.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 24. september 2008

Mannauðsstjóri og rekstrarstjóri

Veðurstofan Mynd VÍ.
Veðurstofan Mynd VÍ.

Veðurstofa Íslands.
Á Starfatorgi eru nú auglýstar tvær stöður við hina nýju stofnun, mannauðsstjóri og rekstrarstjóri. Umsóknarfrestur rennur út 28. september næstkomandi.

Þann 11. júní 2008 gengu í gildi lög um nýja stofnun, Veðurstofu Íslands og tekur hún til starfa 1. janúar 2009. Stofnunin tekur við verkefnum Vatnamælinga og Veðurstofunnar og mun viðfangsefni hennar beinast að eðlisþáttum jarðarinnar, þ.e. lofti, vatni, snjó og jöklum, jörð og hafi.


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Gunnsteinn heldur tölu tilkonu sinnar,við undirspil Hilmars.
Vefumsjón