Gamla Smiðjan á Bíldudal í endurnýjun lífdaga.
Byrjaðar eru endurbætur á Járnsmiðjunni (Gömlu smiðjunni) á Bíldudal sem reist var í kringum 1894 af athafnamanninum Pétri J. Thorsteinsson. Smiðjan var útbúin á þeim tíma nýtísku tækjum svo að ekki þyrfti að sækja neinskonar járnsmíði út fyrir staðinn. Var Smiðjan talin ein fullkomnasta vélsmiðja landsins.
Grafið hefur verið fyrir drenlögnum og lokið verður við að ganga frá þaki og gluggum Smiðjunnar fyrir veturinn.
Fleiri verk af svipuðum toga eru í farvatninu. Á næstu dögum verður byrjað á að styrkja burðarvirki Pakkhússins á Patreksfirði og gert verður við þak þess fyrir veturinn.
Þá er einnig stefnt að því að halda áfram endurbótum innandyra á Vatneyrarbúðinni á Patreksfirði.
Myndir Magnús Ólafs Hansson verkefnastjóri Skor þekkingarsetur.